Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 Viöurkenningar Umhverfismálaráðs Rvk. ’76: Fegursta einbýlishús- iövarbyggt1922 Verrtlaunahafar <>;> fulltrúar þeirra er vlúurkenningu hlutu ásamt hort>arsljóra Of> formanni Umhverfismálaráús. Viúurkenningu sem fallegasta fjölbýlishúsið hlaut byggingin að Vesturbergi 144—148. Arkitektar eru Ormar Þór Gunnarsson og Örnólfur Hall. Viðurkenning fvrir smekklegustu gluggaskreytinguna féll í hlut verzlunar Helga Einarssonar Skólavörðustíg 4. Á afmælisdegi Reykjavfkur, 18. ágúst, er venjan að veita viðurkenningu fyrir fegurstu götu horgarinnar, fallegar byggingar, snyrtileg mannvirki og fallegustu gluggaútstilling- una. Viðurkenningin er veitt af hálfu fegrunarnefndar, sem nú er hluti af umhverfismálaráði borgarinnar, en formaður þess, Elfn Pálmadóttir, skýrði frá úr- slitum í hófi að Höfða f gær og borgarstjóri, Birgir tsl. Gunn- arsson, afhenti viðurkenning- arskjöl. Fegursta gatan að þessu sinni var valin Gilsárstekkur og hef- ur merki um það nú verið sett við götuna. Þetta er lítil gata í neðra Breiðholti og gat Elín þess sérstaklega, að ánægjulegt væri að nú skuli svo falleg gata vera komin í nýju hverfi með vel frá gengnum húsum og fall- egum görðum. Að tilnefningu störfuðu fyrir umhverfismála- ráð Pétur Hannesson, Hafliðí Jónsson og Gunnar Helgason. Þrjú mannvirki hlutu viður- kenningu sem fallegustu húsin í borginni, en það voru einbýlis- húsið að Njarðargötu 9, eigandi Bergljót Gunnarsdóttir, en arkitekt þess var Guðmundur H. Þorláksson byggingameist- ari. Fjölbýlishúsið að Vestur- bergi 144—148 hlaut viður kenningu, en arkitektar þess eru Ormar Þór Gunnarsson og Örnólfur Hall, og auk þess var hús Verkfræði og raunvísinda- deildar Háskóla Islands valin fegursta stofnunin, en höfund- ar þess eru Ulrik S. Arthursson og Haukur Viktorsson. Að til- nefningu þessara þriggja húsa störfuðu Einar Þ. Ásgeirsson, Örn Sigurðsson og Sverrir Norðfjörð. Málaskóli Halldórs Þorsteins- sonar Miðstræti 7, hlaut verð- laun fyrir snyrtilegt hús og um- hverfi og Verzlun Helga Ein- arssonar Skólavörðustíg 4 hlaut viðurkenningu fyrir smekkleg- ustu gluggaskreytinguna. Að tilnefningu störfuðu Gunnar Birgisson, Ólafur Helgason og Ragnar Þór Magnússon. Meðfylgjandi myndir tók ljósm. Mbl. Friðþjófur Helga- son af verðlaunahöfunum. Fallegasta einbýlishúsið að mati dómnefndar stendur við Njarðar- götu 9. Eigandi er Bergljót Gunnarsdóttir en arkitekt Guðmundur H. Þorláksson byggingameistari. Fyrir snyrtilegt hús og umhverfi hlaut verðlaun Málaskóli Hallrt*- Þorsteinssonar Miðstræti 7. Hús verkfræði- og raunvísindadeildar Háskólans var valin falleg- asta stofnunin. Höfundar hússins eru Ulrik S. Arthursson og Haukur Viktorsson. Ölafur Þ. Þorsteinsson sjúkrahúslæknir - Sjötugur Öðru hvoru erum við minnt á það, hve tíminn er fljótur að líða I júnímánuði s.l. vorum við stúdentarnir frá 1926 staddir á Þingvöllum til þess að minnast 50 ára stúdentsafmælis okkar, og ég held, að þá hafi okkur flestum fundizt ævintýralega stutt síðan við fórum þangað með nýju stúdentshúfurnar og glöddumst þar saman, ánægð yfir því að hafa lokið þessum áfanga og horfðum með bjartsýni til framtíðarinnar. Leiðir okkar hafa legið I ýmsar áttir, og nú hafa margir farið fram hjá því leiðarmerki á lífs- leiðinni, sem á stendur 70 ár, og aðrir nálgast það óðum. í dag er Ólafur Þ. Þorsteinsson, yfirlæknir við sjúkrahús Siglu- fjarðar, sjötugur og staddur í þessum áfangastað. Hann er fæddur i Vík í Mýrdal 19. ág. 1906, sonur hjónanna Þor- steins Þorsteinssonar, sem þá var verzlunarmaður við Brydesverzl- un og síðar kaupm. i Vík og Reykjavík, og Helgu Ólafsdóttur frá Sumarliðabæ í Holtum. Standa að Ólafi traustir ættstofn- ar í báðar ættir. Föðurættin úr Rangárvallasýslu frá Sumarliða- bæ í Holtum, Víkingalækjaætt. Ólafur ólst upp í Vík og hóf þar undirbúningsnám sitt, en lauk stúdentsprófi 1926 og árið eftir 1927 fluttust foreldrar hans frá Vík til Reykjavíkur og settust fljótlega að á Laugaveg 52, og þar stofnaði Þorsteinn Verzlunina Vík, og bendir nafnið á tryggð hans og þeirra hjóna við litla þorpið undir Víkurbökkum, og minntu þau stöðugt á hin góðu ár, sem f jölskyldan átti þar eystra. Ólafur lauk kandídatsprófi við Háskóla íslands 1932 og dvaldist slðan við framhaldsnám I hand- lækningum við sjúkrahús í Berg- en, Kaupmannahöfn og Vínar- borg. Hann kom heim 1936 og varð fyrst aðstoðarlæknir á hand- lækningadeild Landspítalans og stundaði einnig almennar laékningar í Reykjavík. Árið 1942 var Ólafur ráðinn sjúkrahúslæknir við sjúkrahús Siglufjarðar og tók við því starfi eftir fráfall hins vinsæla og vel- metna læknis Steingríms Einars- sonar. Ólafur vann sér fljótt traust og vinsældir í Siglufirði sem sjúkra- húslæknir, enda var hann óvenju- lega vel undir starfið búið, bæði vel menntaður, traustur og ábyggilegur i hvívetna. Þá hefur hann farið nokkrum sinnum utan til þess að kynna sér nýjungar í handlækningum og sjúkrahús- rekstri. Hann hefur verið mjög farsæll í starfi og hefur það ekki komið okkur á óvart, sem höfum þekkt hann frá barnæsku. Það var mikið happ fyrir Siglufjörð að fá að njóta starfskrafta hans svo lengi og vonandi fá Sigfirðingar nú góðan sjúkrahúslækni, þegar Ólafur lætur af störfum. Þegar hann hafði starfað um skeið í Siglufirði, var honum það ljóst, að byggja þyrfti þar nýtt sjúkrahús, og að því vann hann með ráðum og dáð í nokkur ár og nú er i Siglufirði ágætt sjúkrahús, vel búið að lækningatækjum og þar er því hin bezta aðstaða tii allrar læknaþjónustu. Þó að Ólafur hafi helgað sig læknisstarfinu, fyrst og fremst, og rækt það af árvekni og dugnaði, hefur hann einnig verið góður félagsmaður þar sem hann hefur komið við sögu. Hann var lengi formaður Rauða kross deild- ar Siglufjarðar, og hefur starfað lengi í Norrænafélaginu og Rótarýklúbbnum. Þótt hann sé ekki mikið fyrir ræðuhöld og mál- skraf yfirleitt, getur hann verið fyndinn og skemmtilegur ræðu- maður I samkvæmum, þegar hann bregður slíku fyrir sig. Ólafur er kvæntur norskri konu, Kristine Glatved-Prahl, frá Alversund við Bergen og eiga þau tvö börn, Helgu húsfreyju að Höllustöðum í Blöndudal, gift Páli Péturssyni alþingismanni, og Hákon, verkfræðing í Reykjavík, kvæntur Sigríði Rögnu Sigurðar- dóttur Ólafssonar, f. alþingis- manns. Frú Kristín hefur samið sig vel að háttum Islendinga og með sinni glöðu, alúðlegu og hlýju framkomu hefur hún fyrir löngu unnið hugi og hjörtu allra Sigl- firðinga, og átt drjúgan þátt í þeim vinsældum, sem Ólafur maður hennar hefur notið þar öll þessi ár. Þá hefur frú Kristin unnið mikið fyrir sjúkrahúsið og kirkjuna, svo að þess mun lengi minnzt verða. Mér þótti það alveg sérstaklega ánægjuleg ráðstöfun, þegar Ólafur varð sjúkrahúslæknir í Siglufirði og leiðir okkar lágu þar aftur saman, enda var sambandið milli fjölskyldna okkar náið og ánægjulegt. Þegar ég sendi Ólafi lækni, æskuvini mínum og félaga, konu hans og fjölskyldu, afmæliskveðj- ur okkar hjónanna með þakklæti fyrir öll góð samskipti, þá veit ég, að ég mæli fyrir munn margra, en líklega þykir honum nú nóg kom- ið af „prestamælgi". Þau hjónin, Kristín og Ólafur, dveljast um þessar mundir í Noregi, í Alversund, á æskustöðv- um frú Kristinar, hjá systkinum hennar og vandafólki, en í Alver- sund voru þau gefin saman í hjónaband fyrir rúmum 40 árum, og segi menn svo, að sambandið milli íslands og Noregs sé ekki traust og gott. Héðan frá íslandi, bæði að norðan og sunnan, munu þeim berast hlýjar afmæliskveðjur með virðingar og þakklætishug. Óskar J. Þorláksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.