Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1976 3 Kátir krakkar í heimsókn ÞAÐ voru áhugasamir gestir sem heimsóttu Sædýrasafnið i gær. Þar voru á ferðinni vistmenn frá Sólborg á Akureyri en þeir eru nú I stuttri heimsókn hér i borginni. Þannig stendur á ferð þeirra nú, að vistheimilin Skálatún og Sól- borg ákváðu að hafa nokkurs konar vistmannaskipti, en slikt hið sama var einnig gert i fyrra sumar. Með i hópnum eru 3 starfs- stúlkur, Kolbrún Guðveigsdóttir, Þórhildur Svanbergsdóttir og Ás- rún Jónsdóttir. Þær tjáðu okkur að i hópnum væru 10 vistmenn og hygðust þau dvelja hér i 6 daga. Þau hafa farið viða og skoðað það sem fyrir augu ber. T.d. hafa þau skoðað Þjóð- minjasafnið og Íslenzka dýrasafn- ið og einnig hafa þau farið til Þingvalla. „Við erum aðallega komin hingað til að sýna okkur og sjá aðra," sagði Kolbrún. „Það er nauðsynlegt að krakkarnir fái að koma innan um annað fólk og held ég að þau hafi geysilega gaman af þessu. Sérstaklega held ég að þau hafi gaman af að skoða dýrin þvi það verður helzt að vera eitthvað lifandi." Aðalheiður og Anna Maja voru við kindagirðinguna og voru að virða fyrir sér kindurnar. „Mér finnst mest gaman að skoða apana," sagði Aðalheiður. Svo fórum við lika í Nýja bíó og sáum skemmtilega mynd um köttinn Tonto." Hópurinn var greinilega mjög ánægður með heimsóknina i Sæ- Aðalheiður og Anna Maja voru að skoða kindurnar Hér er allur hópurinn fyrir framan rútuna, ásamt starfsstúlkunum og bllstjóranum dýrasafnið og sýndi dýrunum mikinn áhuga. Jónina Helgadóttir sagði að geiturnar væru sin upáhaldsdýr. „Ég er bæði búin að gefa þeim súkkulaði og brjóstsykur," sagði hún, „og þær borða hvort tveggja af beztu lyst. Svei mér þá ef hann er bara ekki skotinn i mér," sagði hún um leið og hún gaf einum geithafrinum væna heytuggu. „Annars langar mig mest til að saga hornin af honum og hafa með mér heim sem minjagrip." Nú var hópurinn búinn að skoða öll dýrin og klukkan sagði að nú væri timi til að fara og fá sér kaffi. Hópurinn þusti þvi inn i rútuna og ekið var til Hafnarfjarðar, þar sem krakkarnir fengu sér hressingu. „Svei mér þá ef hann er ekki skotinn I mér," sagði Jóntna Jafnt „háir sem lágir“ nutu veðurblfðunnar. LOKSINS! Loksins iét sðlin svo lítið að glenna sig örlltið fram- an I fólk á suðvesturhorni landsins. Það var reyndar ekki nema örskamma stund, en það var greinilegt að Hafnfirðingar voru ekki lengi að átta sig, þvf ungar og léttklæddar stúlkur spókuðu sig á götum bæjarins og börnin ærsluðust f skrúð- garði Hafnarfjarðar, Hellis- gerði. Þessar myndir tók Frið- þjófur Ijósmyndari I Firðinum í gær og segja þær meira en mörg orð. Nei, hvað er nú þetta? Sól Það er gaman að busla I pollinum f Hellisgerði. í Hafnarfirði Það er alltaf gott að fá sér fs þegar sólin skfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.