Morgunblaðið - 04.08.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 04.08.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1976 27 Efling Hólastaðar Fyrir nokkru birtis i blöðum landsins „Opið bréf um eflingu Hóla.“ Er það undirritað af fjór- um áhugamönnum um það mál. Til forystu í þessum efnum benda þeir á fimm menn, er lfklegastir séu til stórræðanna. Enda þótt svolítið frumlega sé að málum staðið, er ekki annað hægt en að virða og meta áhuga þessara ágætu manna á velferð Hólastaðar. Um það, sem gera þarf staðnum til eflingar, er að sönnu farið dá- lítið óákveðnum orðum. Það er talað um „eflingu staðar og skóla“, einnig talað um það, „er gera þarf til velferðar, vegs og virðingar á staðnum". En þó skilst mér, að hér sé einkum átt við það, hvað gera skuli fyrir bændaskól- ann þar, „bæði með tilliti til ald- arafmælisins og einnig til varan- legrar frambúðar“, eins og það er orðað. „Nefndarskipunin" ber þess heldur engin merki, að ann- að og meira sé haft í huga. Nú mun það skoðun margra, að „efling Hóla, vegur þeirra og virð- ing“, hljóti fyrst og fremst að vera tengd kirkjulegri reisn staðarins en ekki útþenslu bændaskólans þar. Ekki er þar með verið að varpa neinni rýrð á þá ágætu stofnun, sem vissulega hefir haft miklu hlutverki að gegna og skil- að því með prýði. Og vist hefir Hólastaður verið tilkomumeiri yf- ir að líta vegna mannvirkja og umsvifa bændaskólans. En þó er það ekki hann, sem einkanlega hefir gjört þann garð frægan, heldur biskupsstóllinn um sjö- hundruð ára bil. Orðtakið: „Heim að Hólum“, hefir ekki orðið til vegna bændaskólans, og hefði aldrei orðið til vegna hans. Og þó að sá skóli verði efldur og aukinn, verður það engan veginn sú efl- Framhald á bls. 37 KZ STÁLHILLUR Þægileg og fljótleg uppsetning án verkfæra. Miklir breytingamöguleikar. Hentugt . til notkunnar i skrifstofum, verzlunum, vöru- og skjalageymslum, bilskúrum og búrum. Uppsettar hillur i skrifstofu okkar. Eggert Kristjánsson & Co. hf., Sundagörðum 4 — Simi 85300 Sterk utanhússmálning me6 óvenju fallegrí áferÖ Hraun sparar vinnu og peninga Ein umferð af þessari frábæru utanhúss- málningu frá Málningu h/f jafngildir 3 til 4 umferðum af venjulegri plastmálningu. Hraun hefur ótrúlega góða viðloðun við flest byggingarefni og frábært veðrunarþol. Hraun fæst með tvennskonar áferð, — fínni eða grófri. (Q C co HRAUN SENDIN PLASTMÁLNING málninghlf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.