Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976 Frakkar deila á Kissinger París, 11. ágúst. Reuter. FRAKKAR vfsuðu eindregið á bug f dag tilraunum Bandaríkja- manna til að finna málamiðlunar- lausn á deilu sem hefur risið milli þeirra vegna þess að Banda- rfkjamenn hafa lagzt gegn þvf að Frakkar selji Pakistönum kjarn- orkuver. Jacques Chirac forsætisráð- herra sagði að bandarísku stjórn- inni kæmi þetta ekkert við og hafnaði tillögu Henry Kissingers I EYRA Dúfur — NÍJ er ég sko að hugsa um að snúa mér alfarið að dúfnarækt- inni, sagði Valdi Sig um-leiðog hann hlammaði sér niður á móti mér. — Ha? hváði ég og ýtti frá mér súpudiskinum. — Já, það er sko bissness maður, ha, svaraði Valdi Sig. Maður flytur sko inn únga. Nú eða bara egg. Einhvurjar sjald- gæfar tegundir. Til dæmis bréf- dúfur. — Dúfna-veislan var nú þokkalegasta verk, sagði ég. Enda ekki við öðru að búst af honum Laxnesi okkar. Hann er nefnilega fyrir laungu orðin staðreynd sem þýðir ekki að mæla á móti. Það væri eins og að mótmæla Gullfossi og Heklu. Eða Þíngvöllum. Hann er stór- séniið hvurs nafn vér nefnum ætíð með respekt og reveren- síu. Hefurðu lesið í túninu heima? — 1 túninu heima voru sko margar fuglategundir. Fjöl- skrúðugt fuglalíf en eingar dúf- ur. Þar voru allskonar mófugl- ar, hrafn, kría við túnfótinn, gæsir, endur og svo náttúrlega hænsnin sko í hlaðvarpanum. En aungvar dúfur... Bréfdúfur eru sko sagðar lystagóðar til átu. Sérstaklega af maður pass- ar að snúa þær úr hálsliðnum nógu snemma. Valdi Sig var lángt kominn með súpuna. — Nú ku eiga að sýna nú- tímalistaverk á Klambratún- inu, sagði ég. MeiraðseigjaErró eða Ferró eða hvað hann nú heitir. En Rasmus færeyíngur vinur minn verður að bíða með seríuna sína, Meid in kitsjeneid. Hinsvegar eru skáldin reiðubúin til samstarfs einsog þeirra var von og vísa. Það væri nú lika annað hvort. Það lítur semsagt út fyrir að nú fari ánægjulegir dagar í hund. Það er að segja fyrir menníng- una. Nú vantar aðallega popp- lystamennina með í spilið þó svo að þeir séu ekki alveg með á nótunum. Enn. . . — Ketdúfur eru sko hvað dýrastar, greip Valdi Sig frammí. Ég þekki gamlan og gigtveikan boxara sem hefur flutt inn heilan helling af ket- dúfum. Þær fara sko uppi fimmþúsund krónur stykkið. Og svo eru sko til mörg af- brigði. Þeim fjölgar svo fljótt. Og allir vilja kaupa. Þetta er sko bissness sem borgar sig. Svei mér þá, ef ég er ekki að hugsa um að snúa mér alfarið að dúfunum sko... utanríkisráðherra um að aðilar málsins skiptust á skoðunum til að komast að samkomulagi. Þetta er harðorðasta yfirlýsing- in sem komið hefur fram í deil- unni síðan Henry Kissinger utan- ríkisráðherra varaði pakistönsku stjórnina við því þegar hann var í Pakistan á dögunum að Banda- ríkjamenn kynnu að svipta hana hernaðar- og efnahagsaðstoð ef þeir keyptu kjarnorkuverið sem getur framleitt plútóníum i kjarn- orkusprengjur. Chirac gaf í skyn að bandarísk innanlandsstjórnmál kynnu að móta afstöðu Kissingers, enda er útbreiðsla kjarnorkuvopna til landa í Þriðja heiminum orðið kosningamál í Bandaríkjunum. Kissinger kveðst hins vegar bund- inn af nýjum lögum sem kveða á um að þjóð sem selur eða kaupir kjarnorkuver verði svipt banda- riskri aðstoð. Kissinger sagði áður en hann fór frá Frakklandi til Hollands að þótt hann vildi að aðilar málsins skiptust á skoðunum legði hann ekki til að ráðstefna yrði haldin til að finna lausn á því. Chirac virðist hins vegar hafa túlkað ummæli hans þannig. — Ylrækt Framhald af bls. 28 hver kostnaður yrði af að flytja græðlingana með vörubílum til Keflavíkur með flugvél annaðhvort til Rotterdam eða Luxemborgar og á markað frá flugvöllunum. — Það er gert ráð fyrir að enginn erlendur kostnaður verði á rekstri ylræktarversins, sagði dr. Björn Sigurbjörnsson. — Góð vertíð Framhald af bls. 28 net verið í sjó, sagði Jón Þ. Ólafs- son skrifstofustjóri Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða í viðtali við Morgunblaðið í gær. Talið er að um og yfir 500 litlir bátar hafi stundað hrognkelsaveiðar í vor og sumar. Verkendur hrogna voru yfir 400 og hafa aldrei verið fleiri. Jón Þ. Ólafsson sagði að hrogn- kelsaveiði væri í þann veginn að ljúka en enn þraukuðu nokkrir bátar við Suðvesturland og Vest- firði og því væri ekki vitað enn hver heildarveiðin yrði. — Hins vegar er ljóst að um metveiði verður að ræða, því búið er að afskipa 17.500 tunnum, en mest hefur framleiðslan orðið áður 17.500 tunnur á s.l. ári, sagði Jón. Það kom fram að um 230 dollarar hafa fengizt fyrir tunnuna eða 42.550 krónur. Af þessari upphæð er dreginn frá ýmis kostnaður eins og t.d. útflutningsgjöld og fá því seljendur um 35 þús. krónur fyrir tunnuna, sem er tiltölulega mikil hækkun frá síðasta ári. Þá sagði Jón að hrognkelsi hefðu nú verið veidd í fyrsta sinn á nokkrum stöðum á landinu eins og t.d. Austfjörðum og veiðzt vel. — Bensín Framhald af bls. 28 vart olíufélögunum. Til þessa reiknings var stofnað til að jafna verð milli einstakra olíufarma, sem fluttir eru til landsins þannig að hægt væri að halda stöðugu olfuverði hér innanlands þrátt fyrir breytingar á markaðsverði erlendis og breytingar á gengi. Þessi reikningur átti að standa á núlli, en sú þróun hefur hins vegar orðið, að olíufélögin hafa átt stórar upphæðir inni á reikn- ingnum. Olíufélögin hafa orðið að standa skil á greiðslum erlendis á sama tfma og dregizt hefur að afgreiða beiðnir þeirra um hækk- anir hér innanlands og hafa olíu- félögin orðið að taka fé að láni til að standa skil. Fékk Morgunblað- ið þær upplýsingar hjá einu olfu- félaganna f gær, að innkaupajöfn- unarreikningurinn hafði skuldað olíufélögunum 600 milljónir króna um siðustu áramót. Ástand- ið lagaðist aðeins lítilsháttar við hækkanir, sem urðu s.l. vor, en nú sækir í sama farið aftur og er skuldasöfnun reikningsins við olíufélögin um ein milljón króna á hverjum degi. Að sögn starfs- manns eins olíufélagsins í gær þýðir þetta í raun og veru að bensínið er selt undir kostnaðar- verði. 31. marz s.l. hækkaði bensfn- verð úr 60 krónum í 66 krónur lítrinn og 7. mai hækkaði bensiið aftur og þá í 70 krónur. Verði 5 krónu hækkunin samþykkt, er um að ræða 7,14% verðhækkun, en ef 6 krónur verður hækkunin er prósentan 8,57 %. — Járnblendi Framhald af bls. 28 væri byrjað á byggingu tveggja vinnuskála á Grundartanga og yrðu 16 tveggja manna herbergi í hvorum skála, eða alls rými fyrir 64 manns. — Það sem gert verður í vetur er að vinna við undirstöður fyrir þyngstu hlutina, sem settir verða niður, en það eru ofnarnir og ofn- húsin, sagði Ásgeir. Þá sagði hann að einna mest vinna úti í Noregi hafði farið í að ganga frá lánsumsókn til hins ný- stofnaða Norræna fjárfestingar- banka og væru bundnar miklar vonir við að hann veitti hagstæð lán til framkvæmdanna. Þetta er ein fyrsta lánsumsóknin sem bankinn fær. Að sögn Ásgeirs eru Norðmenn stærstu útflytjendur ferrosilicons I heiminum þó svo að þeir séu ekki stærstu framleiðendur f heimi, en t.d. stórveldin framleiða mjög mikið af ferrosilicon til eig- in þarfa. Mest af framleiðslu Norðmanna fer til Evrópu, en einnig selja þeir til Bandaríjanna og Japans. — Við stefnum að því að nýta næsta sumar eins og frekast verð- ur kostur. Áætlun sérfræðinga Elkems er á þá leið, að fyrri ofn verksmiðjunnar fari í gang í júlí eða ágúst 1978, en seinni ofninn einu og hálfu ári síðar. Með þessu móti þarf ekki eins mikinn fjölda starfsmanna við byggingu verk- smiðjunnar og gert var ráð fyrir í áætlun Union Carbide. Gert er ráð fyrir að 180—200 manns vinni að jafnaði við byggingu verksmiðjunnar. Þegar fyrri hlutinn verður kom- inn í notkun eiga afköst verk- smiðjunnar að vera um 25 þúsund lestir af ferrosilicon á ári. Ákveð- ið er að seinni ofn verði ekki minni en sá fyrri og væntanlega stærri, þannig að heildarafköstin verða væntanlega eitthvað yfir 50 þúsund lestir af ferrosilicon á ári, sagði Ásgeir. — Ég horfi með bjartsýni til samstarfsins við Norðmennina. Það er gert ráð fyrir, að Elkem Spigerverket eigi 45% hlutafjár verksmiðjunnar. Það kom strax fram 1 viðræðum við fyrirtækið, að það vildi ekki eiga meirihluta í verksmiðjunni. Elkem er eitt af elztu fyrirtækj- um í Noregi, en fyrir nokkrum árum sameinaðist það Spiger- verket. Elkem hefur alla tíð verið framleiðandi stórra ofna eins og þeirra sem notaðir verða í járn- blendiverksmiðjunni. Auk þess á fyrirtækið járnblendiverksmiðj- ur. Strax í upphafi viðræðnanna settu Norðmennirnir það sem skilyrði fyrir eignaraðild, að ofn- ar verksmiðjunnar yrðu fram- leiddir af fyrirtækinu og var það strax ákveðið. — Hrefnuveiði Framhald af bls. 28 þrjár vikur I Is áður en það er tekið í land. Gert er ráð fyrir að Óskar Halldórsson haldi norður og austur fyrir land þar sem hrefnan heldur sig mest. Á bátnum er átta manna áhöfn, þar af fjórir vanir hrefnuveið- arar frá Noregi. — Flugrán Framhald af bls. 1 um en sá þriðji særðist að sögn starfsmanna flugvallarins í Istanbul. Særði maðurinn lézt síðar samkvæmt óstaðfestum heimildum. I Tel Aviv hafði talsmaður E1 A1 eftir flugstjóranum, Yaakov Roman, að fjórir hryðjuverka- menn hefðu komið til Istanbul með pakistankri flugvél frá Lfbýu. Farþegi sagði fréttamönnum seinna að árásin hefði verið gerð þegar farþegarnir voru að fara út úr flugstöðvarbygging- unni að vagninum sem átti að flytja þá að þotunni sem beið þeirra. „Allt 1 einu heyrðum við mikla sprengingu“ sagði hann. „Það var fyrsta sprengjan af tveimur eða þremur sem árás- armennirnir köstuðu. Þeir skutu einnig úr vélbyssum. Ég held að minnsta kosti tveir þeirra hafi verið drepnir.“ — Líbanon Framhald af bls. 1 areglur um meðferð stríðsfanga. Malek majór sagði að menn sín- ir hefðu sennilega náð á sitt vald sfðustu vatnsbólum flóttamann- anna í búðunum. Palestínskur talsmaður neitaði því, en sagði að búðirnar væru að „breytast í fjöldagröf.“ Hann sagði að 10 til 20 börn dæju á hverjum degi vegna skorts á vatni og margir létust af sárum sínum. Hins vegar kvað hann ekki koma til mála að gefast upp. „Barizt verður unz yfir lýkur,“ sagði hann. Hann bætti því við að þótt búðirnar féllu yrðu litlar lfk- ur á friði um langa framtfð. — Skák Framhald af bls. 7 bxc4, 22. Bxc4 — Ra5, 23. Db6 — Dxb6, 24. Bxb6 — Rxc4, 25. Bxd8 — Rf4, 26. b3 — Re5, 27. Hd6 — Re6, 28. Ba5 — Rc5, 29. b4 — Re4, 30. Hxa6 — Rd3, 31. Kfl — Bd4,7 32. Ha8+—Kg7,33. Hd8 og Geller gafst upp. Að loknum 7 umferðum var Larsen efstur með 5,5 v., en næstur komu þeir Byrne og Smyslov með 5 v. — Námskeið 1 mannasiðum Framhald af bls. 13 vérður það vonandi fljótlega. Þær endurbætur sem um ræðir f Keflavík, munu enn standa yfir. En þegar hefur verið tekið f notkun húsnæði, þar sem innrit- un farþega fer fram með tfu af- greiðsluborðum og vigtum. Umferð um Keflavikurflugvöll hefur verið mikil og segir í Flug- fréttum að líklega hafi laugardag- urinn 17. júlf verið metdagur, en þá fóru yfir 3000 farþegar um völlinn til og frá landinu. — Éyjahaf Framhald af bls. 1 Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi, Bulent Ecevit fyrrver- andi forsætisráðherra, hvatti til þess f dag að æðstu menn land- anna héldu fund til að leysa mál- ið. Hann kvað það markmið Tyrkja að finna sanngjarna iausn með friðsamlegum ráðum. Almenningur f Tyrklandi er ró- legur en tyrknesk blöð saka Grikki um að auka viðsjárnar milli landanna. Blaðið Hurriyet segir að deilan um Sismik I sé aðallega grískum blöðum að kenna og að Konstantfn Kara- manlis forsætisráðherra vilji auka sigurlíkur sínar í næstu kosningum. Ihsan Sabri utanríkisráðherra sagði að loknum fundi með yfir- mönnum tyrkneska heraflans að Tyrkir hefðu skipulagt þær hefndarráðstafanir sem þeir mundu grfpa til ef Sismik I yrði fyrir grískri árás. — Afmæli Framhald af bls 11 tvö efnileg börn, Auði skrúð- garðaarkitekt og Þórarin Egil mjólkurfræðinema við landbún- aðarháskólann í Ási í Noregi. Nú á sextugsafmæli Sveins munu margir óska þess að honum megi endast Iengi líf og heilsa til mikilsverðra starfa fyrir samfé- lagið. Ég vil þakka Sveini Tryggvasyni fyrir gott og drengi- legt samstarf og ágæta viðkynn- ingu. Ég og kona min árnum Sveini og fjölskyldu hans ham- ingju og blessunar í dag og á komandi tímum. Ingólfur Jónsson. — Rhódesía Framhald af bls. 1 íbúa Umtali ef fleiri árásir verði gerðar á borgina. Fallbyssurnar sem notaðar voru f árásinni á Umtali draga rúmlega sjö kílómetra. Þvf telur lögreglan að skothríðin hafi komið frá bæn- um Machipanda rétt hjá landa- mærunum. Talið er að aðalskotmarkið hafi verið Adams-herbúðirnar í einu úthverfi borgarinnar. Hermenn úr þeim búðum munu hafa tekið þátt í árásinni yfir landamærin um helgina. Margir Rhódesíumenn, einkum íbúar landamærahéraðanna, hafa krafizt slíkra hefndarárása. Hún virðist hafa vakið fögnuð hvftra manna og aukið baráttuhug þeirra. — íkveikja Framhald af bls. 1 Flestir þeir sem fórust í hót- elbrunanum munu hafa verið útlendingar, aðallega verka- menn frá Norður-Afriku en einnig nokkrir ferðamenn frá Evópulöndum. Gestabók hótelsins og skilríki 40 hótel- gesta eyðilögðust í brunanum. Slökkviliðsmenn björguðu um 20 gestum út um glugga á efstu hæðum hótelsins. Að minnsta kosti einn stökk út um glugga á sjöttu hæð og beið bana. — Skuttogarinn Framhald af bls. 2 vegna óhagstæðs veðurs varð að fresta því þar til veður lægir. Júlíus Hafstein sýslumaður á Húsavík var sem kunnugt er mikill áhuga- og athafnamaður f sjávarútvegsmálum, land- helgis- og slysavarnarmálum og er það táknræn viðurkenning að Húsvíkingar skuli skýra fyrsta skuttogarann sinn eftir honum. Júlíus. — 184 þús. bindi Framhald af bls. 5 mörgum tilvikum væri hér um bráðabirgðahúsnæði að ræða. t mörgum lesstofanna, svo og nokkrum rannsóknarstofnunum er um safnútibú að ræða með nokkur þúsund bindum hvert. — Svo mikil dreifing á lestrarað- stöðu og bókakosti leiðir til lakari nýtingar en ella og kostnaðarsemi í rekstri, en f tengslum við bóka- safnið sjálft í aðalbyggingu Há- skólans eru einungis örfá lessæti og þrátt fyrir nokkrar endurbæt- ur á aðstöðunni er nú orðið mjög þröngt um safnrekstur þar, sagði Einar. — Eins og kunnugt er er safn- starfsemi H.t. ætlað rými í vænt- anlegri nýbyggingu þjóðbóka- safns og er ljóst að verði sú bygg- ing ekki komin að einhverju leyti í gagnið innan nokkurra ára, verður óhjákvæmilegt að leita stórtækari bráðabirgðaúrræða í þágu bókasafnsréksturs Háskól- ans en hingað til hefur verið um að ræða. Þá sagði Einar, að fleiri stúdentar hefðu komið í safnið á s.l. ári en áður til þess að fá fræðslu í safnnotkun, og væri stefnt að aukinni fræðslu stú- -denta f bókasafnsnotkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.