Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976 IMtogtiitMitfeife. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, siiYii 22480. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Isíðustu viku var fjall- að hér í leiðara Morgun- blaðsins um Hitaveitu Suður- nesja, sem tengd verður hluta af Grindavík í næsta mánuði, fyrsta sveitarfélaginu á Reykja- nesi, sem nýtir varma frá Svartsengi Þar var rætt um þá margþættu möguleika, sem varmaveitan gefur þessum landshluta í náinni framtið meðal annars í nýjum atvinnu- tækifærum Á síðasta þingi var samþykkt stjórnarfrumvarp um sjóefna- vinnslu (saltvinnslu) á Reykja- nesi, sem hlýtur að tengjást Hitaveitu Suðurnesja um varma- eða orkunýtingu. Þessi löggjöf er fyrir margra hluta sakir hin forvintilegasta. Aðal- frumkvöðull þessa máls var Baldur Líndal efnaverkfræðing- ur, en töluverðar frumrann- sóknir hafa þegar farið fram á gegnum árum. Það kom fram í máli Gunnars Thoroddsen iðn- aðarráðherra, er hann mælti fyrir þessu frumvarpi á Alþingi, að helztu afurðir verksmiðjunn- ar myndu verða fínsalt, fiski- salt, kalí til áburðar, kalsíum- klóríð og bróm til notkunar í iðnaði. Þá er gert ráð fyrir því að til muni falla verulegt magn af kisil, gipsi og koldioxíði sem úrgangsefni Líklegt er að öll þessi efni geti skilað hagnaði, ef þau verða nýtt á réttann hátt. Samkvæmt lögum þess- um verður stofnað könnunar- félag, er reisir tilraunaverk- smíðju á Reykjanesi til þeirrar framleiðslu, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Einstakir þingmenn vöktu og athygli á ýmsum athyglisverð- um atvinnunýjungum á sl. þingi Má þar einkum nefna tvær þingsályktunartillögur, sem Ingólfur Jónsson, fyrrum iðnaðarráðherra, flutti. Önnur fjallaði um svonefndan endur- vinnsluiðnað, þ.e. könnun á möguleikum á endurvinnslu margháttaðs úrgangs eða af- gangs er til fellur hér á landi, sem ýmist hefur verið fluttur út til endurvinnslu erlendis eða hreínlega hent. Er hér um mjög eftirtektarvert mál að ræða, sem óhjákvæmilegt er að gefa verðugan gaum hið btáðasta. Síðari þingsályktunartillaga Ingólfs Jónssonar fjallaði um rannsókn á Islenzkum jarðefn- um til iðnaðarf/amleiðslu. í framsögu fyrir þeirri tillögu vakti hann máls á því að rann- saka þyrfti vinnslumöguleika og stofnkostnað við vinnslu á basalti, vikur, leir, títaníum rík- um sandi, gjalli, steinullarefn- um og perlusteini Það er vissu- lega vandasamt verk að rann- saka til hlítar umrædda vinnslumöguleika. Hinsvegar er nauðsynlegt : ð fá úr því skorið, hvort arðvænlegt er að efna til iðnaðarframleiðslu úr íslenzkum jarðefnum Ingólfur taldi rökstuddar líkur benda til að jarðefni þessi væru mikill auður, sem þjóðin geti notfært sér i náinni framtíð og um langan aldur. Þá er rétt að minna á þings- ályktunartillögu um gras- kögglaverksmiðju, sem tveir ungir bændur fluttd á síðasta þingi, Pálmi Jónsson á Akri og Vigfús Jónsson á Laxamýri. Engum vafa er undirorpið að graskögglaverksmiðjur eru eitt brýnasta framfaramál i land- búnaði hér á landi. Slík fram- leiðsla styrkir stöðu atvinnu- greinarinnar og sparar veruleg- an erlendan gjaldeyri. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur verk- smiðjum, annarri í Skagafirði og hinni í Þingeyjarsýslum, til viðbótar þeim graskögglaverk- smiðjum, sem fyrir eru í land- inu. Nauðsyn ber til að slíkar verksmiðjur séu í öllum lands- hlutum til að spara flutnings- kostnað frá þeim. Enn má nefna þingsályktun- artillögu er Þórarinn Sigurjóns- son flutti um sykurhreinsunar- stöð í Hveragerði, sem væntan- lega kemur til kasta næsta þings, ásamt öðrum þeim til- lögum einstakra þingmanna, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni Þessi forvitnilegu mál eru hér rifjuð upp til að vekja at- hygli á, að jafnan koma fram á Alþingi hinar athyglisveróustu hugmyndir og tillögur, sem ekki vekja þá verðskulduðu at- hygli almennings né þær um- ræður I fjölmiðlum, sem þær eiga skilið Þau sýna jafnframt að einstakir þingmenn halda enn vöku sinni um málflutning, þó að stjórnarfrumvörp taki upp meginhlutann af starfs- tíma þingsins. Allar miða þess- ar tillögur að þvi að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu- og efna- hagslíf þjóðarinnar og að nýta betur þá möguleika, sem hér eru til staðar til að styrkja af- komugrundvöll okkar sem ein- staklinga og heildar. í framnagreindum málum, sem og mörgum öðrum, sem til kasta Alþingis hafa komið, er bent á vannýtta möguleika, sem islenzk náttúra og aðstæð- ur bjóða upp á; möguleika, sem treyst geta atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar og búið henni bjartari framtíð Hvar- vetna blasa raunar við sannanir fyrir þeirri vissu, sem lengi hef- ur búið með þjóðinni, að „þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann" „Þetta land á ærinn auð ef...” Gréta Sigfúsdóttir: Pýramídahleðsla Alþýðubandalagsins I Þjóðviljanum 8. þ.m. reynir gagnrýnandi blaðsins, Árni Bergmann, að rýra umsögn mína um bókmenntakynningu Sigurðar A. Magnússonar í Norræna húsinu (sjá Mbl, 31. f.my). Grein hans er reyndar þáttur í heilsíðugrein sem ber fyrirsögnina Raunasyrpa, þar sem Á.B. rekur þríþættar raun- ir sínar og blaðsins: Andófs- mannaraunir, Herforingjaraun- ir og Rithöfundaraunir. Þáttinn „Rithöfundaraunir" nefnir hann sunnudagspistil og hefur sá aukafyrirsögnina: Hugsjón valtarans. Ég fæ ekki séð annað en fyrirsögnin vfsi til þeirrar jafnaðarstefnu að vilja sann- gjarna skiptingu ritlauna, sem greidd eru af almannafé, og vfk ég að því sfðar. Pistillinn hefst á hótunum við Indriða G. Þorsteinsson vegna skrifa hans í Vísi undir nafninu Svarthöfði. Segir Á.B. meðal annars: „Þótti mönnum sem rithöfundurinn hefði með þessum ærslum skorið væna sneið af orðstfr sfnum og hent á hauga,“ sem varla getur þýtt annað en að hér eftir verði Indriða G. skipað á bás með þeim rithöfundum sem eru þeg- ar bannfærðir af hinní listpóli- tfsku áróðursvél Alþýðubanda- lagsins. Því næst er vikið að samtali sem Á.B. segist hafa átt við „eitt skærast Ijós þeirra með- lima Rithöfundasamtakanna sem sumir telja hægrimenn" og er slíkur þjóðsögublær á sam- talinu að ill hugsanlegt er að taka það alvarlega. Annað mál er — að það er heilbrigð krafa að Norræna húsið gegni hlut- verki sfnu sem samnorræn menningarmiðstöð á hlutlaus- an hátt og reki ekki erindi póli- tískra öfgamanna eins og tiðk- ast hefur til þessa. Og Á.B, heldur áfram: „Það er ekki að því spurt, hvað rit- höfundur hefur tif brunns að bera, hvað hann hefur fram að færa, hvort sem er á prenti eða í fyrirlestrarsal (t.d. Norræna hússins). Eða hvort hann yfir höfuð eigi nokkra lesendur eða áheyrendur skilið.“ Satt er orð- ið! Þessu er hér með vísað til föðurhúsanna. Bókmennta- fræðingar einstefnumanna hafa meira að segja gengið svo langt að fullyrða eftirfarandi: „að það væru skáldin sem ættu að sveigja og móta smekk okkar lesenda, jafnvel þótt sú barátta yrði að kosta þau að þakka guði fyrir hvern lesenda sem þau misstu". Ekki furða þó hillur í bókasöfnum séu fylltar bókum sem aldrei komast á hreyfingu. Það á sem sé að sveigja og móta viðhorf lesenda og áheyrenda samkvæmt skipulögðum áróðri um gott og vont, En stendur ekki einhvers staðar skráð að sérhver stefna sem skiptir öllu í gott og vont hljóti að einkenn- ast af því að einn hópur njóti forréttinda á kostnað annars? Á.B. heldur þvf fram að ég, og þeir sem eru sama sinnis, séu að „leitast við að innleiða í bókmenntalíf og samtök rithöf- unda einhverskonar alþingis- kerfi, eða ASÍ-kerfi með flokka- dráttum, með skiptingu i hópa sem telja sig eiga sjálfkrafa rétt, einkum til fjármuna, f krafti atkvæða". Þessu verð ég einnig að vísa til föðurhúsanna. Þarna er öllu snúið við. Það er einmitt fámennur bókmennta- Gréta Sigfúsdóttir. þrýstihópur innan vébanda Al- þýðubandalagsins sem telur sig eiga sjálfkrafa rétt til frægðar og fjármuna og ekki myndi sá hópur fúlsa við atkvæðum ef féllu honum í vil. Og gætir ekki nokkurrar lítilsvirðingar þegar Á.B minnist á ASl-kerfi? öðru visi mér áður brá! Eru þá gaml- ar hugsjónir roknar út í veður og vind? Ekki held ég það horfi til bóta fyrir Alþýðubandalags- menn að kasta þannig sauðar- gærunni og standa strípaðir frammi fyrir alþjóð. í pistlinum segir ennfremur: „Erfiðleikum, sem fylgja mati á listum og deilum um það, er svarað með frumstæðri útjöfn- unartilhneigingu." Þarna kom það svart á hvítu. Því miður lítur það þannig út að hin sósf- alska kenning um jafnrétti og bræðralag fái aðeins staðist meðan verið er að hlaða pýra- mfda að rússneskri fyrirmynd. Sérhyggjumati á bókmenntum má líkja við úrvinnslu tölvu sem mötuð er til að fást við staðreyndir. Það er sem sé allt undir því komið hvaða reglum eða mötunaraðferðum er beitt. Tilgangurinn er látinn helga meðalið. Og enn er haldið áfram að snúa út úr, eins og þeim mönn- um hættir til sem hafa rangan málstað að verja. Mér er t.d. brigslað um slæman bók- menntasmekk þó framlag mitt gegn hlutdrægri kynningu Sig- urðar styðjist fyrst og fremst við réttlætiskennd, en hana virðist skorta í ríkum mæli hjá hinni pólitísku bókmennta- klíku. Að mfnum dómi er ófyr- irgefanlegt að þegja um þá rit- höfunda sem haslað hafa sér völl á norrænum vettvangi og enn finnast bækur eftir f bóka- söfnum erlendis, einkum þegar um kynningu á fslenskum bók- menntum fyrir Norðurlanda- búa er að ræða. Ég verð að viðurkenna að ég geri ekki mikið af þvf að lesa skáldsögur, a.m.k. ekki á seinni árum, en bók Guðmundar Daníelssonar, Bróðir minn Húni, las ég með athygli því þarna er fullorðinn rithöfund- ur að fara nýjar leiðir. Þótti mér ritdómur Ingimars Erlend- ar Sigurðssonar frábærlega góður, skrifaður með skilningi á efni og hvað vaki fyrir höf- undi, skáldsagan krufin til mergjar en þó á jákvæðan hátt. Mætti sá ritdómur verða til fyrirmyndar í nútímagagnrýni. En hingað til hefur ganrýni oft hneigst til þeirrar stefnu að leggja á höfund pólitfskt mat, hvað sem Árni Bergmann segir. Þagað er yfir göllum á verkum hinna „rétttrúuðu" og þau haf- in til skýjanna en óháðir rithöf- undar lagðir f einelti með þvf að framhefja gallana og þegja um kostina. Þarf ég varla aðrar sannanir á mál mitt en heiftúð- legar árásir Þjóðviljans á út- varpsþátt Hannesar Gissurar- sonar og að sjaldan er getið höfunda í Þjóðviljanum sem ekki dansa eftir ákveðinni lfnu. Það sem á eftir fer f pistlin- um lýsi ég þrugl en þar vappar Á. B. umhverfis sannleikann eins og köttur kringum heitan graut. I grein minni segi ég: „Einnig gat hann (SAM) þess að kynningin færi fram sam- kvæmt persónulegu mati og að hann ætlaði að fjalla um félags- legar skáldsögur (sem útleggst pólitfskur áróður, býst ég við)“. Á. B. leggur þetta út á þann veg að ég vilji ekki leyfa Sigurði að hafa sínar persónulegu skoðan- ir á bókmenntum, sem falla raunar í sama farveg og skoðan- ir Á. B. sjálfs, þær eru hans einkamál að mínu áliti. En að koma fram á opinberum vett- vangi f áróðurs skyni, eins og hver annar Vottur Jehóva, finnst mér léleg fræðimennska. Þess vegna vil ég gefa Sigurði A. Magnússyni það vinsamlega heilræði, nú þegar til stendur að hann hefji kynningu á íslenskum bókmenntum við bandariskan háskóla, að hann byrji ekki fyrirlestrana á að kynna sjálfan sig sem einna fremstan fslenskra skálda og rithöfunda eins og hann gerði á Norðurlöndum á sfnum tíma, því eins og danskurinn segir: Selvros stinker! Ég nenni ekki að eltast við þetta lengur — að rökræða við fólk sem tilheyrir sértrúar- flokki er eins og að hafa sam- band við fbúa á annarri plánetu. Það sér allt í einum sterkum lit og skilur sig frá okkur hinum sem hafa fjöl- skrúðugt litaval fyrir augum. Þó vil ég geta einnar rang- færslu enn. Það eru ekki rithöf- undar sjálfir sem eru „að reyna að berja saman „rétta“ póli- tíska linu meðal kolleganna, heldur Bandalagið og flokksag- inn, og það ætti Árna Berg- mann að vera best kunnugt um. Ég held það sé lika óþarfi að útskýra hvað er að vera þægur. En þess vil ég láta getið að þegar Árni Bergmann talar um að meta rithöfunda eftir því hvort þeir segja okkur eitthvað sem skiptir máli þarf ekki að fara frekar út f þá sálma. Öllum er kunnugt hvað skiptir höfuð- máli fyrir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.