Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976
3
Nýr yfir-
maður á
Keflavík-
urflugvelli
YFIRMANNASKIPTI verða á
Keflavfkurflugvelli 24. ágúst n.k.,
eins og kom fram f Mbl. I gær. Við
starfi yfirmanns á flugvellinum
tekur Karl J. Bernstein flotafor-
ingi, sem áður var yfirmaður
flugstöðvar bandarfska flotans f
Jacksonville f Florida. Af störf-
um lætur Harold G. Fich flotafor-
ingi, sem nú tekur viö öðru hátt-
settu starfi hjá sjóhetnum og
mun hafa aðsetur f Washington.
Karl J. Bernstein flotíforingi
er fæddur I Halifax, Nova Eicotia,
31. marz 1925. Hann hefur veiið i
sjóernum frá árinu 1942 og var
m.a. í liði bandamanna sem barð-
ist í Norður-Afríku í stríðinu og
gerði innrásina á Sikiley. Hann
hefur gegnt störfum á vegum sjó-
Karl J. Bernstein væntanlegur yf-
irmaður á Keflavfkurflugvelli.
hersins víða um heim og var m.a.
hérlendis um tfma á árunum 1966
og 1967, er hann stjórnaði flug-
sveit, sem hafði aðsetur á Kefla-
víkurflugvelli.
Eiginkona flotaforingjans er
Jean Elizabeth Schulze og eiga
þau hjón fjögur börn.
Handritanefndin á fund-
um í S-Þingeyjarsýslu
NEFND sú sem fjallr um skipt-
ingu og heimsendingu fslenzku
handritanna frá Kaupmanna-
höfn hefur setið á fundum hér
á landi tvo undanfarna daga.
Jónas Kristjánsson forstöðu-
maður Stofnunar Árna
Magnússonar sagði f samtali
við Mbl. f gær, að nefndin fjall-
aði nú um handrit þau sem
væru f Konunglega bókasafn-
inu f Höfn, en f sfðasta mánuði
hefði hún lokið umfjöllun um
þau handrit sem geymd væru f
Árnasafni. Þetta er þriðji fund-
ur nefndarinnar á þessu ári, en
fundir hafa verið haldnir fjór-
um sinnum á hverju ári frá þvf
nefndin hóf störf 1972.
Sagðist Jónas búast við að
næsti fundur nefdarinnar yrði f
Kaupmannahöfn f haust eða
vetur og væri hugsanlegt að
nefndin lyki starfi sinu á þeim
fundi.
Alls munu vera i Konunglega
safninu i Kaupmannahöfn
14—1500 handrit en Jónas
Kristjánsson kvaðst búast við
að á fundinum nú yrði fjallað
um nokkur hundruð þeirra.
Merkustu handritin I safninu
eru þegar komin til landsins,
Flateyjarbók og Konungsbók
Eddukvæða, en um þau var sér-
staklega fjallað í dönsku lögun-
um um afhendingu handrit-
anna. Að sögn Jónasar eru ýmis
önnur merkileg handrit i safn-
inu, þ.á.m. aðalhandrit Snorra-
Eddu, Grágás og yngri upp-
skriftir ýmissa annarra hand-
rita.
Nefndin heldur fundi sína í
Stóru-Tjarna skóla í Suður-
Þingeyjarsýslu og lýkur þeim á
morgun, en þá munu nokkrir
Fornt fslenzkt handrit. Þetta
blað er úr Stjórnarhandritinu
AM 227 fol, sem skrifað er og
skreytt á 14. öld.
nefndarmanna halda á fund
norrænna málnefnda, sem
haldinn verður að Hafralæk í
Aðaldal. í skiptanefndinni eiga
sæti auk Jónasar Kristjáns-
sonar þeir Magnús Már Lárus-
son fyrrum háskólarektor,
prófessor Chr. Westergaard-
Nielsen og Ole Widding rit-
stjóri.
Fífill fær
eingöngu
makríl í
Norðursjó
VÉLBÁTURINN Fífill GK
54 landaði í Bremerhaven
nú í vikunni og seldi fyrir
u.þ.b. 2V6 milljón kr. Aflinn
var nær eingöngu makríll
og að sögn Landssambands
islenzkra útvegsmanna
hefur Fífill ekki landað
síld síðan 5. ágúst s.l.
LltJ var ekki kunnugt um að
aðrir íslenzkir bátar væru við
veiðar f Norðursjó utan Fffill og
Kap II frá Vestmannaeyjum. Kap
II mun hafa landað f dag en LÍÚ
var ekki kunnugt um aflamagn
þegar Morgunblaðið spurðist fyr-
ir um söluna.
HVALIR UNDAN tSRÖNDINNI — Flugvél Landhelgisgæzlunnar,
TF-SÝR, sem var f landhelgis- og fskönnunarflugi f fyrradag flaug þá
um morguninn yfir hóp hvala, sem voru á ferð á Barðagrunni um
25—30 mílur frá landi. Dýrin voru 6—8 saman f hóp skammt frá
ísröndinni, en þar voru margir togarar að veiðum, fslenzkir, brezkir og
þýzkir. Myndina tók Bjarni Helgason skipherra úr landhelgisvélinni
og má á henni sjá einn hvalinn.
Níu vilja verða
forstjórar Rarik
VALGARÐ Thoroddsen, forstjóri
Rafmagnsveitna rfkisins, hefur
sagt starfi sfnu lausu vegna ald-
urs. Nfu manns hafa sótt um stöð-
una, þar af 5 starfsmenn Rarik.
Umsækjendurnir eru: Aage
Steinsson, Erling Garðar Jónas-
son, Ingólfur Árnason, Kári Ein-
arsson og Sverrir Ólafsson — allir
starfsmenn Rarik, og Björn Frið-
finnsson, Eggert Steinssen, Gísli
Júllusson og Kristján Jónsson.
„Morðsagan”
frumsýnd 1 október
KVIKMYNDIN „Morðsaga", sem
Reynir Oddsson og félagar hafa
unnið við að taka f sumar, verður
væntanlega frumsýnd f október
næstkomandi. Innitökum er lok-
ið, en eftir er að taka Iftilræði
utanhúss og verður það gert
næstu vikur. Myndin er f litum og
til sýningar á breiðtjaldi.
Aðalleikarar eru 10 talsins, en
mun fleiri koma fram í myndinni.
Aðalhlutverkin eru í höndum
Guðrúnar Ásmundsdóttur, Stein-
dórs Hjörleifssonar, Þóru Sigur-
þórsdóttur, Róberts Arnfinnsson-
ar, Péturs Einarssonar, Guðrúnar
Stephensen, Sigrúnar Björnsdótt-
ur og Elfu Gisladóttur. Flestir eru
þessir leikarar þjóðkunnir, en
Þóra Sigurþórsdóttir, sem leikur
eitt af aðalhlutverkunum, hefur
ekki áður leikið opinberlega.
Ferðaskrifstofumenn um gjaldeyrisheimildina:
„Spor í rétta átt”
„ÞETTA er spor f rétta átt og við
gerum okkur vonir um að fram-
hald verði á þessari rýmkun
gjaldeyrisyfirfærslu til skoðunar-
ferða,“ sagði talsmaður einnar
ferðaskrifstofunnar f Reykjavfk f
gær, þegar Mbl. spurði um við-
horf hans til ákvörðunar yfir-
valda um að heimila 10 dollara
(1850 fsl. kr.) aukayfirfærslu fyr-
ir ferðamenn f hópferðum til
skoðunarferða.
Það var samdóma álit þeirra
ferðaskrifstofumanna sem Mbl.
leitaði til að þessi upphæð væri
ferðamönnum til hagsbóta, en
fyrir þessa upphæó mun hægt að
fara í eina langa skoðunarferð
eða tvær styttri. Algengt mun að
ferðamenn vilji fara í þrjár til
fjórar slíkar ferðir á meðan dval-
ið er i sólarlöndum, en til þess að
standa straum af kostnaði við svo
margar ferðir, hefði aukayfir-
færslan orðið að vera þrefalt
hærri en heimilað var, þ.e. um 30
dollarar (um 5550 islenzkar krón-
ur).
Anaegjuleg samskipti
í skógræktarmálum
UNDANFARINN hálfan mánuS
hafa dvalið hér á landi 60 Norð-
menn, bæði konur og karlar, á
vegum Skógræktarfélagsins. Hér
er um að ræða nokkurs konar
skiptiferð. þvl 60 íslendingar hafa
verið vi8 gróðursetningu I Noregi
á sama tlma.
Að sögn Hákonar Bjarnasonar,
skógræktarstjóra, var það Ander
sen Ryst, fyrrverandi sendiherra
hér á landi, sem var upphafsmað-
urinn að þessum samskiptum.
Ferðir þessar eru farnar þriðja
hvert ár og hafa Norðmenn unnið
við gróðursetningu vlða um land-
ið, eða eftir þvl hvar það hefur
komið bezt fyrir okkur hverju
sinni.
í þessari ferð voru sem fyrr segir
60 Norðmenn og skiptust þeir I tvo
hópa og dvöldu þeir slna vikuna
hvor, á Laugarvatni og Hvanneyri.
Frá Hvanneyri var farið til plönt-
unar I land Stóru Drageyrar I Skorra-
dal, en svo skemmtilega vill til að
fyrsta plöntun Skógræktar rlkisins I
Skorradal var einmitt unnin af Norð-
mönnum á Stálpastöðum fyrir um
aldarfjórðungi I sams konar skipti-
ferð milli landanna. Sú gróðursetn-
ing gefur vonir um að kringum alda-
mótin verði vaxinn álitlegur skógur I
sunnanverðum Skorradal.
Rannveig Andersen Ryst.
Einar Myster, yfirmaður skóg-
ræktarinnar I Troms fylki I Noregi,
hafði forystu fyrir öðrum hópnum
og spurði blm. Morgunblaðsins
hann hvað honum væri minnisstæð-
ast frá dvölinni hér og hvað honum
sýndist álitlegast I skógrækt á suð-
vestanverðu landinu.
„Það sem mér er minnisstæðast
frá þessari ferð eru hversu móttökur
alls staðar hafa verið góðar og gest-
risni mikil Það er eins og að hitta
gamla ættingja, sem fóru að heiman
fyrir 1000 árum. Allt hefur verið
gert til að dvölin hér yrði sem
ánægjulegust þennan tfma.
Það sem mér hefur þótt athyglis-
verðast og skemmtilegast er að sjá
að sú vinna, sem unnin hefur verið,
til að endurreisa skóga á islandi,
virðist vera að bera árangur. Það
hefur sýnt sig að trén, sem voru
gróðursett I Haukadal og á Stálpa
stöðum I Skorradal, dafna vel og
þær tegundir. sem valdar hafa verið
til gróðursetningar, hæfa vel Islenzk-
um jarðvegi og loftslagi."
Arne Kjorstad og Nils Olav Kaar-
Talið frá vinstri: Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri rfkisins, Einar Myst-
er, Nils Kaarsen, Arne Kjorstad og Jónas Jónsson formaður Skógræktar
félags islands.
Ijósm. Friðþjófur.
sen, báðir framámenn I skógræktar-
málum I Noregi tóku undir orð Ein
ars um að dvölin hefði verið ákaf
lega ánægjuleg og móttökur með
eindæmum góðar
„Mér fannst ákaflega gaman að
sjá hve gróðursetningarnar hafa tek-
izt vel og ég vona að norskar plöntur
I Islenzkum jarðvegi gefi góðan ár-
angur," sagði Arne Kjorstad. „Við
gróðursettum núna 30.000 plöntur,
greni og furu, I Skorradal og
32.000 á Laugavatni. Það er ákaf-
lega gaman að koma hingað. og
kynnast Islenzkri menningu, sem er
svo samtengd þeirri norsku."
Nils Olaf Daasen sagði að gróður-
Framhald á bls. 22