Morgunblaðið - 04.08.1976, Page 23

Morgunblaðið - 04.08.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1976 31 ííeUf3Jork®hne$ ííeUfJ|orkSrme$ jNeUf j}ork$ttne$ jNeUfJ!orkShne$ jNeUfJJork®tme$ Óþekkt tegund af liðagigt breiðist út vestanhafs eftir Royce Rensberger LIME — Fyrir hálfu öðru ári fékk unglingspiltur nokkur sár- an verk í annan fótlegginn, þannig að hann gat ekki gengið. Kast þetta stóð í viku, síðan hvarf verkurinn, en hefur kom- ið aftur við og við og staðið í nokkra daga f senn. Skammt frá heimili drengs- ins býr níu ára gömul telpa, sem vaknaði upp einn morgun- inn með annað hnéð stokkbólg- ið. Hún þurfti að vera I hjóla- stól vikum saman. Og ekki alllangt frá heimili telpunnar býr annað barn, sem bólgnaði skyndilega svo makið upp á liðamótum, að það varð að liggja rúmfast um langt skeið. Svo virtist sem engin tengsl væru á milli þessara þriggja tilfella, en í kjölfar þeirra kom fjöidi annarra í grannbæjunum Lyme, Old Lyme og East Hadd- am I Connecticut. Þótti fólki þetta vart einleikið, og orðróm- ur komst á kreik um nýjan, torkennilegan sjúkdómsfarald- ur. Þótti foreldrum sýnilegt, að hér væri eitthvað annað og meira á ferðinni en venjuleg tilviljun. Mæður tveggja barna, sem veikzt höfðu af þessum sjúk- dómi og höfðu af þeim þungar áhyggjur, hringdu hvor í sínu lagi til heilbrigðismálayfir- valda Connecticut í Hartford sl. haust. Þar var ekki litið á ótta þeirra sem einbera móðursýki, heldur hófust vísindamenn þegar handa um að kanna, hverjar orsakir lægju að baki þessum einkennilegu sjúk- dómstilfellum. Eftir margra mánaða rann- sóknir hafa sérfræðingar í liða- gigt við læknadeild Yale- háskóla f New Haven komist að þeirri niðurstöðu, að hér sé um að ræða áður óþekktan sjúk- dóm. Þeir hafa fundið sam- eiginleg einkenni hjá sjúkling- unum, er gefa það til kynna, að sjúkdómur þessi sé ein tegund af liðagigt sem orsakist af vírus. Telja þeir að virusinn berist með skordýrum eða sníkjudýrum, svo sem blóð- maur. Hingað til hafa læknavísind- in aðeins þekkt þrjár tegundir af þess konar liðagigt. I Afrfku hafa menn fundið tvær tegund- ir, chikungunya og o’nyong ’nyong. Þeirrar þriðju hefur orðið vart í Astraliu og nefnist hún Ross River. Hingað til hafa vísindamenn við Yale fundið 51 tilfelli af hinum nýja sjúkdómi, sem þeir kalla Lyme-liðagigt. Af sjúkl- ingum eru börn í miklum meiri- hluta eða 39, en fullorðnir 12. Þá er talið, að fleiri hafi tekið sjúkdóminn, en ekki er það enn -fullsannað. Frú Judith Mensch, sem býr í skógivöxnu úthverfi Lyme, sagði f viðtali, að fyrsta tilfellið, sem heyrzt hefði um, hefði enga verulega athygli vakið. „Það var telpa i næsta húsi við mig, sem fékk þennan sjúkdóm fyrst, og það var fyrir hálfu öðru ári. Þegar hún fékk þriðja kastið, gat hún ekki gengið, heldur varð að fara á milli í hjólastól. Síðan veiktist önnur telpa við næsta götuhorn og þar á eftir drengur í sömu götu.“ 1 nóvember sl. brá svo við, að átta ára gömul dóttir frú Mensch, Anne að nafni, veiktist skyndilega af þessum sama sjúkdómí. Annað hnéð á henni stokkbólgnaði og hún gat að- eins gengið með herkjum. Heimilislæknirinn taldi fyrst, að þetta væri beinasjúkdómur og var telpan lögð inn á sjúkra- hús, þar sem hún gekkst undir sérstaka lyf jameðferð. Allt kom hins vegar fyrir ekki og sjúk- dómseinkennin komu fram eft- ir sem áður. Héldu læknarnir þá, að telpan væri haldin af sérstakri tegund liðagigtar, sem stundum kemur fram hjá börn- um, og er mjög hættulegur og langvarandi sjúkdómur. Ekki er vitað, hverjar orsakir hans eru. ,,Ég var hins vegar á annarri skoðun og hélt, að þetta væri eitthvað annað,” sagði frú Mensch. „Mér fannst það bara einum of mikil tilviljun, að fjögur börn í sama hverfi veikt- ust af liðagigt á skömmum tíma, og ég fór að setja mig í samband við foreldra til að athuga, hvort börnin þeirra hefðu veikzt af þessum sjúk- dómi. Ég hamaðist eins og móðursjúk kerling.” I árslok 1974 veiktist 19 ára gamall piltur, Sandy Murray að nafni. I júní 1975 veikt 12 ára gamall bróðir hans, Todd, og kveðst hann muna eftir því, að einhvers konar fluga hafi bitið sig. í sama mánuði veiktist Gill- is Murray, faðir drengjanna. „Hér voru allir höktandi um á hækjum, og það var alveg hræðilegt," sagði frú Polly Murray f viðtali. Hverfið, þar sem fjölskyldan býr er mjög skógivaxið, eins og þar sem Mensch fjölskyldan á heima. Sjálf telur frú Murray, að hún hafi fengið einhverja aðkenn- ingu að þessum sama sjúkdómi fyrir nokkrum árum. Þegar hún frétti af svipuðum sjúkdómstilfellum í sama hverfi, setti hún sig í samband við heilbrigðisyfirvöld ríkisins, og var það um svipað leyti og frú Mensch fór á stúfana. Báðar konurnar ræddu fyrst við starfsmenn heilbrigðisþjón- ustunnar, sem fullvissuðu þær um, að liðagigt væri ekki smit- bær sjúkdómur. Því næst ræddu þær við dr. David Snydman, forstöðumann heilsugæzlustöðvar, en hann hafði þá nýlega lokið starfs- þjálfun við Heilsuverndarmið- stöð Bandaríkjanna í Atlanta, og þar er yfirleitt litið alvarleg- um augum á útbreiðslu óvenju- legra sjúkdóma, en málið ekki afgreitt sem kerlingabækur og móðursýki. „Ég hafði ekki hugmynd um, hvað þarna var á ferðinni, en sjúkdómslýsingar kvennanna vöktu áhuga rninn,” sagði Snyd- man. „Báðar konurnar gáfu mér upp nöfn þeirra, sem þær töldu, að veikzt hefðu af þess- um sjúkdómi og ég fór þegar í stað að kanna málið.” Snydman ræddi í síma við alla þá, sem konurnar höfðu talið upp, og skráði hjá sér helztu sjúkdómseinkenni og sjúkdómasögur. Siðan ók hann til Lyme og ræddi við nokkra sjúklinga, lækna, skólahjúkr- unarkonur og fleiri. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem dr. Snydman aflaði sér á þennan hátt, varð ljóst, að flestir þeirra, sem sýkzt höfðu, voru með svipuð sjúkdómsein- kenni og þeir, sem þjást af ikt- sýki (rheumatdi-arthritis). Það er bólga í liðum, en frábrugðin slitgigt (osteóarthritis), sem er algeng hjá rosknu fólki. Enn- fremur þótti honum einsýnt, að sami sjúkdómsvaldur hefði ver- ið á ferðinni I öllum tilvikum. Taldi Snydman, að hér væri um að ræðá verðugt rarinsóknar- efni fyrir vin sinn, dr. Allen C. Steere, en hann stundaði rann- sóknir á gigtsjúkdómum við Yale háskóla. Steere, sem er 33ja ára að aldri, varð strax mjög áhuga- samur, er hann heyrði um þennan dularfulla sjúkdóm. Hann lagði þegar í stað á hill- una rannsóknir þær, sem hann var að vinna að og ákvað að freista þess að leysa þrautina. I viðtali við rannsóknarnefnd há- skólans sagði hann, að reyndist það rétt vera, að allt þetta fólk á svo litlu svæða, sem raun bar vitni, væri haldið ikt-sýki, væru hér á ferðinni einstæðir atburð- ir, sem vert væri að kanna ítar- iega og gaumgæfa. Dr. Stephen E. Malawista, forstöðumaður gigtsjúkdómadeildar Yale há- skóla, er starfað hefur að rann- sókn málsins ásamt Steere sagði, að ef vísindamönnum tækist að ráða gátuna um Lyme-liðagigtina, væri jafn- framt fundin lausn á alls konar sjúkdómum öðrum. Fyrsta skref Steeres var að gera nákvæma rannsóknaráætl- un, sem hann síðan lagði fyrir rannsóknarráð Yale-háskóla. Ráðið samþykkti áætlun þessa og síðan var hafizt handa. Steere og Snydman höfðu sið- an samband við alla þá, sem veikzt höfðu af Lyme- liðagigtinni og fengu þá til að koma til Yale, þar sem nákvæm læknisfræðileg rannsókn var gerð á þeim. Það kom fram, að sjúkdóms- tilfellin voru um margt ólik, en helztu einkennin voru þó sam- eiginleg. Hjá flestum sjúkling- um hafði annað hnéð skyndi- lega bólgnað upp, stöku sinnum var það úlnliður eða olnbogi, en aldrei hönd eða fótur. Fólk átti mjög erfitt með gang og var oft haldið mjög sárum verkjum og kvölum. Venjan var sú, að fyrsta kast- ið stóð í um það bil vikutíma, en dæmi voru þó um, að það hefði staðið yfir í hálft ár. Siðan hurfu sjúkdómseinkennin og fólkið virtist alheilbrigt, en sag- an endurtók sig yfirieitt að tveim mánuðum liðnum. Hlem- ingur sjúklinganna hafði feng- ið þrjú köst eða fleiri. Hvergi sáust þess merki, að varanlegar skemmdir hefðu orðið á liða- mótum sjúklinganna. Meðferð sjúklingai na hefur verið með ýmsu móti. Þeir hafa fengið kvalastillandi lyf, og reyndar hafa verið ýmsar að- ferðir til að draga úr bólgu í liðamótúnum. Einn sjúklingur- inn var skorinn upp og liðslíma á hné hans fjarlægð. Þessar staðreyndir og reynd- ar ýmislegt fleira, sem fram hefur komið við rannsókn máls- ins, virðist benda til þess, að sjúkdómurinn hafi orsakast af biti skordýrs eða snýkjudýrs. Þau atriði, senl virðast styðja þessa kenningu eru, að skömmu áður en sjúkdómsins tók að gæta að ráði, roðnaði hörundið og hljóp upp, — og í öðru lagi veiktust nær allir sjúklingarnir að sumarlagi, á timabilinu frá júní til septem- ber. Bendir þetta til þess, að hverjar sem forsendur sjúk- dómsins eru, séu þær miklu fremur fyrir hendi á sumrin en á öðrum árstíðum. Ennþá hefur engin veira fundist, en Steere og félagar hans eru ekki á því að missa kjarkinn. Þeir telja, að þeir hafi ekki fundið réttu aðferð- ina til að finna sjúkdómsvírus- inn og rækta hann, en eru sann- færðir um, að það muni takast. Og athugaðu: Borgarðu einhver ósköp fyrir umbúóir utan um vörur til landsins - og þaó í gjaldeyri ? Komi varan meö flugvél getur umbúóakostnaóurinn stórlækkaó Notfæróu þér reglubundió vöruflug milli íslands og meginlands Evrópu. Fljótt og vel meö flugi • Vöruflutningar eru okkar sérgrein. • Farþegar eru engir um boró. • Varan þín fær ALLA okkar athygli. ISCARGO HF Reykjavikurflugvelli Simar 10541 og 10542 Telex: 2105 Iscárg-is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.