Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGUST 1976 13 John Stonehouse. Hann skipulagði drukknun stna vel, en komst þó ekki undan. Hann dvaldist í fjóra eða fimm daga á Sheraton Waikiki hótel- inu í Honolulu, en hélt svo áfram til Ástraliu. Þangað kom hann svo sem Joseph Arthur Markham 27 nóvember, og settist að í Melbourne. SMÁ-MISTÖK Fram til þessa hafði allt gengið samkvæmt áætlun, en nú fór að síga á ógæfuhliðina. Stonehouse lagði fljótlega leið sína til New South Wales bahk- ans, þar sem hann átti álitlega upphæð í áströlskum dollurum á reikningi á nafni Markhams. Tók hann út sem svarar fimm milljónum króna, og gekk með upphæðina í New Zealand bankann, sem er þar skammt frá. Þar lagði hann peningana inn' á nafn Mildoons. Svo illa vildi til að bankagjaldkerinn í síðari bankanum sá til ferða Stonehouse, og þótti grunsam- legur. Við athugun komst hann að því að Markham í New South Wales bankanum var Mildoon i New Zealand bank- anum Þar sem nokkuð hafði verið um bankasvikamál í Mel- bourne um þetta leyti, þótti gjaldkeranum rétt að kanna málið betur Var lögreglunni gert viðvart, og eftir það var fylgzt náið með ferðum Stone- house, auk þess sem lögreglan gerði bæði Interpool og Scot- land Yard viðvart. Á aðfanga- dag jóla 1974 var Stonehouse svo handtekinn. í fangelsinu heimsóttu hann bæði frú Bar- bara Stonehouse og Sheila Buckley, en það var ekki fyrr en I júli í fyrra að Stonehouse og Sheila voru send flugleiðis til Englands þar sem mál þeirra hefur verið í rannsókn þar til á föstudag í fyrri viku að dómarn- ir voru upp kvaddir. (Heimild The Daily Telegraph) ÞEGAR Olympíuleikarnir voru haldnir fyrir 40 árum í Berlín, var það ætlun Adolfs Hitlers að sýna umheiminum yfirburði Aria á öllum sYiðum. Hann var því litt hrifinn þegar bandariski blökkumaðurinn Jesse Owens hirti fern gullverðlaun, og varð stjarna leikanna. Þessa atburðar var minnzt í Hvíta húsinu i Washington fyrir skömmu þegar Gerald Ford for- seti bauð til sín bandarískum verðlaunahöfum frá leikunum i Montreal. Áður en sú veizla hófst tók forsetinn á móti Jesse Owens og konu hans, og sæmdi Jesse Frelsisorðunni bandarisku Var mynd þessi tekin við það tækifæri. Námskeið í mannasið- um á vegum Flugleiða blönduð sjó, auk þess að vera mjög átumikil og leystist fljótt upp af völdum átunnar og sjálfs- meltingar á leiðinni í land og I þróm verksmiðjanna. Sumirfarm- arnir, sem fyrst bárust, voru nán- ast einn fljótandi grautur. Þegar svo er komið, verður soðið svo mikið að vöxtum, að þrátt fyrir að soðkjarnatækin anni að vinna kjarnann úr soðinu, er það tak- mörkunum háð hversu mikhi magni af kjarna er hægt að blanda í pressukökuna. Af þess- um ástæðum fór nokkuð af soði til spillis fyrst í stað. Til þess að bæta úr þessum erf- iðleikum var óskað eftir því við skipstjórnarmenn að þeir dældu loðnunni hægar úr nótinni um borð í skip sin, en við það kemur loðnan heillegri um borð og síu- búnaður skipanna sfar sjóinn bet- ur úr aflanum. Jafnframt var samkvæmt ráðleggingu Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins bætt formalini i loðnuna um leið og hún rennur I lestar skipanna. Þessar aðgerðir hafa leitt til þess,' að loðnan kemur nú yfirleitt heiL legri að landi, þrátt fyrir langan flutning. Jafnframt þessum aðgerðum var loðnumóttöku hagað þannig, að móttakan var takmörkuð við 2ja sólarhringa vinnslu verk- smiðjunnar, í stað 7—8 sólar- hringa vinnslu áður og má segja að vinnsla i verksmiðjunni hafi gengið eftir atvikum vel síðan. Nokkur sjávarmengun átti sér stað í fyrstu, einkum frá veiði- skipum, sem lensuðu vökva frá loðnunni áður en henni var land- að. í vetrarloðnu er uppistaðan í þeim vökva sjór, sem ekki hefur verið mikill mengunarvaldur, en í sumarloðnunni er þessi vökvi blandaður átu, uppleystum efn- um úr loðnunni og lýsi. Á þessu áttuðu menn sig ekki í fyrstu, en eftir að þetta varð ljóst, lensuðu skipin á leið til lands og úti í firðinum. Um lýsismengun í sjó frá verksmiðjunni er vart að ræóa, þar sem allt lýsi hefur verið skilið úr því soði, sem kann að hafa farið niður. Um miðjan júní s.l., þegar verð á sumarloðnu var fyrst ákveðið, gerði Verðlagsráð að skilyrði við verðlagningu, að loðnunni yrði ekki dælt I land eins og tíðkazt hefur við loðnulöndun síðustu 4 ár. Þess vegna varð timinn nokk- uð naumur til að setja annan bún- að upp. Þær tafir, sem orð er á gerandi við löndunina, má rekja til skipanna sjálfra, eins og þegar lestarborð sem laus eru í farmin- um fara í löndunartækin og stór- skemma þau, svo og vegna ann- arra óhappa, sem skýrt hefur ver- ið frá i blöðum. Síldarverksmiðjur ríkisins starfrækja verksmiðjur á 6 stöð- um álandinu, þ.e. Skagaströnd, Siglufirði, Húsavik, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði. Fram- kvæmdastjóri fyrir verksmiðjurn- ar er einn og situr hann í Reykja- vík, en þaðan eru greiðastar sam- göngur á alla þessa staði. Sala afurða verksmiðjanna, svo og innkaup til þeirra og fjármála- fyrirgreiðsla, fer fram á skrif- stofu S.R. i Reykjavík. Er þvi eðli- legt að framkvæmdastjóri sitji í Reykjavík. Allar verksmiðjur, sem tekið hafa á móti sumarloðnu nú i ár, hafa átt í örðugleikum með vinnsluna og hafa ekki náð hærri mjölnýtingu en 12—13%, sem er lægra en fræðilega ætti að vera og þurrefnisinnihald loðnunnar gef- ur tilefni til. Stafar þessi lélega nýting mest af þvi að verksmiðj- urnar geta ekki nýtt allt soðið vegna þess að pressukakan er það lin og lítil, að hún þolir ekki alla íblöndun soðkjarnans. Útilokað er að verksmiðjurnar geti af eigin fé ráðizt í stórfram- kvæmdir eða fjárfrekar endur- bætur. Verð áloðnu og öðrum bræðslufiski er og hefur verið það hátt, að ekkert hefur verið eftir til að svo mætti verða. Fjármagni rikisins og lánsfé hefur verið beint til annarra og stundum umdeildra fram- kvæmda, svo ekki hef.ur verió fyr- irgreiðslu að vænta úr þeirri átt. Jón R. Magnússon framkvæmdastjóri S.R. FLUGLEIÐIR h.f. hafa staðið fyr- ir námskeiðum fyrir starfsfólk sitt sem hafa þann tilgang að veita fólki betri skilning á eigin viðbrögðum og tilsvörum í dag- legu starfi og auðvelda þvl þannig samskiptin við farþega, starfs- félaga og almenning, sem það hefur samskipti við f starfi og einkalífi. Þetta kemur fram I Flugfrétt- um, sem gefið er út af Flugleið- um. Kennslan er byggð á rann- sóknum tveggja bandariskra lækna og sálfræðinga i sál- greiningu og hefur verið gefið nafnið „TACT“ (Transactional Analysis in Customer Treatment, sem þýðir nánast gagnverkandi könnun á samksiptum við far- þega.). Alls hafa veið haldin niu námskeið, þar af fimm í Reykja- vík fyrir starfsfólk á Reykjavikur- og Keflavíkurflugvelli. í Flugfréttum er sagt frá starf- semi Flugleiða undanfarna mánuði. Þar segir að innanlands- flug hafi gengið vel það sem af er sumri. Eitt stærsta vandamálið varðandi flug innanlands er, að þeir, sem bóka far með flugvélum en hætta siðan við ferðina, gleyma að afbóka sætið. Fyrir bragðið fljúga vélarnar stundum með auð sæti, sem annars hefðu verið seld öðrum og er þetta mjög bagalegt að sögn Einars Helga- sonar framkvæmdastjóra innan- landsflugsins. Af öðrum fréttum frá Flugleið- um má nefna að nýlega hófst áætlunarflug milli Keflavíkur og DUsseldorf, en nú er flogið viku- lega milli þessara staða. Þá er einnig sagt frá Gabriel- bókunarkerfinu svokallaða. Er það farskrártölva, sem tengir nú skrifstofur íslenzku flug- félaganna I sjö borgum, þ.e. INew York, Reykjavik Kaupmanna- höfn, London, Frankfurt, París og Luxemburg. Vegna breytinga á flugstöðinni i Keflavík hefur enn ekki verið unnt að tengja bókunarkerfið þar syðra, en að sögn íslaugar Aðalsteinsdóttur, deildarstjóra í farskrárdeild, Framhald á bls. 16 Efling Hólastaðar Ég var að lesa grein I Morg- unblaðinu um eflingu Hólastað- ar eftir mætan mann, sr. Bjart- mar Kristjánsson.'Hann víkur þar að því opna bréfi og ábend- ingum, er við nokkir gamlir Hólamenn sendum frá okkur. Ég er ekki i vafa um að sr. Bjartmar er unnandi Hólastað- ar eins og við, en ég sé í grein hans að hann vill að bændaskól- inn hverfi þaðan, en þar greinir á milli skoðana. Þegar við Hóla- menn hittumst I Reykjavík á síðastliðnu vori og töluðum um framtið staðarins höfðum við aðallega i huga 100 ára afmæli skólans og hver væri verðug afmælisgjöf á þeim tímamót- um. Við töldum ekki rétt á því stigi málá að benda á sérstök atriði í því tilefni sérstaklega, þar sem ekki er ennþá kominn skipulagsuppdráttur af staðn- um, sem er þó væntanlegur að sögn kunnugra. Okkar hugur var einlægur og tillögur aðeins gerðar til að koma framkvæmd- um á stað með nægum fyrir- vara. Mér finnst að á milli lina i grein sr. Bjartmars megi lesa að við höfum sniðgengið að minnast á félagsskap kirkjunn- ar manna sem vinna að kirkju- legum málum og uppbyggingu þar á staðnum. Þó að samvinna allra unnenda Hólastaðar sé sjálfsögð þá töldum við að vinna að undirbúningi 100 ára afmælis skólans og framtíð bændaskólans og þvi bæri okk- ur síður að fara inn á starfsvett- vang kirkjunnar manna að þessu sinni. Það sýnir sig nú hve mikinn áhuga sumir prestar hafa á Hól- um þar sem sr. Bjartmar vill skólann í hafsauga út. Þar er- um við Hólamenn ekki sam- mála, við viljum efla Hólastað bæði kirkjulega og bændaskól- ann og taka í hendur allra er viija vinna að uppbyggingu og heill staðarins. Vitanlega get- um við orðið ósammála og meiningarmunur orðið um ým- islegt i þessum málum sem öðr- um, en býsna gott væri að fá aðstöðu til að ræða persónulega við sr. Bjartmar. Oftast nær er slikt til heilla góðum málefn- um. Aðeins vil ég segja í lok þess- ara orða að siðan ég var á Hólum sem nemi fyrir 55 árum þykirmér vænt um staðinn og hugsa heim að Hólum vegna skólans, staðarins og kirkjunn- ar. Og svo mun áreiðanlega vera um fjöldann af Hólamönnum, sem eru orðnir býsna margir. Við skulum ekki láta misklið skemma fyrir uppbvggingar- starfi staðarins. Björn I Bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.