Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 Ævintýrið um móða Manga eftir BEAU BLACKHAM einu. Ekki gat hann gert sér ljóst, hvað gerst hafði, hélt hann að brautin hefði líka stoppað, vegna þess, að hann gaf sig sjaldnast fyrr en í fulla hnefana, vildi hann alls ekki gefast upp og tók á öllu, sem hann átti til. Lestin hreyfðist ekki, en svo mikil voru átökin, að BANG! stóreflis gat kom á gufuketilinn hans Manga! Og um leið og hann blés og hvæsti og gufan streymdi eins og reykjarstrókur úr Heklu út um gatið á katlinum, andvarpaði hann dapurlega og gafst upp. Allt var í uppnámi. Starfsmenn hring- leikahússins þutu út úr vögnum sínum og hópuðust kringum Móða Manga, til þess að athuga, hvað að væri. Dýrin þustu líka út úr lestinni og mynduðu hring í kring- um fólkið. Fíllinn, sem sá nú, að hann átti megin- sökina á óhappinu, varð skelfilega hnugginn á svipinn, þegar stjórnandi hringleikahússins sagöi: Þar tókst þér laglega upp! Svo sneri hann sér að Manga. — Geturðu alls ekki haldið áfram ferð- inni? spurði hann. — Nei, sagði Mangi, auðvitað get ég ekki haldið áfram með brotið hjól og gat á gufukatlinum mínum. — Hvað gerum við þá? spurði stjórn- andi hringleikahússins. — Ég veit það ekki, sagði Mangi og blés mæðilega gufustrók út um gatið. Ég get ekki hjálpað þér. Þetta er allt saman hringleikahúsinu þínu að kenna, svo þú verður að finna lausnina. Og meðan þú ert að hugsa, ætla ég að fá mér lúr. — Og augnabliki síðar var Móði Mangi sofnað- ur. — Jæja, sagði stjórnandi hringleika- hússins, tók ofan pípuhattinn, sem hann nú hafði náð frá strútnum, og klóraði sér með svipuskaftinu í höfðinu. Þetta eru ljótu vandræðin, sagði hann. Hvað getum viö eiginlega gert! Allir byrjuðu að hugsa og allt í einu sagði dimm rödd: — Ég veit ráðið! COSPER Vl«> “VgWb KAVPINU \\ Er ekki hægl að ná neyðaróp- inu er hann fellur I brunninn á annan hátl? Við látum gera hurð fyrir hann að fara inn og út um hakdyra- megin. • • - Og ekki má gleyma þvf hag- ræði sem af því er að búa svo nærri flugvellinum. Ungur prestur var að halda sína fyrstu ræðu. Þegar hann var kominn upp í stólinn, sá hann að hann hafðj gleymt ræð- unni. Þá varð honum að orði: „Kæru tilheyrendur. Því mið- ur hef ég nú gleymt minnis- blöðunum mínum heima, svo að í þetta skipti verð ég að treysta á drottinn, en í næsta skipti skal ég koma betur undirhúinn. X Anna: Hvers vegna varst þú að selja náttfötin þfn, Ella? Ella: Ég held ég hafi ekki mikið að gera við náttföt eftir að ég fékk næturvarðarstarfið og sef allan daginn. Dómarinn: Haldið þér ekki, að hægt væri að sæUast á þetta mál utan réttarins? Annar deiluaðilinn: Auðvit- að, herra dómari. Það var einm- itt það, sem við vorum að reyna að gera, þegar lögreglan fór að skipta sér af þessu. X Framkvæmdastjórinn: Hvað meinið þér eiginlega með því að hrúka þennan kjaft, maður minn? Haldið þér að þér séuð framkvæmdast jórinn. eða hvað? Skrifstofumaðurinn: Nei, ég veit, að ég er ekki fram- kvæmdastjórinn. Framkva'mdastjórinn: Nú, því í ósköpunum leyfið þér yð- ur þá að tala eins og fífl? Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 55 — Og hvers vegna afhenti hann yður ekki gjöfina? — Eg hef sagt hundrað sinnuni, að það veit ég ekki. — Hann tók við hringnum á miðvikudag. Isander læknir kom með hann eins og um var samið. Hvað gerðist um kviildið eða að- fararnótt fimmtudags sem varð til að hreyta ákvörðun hans? — Ekkert! Ekkert! Þér eruð bara að rugla. En viðbrögð hennar voru of ofsafengin og atlaga hans varð æ harðari. j— Rifust þið? Rífust þið í fullri alviiru? — N... ei. — Var þetta svo alvarleg rimma að hann hefði hótað skilnaði? Enginn maður sem er með fullu viti gefur konu demanta ef hann hefur tekið þá ákvörðun að skilja við hana. En skilnaðurinn hefðu svipt yður öllu sem þér höfðuð frá fyrsta augnabliki verið að sælast eftir — lúxustilveru, fötum, leti- lífi og áhyggjulausu Iffi fyrir framan sjónvarpið. Ekki einu sinni ef Andreas hefði verið myrtur eins og (iregor hafði und- irbúið og Jón hefði erft hluta sinn eftir hann — sem hefði þó verið hans séreign — hefðuð þér átt möguleika á að fá meðlag með yður sjálfri, þar sem þér eruð heilbrigðar og ungar en maður yðar algerlega övinnufa-r. NEI, CECILÍA HALLMANN, SKILN- AD VILDUÐ ÞER SlST AF ÖLLU. Aftur á móti hentaði það mun betur að Jón hara dæi. Þá mynduð þér reyna að fá Andreas til að halda það sem hafði lofað að bæta yður inn í erfðaskrá sína — og þá hefði í raun og veru allt verið fullkomið. Og það hélduð þér áreiðanlega að mundi ekki vefjast fyrir yður.. . — Þér hafið engar sannanir! Ekki vott af þeim! Eg hafði enga hugmynd um að Jóni hafði verið gefið parathion fyrr en liiggan skaut upp kollinum hér. —■ Þa,ð hugsa ég að þér segið salt, sagði Christer þurrlega. — Þér hafið sjálfsagt ekki vitað hverju Isander var að sprauta í kirsuherin. En það er ýmislegt sem gerðisl nóttina sem Jón dó sem verður erfitt að skýra fyrir rétti. DYRNAR... — Hvað eigið... hvað eigið þér við? — D.vrnar á milli herbergis yðar og Jóns. Þér hafið stöðugt verið að hamra á þvf að þær hafi jafnan verið f hálfa gátt, vegna þess að þér með yðar viöurstyggilegu sam- vizku skilduð að það væri vara- samt að viðurkenna hið gagnstæða og leggja þannig áherzlu á ágrein- ing ykkar, en þér vilduð einnig láta Ifta út f.vrir að Jón hefði dáið svo snögglega. „Hjartað hætti bara að slá“ sögðuð þér og „dyrnar á milli svefnherbergjanna okkar voru f hálfa gátt eins og venjulega. „Eg leyfi mér að draga þetta f efa. einfaldlega vegna þess að dauða- strfð af völdum parathion gengur ekki hljóðalaust fyrir sig. Og Petrus spurði yður strax f upphafi hvers vegna hinn deyjandi maður hefði ekki kallað á yður — mann- eskju sem stóð honum næst allra? Og ég spyr enn á ný. Hvers vegna? Augnaráð hennar var flóttalegt er hún svaraði hljómlausri röddu: — Ég ... veit það ekki... — Jú. Þér vitið það ósköp vel. Þér vitið að aumingja maðurinn — eiginmaður yðar, skreið fár- veikur að dyrunum og hljóðaði á yður og bað yður að koma. Hann barði að LÆSTUM DYRUNUM milli herbergjanna og grátbað yð- ur að hjálpa sér. En eiginkona hans dró sængina betur yfir höfuð- ið og lét eins og hún heyrði ekki til hans og þá var ekki um neitt að ræða nema reyna að dragast fram og f gegnum baðherbergið. Við fáum aldrei að vita hvort það hcf- ur verið ætlun hans að komast þannig inn f fbúðina ykkar, eða hvort hann ætlaði að reyna að gera Malin eða Kára viðvart. Litla bögg- ulinn frá gullsmiðabúðinni var hann með f hendinni — þann böggul hefur hann sennilega ætl- að að gefa yður ef þér hefðuð komið honum til hjálpar. En svo hneig hann niður á baðherbergis- gólfinu. „En hafði hann ekki neytt hana til játningar, en hún fól rautt hár- ið í höndum sér eins og hún þyldi ekki lengur að horfast f augu við þá sem viðstaddir voru. — Svo urðuð þér gripnar skelf- ingu um að Malin hefði séð yður skjótast af stigapallinum þarna um nóttina. Sfðar hrintuð þér henni niður stigann og á jarðarfar- ardaginn, þegar Andreas orðaði við yður að Malin hefði vakið at- hygli á ýmsum atriðum sem væru hættuieg og ógnandi fyrir yður reynduð þér enn að gera tilraun til að bola henni burt frá Hall. En nú fór að komast skriður á málið. Andreas ræddi við morðdeildar- starfsmenn, ekki var talið öruggt að dánarvottorð Gregors fengi staðist og Andreas sem hefur sjálfsagt getið sér til um hvernig hjónaband ykkar var orðið, sagði yður umbúðarlaust að hann myndi * ekki unna sér friðar fyrr en hann hefði upplýst allt f sambandi við andlát sonar sfns. — Og þá var staðan orðin þannig að þér voruð orðnar örvita af skelf- ingu. Þér hföðuð fram að þessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.