Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGUST 1976 15 Handtökum haldið áfram vegna óeirð- anna í S-Afríku SVONA lítur stórfljótið Thames út um þessar mundir. Til vinstri er eyjan Isleworth, en til hægri við sprænuna er höfn. Isleworth er í nágrenni Lundúna en vegna þurrkanna er vatnið í Thames aðeins fjórðungur þess, sem það er venjulega. Myndin er tekin um háfjöru. (AP-mynd). Gas- og olíulindir í Syðra-Straumsfirði? Mun blása lífi í umræður um sjálfstæði Grænlands Jóhannesarborg, Port Elizabeth 17. ágúst NTB-AP ÖRYGGISLÖGREGLAN í Suður-Afríku hélt í gær áfram að handtaka fólk sem grunað er um aðild að óeirðunum í hverfum blökkumanna f Jóhannes- Seiðmagn frosinna kjúklinga Leeds 17. ágúst — Reuter. ARTHUR Atkinson, fyrrum liðsmanni brezkrar hand- sprengjusveitar, er ekki sjálf- rátt, Ef hann rekur augun I frystan kjúkling, eða jafnvel frystan kalkún, þá hnuplar hann honum. Þessi árátta hef- ur valdið þvf að Arthur aum- inginn hefur komið sjö sinn- um fyrir rétt nú þegar og I gær var hann mættur enn einu sinni I réttarsalnum ákærður fyrir alifuglastuld. Þetta er þeim mun dapurlegra þegar tekið er tillit til þess að aðeins tfu dagar voru liðnir frá þvf hann var laus úr fangelsi eftir 15 mánaða vist fyrir kjúkl- ingaþjðfnað. Arthur, sem er 56 ára aó aldri, kvaðst sekur um stuld á fimm kjúklingum frá verzlun einni í Leeds. Þegar hann var handtekinn sagði hann lög- reglumönnunum: „Ég bara gekk þarna að og tók fimm stykki. Þetta er allt of auð- velt.“ Jafnvel lögfræðingur hans hefur enga skýringu á hinni skringilegu áráttu: „Hið furðulega er,“ segir hann, „að honum þykja kjúklingar ekk- ert sérstaklega bragðgóðir, og fjöldi þeirra sem hann stal núna bendir ekki til þess að hann hafi stolið þeim vegna hungurs." Enn er því ráðgátan um kjúklingasýki Arthur Atkinsons óleyst. NEIL DIAMOND FYRIR RÉTT Los Angeles 16. ág. AP. SÖNGVARINN Neil Diamond verður leiddur fyrir rétt i næsta mánuði og ákærður fyrir að hafa haft marihuana í fórum sinum. Lögreglan sfegir að við húsleit þann 30. júni á heimili Diamonds hafi fundizt þar ein únsa af efni þessu. arborg í fyrri viku. Yfir- maður lögreglunnar sagði að refsingar gegn þeim sem fundnir yrðu sekir yrðu mjög harðar. Lögregl- an beitti í dag táragasi til að dreifa meira en 500 blökkum stúdentum sem gengu út úr kennslustof- um sfnum f Kwazakele- hverfinu í Port Elizabeth til að efna til mótmælasetu á rugbyleikvangi í grend- inni, og í öðrum skóla skammt frá héldu 400 stúd- entar mótmælafund gegn stefnu stjórnvalda. Stjórnvöld I Suður-Afríku hafa haldið þvi fram að sömu baráttu- samtökin hafi staðið fyrir öllum kynþáttaóeirðunum I landinu frá þvi þær hófust með átökunum I Soweto i júní, en hafa ekki til- greint þau samtök frekar. Hins vegar segja fulltrúar hinna út- lægu þjóðernishreyfinga Afriku, Afríska þjóðarráðsins, ANC, að mótmælaaðgerðirnar hafi orðið til á stað og stund án nokkurrar skipulagningar fyrirfram. Þær hafi breiðzt út með miklum hraða vegna þess að öll hin afríska þjóð verði fyrir sama óréttlætinu. Vararáðherrann, sem stjórnar blökkumannasvæðunum, sagði í gær að blakkir stjórnmálamenn sem hygðust notfæra sér ólguna í landinu í pólitísku skyni hefðu ekki árangur sem erfiði. Hann sagði að stjórnvöld hygðust ræða við fulltrúa blökkumanna en var- aði við þvi að menn reyndu að notfæra sér það ástand sem nú ríkti. Colombo 17. ágúst — NTB. VIETNAMAR eru reiðubúnir til að koma sambandi landsins við Bandartkin f eðlilegra horf ef Bandarfkjamenn gegna þeirri skyldu sinni að aðstoða við upp- bygginguna f landinu f kjölfar strfðsins, að þvf er forsætisrðð- herra landsins, Pham Van Dong, sagði f ræðu sinni á fimmta leið- togafundi óháðra rfkja í Colombo f Sri Lanka f dag, en fundurinn, sem 85 rfki sækja, hófst f gær. Þá lagði Titó, Júgóslavíuforseti, til í sinni ræðu að kalla allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna saman til sérstaks fundar til að ræða Kaupmannahófn 17. ágúst. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Lars Olsen: FUNDIZT hafa merki olfu og gass f Syðra-Straumsfirði á Græn- landi, að þvf er fulltrúi franska olfufélagsins Total, sem tekur þátt f rannsóknum á þessu sviði við Grænland, upplýsir. Það var rannsóknarskip félagsins Pelican aðgerðir til að takmarka vígbún- aðarkapphlaupið. Hann hvatti öll þátttökurikin til að vinna að slök- un spennu í alþjóðamálum og af- vopnun, og sagði að öll lönd við Miðjarðarhaf yrðu að leggjast á eitt um að reyna að gera þetta svæði að fyrirmynd friðsamlegrar sambúðar. Hann kvað friði á þessu svæði stafa alvarlegust ógn af „útþenslustefnu ísraels". Öháðu ríkin, sem telja rúman helming jarðarbúa, eru ríki sem ekki eru innan hernaðarbanda- laga og telja sig hvorki háð Bandarikjunum né Sovétrikjun- um. Ráðstefnan stendur i viku- tima. sem komst að þessu, en enn sem komið er hefur félagið verið afar varkárt við að gefa upplýsingar um olfu- og gasfund þennan, svo og að meta hann. Danska rfkið hefur falið rannsóknina sam- steypunni TGA-Grepco, sem danskir, franskir og kanadfskir aðilar standa að. Þrátt fyrir það að sæmilega mikil olfa og gas finnist er engan veginn öruggt að lagt verði út i að hefja nýtingu þessara auðlinda. Vinnsluaðstæður yrðu alla vega þær erfiðustu í heimi. Um 100.000.000 teningsmetrar af gasi og 350.000 tunnur af oliu árlega þarf til að 20 milljarða d.kr. fjár- festing í vinnslunni borgaði sig. Tvö atriði skipta mestu um hugsanlega nýtingu auðlinda á þessu svæði. í fyrsta lagi ’ haa OPEC-löndin gert kunnugt að á fundi sinum i desember muni þau krefjast hækkunar oliuverðs. Slík ákvörðun hvetti mjög til þessarar vinnslu. 1 öðru lagi er sú krafa, sem einkum kemur frá ungum Grænlendingum, um að ágóðinn af vinnslu hráefna á Grænlandi verði Grænlendinga en ekki danska rfkisins. Þetta vandamál er enn óleyst og það getur hugsan- lega haft áhrif á það hvenær unnt yrði að hefjast handa um oliu- vinnsluna. Alla véga leikur ekki efi á því að hugsanleg auðæfi i formi oliu- og gaslinda á hafsbotn- inum umhverfis Grænland munu. hleypa auknu lífi í umræðurnar um sjálfstæði Grænlands. Tanaka sleppt gegn tryggingu Tókýó 1 7. ágúst — NTB. KAKUEI Tanaka, fyrrum forsætis- ráðherra Japans, sem komið hef- ur fyrir rétt þar I landi ákærður fyrir að hafa þegið mútur af Lock- heedf lugvélasmiðjunum, var i dag látinn laus úr haldi gegn trY99'n9u sem nemur um 130 milljónum ísl. króna. H: nn var í gær formlega ákærður fyrir að hafa þegið um 1,6 milljónir doil- ara af Lockheed fyrir að auka sölu á flugvélum fyrirtækisins I Japan. Níu öðrum sakborningum I málinu var einnig sleppt gegn tryggingu. Skýrslan um Bemharð ekki birt strax Haag, 13. ág. AP. HOLLENZKA stjórnin sagði i dag að hún hefði fengið I hendur niðurstöður opinberrar rannsókn- ar á ásökunum á hendur Bern- harði prins þess efnis að hann hefði þegið 1.1 milljón dollara í mútur frá Lockheedfyrirtækinu. I tilkynningu stjórnarinnar var sagt að niðurstöðurnar yrðu ekki birtar að svo stöddu. Myndi stjórnin kanna skýrsluna gaum- gæfilega og skýra síðan þinginu frá skýrslunni. TVEIR FÓRUST Á N-ÍRLANDI Belfast 17. Sgúst—NTB. TVEIR menn biðu bana og að minnsta kosti 17 særðust er sprengja sprakk I bifreið seint í gærkvöldi fyrir utan ölkrá í South Armagh, að því er lögreglan upp- lýsti. Þetta var aðeins átta kíló- metra frá landamærum írska lýð- veldisins. Sprengutilræði þetta er ein versta árás hermdarverka manna á Norður-írlandi í margai vikur. Ófrjósemisaðgerðir með valdbeit- ingu lögleiddar í indversku ríki RlKIÐ Maharastra á Indlandi, þar sem um 50 milljónir manna búa, hefur nú orðið fyrst I heimi til þess að lögleiða nauð- ungarófrjósemisaðgerðir til að takmarka fólksfjölgun, að þvf er fram kemur f frétt I Inter- national Herald Tribune ný- lega. Báðar deildir þings rfkis- ins samþykktu aðgerðir þessar f sfðasta mánuði, en þær þurfa sfðan einnig samþykki stjórnarinnar f Nýju Delhf. Talið er að Fakhruddin Ali Ahmed, forseti Indlands, muni samþykkja lögin samkvæmt til- mælum Indiru Gandhi, for- sætisráðherra, sem þó hefur áður verið efins um réttmæti nauðungaraðgerða af þessu tagi. (Jrslitum mun ráða að son- ur hennar, Sanjay Gandhi, er eindreginn fylgismaður þeírra. Aðgerðir þessar fela i sér að karlmenn að 55 ára aldri og konur að 45 ára aldri verða gerð ófrjó innan (80 daga frá fæðingu þriðja frarns þeirra. Nær þetta einkum og sérilagi til karlmanna og tekur aðeins til kvenna ef eiginmenn þeirra eru undanþegnir aðgerðinni á þeim forsendum að hún kynni að stofna lífi þeirra í hættu. Ef menn láta undir höfuð leggjast að gangast undir ófrjósemisað- gerðina eiga þeir yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist, en í framkvæmd er þó búizt við því að látið verði nægja að gera sökudólga ófrjóa og láta þá sið- an lausa. Lagafrumvarpið um aðgerðir þessar hefur valdið miklum deilum og ótta, og einkúm stafar hinum ómenntuðu ibú- um bæja og sveita mikil ógn af þvi. Karlar óttast að missa kyn- getu sína og víða er sú trú jafn- framt við lýði að stórar fjöl- skyldur, einkum mörg svein- börn, séu til blessunar og gæfu. Þá eru aðrir, sérstaklega meðal múhameðstrúarmanna, sem eru 60 milljónir talsins, sem sporna gegn frumvarpinu af trúarástæðum. Leiðtogafundur óháðra ríkja: Víetnam vill bæta sambandið við USA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.