Morgunblaðið - 18.08.1976, Side 3

Morgunblaðið - 18.08.1976, Side 3
Verkfræðingadeilan leyst MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1976 3 Þing norrænna stórkaupmanna hófst I Reykjavík í gærmorgun og lýkur fundum þeirra I kvöld. I gær var rætt um þróun I efnahags- málum á Noróurlöndum og skipzt á skoðunum um neutendamál. Olafur Jóhannesson sat hádegisverðarfund með þingfulltrúum og hélt stutta ræðu, en bauð sfðan til móttöku í Ráðherrabústaðnum. Þingið fer fram í húsakynnum Vinnuveitendasambandsins og þar var meðfylgjandi mynd tekin I gær, Jón Magnússon formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna er f forsæti á fundinum. Báðir aðilar sam- þykktu 40,1% hækkun BORGARRÁÐ samþykkti f gær nýgerða kjarasamninga milli Reykjavfkurborgar og Stéttarfé- lags verkfræðinga. Samþykkti ráðið samningana með 3 atkvæð- um, en tveir ráðsmenn sátu hjá. Samningarnir voru teknir fyrir á félagsfundi meðal verkfræðinga f fyrrakvöld og þar hlutu þeir sam- þykki með 12 atkvæðum gegn 5, en 4 sátu hjá. Samkvæmt upplýsingum Gunn- ars H. Gunnarssonar, formanns samninganefndar verkfræðinga, eru nýju samningarnir byggðir á gamla kjarasamningnum með breytingum á launaíið hans. Hækkun launaliðarins er f sex áföngum. Fyrsta hækkunin, 6% reiknast frá 1. marz 1976. Síðan koma hækkanir frá 1. júlí 1976, 10% rauða strikið, 2,67%; 1. októ- ber 1976, 6%; 1. janúar 1977, 3,8%; 1. febrúar 1977, 5%; 1. júlf 1977 4% og samningar standa til 10. júlí 1977. Samtals er því hækk- un kaupliðarins á samningstíma- bilinu, ef rauða strikinu er sleppt, 40,1% (kumulativt). Gunnar H. Gunnarsson sagði, að þessar niðurstöður samninganna þýddu að verkfræðingarnir hjá Reykjavíkurborg hefðu nú náð upp þeim mismun, sem myndaðist þegar þeir drógust aftur úr hin- um almenna vinnumarkaði, verk- fræðingum á verkfræðistofum síðla árs 1975. Eftir stendur enn það bil, sem þá var orðið, en þá var meðalmunur miðað við starfs- æfi um 30%. Gunnar H. Gunnarsson sagði að það væri mikill léttir fyrir báða aðila, að þessi deila væri nú leyst. Hún hefði verið bæði löng og leið- inleg. Þeir þrír, sem samþykktu samningana í borgarráði í gær voru fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn, en þeir sem sátu hjá voru fulltrúar minnihlutans. Nýttogbetra Ultra Brite Lónið við Sigöldu orðið 6 m djúpt BYRJAÐ var að hleypa vatni I lónið ofan við virkjunina við Sig- öldu f gærmorgun. t gærkvöldi var stöðuvatnið, sem þarna verður, orðið um 6 metra á dýpt, en áætlað er að það taki um hálf- an mánuð að fylla lónið. Áætlað er að það taki um hálfan mánuð að fylla lónið, en að mánuði liðn- um verði aftur búið að tæma það. Nauðsynlegar mælingar verða gerðar á mannvirkjum við lónið og stiflugörðum, en i byrjun nóvember á að „prufukeyra* rafla orkuversins og þá verður fyrst framleidd raforka þar efra Inntaksmannvirkin við virkjun- ina eru enn ekki tilbúin og verður lónið því ekki fyllt alveg að þessu sinni. Tveir prestar hafa sótt um Dómkirkjuna FYRIR skömmu voru auglýst laus til umsóknar tvö prestem- bætti f Reykjavfk, við Dóm- kirkjuna og Háteigskirkju. Umsóknarfrestur er ekki úti fyrr en 27. ágúst n.k. en þrátt fyrir það er undirbúningur hafinn fyrir kosningarnar í Dómkirkjuprestakalli eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað, en þar hafa tveir prestar þegar sótt um, þeir sr. Hannes Guðmundsson i Fells- múla og sr. Hjalti Guðmunds- son í Stykkishólmi. Munu stuðningsmenn þeirra strax byrjaðir undirbúning. Þá hefur Morgunblaðið fregnað að ein umsókn hafi borizt um Háteigskirkju, frá sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Vera kann að fleiri umsóknir eigi eftir að berast um þessi tvö embætti og einnig um Hóla í Hjaltadal, en engin umsókn hefur borizt um það prestakall ennþá, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. aflaði sér. Um- sóknarfrestur um það rennur einnig út 27. ágúst n.k. Þessi mynd er af Þorgeiri Guð- mundssyni, Digranesvegi 38, Kópavogi, sem beið bana þegar vélskófla, sem hann stjórnaði, valt við Ólafsvfkurenni s.l. laugardags- kvöld. Þorgeir heitinn var 52 ára. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Hirdtng tannanna er ekki einungis hreinlætis- og utlisatriði, heldur lika fjarhagsspursmal. Nútimafolk gerir auknar kröfur um hreinl.eti og gott utlit. Þess vegna nota þeir, sem eiga dagleg samskipti vidaðra Ultra Brite með hinu þægilega hressandi bragði. Ultra Brite er nu komið á markaðinn nytt og endur- bætt með fluor, sem varnar tannskemmdum. Ultra Brite med f luor gerír andar dráttinn ferskan og brosið bjart og heillandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.