Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1976 Skoðanakönnun Alþýðublaðsins j Alþýðubiaðið lagði f aprflmánuði sl. eftirfar- andi spurningu fyrir les- endur sfna: „Hvernig samsteypustjórn vilt þú við völd hér?" Alls bárust blaðinu 101 skriflegt svar. Það hringdi jafn- framt f jafn marga aðila (sfmanúmer valin af handahófi) og fékk ákveð- in svör frá um helmingi þeirra, sem þann veg var haft samband við. Síðan birtir blaðið niðurstöður þessarar skoðanakönnun- ar, sem er athyglisverð, þó að hún sé máske að- eins marktæk að tak mörkuðu leyti sökum þess hve fáir tóku þátt f henni. Niðurstaðan er ekki sfzt merkileg fyrir þá sök, að hún nær einkum og sér í lagi til lesenda Alþýðu- blaðsins. Hinsvegar má gera ráð fyrir nokkuð breyttri niðurstöðu, ef svara hefði einkum verið leitað meðal lesenda ann- arra blaða. Niðurstöður Sem sjá má af meðfylgj- andi úrklippu úr Alþýðu- blaðinu virðast langflestir lesendur þess (sem vænt- anlega teljast fyrst og fremst til Alþýðuflokks- ins), eða 37.7% svarenda, vilja samstjórn Sjálfstæð- isflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, þ.e. nokkurs konar nýsköpun- arstjórn. Næst stærstur er sá hópur meðal svarenda Alþýðublaðsins, eða 23.8%, sem vill samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, þ.e. nokkurs konar viðreisnar- stjórn. Aðeins 21.9% svarenda kýs samstjórn Alþýðuflokksins með Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu. Að- eins 2% vill samstjórn Al- þýðuflokks og Framsókn- arflokks, og aðeins 2.6% samstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sam- takanna, þe. samstarf svokallaðra vinstri flokka! Niðurstöður Alþýðu- blaðsins um stuðning við stjómarsamstarf Sjálf- alþýAu bladíð (Ný- Alþ.bandal. + Alþ.fl. + Sjálfstf I. Alþýöuflokkur + Sjálfstæðisflokkur (Viöreisn) ccu Alþýöubandal. + Framsokn + SFV AlþbkTwÞH. + Framsókn + SFV (Hr« SjálIstæðisH. + Framsókn (Hægri-mið- Alþýöuf lokkur + Framsóknarf lokkur Alþýðuf lokkur + Alþýöubl. + SFV Atvinnurekendur og Alþýöusambandiö Engin svör Samtals £ </> ( ro 2. £ >*- :0 <D «/) C C L X E nj ■*- l_ = n ‘x 5 Hlut sem afst 45 12 57 28.2% 37.7% 29 7 36 17.8% 23.8% 0 0 0 0% n 20 13 33 16.3% 21.9% 11 14 6.9% 9.2% 3 3 1.5% 2 % 3 4 2 % 2.6% 1 4 2 % 2.6% 0 51 51 25.2% — 101 101 202 100 % 100 % Úrklippa úr Alþýðublaðinu stæðisflokks og Fram- sóknarflokks, 9.2%, verð- ur að skoða f Ijósi þess, að 2/3 svarenda eru lesend- ur Alþýðublaðsins, sem hafa eðli málsins sam- kvæmt ríkari tilhneigingu til að velja samstjórn með aðild Alþýðuflokksins en án. Gera má fastlega ráð fyrir að þessi tala hefði orðið hærri máske hæst ef svarendur hefðu verið úr hópi lesenda annarra blaða að mestu leyti. 70,7% svar- enda vill aðild Sjálfstæðis- flokksins að ríkisstjórn Það er einkar athyglis- vert að 70.7% svarenda Alþýðublaðsins vill aðild Sjálfstæðisf lokksins að rlkisstjórn, nýsköpunar- stjóm, viðreisnarstjórn eða hægri miðstjórn. Hinsvegvi— eru aðeins 2.6%' sva/enda, sem i/ill samsftyfn vinstri flokk anna þriggja og aðeins 2% sem vill samstjórn Al- þýðuflokks og Framsókn- arflokks. Á móti þessum 70.7% svarenda blaðsins, sem vill aðild Sjálfstæðis flokksins að samstjórn með einum eða öðrum hætti, koma svo 21.9% sem aðhyllast hreina vinstri stjórn, þ.e. sam- starf Alþýðufl. við Fram- sóknarf lokkinn, Alþýðu- bandalagið og SFV. Máske er þessi niðurstaða íhugunarverð fyrst og fremst fyrir þá, er að henni stóðu. eftir JÓN Þ. ÞÓR Kólumbía — Sovétríkin á millisvæða- mótum 1 7. umferð millisvæðamóts- ins í Biel fengust hrein úrslit i tveim skákum. Hinum lauk öll- um með jafntefli en þó ekki fyrr en eftir harða baráttu. Bent Larsen hélt sigurgöngu sinni áfram og tók nú einn for- ystu. „Ég skipti gjarnan upp i endatafl því að þai; leikur and- stæðingurinn helzt af sér,“ er haft eftir Larsen. Þessi skák getur kannski fallið undir þá kenningu. Lombard fær góða stöðu út úr byrjuninni, fórnar peði fyrir ógnandi fripeð á mið- borði, og svo virðist sem Larsen verði að hafa sig allan við til þess að lenda ekki í ógöngum. En staða Svisslendingsins er ekki eins góð og virðast kann. Og viti menn, skyndilega er Larsen kominn með óstöðvandi frípeð. Hvftt: Lombard Svart: Larsen Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — b6, 5. Rge2 — Ba6, 5. Rg3 — Bxc3 + , 7.bcx3 — d5, 8. Df3 — 0-0, 9. cxd5 — Dxd5, 10. e4 — Db7, 11. Be2 — Bxe2, 12. Dxe2 — c5, 13. 0-0 — I)a6, 14. Dxa6 — Rxa6, 15. Ba3 — Hfc8, 16. Hacl — Hc7, 17. Hfdl — h6, 18. Kfl — Hac8, 19. e5 — Rd5, 20. c4 — Rdb4, 21. d5 — Rxa2, 22. Hc2 — R2b4, 23. Hcd2 — He7, 24. f4 — Hf8, 25. Hel — Hd7, 26. Hedl — Hfd8, 27. Bxb4 — cxb4, 28. Re4 — Rc5, 29. Rxc5 — bxc5, 30. dxe6 — Hxd2, 31. Hxd2 — He8, 32. Hd7 — fxe6, 33. Hxa7 — Hf8, 34. g3 — g5, 35. Ha5 — Hb8, 36. Ke2 — gxf4, 37. gxf4 — b3, 38. Hal — Kf7, 39. Kd2 — b2, 40. Hbl — Kg6 og hvítur gafst upp. Hætt er við að sovézki stór- meistarinn Efim Geller sé ékki ýkja hrifinn af Kólumbiumönn- um. Á millisvæðamótinu i Stokkhólmi 1962 kom Kólum- biumaðurinn Cuellar mjög á óvart i upphafi er hann sigraði Kortsnoj og Geller í fyrstu tveim umferðum mótsins. Þá þóttust margir hafa uppgötvað nýjan Morphy, þótt nokkuð væri við aldur. En Cuellar lækkaði fljótt flugið og hafnaði í næstneðsta sæti, hefði orðið neðstur ef Geller og Kortsnoj hefðu ekki verið með! í 7. umferð i Biel mætti Gell- er Kólumbiumanninum Castró. Geller fékk snemma betri stöðu og vann í miðtaflinu tvo létta menn fyrir hrók. Castró hafði að vísu tvö samstæð frípeð á drottningarvæng, en þau hefðu tæpast átt að hafa úrslitaþýð- ingu. Og það var sem örlögin gripu skyndilega í taumana. Geller lék af sér heilum manni og mátti gefast upp í 33. leik. Hvftt: Caxtró Svart: Geller Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — g6, 4. 0-0 — Bg7, 5. Hel — e5, 6. c3 — Rge7, 7. d4 — cxd4, 8. cxd4 — exd4, 9. Bf4 — a6, 10. Bfl —d6, 11. Rbd2 — 0-0, 12. h3 — h6, 13. Rc4 — d5, 14. exd5 — Rdx5, 15. Bd6 — He8, 16. Hxe8+ — Dxe8, 17. Bc5 — Be6, 18. Rxd4 — Hd8, 19. Rxe6 — Dxe6, 20. Db3 — b5, 21. Hdl — Framhald á bls. 16 TYÞE 73Í TYPE 737 TYPfc 731 formol fbrmoi formoí S> VQfT S VOtT N 5 VfXT S vOf T Neytendasamtökin minna fólk á að greiða fasteignagjöldin MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum: „Samkvæmt lögum nr. 19/1959 eru hús, sem ein heild, metin af fasteignamati rikisins og Reykja- víkurborgar, Fasteignagjöldin í Reykjavík eru innheimt I einu lagi fyrir hverja eign og er lögveð fyrir gjöldunum. Hafi einn eða fleiri eigendur ekki greitt fast- eignagjöldin á réttum tíma, er hætta á að húsið allt verði selt á uppboði. Enda má benda á dæmi þess efnis.“ ensk gólf teppi f rá Gilt Edge og CMC Vió bjóóum fjölbreytt úrval gólfteppa frá Gilt Edge og CMC til afgreióslu strax; og einnig má panta eftir myndalista meó stuttum afgreióslufresti. Festió ekki kaup á gólfteppum, án þess aó kynna yóur þessi gæóateppi - þaó borgar sig. ■ m i 's GÓLFTEPPADEILEm SMIDJUVEGI6 Höfum nú fyrirliggjandi flestar gerðir AR-hátalara 5 ára ábyrgð Verzlunin Lækjargötu 4, sími 26860.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.