Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976 Málverkasýning í lista- safninu á Selfossi í dag. 12. ágúst, verður opnuð í Listasafni Árnessýslu á Selfossi sýning á málverkum eftir Jónas Guðmundsson, listmálara og rithöfund, en þar sýnir hann rúmlega 30 olíu- og vatnslita- myndir. Verulegur hluti verkanna var nýverið á sýningu i Ntirnberg I Vestur-Þýzkalandi, en nokkur hafa ekki verið á sýningu áður, þar á meðal olíumálverkin sem öll eru unnin á þessu ári. Sýningin verður opin daglega á venjulegum safntíma eða frá kl. 16.00—18.00 nema á laugar- dögum og sunnudögum, þá er opið frá kl. 14.00—20.00. Myndirnar eru flestar til sölu, en sýningunni lýkur sunnudaginn 22. ágúst n.k. Formála að sýningarskrá ritar Guðmundur Danlelsson, rithöfundur, og segir þar frá helztu æviatriðum listamanns- ins, ætt og uppruna. Jónas Guðmundsson Tilboð einkaaðilans mun lægra en tilboð ríkisfyrirtækisins — Opinber fyrirtæki opinberi getuleysi sitt, segir Albert Guðmundsson Á borgarráðsfundi fyrir skömmu var fjallað um kaup á sýningar- tjaldabúnaði fyrir skóla Reykja- víkurborgar og vakti þá Albert Guðmundsson athygli á af- greiðslu stjórnar Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar á þess- um kaupum. Tvö tilboð bárust 1 framleiðslu sýningartjalda- búnaðarins, annað frá einkaaðila en hitt frá rfkisfyrirtæki. Tilboð einkaaðilans var mun hagstæðara en tilboð rfkisfyrirtækisins, „þrátt fyrir aðstöðumun þessara aðila,“ eins og segir í bókun Alberts. 1 bókun, sem Albert lét gera, stendur m.a.: „Bókun þessi er opinberum aðilum tíl umhugsun- ar, þar sem ríkisrekin fyrirtæki reynast ósamkeppnishæf á frjáls- um markaði þrátt fyrir fullyrð- Skattskráin á Höfn, Hornafirði: Álögð gjöld 178 milljónir króna Höfn Hornafirði, 11. ágúst — SKATTSKRÁ fyrir Hafnarhrepp, Höfn, Hornafirði, hefur verið lögð fram. Alls eru á skránni 567 einstaklingar með samanlögð gjöld 152 milljónir króna og 34 fyrirtæki með 26,3 milljónir króna. Hæstu gjöld einstaklinga bera Guðmundur Jónsson bygginga- meistari, 3.147 þúsund krónur, Kjartan Arnason héraðsdýra- læknir, 2.325 þúsund krónur, og Sigurvin Ármannsson múrara- meistari, 1.835 þúsund krónur. Af fyrirtækjum er Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hæst með 14.727 þúsund krónur, Bygginga- félagið h.f. með 2.674 þúsund krónur og Fiskmjölsverksmiðjan h.f. 2.140 þúsund krónur. — Gunnar. 184 þús. bindi í Háskólabókasafninu: Starfsemin í 12 byggingum HÁSKÓLABÓKASAFNIÐ lánaði út alls 7.839 bindi á s.l. ári og voru lánþegar 2.142, eða rösklega þrjúhundruð lánþegum fleiri en árið áður. Kemur þetta fram 1 ársskýrslu safnsins, sem Einar Sigurðsson háskólabókavörður hefur tekið saman. 1 skýrslunni segir, að starfsemi safnsins hafi 1 meginatriðum verið með sama sniði og undanfarin ár, og útlán- um hafi fjölgað jafnt og þétt, þó án þess að um stór stökk hafi verið að ræða. Dr. Björn Sigfússon lét af störf- Ný ljóðabók BÓKAÐTGÁFAN Letur hefur sent frá sér ljóðabókina „Sáuð þið hana systur mína“ eftir Guðrúnu Jacobsen. Er þetta sjötta bók höf- undar og hún lét þess getið við Mbl. að á næsta ári væri væntan- legt smásagnasafn. Yrði það út- gefið f Danmörku. Ljóðabókin er 47 blaðsfður og í henni eru 19 ljóð. 1 eftirmála segir höfundur m.a.: „Ég kann ekki að yrkja, varla að skrifa sögu. Samt hef ég verið haldin þeirri áráttu að hugsa, og þá stundum sett saman sögur í bók eða grein í blað — og á nú að baki röskan tuttugu ára meðgjafar- lausan ritferil." ingar andstæðinga frjálsrar sam keppni um hagkvæmni aö rekstr opinberra fyrirtækja. Vonandi gera opinber fyrirtæk meira af því í framtiðinni að opin bera getuleysi sitt í samkeppni á hinum almenna og frjálsa markaði." Eftir þetta óskaði Sgurjón Pétursson að eftirfarandi yrði bókað: „Vegna bókunar Alberts Guðmundssonar vil ég vekja at- hygli á því að yfirleitt eru tilboð í framkvæmdir og framleiðslu mis- jafnlega há, einnig þegar einka- aðilar einir bjóða. Umrætt dæmi sem A.G. gerir að bókunarefni segir því ekkert um kosti eins eignarforms fram yfir annað.“ Selskinn- um stolið FYRIR hálfum mánuði stal ungur maður 15 selskinnum frá bónda einum á Barðaströnd. Seldi hann skinnin í Reykjavík fyrir 60 þús- und krónur, en verð fyrir góð skinn geta farið hæst i 11 þúsund krónur stykkið. Þjófurinn var svo handtekinn í Keflavík og hefur bóndinn fengið skinnin sln aftur. Magnús Björnsson: Ljóð frá Japan í Lesbók Morgunblaðsins, 7. þ.m., birtir Helgi ÍHálfdan- arson nokkrar þýðingar, sem hann kallar „Ljóð úr austri". Allt eru það endurþýðingar japanskra Ijóða úr öðrum vesturlandamálum. Ég ætla ekki að fjölyrða um árangur af erfiði hans; þar mun margs að gæta. En áleitinn verður sá grunur, að smælki þetta sé harla rótfast í móðurmáli frumhöfunda sinna, og viðkvæmara en svo, að það þoli hrakning í hendur vandalausum. H H. hefur haft það eftir mér í blaðagrein, að sumir leggi kapp á að láta það sýnast mikið, sem í raun er litið eða jafnvel ekki neitt. Japönsku skáldin virðast hins vegar kappkosta að láta sem allra minnst fara fyrir því sem mikils er um vert, jafn- vel leitast við að lykja í hnot- skurn einnar stöku allt það sem máli skiptir guðs um geim. Hætt er við, að þýð- andi , sem hyggst leika það eftir, missi út i veður og vind ósmáan slæðing af þeim afla, áður en hann nær að loka sinni hnot. Svo hefur mér virzt af þýð- ingum japanskra Ijóða á aðr- ar tungur, að ýmsar aðferðir þyki koma þar til greina, bæði á bundnu máli og lausu. Viðleitni H H. til að skapa verkum þessum is- lenzkt form ætla ég að,hafi mistekizt. Ég tel að þar hafi hann valið þann kostinn sem sizt skyldi. Ef rétt er, að um japönsk Ijóð sé að ræða, var það að minum dómi skylda þýðandans að velja þeim ís- lenzkt Ijóðform við hæfi. Að sjálfsögðu er vestur- landafólki að mestu hulin vegsemd hins jápanska skáldskapar i réttum heim- kynnum hans En eftir slik vistaskipti er þess lítil von, að hann beri sitt barr Og hver svo sem þar kann að vera sök þýðandans, kemur án efa fleira til. Hins vegar hefur þýðand- inn gerzt sekur um vítaverð málspjöll með því að kalla verk sitt Ijóð. Raunar hélt ég, að frumskilyrði þess, að ís- lenzkt mál geti kallazt Ijóð, væru gleggri en svo, að hann léti glepjast af öfugmælum þeirra, sem að undanförnu hafa tekið sér í munn aðrar eins þversagnir og „óbundið Ijóð",„Ijóð í lausu máli" öða „prósaljóð". Mál er nú einu sinni annaðhvort bundið eða laust; þar er ekki þriðja kost- ar völ Og eftir þaulgróinni málvenju er Ijóð bundið mál. Frá slíkri hefð er ekki hægt að hlaupast einn góðan veð- urdag, fremur en hægt er að kveða svo á, að orðið „fák- ur", sem til þessa hefur merkt hestur, skuli héðan af haft um allan búpening, og þá eftir atvikum hest eða kú, enda þótt hin margheilaga goðskepna, kýrin hefði eng- an vegsauka af þeirri virðu- legu utanáskrift. Sama er að segja um lausamál; það held- ur áfram að vera prósa, þó það sé kallað Ijóð, og má vel við una. um sem háskólabókavörður f sept- ember 1974 og hafði hann starfað í rúm 30 ár við safnið þegar hann lét af störfum. Nú starfa við safnið níu starfs- menn I fullu starfi og einn í hálfu; auk þess dálítið af laus- ráðnu fólki, sem vinnur hluta úr starfi. Einar Sigurðsson háskólabóka- vörður sagði í samtali við Morgun- blaðið, að samkvæmt aðfangaskrá hefðu verið við árslok í safninu og útibúum þess 183.670 bindi (178.000), og var safnauki á árinu 5.670 bindi (6.545). Erlend tímarit og ritraðir, sem eru í áskrift eða koma með öðrum hætti reglulega í safnið, eru við árslok 1.192 (1.136) og hefur því fjölgaó um 56 á árinu. Þá sagði Einar, að til kaupa á bókum og tímaritum hefði verið varið kr. 6.175.422 (3.859.078), en Raunvlsindastofnunin keypti sem fyrr dálitið af ritum fyrir eigið fé, svo og Norræna eldfjallastöðin. Það kemur fram I skýrslunni, að Háskólabókasafnið á við mikil húsnæðisvandræði að strlða og er lestrarhúsnæðið I 12 byggingum, með samtals 711 sætum. Einar Sigurðsson sagði að I ný- byggingu Verkfræði- og raunvis- indadeildar yrðu um 100 lessæti og væru lessæti þá órðin rúmlega 800 I samtals 13 byggingum. 1 Framhald á bls. 16 Mesta úrval landsins af reiðhjólum fæst hjá okkur FALKIN N Suðurlandsbraut 8 Sími 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.