Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 175. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kosygin veikur? Tokyo, 11. ágúst. Reuter. JAPANSKIR kaupsýslu- menn, sem eru um þess- ar mundir í heimsókn í Moskvu, fá ekki að hitta Alexei Kosygin forsætis- ráðherra eins og ráð var fyrir gert og telja ástæð- una þá að hann sé veik- ur. Japanska fréttastofan Kyodo hefur eftir áreið- anlegum heimildum að Kosygin liggi í sjúkra- húsi en það fylgir ekki fréttinni hvaða sjúk- dómi hann er haldinn. Grfskar herflugvélar og herskip úr grfska flotanum að æfingum á Eyjahafi á svipuðum slóðum og tyrkneska olfuleitarskipið Sismik Minni spenna við Eyiahaf Ankara. 11. ágúst Reuter AP. HÆTTAN á yfirvofandi hernað- arátökum Grikkja og Tyrkja hjaðnaði f dag þar sem þeir búa sig undir aukafund f Öryggisráð- inu um deiluna um landgrunnið á Eyjahafi. En grfski flotinn heldur áfram eftirliti með olfuleit tyrkneska rannsóknarskipsins Sismik I og Tyrkir birtu f dag efni harðorðrar orðsendingar sem þeir afhentu Grikkjum f gær. Þar er þess krafizt að grfski flotinn og flugvélar Grikkja hætti að „áreita" Sismik og sagt að Grikkir beri ábyrgðina á þeim afleiðingum sem ögrandi fram- ferði þeirra gæti haft. í dag var engin mótmælaorð- sending afhent vegna deilunnar og það hefur ekki gerzt í fimm daga. í Haag sagði Henry Kissing- er utanríkisráðherra f dag að hann teldi ekki að deila Grikkja og Tyrkja mundi leiða tU styrjald- ar. Framhald á bls. 16 Kosningar í Danmörku ? Kaupmannahöfn, 11. ágúst. NTB. DANSKA þingið verður kvatt saman til aukafundar mánudag- inn 23. ágúst samkvæmt áreiðan- legum heimildum f dag. Þinginu verður skýrt frá niður- stöðum viðræðna sem hafa farið fram á undanförnum vikum milli rfkisstjórnarinnar og fulltrúa hinna fjögurra borgaraflokka um heildarlausn kaupgjaldsmála. Ef þessar viðræður bera ekki árangur getur farið svo að efnt verði til kosninga I Danmörku í haust samkvæmt þessum heimild- um. Viðræðunum var haldið áfram í dag en ekki var ljóst hvort sam- Fyrsta árásin á borg í Rhódesíu komulag tækist um stefnuna í efnahagsmálum eða hvort stjórn- in semdi við einn stjórnmálaflokk eða fleiri. Upphaflega var ákveðið að kveðja þingið til aukafundar til að taka ákvörðun í kjarnorkumál- um, en stjórnin ákvað að fresta ákvörðuninni þar sem ljóst var að meirihluti þingmanna vildi slíka frestun. Anker Jörgensen forsætisráð- herra sagði í dag að hann mundi tilkynna forseta þingsins á morg- un að nauðsynlegt yrði að kalla þingið saman til aukafundar inn- an skamms en hann vildi ekki nefna dagsetningu. Umtali, 11. ágúst. Reuter. AP STJÓRN Rhódesfu sakaði f kvöld fastaher Mozam- bique um að hafa staðið að stórskotaárás sem var gerð f morgun á landamæra- borgina Umtali og lög- reglustöð 400 km sunnan við borgina. Þar með hefur f fyrsta skipti verið ráðizt á borg í Rhódesfu sfðan átök- in þar hófust. A það var lögð áherzla f opinberri tilkynningu að skæruliðar blökkumanna frá Rhódesíu hefðu ekki staðið að árásinni. Sagt var að aðeins tveir blökku- menn hefðu særzt í árás- inni, lítið tjón orðið á stjórnarmannvirkjum en alvarlegra tjón á eignum óbreyttra borgara. Árásin var greinílega gerð til að hefna árásar sem Rhódesíumenn gerðu á bækistöðvar skæruliða í Mozambique um helgina. Rhódesfumenn segjast hafa fellt rúmlega 300 skæruliða blökku- manna, 30 hermenn Mozambique- stjórnar og 10 óbreytta borgara í árásinni. íbúar Umtali búa sig undir fleiri árásir á borgina, sem er sú þriðja stærsta I Rhódesíu. Alls féllu 20—30 sprengikúlur af kín- verskri gerð á úthverfi hvítra manna. Rúður brotnuðu og að minnsta kosti sex hús skemmdust. Árásin stóð í hálfa klukku- stund. Skömmu eftir að árásin var gerð sáu borgarbúar tvær Hunter- marz þotur vopnaðar eldflaugum fljúga f áttina að landamærum Mozambique. Þær komu aftur 15 mfnútum síðar og gert var ráð fyrir að þær hefðu ráðizt á stöðvar árásarmannanna. Um 100 karlar, konur og börn voru þegar flutt til hótels f mið- borginni, mörg í náttfötum, en seinna send heim. Lögreglan segir að í athugun sé að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi 8.400 hvftra og 36.000 blakkra Framhald á bls. 16 Frú Mavis Ángell leitar hælis f kjallara ásamt þremur börnum sfnum vegna árásarinnar á landamæra- borgina Umtali f Rhódesíu, fyrstu árásarinnar sem hefur verið gerð á borg f landinu síðan átökin þar hófust. Vilja flytja alla íbúa Tel Al-Zaatar á brott Beirút, 11. ágúst. Reuter. LEIÐTOGAR hægrimanna og Palestfnumanna samþykktu f kvöld að flytja á brott alla fbúa palestfnsku flóttamannabúðanna Tel Al-Zaatar skammt frá Beirút að sögn sáttasemjara Araba- Ætluðu að ræna þotu frá E1 A1 í Istanbul Istanbul, 11. águst. Reuter. AP. FJÓRIR farþegar biðu bana í vélbyssuskothrfð og sprenging- um þegar tilraun vírtist gerð til að ræna farþegaþotu fsraelska flugfélagsins El A1 á flugvell- inum f Istanbul f kvöld að sögn starfsmanna flugvallarins. Sjúkrabflar biðu á flugvellin- um í Tel Aviv þegar farþega- þotan, sem er af gerðinni Boeing 707, lenti þar seinna f kvöld og læknar gengu um borð. Talið var að sjö slasaðir farþegar væru um borð f þot- unni og að þrír^hefðu verið skildir eftir í Istanbul. Skothriðin hófst þegar fram fór öryggisskoðun áður en far- þegarnir stigu um borð í þotuna í Istanbul. Árásarmennirnir fleygðu tveimur sprengjum inn í brottfararsalinn og létu kúl- um rigna úr vélbyssum. Tyrkneskir öryggisverðir tóku tvo árásarmennina hönd- Framhald á bls. 16 bandalagsins, Hassan Sabri Ál Kholi. Hann skýrði ekki frá einstökum atriðum samkomulagsins og at- hygli vekur að falangistaflokkur- inn sem undirritaði samninginn ræður aðeins vfir hluta svæðisins sem er á valdi árásarmanna. Slfkir samningar hafa verið gerðir áður en ekki með aðild allra sem þátt taka f bardögunum. Þvf er efazt um að samningurinn sem var gerður f kvöld komist til framkvæmda. I Kristnir menn gerðu nýja árás með skriðdrekum og brynvörðum vögnum f broddi fylkingar á Tel Al-Zaatar f dag og virtust viss- ir um að búðirnar mundu falla f hendur þeirra á hverri stundu. Kristnu mennirnir hafa fengið liðsauka og hafa aldrei ráðið yfir eins öflugu liði að sögn kunn- ugra. Baráttuhugur þeirra er góð- ur og þeir sungu hástöfum þegar þeir réðust til atlögu. Yfirmaður árásarliðsins, Fouad Malek majór, sagði fréttamönnum að hann vonaði að varnarliðið í búðunum gæfist upp. Hann lofaði því að menn sínir virtu alþjóð- Framhald á bls. 16 Ikveikja? París, 11. ágúst. Reuter. AP. BRENNUVARGAR kunna að hafa borið ábyrgð á hótel- bruna sem varð 12 manns að bana f næturklúbbahverfi Parísar f morgun að sögn yfir- manns slökkviliðs borgarinn- ar, Paul Gere ofursta. Grunur vaknaði þegar eldur kom upp í annarri byggingu f aðeins 100 metra fjarlægð frá gistihúsinu, Hotel d'Amerique, tveimur stundum síðar. Engan sakaði í sfðari eldsvoðanum. Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.