Morgunblaðið - 04.08.1976, Síða 28

Morgunblaðið - 04.08.1976, Síða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGUST 1976 HaHdór Snorrason arti þá konungur skipið af Halldóri ok kevpti. (ialt hann þeyar verðið í «ulli og brenndu silfri, svo að eif»i stóð meira eftir en hálf mörk ttulls. Heimti Halldór það lítt, enda galst það eigi. Kn er vora tók, sagði Halldór konungi, að hann vildi út til íslands um sumarið, <>í4 lét sér vel koma, að þá gyldist það, sem eftir stóð skipverðsins. Konungur fór heldur undan um ítjaldið, og fannst á, að honum þótti miður, er Halldór heimti. Kn ekki bannaði konungur honum útferð. Halldór bjó skip sitt um vorið. Kitt kvöld síðla. þá er hann var albúinn, lagði hann út úr ánni. Var þá byr á kominn. Halldór ítekk á bátinn með nokkra menn og reri inn að bryítftjum. Laftði hann að skut- stafninn of» lét þar halda einn mann, en bað aðra að sitja við árar og bíða sín svo. (iekk hann einn upp í bæinn með alvæpni og að þvi herbergi, er konungur og drottning sváfu í, og varð af skark nokk- urt er hann gekk inn, svo að þau vöknuóu við, og spurði konungur, hver þar brytist að þeim um nætur. ,,Hér er Halldór,“ segir hann; ,,er ég nú búinn til brottferðar og byr á kominn, og er nú ráð að gjalda féð, þaö sem eftir stendur.“ „Ekki má það nú svo skjótt,“ segir konungur, „bíð þú morguns, og munum vér þá greiða." „Égvil nú þegar hafa.“ swgir Halldór; „mun ég þessu sinni eigi erindislaust fara, því að ég kann skaplyndi þitt, og veit ég, að þér mun eigi vel líka þessi mín ferð og fjár- heimta, hversu sem þú lætur nú. Mun ég lítt trúa þér héðan í frá. Er það ósýnt, að við finnumst sov oft, að mitt sé vænna; skal nú neyta þess. Ég sé, að drottning hefur hring á hendi mikinn; fá mér hann.“ Konungur mælti: „Þá verðum við að leita að skálum og vega hringin.“ „Ekki þarf þess“, segir Halldór, „tek ég hann fyrir skuld mína. Munt þú ekki prettum við koma nú að sinni, og fá mér hann skjótt.“ Þá mælti drottning: „Fá honum hringinn,. sem hann biður; sér þú eigi, að hann stendur með vígahug yfir þér uppi.“ Tók hún þá gringinn og gékk Halldóri. Halldóri. Hann tók við og þakk- aði þeim báðum gjaldið og bað þau vel að lifa. Gekk hann út skyndilega og ofan til bátsins. Lustu menn hans þá árum í sem COSPER Nú skil ég það fullkom- lega, að hún verði kyrkt í lokaþættin- um! -----------------------------\ Hættu að fletta I blöðunum, kona, ég er að reyna að semja sólóverk. A þessum aldri er vonlaust að komast f hringinn á ný. Þegar Holland lávarður lá banaleguna, kom vinur hans, George Selwyn til þess að fá vitneskju um, hvernig honum liði og skildi hann eftir nafn- spjald sitt. Holland lávarður sagði er hann sá það: „Ef herra Selwyn kemur hér aftur, þá hleypið honum inn til mfn. Ef ég verð á Iffi, mun ég gleðjast yfir þvf að sjá hann en ef ég verð dáinn, mun hann hafa ánægju af að sjá mig.“ Kfnverskur þjónn fékk leyfi hjá húsbónda sfnum til þess að vera við jarðarför vinar sfns, einnig Kfnverja. „Ég geri ráð fyrir að þú fylgir hinni gömlu venju forfeðra þinna að láta matvæli á Ieiðið?" sagði húsbóndinn brosandi. Skátar lofa að gera aldrei til- raunir. „Já, herra “ var svarið. „Og,“ sagði maðurinn hlæjandi, „hvenær gerirðu ráð fyrir að hinn framliðni gæði sér á matnum?“ Þjónninn svaraði hægt en ákveðið: „Herra, um leið og vinur yðar, sem þér fylgduð til grafar um daginn, lyktar af blómunum, sem þér settuð á leiði hans.“ Klerkur kom til deyjandi manns og sagði: „Kæri vinur, veiztu hver það var, sem lét Iffið til þess að frelsa þig?“ „Ó, faðir, faðir", hrópaði hinn deyjandi maður, „er þetta rétti tfminn til þess að ráða gátur?“ V J Hðskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 42 sökunar ef ég hef sagt eiithvað móðgandi. Kári hefði ekki heyrt neitt um árásirnar á Malin, en hann víður- kenndi fúslega að hann hlyti að hafa verið uppi f sfnu herbergi þegar það gerðist. Þegar hann var farinn fram úr bókaherberginu heyrðust ræskingar úr horninu þar sem Petrus hafði setið án þess að segja eitt einasta orð. — Hann nefndi ekki eína manneskju hér f húsinu... Christer kínkaði kolli. — Það má ekki varpa grun á eíginkonu Cesars... En Petrus sem var argur yfir þeim orðum sem Kári hafði látið falla um Matin tautaði efagjarn. — Einmitt Það? — Og hvað með þig? Ef þú veizt eitthvað um Björgu Hallmann held ég að þú ættir að leysa frá skjóðunni. — Tja. Það er kannski ekki annað en bæjarsiúður. En f Kila er hvfslað um að kunníngsskapur hennar við Isander lækni sé ein- um of náinn. Þetta er sagt. Ekki veit ég hvort sannleikskorn er f þessum sögum. Christer virtist ekki koma þetta á óvart. En Petrus hafði samt greinilega slæma samvizku gagn- vart húsmóðurinni á Hali, þegar hurðinni var nokkru sfðar lokið upp fyrir henni. Christer Wijk hafði ekki hitt hana áður. Hann komst að þeirr.i niðurstöðu að lýsing Malínar á henni hefði verið öldungis hár- rétt. Svona hafði sennilega Helga fagra litið út — eða hin stolta og ósveigjanlega Dísa. Að einu leyti var hann þó ekki alls kostar viss um að Malin hefði haft rétt fyrir sér — hann grunaði að skaphíti Bjargar væri mun meiri en ytri framkoma hennar gaf til kvnna. Hún settist f stólinn við arininn og bcið kurteislega eftir fyrstu spurningu Christers. Það voru aðeins skuggarnir undir óvenju fögrum augum hennar sem sýndu að hún var bæði þreytt og áhyggjufuil. Christer hikaði ekki með að snúa sér að efninu. — Doktor Hallman, sagði hann — dó af stryknineitrun. Stryknin er sérstaklega sjaldgæft og hættu- legt eiturefni og það er þvf miður óhugsandi að það hafi komist f matinn fyrir slysni. Einhver hef- ur tekið flösku með þessu efni úr tösku Gregors Esanders læknis og hellt dálitlu af innihaldinu á salatskál eiginmanns yðar. Hafið þér veitt einhverju athygli, sem gæti orðið okkur til hjálpar? — ftg tók iðulega eftir læknis- töskunni f kvöld, hún stóð á smá- borði f forstofunni. ftn þessi for- stofa er nú eins konar gangur og við erum öll á þeytingi fram og aftur. Aftur á móti var ég — aldrei þessu vant — tiltölulega Iftið f eldhúsfnu, vegna þess að stúlkurnar höfðu tekið að sér að sjá um matinn og ég bar hann bara inn á borðið. Salatskálarnar voru tiibúnar og ég tók einhverj- ar þeirra og Kári hinar. — Mér hefur skilist það sé föst venja að hvcr fjölskyldumeðlim- ur hafi sinn sérstaka lit. Var aldrei neitt breytt út af því? — Að þvf leyti var Andreas eins og barn. Hann ... hann stóð f þeirri meiningu að rauði liturinn á skálinni hans væri heillatákn. — Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist Isander læknir vera eins og einn úr fjölskyldunni. Kemur hann oft higað? — Já. Hann kom reglulega til að Ifta á Jón og honum var alltaf boðið, þegar við héldum smásam- kvæmi. — Eruð þér jafn góður vinur hans og eiginmaður yðar var? — Nei, það værl vfst of mikið sagt. Andreas og Gregor hafa ver- ið saman sfðan þeir voru f barna- skóla. En hann er sérstakiega glaðlyndur og skemmtilegur mað- ur og það var kærkomin tilbreyt- ing f fásinninu, þegar hann kom hingað. Hún hafði lyft brúnum eilftið og það dugði til þess að við borð lá að Christer blygðaðist sfn fyrir ósvffnina. En hann ákvað að láta engan bilbug á sér finna og hélt áfram. — Svo skemmtilegur er hann sýnilega að þér hafið oftsinnis endurgoldið heimsóknir hans þegar ÞftR voruð'f Kila? Augu hennar báru vott um reiði, en hún svaraði kurteislega. — Já, vitaskuld. Annars hcfði hann orðið f jarska vonsvfkinn. Og mér... mér fannst dðsamlegt að komast öðru hverju burt frá Hall. — Fóruð þér einnig f heimsókn til lsanders læknis á þriðjudag- inn, þegar fröken Skog sat og beið yðar á kaffistofunni. — Já, það getið þér verlð vissir um. Við þurftum að ræða ýmis atriði f sambandi víð jarðarför- ina. ftn ég held nú ekki að Malin hafi leiðzt neitt. Hún varð sér fijótlega út um félagsskap. Augnaráðið sem hún sendi unga manninum var allt í senn hæðnislegt og f jandsamlegt. Petr- us var sjálfum sér fjúkandí vond- ur fyrir að finna að hann skipti litum. — Það er talað f bænum, sagði Christer hreinskilnislega. — Það er talað um samband vkkar Isand- ers læknis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.