Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1976 /» • •• gr fjoro TALKNAFJÖRÐURINN lá sem spegill og glóði í sólskin- inu og þeir sluppu við innlögn- ina þann dag og hinn næsta. Uti á firðinum Patreksfirði nær glitti f leifar gömlu hvalstöðv- arinnar, og ekki fyrir svo ýkja- löngu voru litlar verbúðir út með öllum firði. Þar var aðbún- aður misjafn og vistin oft kald- ranaleg og votleg. Nú er blóm- legt kauptún risið á þessum stað og heitir Sveinseyri. Það heyrist aldrei nefnt frekar en að Patreksfjörður sé kallaður Vatnseyri. Byggðin í Tálknafirði er í ör- um vexti, þar sem áður var eitt bóndabýli eða svo standa nú nýtizkuleg einbýlishús og upp með hliðinni er komið heilt hverfi af nýjum húsum. Auk þess er verið að byggja vöru- skemmu og annað fiskverkun- arhús. Hér er lika sundlaug frá fornu fari, og nú er kannað hvort nægilegt vatn sé til að hægt verði að leiða hitaveitu í plássið. Þeir gera út þrjú allstór skip frá Tálknafirði og Ragnheiður Ólafsdóttir, fréttaritari Mbl. á staðnum, segir mér að þeir hafi verið með hæstu bátum á vetr- arvertið. Undanfarið hafa þeir verið við Grænland og aflað sæmilega, þar áður voru þeir á grálúðu. Ungt fólk er hér í meirihluta, það liggur i hlutarins eðli og þar af leiðir að hugsa þarf fyrir þörfum yngstu kynslóðarinnar. Tveir framhaldsbekkir eru komnir til viðbótar barnaskóla- námi en aftur á móti er ekkert iþróttahús á staðnum og teikni- kennsla er engin. Og ekki sakar að það komi fram að mörgum Tálknfirðingum finnst sem þeir beri skarðan hlut frá borði í læknasþjónustu nágrennisins. Á Patreksfirði sitja læknar og þeir þeysa f viku hverri yfir á Bíldudal til að kanna þar heilsufar og hlúa að líkamlegri liðan þeirra Bíldælinga. Þá er einkennilegt og verulegt íhug- unarefni, af hverju ekki hefur reynzt gerlegt að fá læknana til að gera slíkt hið sama á Tálkna- Töluvert er verkað f skreið. Heimsókn á Tálkna- firði: koma eins og einu sinni í viku. Þar eru allir reiðubúnir að láta útbúa viðunandi hús- næði sem læknirinn gæti notað sem stofu meðan á dvölinni stendur. En þetta hefur ekki orðið og verða því Tálknfirðing- ar að láta sig hafa það að fara annahvort á Bíldudal eða Pat- Krakkarnir eru ekki gamlir þegar þeir hefja þátttöku f atvinnulff- inu. var sótt um styrk frá riki sam- kvæmt þeim lögum, að riki leggi fram fé til byggingar dag- vistunarheimila. Ekkert hefur þaðan fengizt enn. Þeim þykir það einkennilegt ekki sizt með hliðsjón af þvi að á þeim hinum sama tima hefur slíkur styrkur verið veittur á aðra staði í ná- grenninu sem hafa ekki einu sinni byrjað framkvæmdir. Kvenfélagið er iðið við fjáröfl- un I þessu skyni, kaffasölu, blómasölu og skemmtanahald. Nýlega barst ein milljón frá konu sem fædd var í Tálkna- firði og hafði heyrt um hið ágæta framtak og hinn mikla dugnað, sem sýndur hafði verið í verki. Gjöfin var til minningar um foreldra hennar og fyrri eiginmann og má nærri geta, að kvenfélagið fagnaði milljóninni og þó vakti hugurinn, sem að baki lá, ekki hvað sizt gleði. Dagheimilið er hjartans mál Tálknfirðinga — einkum kvennanna. Ragnheiður segir mér að þeim finnist skjóta skökku við, að kvenfélagið verði að greiða söluskatt af sjálfboðavinnu: þær verða sem sé að borga söluskatt af öli og sælgæti sem þær selja á skemmtunum og hefur þó sá skattur væntanlega verið inn- heimtur þá þegar. Þær eru að hugsa um að snúa sér beint til fjármálaráðherra með þetta mál. Á veturna er félagslif í lág- marki en vinna því meiri. Þó var stofnaður hjónaklúbbur í fyrra og haldið er þorrablót og aðrar hefðbundnar gleðir. Sam- komuhúsið er komið til ára sinna, en viðhald á því er furðu gott. Þó sýnist nauðsynlegt að innan skamms verði að ráðast í að byggja hér nýtt hús. Svo stendur til að endurbæta höfn- ina. Og ekki myndi saka þótt lokið yrði við flugvöllinn, sem er rétt við bæjardyrnar og að honum yrði stórkostlega bót, bæði fyrir Tálknfirðinga og Bíl- dælinga reyndar lika. Jafnvel fyrir Patreksfirðinga, sem þurfa að aka fjarska langan veg til að komast til vallar sins. Það er að mörgu sem þarf að huga að I uppgangsplássi. Krakkarnir hér á staðnum eru ekki gömul þegar þau hefja þátttöku í atvinnulífinu og það munar um þau við beitingu og alls konar störf sem til falla. Þennan dag og næstu á und- an var blíða í Tálknafirði, svo sem í upphafi sagði. Víða var unnið í görðum að því að fegra og prýða. Óli Valur Hansson hafði verið á ferð nýlega um firðina og tendrað mikinn áhuga á garðrækt í plássunum. Niðri á bryggju töku krakkarn- ir á móti bátunum sem voru að koma að með vænan afla. Og um kvöldið var slappað af, kvenfélagið hélt skemmtun til ágóða fyrir barnaheimilissjóð og þá fóru allir á ball hjá Villa Valla og köppum hans. h.k. Barnaheimilisbyggingin. Ný hús á Tálknafirði. reksfjörð, ef eitthvað amar að og það skal tekið fram að lækn- ir kemur að sjálfsögðu á Tálknafjörð er hann er sérstak- lega til þess kallaður — og þá fyrir drjúgan skilding eins og vænta má. Barnaheimilið er eitt helzta stórmálið á Tálknafirði um þessar mundir. Af því hefur kvenfélagið haft allan veg og vanda. Búið er að útibyrgja heimilið, setja í gler og ein- angra, og girðingarefni um lóð- ina er fyrir hendi. Megnið hef- ur verið unnið í sjálfboðavinnu af þeim kvenfélagskonum sem ötulastar eru, enda finna allir sárlega til þess hve mjög þarf á starfskrafti kvennanna að halda, þegar vinna skal úr þeim verðmætum, sem flutt eru að landi, og hafa kvenfélagskonur því vitanlega notið stuðnings karlmanna á staðnum. Ein milljón króna hefur fengizt úr lifeyrissjóði Vestfjarða og strax og framkvæmdir voru hafnar Kvikmyndasýn- ing og tónleikar í Norræna húsinu „OPIÐ hús“ verður f Norræna húsinu fimmtudagskvöld, 12. ágúst. Á dagskránni verða tðn- leikar og kvikmyndasýning. Á tðnleikunum, sem hefjast kl. 20.30, munu þau Manuela Wiesl- er og Snorri S. Birgisson leika fslenzk og erlend verk fyrir flautu og pfnað. Á efnisskránni er m.a. að finna Xanties eftir Atla Heimi Sveinsson (1975) og f jögur fslenzk þjððlög, sem Árni Björns- son útsetti fyrir flautu og pfanð. Þá verður flutt pfanðverkið „SIagbrandur“ eftir Snorra S. Birgisson og Manuela Wiesler leikur einleiksverk fyrir flautu eftir Jean Rivier. Kl. 22.00 verður svo sýnd kvik- myndin „Sveitin milli sanda“. Kvikmyndina gerði Osvald Knud- sen, en tónlistin er eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Auk þessa stendur nú yfir i Norræna húsinu sýning á bókum um ísland í bókasafni hússins og Dagmar Mártas frá Svíþjóð sýnir þar ennfremur vatnslitamyndir. Sumarsýningin með málverkum eftir Hjörleif Sigurðsson, Ragn- heiði Jónsdóttur Ream og Snorra Svein Friðriksson stendur enn yf- ir í sýningarsölum í kjallara. Einnig má minna á að kaffi- stofa hússins er að venju opin frá 20.00 til 23.00 á fimmtudagskvöld- um. Skjaldarmerki fyrir Njarðvík BÆJARSTJÓRN Njarðvíkur- kaupstaðar hefur tekið upp skjaldarmerki fyrir kaupstað- inn, að því er segir f 2. hefti Sveitarstjórnarmála. Merkið teiknaði Áki Gránz bæjarfull- trúi og listamaður. Á merkinu er víkingaskip með þanin segl, sem vísa til fortfðar og yfir svifur þota, tákn nútíðar og framtiðar. Þá eru á merkinu tvær öldur yfir drekahöfði og kóróna, og á hvort tveggja að vísa til sjávarguðsins Njarðar. Milli drekahöfuðsins og segls- ins myndast vík, og á að vera unnt að lesa nafn sveitar- félagsins út úr myndinni. Merkið á að vera blátt í hvítum grunni. Að sögn timaritsins Sveitar- stjórnarmála eru forráðamenn ýmissa fleiri sveitarfélaga nú á höttunum eftir merki fyrir kaupstað sinn eða hrepp. Fjármunum stolið úr M.A. Akureyri. 9. á^úst — INNBROT var framið nýlega í skólahús Menntaskólans á Akureyri og farið bæði inn f skrifstofu skólans og íbúð ráðs- manns. í fbúðinni var stolið m.a. þremur forsetapeningum í öskju og auk þess voru teknir úr skrif- borðsskúffu lyklar að peninga- skáp skólans og peningakassa, sem geymdur var í skápnum. Ur kassanum voru teknar 65 þúsund krónur í peningum eign ýmissa sjóða og stofnana innan skólans. Læstar dyr voru milli skrifstof- unnar og íbúðar ráðsmanns, en þær voru stungnar upp. íbúðin og þar með skólahúsið voru mann- laus um tíma fyrir skömmu og líkur benda til, að þá hafi þjófnaðurinn verið framinn. — Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.