Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976 15 Ólga í bæjum blökkumanna En allt með kyrrum kjörum í Soweto Jóhannesarborg, S-Afríku, 11. ágúst — AP, Reuter. Mikið hefur verið um óeirðir I mörgum byggðariögum blökku- manna I nánd við Jóhannesar- borg, Pretoria og Durban f Suður- Afrfku f dag, en allt var hins vegar með kyrrum kjörum f Soweto, þar sem óeirðaaldan hófst fyrir tæpum tveimur mán- Verður 1979 alþjóðlegt barnaár? EFNAHAGS- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna mælti ný- lega með þvf, að árið 1979 yrði alþjóðlegt barnaár, og er fyrir- hugað, að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna skipuleggi það, sem fram fer á barnaárinu. Undanfarin ár hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað sérstökum mál- efnum og hafa aðalatburðir í til- efni þeirra verið alþjóðlegar ráð- stefnur á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Á barnaári er ekki ætlunin að halda slíka ráðstefnu, heldur verður fyrst og fremst leitazt við að upplýsa almenning um þarfir barna og efla sjóði og stofnanir sem gangast fyrir samræmdum og víðtækum aðgerðum í því sk.vni að bæta hag barna. Þegar hafa ýmis ríki heitið fjár- hagslegum stuðningi við fram- kvæmdir f tilefni barnaársins. Árið 1979 eru tuttugu ár síðan Sameinuðu þjóðirnar samþykktu yfirlýsingu um réttindi barna, og hefur tillaga þess efnis að þetta verði alþjóðlegt barnaár legið fyr- ir Efnahags- og félagsmálaráði SÞ síðan 1974. Formaður nefndar, sem 32 fé- lagasamtök frá ýmsum löndum eiga sæti í, er Canon Joseph Moerman, en nefndin mun hafa forgöngu um undirbúning vegna alþjóðlega barnaársins. ' ■■■ 1 , ERLENT, uðum. Þá kom til nokkurra árekstra I úthverfum Höfðaborg- ar, Langa og Guguletu, þegar hundruð barna gengu út úr kennslustundum f skólunum og fóru hópgöngu um göturnar. I Magiso fyrir vestan Jóhannes- arborg handtók lögreglan 76 unga blökkumenn eftir að þeir höfðu tekið þátt í óeirðum og meðal ann- ars ráðizt með grjótkasti á skóla og aðrar opinberar byggingar. I Kwa Thema austan Jóhannesar- borgar fóru hundruð unglinga með látum um götur bæjarins og var lögreglan fengin til að tvfstra hópnum. Og I Sebokeng fyrir sunnan Jóhannesarborg tóku um 300 blökkumenn þátt í óeirðum og reyndu meðal annars að bera eld að verzlunum. Beitti lögreglan táragasi og skaut aðvörunarskot- um, og tókst að dreifa mannfjöld- anum. I Mamelodi-hverfinu I Pretoria grýttu blökkumenn bifreiðir og byggingar, og reyndu að kveikja í gagnfræðaskóla hverfisins, en I gær hafði blökkumaður frá Mamelodi komið sér fyrir í mið- borg Pretoria, ausið sig benzini og brennt sig til bana. Alvarlegustu átökin urðu í blökkumannabæjunum I nánd við Lichtenburg, um 200 km. fyrir vestan Jóhannesarborg, þar sem mikið var um íkveikjur í nótt og I dag. Voru unnin mikil spjöll á skrifstofum hverfisstjórnarinnar, dómshúsi, tveimur skólum og fjölda bifreiða. r Oþekktur sjúkdómur í Finnlandi Helsinki, 11. ágúst — NTB RtlMLEGA 50 starfsmenn lyfjagerðar I Tampere f Finn- landi og tfu aðrir borgarbúar hafa sýkzt af áður óþekktum sjúkdómi, og hafa yfirvöld lát- ið loka lyf jagerðinni. Vinna hófst á ný f lyf jagerð- inni fyrir viku að loknum sumarleyfum starfsfólksins, og var þá strax mikið um f jar- vistir vegna veikinda. Allir höfðu sjúklingarnir sömu sjúkdómseinkennin, háan hita, höfuðverk og niðurgang. t fyrstu var talið að hér væri um matareitrun að ræða, en talsmaður eigenda lyfjagerð- arinnar telur að hugsanlega sé þetta veirusjúkdómur, sem upp hafi komið þegar skólp flæddi inn á kjallarahæð lyfja- gerðarinnar f fyrramánuði. Sviss greiðir af eiturskýinu Basel, Sviss, 11. ágúst —AP SVISSNESKA lyfjafyrirtækið F. Hoffmann la Roche ætlar að greiða allt það tjón, sem hlýzt vegna eiturgassins f ftalska bæn- um Seveso, að þvf er Adolf Jann aðalforstjóri svíssneska fyrir- tækisins skýrði frá f dag. Sprenging varð I efnaverk- smiðju Icmesa, dótturfyrirtækis Roche, I fyrra mánuði og breidd- ist eiturský yfir bæinn Seveso þar sem verksmiðjan hefur starfað um nokkurra ára skeið. Eiturefn- ið nefnist dioxin, og hefur það valdið miklu tjóni. Meðal annars hafa 30 manns þurft sjúkrahús- vist, hundruð fugla og dýra hafa drepizt, og rúmlega 800 manns hefur þurft að flytja burt frá svæðinu f nánd við verksmiðjuna. „Við vitum ekki enn hversu mikið tjónið er,“ sagði Jann við fréttamenn I Basel í dag, ,,en við ráðum yfir nægu fjármagni til að bæta allt tjón.“ Talsmenn Roche félagsins sviss- neska segja að greiddar verði skaðabætur til slasaðra, tjón á húsum og kostnaður við eyðingu eitursins, tap Icmesa og annarra fyrirtækja vegna rekstrarstöðv- unar og launatap starfsmanna. Jann kvartaði nokkuð yfir sam- skiptum við ítölsk yfirvöld. Hann sagði að Roche félagið hefði boðið fjárframlag að upphæð 22 millj- 'Frá óeirðunum í Belfast á mánudag. Kveikt hefur verið í vörubifreiðum, sem liðsmenn IRA höfðu stolið. íkveikjur og spreng- ingar í Belfast Skorað á brezku stjórnina að sýna meiri hörku Belfust. N-Irlandi. 11. ágúst — AP. Reuter SKÆRULIÐAR, sennilega úr Irska lýðveldishernum, IRA, sprengdu snemma í morgun í loft upp miðstöð strætisvagna í Belfast, og í hverfi kaþólskra í vestur- borginni tókst þeim að brenna til grunna korn- myllu, sem reynt hafði ver- ið að kveikja í fyrir þrem- ur dögum. Telur lögreglan að um 100 manns hafi tek- ið þátt í þessum árásum, og voru sjö þeirra handtekn- ir. í Shore Road-hverfinu í Belfast reyndu vopnaðir menn að stela vörubifreiðum, og gerði lögreglan skothríð að þeim. Segir lögreglan að tveir ræningjanna hafi særzt. Einnig kom til átaka í Ardoyne- hverfinu, og áttust þar við skæru- liðar og brezkir hermenn. Vörp- uðu skæruliðar eldsprengjum að bifreiðum hermannanna og kveiktu í aðalsamkomustað hverfisins. Marie Drumm, varaforseti Sinn Fein, ieiðir mótmælagöngu í Bel- fast s.l. sunnudag. llún var hand- tekin daginn eftir. Mikil ólga hefur ríkt í Belfast frá því á sunnudag, en þá efndu Sinn Fein-samtökin, stjórnmála- Vopnaðir fararstjórar handteknir 1 Svíþjóð Norrköping, Svtþjóö, 11. ágúst — AP ÞRÍR af fararstjórum fsraelska knattspvrnuliðsins Hapoel tjónið á Italíu ónir króna, en yfirvöldin afþakk- að. Hér hafi þó ekki verið um neina endanlega bótagreiðslu að ræða, heldur aðeins aðstoð. Italska stjórnin hefur farið fram á fjárveitingu til aðstoðar fbúum Seveso, sem nemur tæpum níu milljörðum króna. I fregn frá Milano er það haft eftir Vittorio Rivolta heilbrigðis- málaráðherra Langbarðalands á Norður-ítalíu að ef til vill verði ekki unnt fyrir suma Ibúa Seveso að snúa heim á ný fyrr en eftir ár vegna áframhaldandi eitrunar, og að óvist sé hvort svæðið næst Icmesa verksmiðjunni verði nokkurntíma byggilegt á ný. Machneh, sem er f Svfþjóð um þessar mundir, voru handteknir f Norrköping f dag fyrir að hafa vopn f fórum sfnum án heimildar. Knattspyrnuliðið er frá borginni Petah Tiqwa, skammt austan við Tel Aviv, og kom til Norrköping fyrir helgi. Lögreglunni bárust spurnir af þvf að fararstjórar og þjálfarar væru vopnaðir, og við nánari athugun fann lögreglan f jórar Beretta-skammbyssur f fór- um þeirra. Hefur fsraelska sendi- ráðið hvorki viljað staðfesta né bera til baka orðróm um að það hafi látið fararstjórunum vopnin f té f varúðarskyni, Fulltrúi lögreglunnar sagði að dómar yrðu upp kveðnir fljótlega þar sem knattspyrnuliðið á sam- kvæmt áætlun að halda heimleið- is á laugardag. Búizt er við að mennirnir verði látnir greiða sektir, en þeim síðan sleppt. Tveir sænskir lögreglumenn hafa gætt knattspyrnumannanna allt frá þvi þeir komu til Svíþjóð- ar til að koma í veg fyrir að á þá yrði ráðizt. armur IRA, til mikilla útifunda i Belfast gegn Bretum og brezkri stjórn á Norður-írlandi. Við það tækifæri hótaði frú Marie Drumm, varafprseti Sinn Fein, því að ef dæmdir skæruliðar IRA fengju ekki sömu meðferð og pólitískir fangar, yrði Belfastborg lögð í eyði. Var hún handtekin á mánudag, og er mál hennar í rannsókn. Samkvæmt lögum geta yfirvöld haft frú Drumm í haldi í eina viku án þess að birt verði formleg ákæra á hendur henni. Verið er að yfirheyra vitni, sem hlýddu á ræðu Marie Drumm, og er eftir þeim haft að hún hafi hótað því að Belfast yrði rifin til grunna, stein fyrir stein. Marie Drumm hefur um margra ára skeið ausið úr skálum reiði sinnar vegna dvalar Englendinga á Norður-Irlandi, og eitt sinn sagði hún á útifundi að ekki ætti að leyfa neinum Englendingi að fara heim til Englands öðruvísi en i líkkistu. Marie er fimm barna móðir. Sjálf hefur hún setið hálft ár í fangelsi á Norður-írlandi og mánuð í Irska Iýðveldinu. Eigin- maður hennar, James Drumm, hefur setió 13 ár í fangelsi, og ein dóttirin var dæmd til átta ára fangelsisvistar í nóvember í fyrra. Vegna atburðanna i Belfast undanfarna fjóra daga hafa þing- menn brezka Íhaldsflokksins skorað á stjórnina í London að beita brezka hernum af meiri hörku gegn írskum hryðjuverka- mönnum. Ríkið tekur ábyrgðina Washington, 11. ágúst — NTB. BANDARÍSKA þingið varð i dag við eindregnum óskum Geralds Fords forseta og veitti honum heimild til að láta hefja allsherjar ónæmisaðgerðir gegn svonefndri svínainflú- enzu. Þessi heimild þingsins leiðir til þess að ríkisstjórnin tekur á sig ábyrgðina ef einhver fer fram á skaðabætur vegna hlið- arverkana frá bólusetningar- efninu. Áður höfðu framleið- endur neitað að halda fram- leiðslunni áfram nema yfir- völdin gengju í ábyrgð og tækju á sig allar skaðabóta- greiðslur. Bentu sérfræðingar á að jafnvel þótt eingöngu væri bólusett með sótthreins- uðu vatni, gætu alltaf komið upp hliðarverkanir, og þær kallað á skaðabótakröfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.