Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1976 11 Sveinn Tryggvason 60 ára Sveinn Tryggvason fram- kvæmdastjóri Framleiósluráðs landbúnaðarins er sextugur í dag. Náið samstarf okkar Sveins byrj- aði haustið 1959 og stóð óslitið um 12 ára skeið. Minni hluta stjórn Alþýðuflokksins fór með völd í landinu mestan hluta árs_ 1959. Deila reis um haustið milli ríkis- stjórnarinnar og bændasamtak- anna um búvöruverð og fram- kvæmd framleiðsluráðslaganna. Ölafur Thors myndaði ríkisstjórn í nóvember 1959 og kom það í hlut þeirrar stjórnar að jafna deilu- atriðin. Bændasamtökin, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og sex- mannanefndin voru aðilar að mál- inu. Sveinn Tryggvason var fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs og vann af alkunnum dugnaði með sexmannanefnd. Hafði hann sterka aðstöðu og mikil áhrif á gang mála. Samkomulag náðist um breytingu á lögum um fram- leiðsluráð og verðlagningu bú- vara. VeigameSta breytingin var ákvörðun um að greiða útflutn- ingsuppbætur á búvörur í því skyni að tryggja bændum fullt verð fyrir alla framleiðsluna. Út- flutningsuppbæturnar máttu nema árlega allt að 10% af heildarverðmæti landbúnaðar- framleiðslunnar. Lög um út- flutningsuppbætur komu til framkvæmda frá ársbyrjun 1960 og hafa verið í gildi síðan. Sveinn Tryggvason átti stóran þátt í því að heilladrjúgt samkomulag náð- ist á þeim tíma um einn mikilvæg- asta þátt landbúnaðarmálanna. Lög um sexmannanefnd voru fyrst sett 1943, en lög um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins 1947. Sveinn Tryggvason var frá byrj- un ráðinn framkvæmdastjóri Framleiðsluráðsins. Voru allir, sem hlut áttu að máli, sammála um að ráða Svein til starfsins. Reynslan hefur sýnt, að sú ráð- stöfun var farsæl. Sveinn er fæddur í Reykjavik, sonur hjónanna Sveinsínu Sveins- dóttur og Tryggva Benóníssonar vélstjóra. Sveinn var einn vetur í gagnfræðaskóla og annan vetur í iðnskóla. Hann hafði ekki langa skólagöngu að baki, þegar hann fór úr foreldrahúsum. Eigi að síð- ur hafði hann gott veganesti að heiman, sem hefur dugað honum vel. í foreldrahúsum fékk Sveinn hvatningu til góðra verka og heil- ræði mörg, sem hann skyldi ávallt muna. Sveinn vann um tíma á Hvanneyri og kynntist þar Halldóri Vilhjálmssyni skóla- stjóra. Halldór var áhugamaður um öli framfaramál. Hann hafði uppörvandi og góð áhrif á unga menn. Hvatti hann Svein til þess að fara til Noregs til þess að nema mjólkurfræði. Á þeim tíma var mjólkuriðnaður hér á landi kom- inn á skemmra stig en nú er og innlenda menn vantaði til þess að vinna í þeirri iðngrein. Sveinn lauk námi við Statens Mejreskole í Þrándheimi 1937. Kom hann þá heim og varð mjólkurstöðvar- stjóri í Reykjavík um eins árs skeið. Eftir það tók Sveinn að sér forstöðu mjólkurbús Hafnar- fjarðar og gegndi því starfi í fjög- FASTEIGNASALA, AÐALSTRÆTI 9 SÍMAR 28233 - 28733 ATHUGIÐ ’ Höfum kaupanda að 4ra herbergja íbúð (eða stærri) á Reykja- víkursvæðinu. Æski- legt að bílskúr fylgi. Útborgun 6,5 millj. kr. Gisli Baldur Garðarsson, lögfræðingur. ur ár. Ráðunautur Búnaðarfélags tslands var hann frá 1942—’47 og gegndi jafnframt forstöðu í Mjólkursamlagi Skagfirðinga 1944—’45. Ymsum fleiri trúnaðar- störfum hefur Sveinn gegnt í þágu landbúnaðarins. Hann hefur ritað fjölda greina um mjólkur- iðnað og um verðlags- og afurða- sölumál landbúnaðarins. Hann hefur verið ritstjóri Árbókar landbúnaðarins frá 1964. Það sem hér hefur verið drepið á sýnir enga heildarmynd af um- fangsmiklum og margþættum störfum Sveins, þar sem aðeins er hér stiklað á nokkrum atriðum. Þau störf, sem Sveinn hefir gegnt og hefir enn á hendi eru ábyrgðarmikil og vandasöm. Framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins annast undirbúning á niðurgreiðslum á búvörum. Hann beitir sér fyrir því að mjólkurbúin vinni úr mjólkinni samkvæmt markaðs- þörfum innanlands og hvað hag- kvæmast er að selja á erlendan markað, þegar um útflutning mjólkuráfurða er að ræða. Fram- kvæmdastjóri framleiðsluráðs vinnur að útreikningum ásamt Hagstofu íslands vegna útflutn- ingsbóta á búvörum. Hann er til ráðuneytis og gefur nauðsynlegar upplýsingar áður en verðlag bú- vöru er ákveðið. Allt er þetta vandasamt og ábyrgðarmikið. Það er mikils virði, að allir þeir sem til málanna þekkja, treysta því fullkomlega, að vel og samvizku- samlega hafi verið unnið, þegar tillögur og greinargerðir koma frá Sveini. Hann hefir haft í heiðri heilræðin, sem hann fékk í föður- garði á unga aldri. Orð Kolskeggs hefur hann einnig tileinkað sér. „Hvárki skal ek á þessu níðast ok á engu öðru, þvi er mér er til trúat.” Framkvæmd laga um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins um verðlagningu og sölu búvara hefir stundum valdið nokkrum ágrein- ingi. Sexmannanefnd hefir ekki alltaf orðið sammála um verðlagn- ingu búvöru, þótt það hafi oftast farið þannig. Fulltrúar neytenda og bænda í nefndinni hafa leitazt við að vinna af skilningi og rétt- sýni. Nauðsynlegt er að gagn- kvæmt traust sé fyrir hendi, þeg- ar gera skal út um viðkvæm hags- munamál. Upplýsingar og út- reikningar Sveins hafa jafnað deilur og vakið traust manna á þvi, að niðurstöður væru réttlát- ar. Giftur er Sveinn ágætri konu, Gerði Sigríði Þórarinsdóttur kaupmanns í Reykjavik. Eiga þau Framhald á bls. 16 V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.