Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 Uppboðsskilmál- um hefur aldrei fyrr verið áfrýjað — segir gjaldheimtustjóri í FRAMHALDI af frétt Mbl. I gær um áfrýjanir til hæstaréttar á lögtaks- og uppboðsgerðum vegna skulda Sigurbjarnar Eirfkssonar veitingamanns I Klúbbnum sneri blaðið sér til Guðmundar Vignis Jósefssonar gjaldheimtustjóra og spurði hann hvort algengt væri að slfkum gerðum væri áfrýjað til hæsta- réttar. Guðmundur Vignir sagði að I réttarríki eins og íslandi hefði hver og einn einasti þegn rétt til þess að áfrýja dómsgerðum til hæstaréttar. Það kæmi þó ekki oft fyrir að gerðum gjaldheimtunnar væri vfsað þangað. Taldi Guð- mundur að 1—2 lögtaksgerðum væri að jafnaði vísað til hæsta- réttar árlega, en hann sagði að aldrei fyrr í sögu gjaldheimtunn- ar hefði uppboðsskilmálum verið áfrýjað, en það hefur nú verið gert I sambandi við upboðið á Álfsnesi, eins og fram kom i frétt blaðsins í gær. Guðmundur Vignir sagði, “áð hann gæti ekkert um það sagt Framhald á bls. 18 Kommúnistaflokkur Islands/ML: „SOVÉTRÍKIN FAS- ÍSKT HEIMSVELDI” Efnt til mótmæla- fundar við sovézka sendiráðið á laug- ardaginn kemur MORGUNBLAÐINU barst f gær fréttatilkynning frá Kommún- istaflokki tslands /ML, þar sem segir: „Þann 21. ágúst eru liðin 8 ár frá hernámi Tekkóslóvakíu. Þá horfði veröldin aðgerðalaus á þegar sovéskir skriðdrekar brutu hetjulega frelsisbaráttu tékk- nesku alþýðunnar á bak aftur. 1 innrásinni birtist árásareðli sovésku heimsvaldastefnunnar ljóslega, hún var upphafið að hertri útþenslustefnu Brésneff- klíkunnar í öllum heimshornum. Kommúnistaflokkur ís- lands/ML heitir á íslenska alþýðu að opna augu sin fyrir þeirri stað- reynd, að bakvið hina svokölluðu „detente" stefnu Sovétrikjanna býr heiftarleg hervæðing og styrjaldarundirbúningur. Bréfsneff-klíkan talar um afvopn- un og frið, en samtímis herðir hún vopnaframleiðslu og eykur hernaðrumsvif sín alls staðar í veröldinni. Friðarorð Brésneffs eru algerlega samkynja friðartali Hitlers fyrir síðari heimstyrjöld- ina. Sovétríkin eru f dag fasískt heimsveldi og frá þeim stafar alþýðu heimsins geigvænleg hætta. Markmið sovésku heims- valdasinnanna er heimsyfirráð og til þess að ná þessu takmarki sfnu munu þeir ekki skirrast við að hrinda mannkyninu út í enn eina eyðingarstyrjöldina — það sannar innrásin í Tékkóslóvakíu 1968. Kommúnistaflokkur ís- lands/ML gengst fyrir mótmæla- fundi fyrir utan sovéska sendiráð- ið í Garðastræti á Laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00. Tilgangur þess- ara aðgerða er að styðja vaxandi frelsisbaráttu alþýðunnar f A- Evrópu og minnast innrásinnar í Tékkóslóvakfu með því að sýna hug fslenskrar alþýðu til kúgunar og ofbeldis sovésku sósíalheims- valdastefnunnar. Barátta tékkneskrar aiþýðu er ekki einangruð, hún á stuðningsmenn f sérhverju landi veraldarinnar, einnig hér á íslandi. Á fundinum mun Gunnar Andrésson formaður Kommúnistaflokksins flytja ræðu og á eftir fundinum verður so- véska sendiherranum afhent mót- mælaorðsending frá fundarmönn- um. Kommúnistaflokkur Islands hvetur íslenska alþýðu til að sýna hug sinn með því að mæta til fundarins.“ Má ég ekki taka þetta með líka? Marfa litla, ársgömul, hjálpar mömmu og pabba að pakka niður áður en þau flytjast til Afrfku. r Islenzkur sjúkraþjálfari tekur til starfa á holds- veikraspítala í Afríku tSLENZKUR sjúkraþjálfari, Eric Guðmundsson, hefur tekið til starfa við holdsveikraspítal- ann Masanga í Sierra Leone f Vestur-Afríku. Eric er giftur danskri konu, Lailu, og er hún einnig sjúkraþjálfari og mun starfa við spftalann ásamt manni sfnum. Auk'þess að hafa numið sjúkraþjálfun, hefur Eric tekið námskeið í hita- beltissjúkdómum f Hafnar- háskóla og tekið BA-próf í guð- fræði frá Englandi. Newbold College í Holdsveikraspítalinn Masanga er rekinn á vegum sjö- unda dags aðventista, en faðir Erics, Júlíus Guðmundsson, var í mörg ár formaður samtaka aðventista á íslandi. Á spftalan- um starfar sænskur skurðlækn- ir, en aðalaðstoðin er veitt frá bílum, sem heimsækja þorpin í frumskóginum. A TIMABILINU 1968- 1976 jókst hlutfall rikisút- gjalda af vergri þjóðar- framleiðslu úr 25,1% 1968 í 28,5—29% skv. spá Þjóð- hagsstofnunar. Á þessu árabili varð þetta hlutfall lægst 21,7% 1970 en fór upp í 30,1% á sl. ári og 2254 bílar fluttir til landsins á fyrra helmingi þessa árs A FYRRA helmingi þessa árs voru fluttar til landsins alls 2254 bifreiðar af ýmsum gerðum og stærðum, en á sama tfma ( fyrra voru fluttar til landsins 1850 bif- reiðar. Alls voru fluttar til lands- ins 1926 nýjar fólksbifreiðar og 137 notaðar, en 83 sendibifreiðar og 87 vörubifreiðar. Þá var flutt inn 21 annars konar bifreið þ.e. sjúkra- og lögreglubifreiðar, kranabflar, steypubflar o.fl. þ.h. Af nýjum fólksbílum var mest flutt inn af gerðinni Skoda 100/110 eða alls 292 bifreiðar, en næst mest af gerðinni Mazda 929 eða 105 bifreiðar. Af tegundinni Ford Cortina voru fluttar 102 bif- reiðar til landsins, en minna af öðrum bfltegundum. Af sendibif- reiðum var mest flutt inn af Ford Econoline og Volkswag'en, en af vörubílum var mest flutt inn af GMC og Scania bflum. virðist því frekar lækkandi nú. Þegar framlög til al- mannatrygginga og niður- greiðslna eru dregin frá kemur hins vegar í ljós, að litlar breytingar hafa orðið á hlutfalli annarra út- gjalda ríkissjóðs af vergri þjóðarframleiðslu. Á A árinu 1968 nam þetta hlutfall að frátöldum almannatryggingum og niðurgreiðslum 17,5% en er áætlað í ár 16—16,5% eða heldur minna en 1968. Aukning ríkisút- gjalda sem hlutfall af vergri þjóð- arframleiðslu hefur því fyrst og fremst gengið til aukinna fram- laga til almannatrygginga og nið- urgreiðslna. Framlög til þessara tveggja málaflokka námu 7,6% 1968 en 12,3% sl. ár og eru áætluð 12,5% íár. Skattheimta ríkisins, sem hlut- fall af vergri þjóðarframleiðslu, nam 24,1% á árinu 1968, en er áætluð 28—29% á þessu ári. Skattheimta sveitarfélaga nam 7,7% 1968 en er áætluð 7—7,4 á þessu ári en varð lægst 5,7% árið 1973. Heildarskattheimta hins opin- bera þ.e. ríkis, sveitarfélaga ásamt viðlagasjóðgjaldi, olfu- gjaldi og sjúkratryggingagjaldi Enn reyting- ur af loðnu FREMUR rólegt var á loðnumið- unum fyrir norðan land f gær, en þó komu nokkrir bátar og til- kynntu sig með afla. Súlan var með 200 lestir og Bjarni Ólafsson með 240 lestir, og lönduðu bæði skipin f Siglufirði. Þá landaði Hákon ÞH á Krossanesi 400 Iest- um og Sæberg SU landaði f Siglu- firði 160 lestum. Magnús NK fékk samtals 180 lestir og ætlaði að landa þvf f Neskaupstað. Veiði- svæðið var I gær um 100 mflur norð-norðvestur gf Siglunesi. Eldur í mjöl- skemmu SR á Reyðarfirði Reyðarfirði, 18. ágúst — í NÓTT kviknaði i mjöl- skemmu Síldarverksmiðja ríkisins. Logaði í mjöl- stæðu og vörubíl, sem þar var inni. Slökkviliðið kom á staðinn um tvöleytið í nótt og gekk vel að slökkva eld- inn. í eldinum skemmdust um 10 tonn af mjöli og vörubíll og talsverðar skemmdir urðu af vatni og reyk. Skemman er óskemmd. í dag var unnið að hreinsun f skemmunni og könnuð eldsupp- tök. Tryggt er hjá Samvinnu- tryggingum og Sjóvá. Logn og blíða var hér í nótt er þetta gerð- ist. Hér hefur verið bezta veður í allt sumar. Sigurður Baldursson bóndi á Sléttu tjáði mér að hey- skap væri að mestu lokið, spretta á túnum mjög góð og full nýting. Sigurður er búinn að smala fé og rýja og voru dilkar mjög góðir. — Gréta. Aukning ríkisútgjalda 1968—1976: I almannatrygging- ar og niðurgreiðslur mun nema um 36—37,4% af vergri þjóðarframleiðslu f ár. Árið 1968 nam skattheimta hins opinbera 31,8%, en varð lægst 1970 eða 29,3%. Mikil berja- spretta í ár MIKIL berjaspretta er alls staðar á landinu, að því er Mbl. fregnaði í gær. Má senn fara að búast við því að berin verði orðin nægilega þroskuð til þess að unnt sé að tína þau. Eru menn víða þegar farnir að fara til berja. Undir Jökli mun vera mikil berjaspretta og talsverð f Döl- unum. Þá er mikil berjaspretta á Vestfjörðum. Ennfremur hefur Mbl. haft spurnir af því að mikil spretta sé á Austf jörð- um. Mörg hús í byggingu í Hrunamannahreppi Syðra-Langhoiti 17. ágúst. ALLMIKLAR byggingafram- kvæmdir eru hér f Hrunamanna- hreppi f sumar. Eru það einkum fbúðarhús, sem byggð eru, en þau eru ekkl færri en ellefu, sem f smíðum eru, þó mismunandi langt á veg komin. Þá eru f bygg- ingu fjárhús á þremur bæjum. Nokkrum lóðum hefur verið út- hlutað úr landi sveitarinnar að Högnastöðum og hafa ung hjón úr Reykjavfk hafið byggingu garð- yrkjustöðvar þar. Fyrir liggur að leiða heita vatn- ið frá Flúðum þangað, en undan- farið hefur verið unnið að lagfær- ingum og endurbótum við hita- veituna að Flúðum og var nýlega tekin f notkun ný dælustöð. í vor var lokið við nýja afréttar- girðingu, en hún er milli Hvítár og Stóru-Laxár nokkru fyrir inn- an byggðina. Upphaflega var girt þarna árið 1912. Gamla girðingin var oft dýr og erfið í viðhaldi, einkum eftir mikla snjóavetur. Heildarkostnaður við nýju girð- inguna er um 1.2 milljónir króna, en búið var að kaupa efnið fyrir nokkrum árum. Vegalengdin milli ánna er um 10 km. Þá var f vor sáð í um 100 hekt- ara lands á friðuðu svæði innan við afréttargirðinguna með stóru landgræðsluflugvélinni, mest í svonefnda Búðartungu. Þeir sem skoðað hafa svæðið nýlega láta vel af árangrinum. Fjármagn til þessarar sáningar var fengið hjá Landgræðslunni og hreppnum. Slg. Sigm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.