Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1976 29 VELVAKANDI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Gleymdur atburður? Bandaríkjavinur skrifar: „Kæri Velvakandi. Fyrir nokkrum dögum sýndi sjónvarpið fréttaþátt, sem vera átti eins konar annáll júlí- mánaðar á erlendum vettvangi. Oft hafa ríkisfjölmiðlarnir sætt gagnrýni fyrir undarlegt frétta- mat og fréttaflutning og sé ég nú ástæðu ti að leita skýringa á tvennu, sem mér fannst athuga- vert við þennan umrædda frétta- þátt. Ég tilheyri þeim mikla meiri- hluta Islendinga, sem telja Bandaríkjamenn meðal beztu vina okkar. Því þótti mér miður, að 200 ára afmælis Banda- ríkjanna, hinn 4. júli, var í engu minnzt í fréttaannál íslenzka sjón- varpsins fyrir júlimánuð. Hver var ástæðan? Gleymska, skortur á fréttamyndum, tímaþröng eða einfaldlega það, að atburðurinn þótti svo léttvægur samkvæmt fréttamati starfsmanna sjón- varpsins, að ástæðulaust væri að geta hans? I lok þessa sama þáttar var vik- ið að einu merkilegasta visinda- afreki sem unnið hefur verið til þessa, tilraunum með geimskip Bandaríkjamanna á Marz. Það vakti furðu mína, að þessa stór- viðburðar var getið i mæltu máli með myndum af geimferð Sovét- manna í júli. Ég veit að frá Marz berast ekki kvikmyndir, en hafði sjónvarpið ekkert skýringarefni frá Bandaríkjunum til að sýna í þessum þætti, þannig að sjón- varpsáhorfendur hefðu eitthvað annað fyrir augunum en andlits- drætti sovézkra geimfara, þegar skýrt var frá þessu 'bandaríska afreki á sviði geimvisinda? í allri vinsemd bið ég forráða- menn sjónvarpsins að gefa okkur skýringar á þessu hér í blaðinu. Bandarfkjavinur." Hér er spurningum beint til sjónvarpsmanna og þeim er heimilt að svara í dálkum Velvak- anda sjái þeir ástæðu til þess, en ekki getur Velvakandi tjáð sig um málið, þar sem hann hefur ekki fylgzt svo grannt með sjónvarpi að undanförnu. Fleiri hafa skrifað um þetta sívinsæla umræðuefni, sjón- varpið, og birtist hér bréf frá Starra nokkrum. 0 Að loknu sumarleyfi. „Ég hefi stundum gert sjón- varpið að umtalsefni i þessum dálkum og þá gjarnan bent á afar ósmekklegt val mynda, sem lands- mönnum er boðið uppá þar. A ég þar fyrst og fremst við glæpa- myndir hvers konar, en þær eiga hvorki erindi inn á heimili þitt eða mitt. Ég hef stundum spurt sjálfan mig hvers vegna verið sé að ausa þessum óþverra yfir þjóðina? Eina skýringin sem ég hefi fundið er sú, að smekkur þeirra manna, sem velja efnið sé þvi miður þannig og ekki að mínu skapi. Nú kannski er ég þá furðufuglinn, þetta hefi ég líka þaulkannað. Ég hefi haldið uppi umræðum manna á meðal um efni sjón- varpsins hvar sem ég hefi getað komið því við, og alls staðar hefur verið mikill meirihluti fólks á öllum aldri andstæður glæpa- myndunum og sóðamyndunum í sjónvarpinu. I dag, 4. ágúst, eru vegfarendur spurðir á vegum Dagblaðsins hvort þeir hafi sakn- að sjónvarpsins.. . alls enginn saknaði þess, já bara alls enginn. I gær spurði Vísir sömu spurningar og þar slæddist einn til þess að segja að hann hefði nú saknað þess. Svona er almanna- rómur um þetta menningarböl okkar. Eg skora núá meðborgara mína að láta álit sitt í ljós á því hvort það eigi að teljast eftirsóknarvert að sýna glæpamyndir öllum landsins börnum, svona rétt fyrir svefninn, á svo til hverju kvöldi. Mitt mat er það að það eigi að spara helming vinnuaflsins, sem fer í þetta fánýta kvikmyndarusl og sýningar á þvi spara öllum landslýð stórfé og lofa lands- mönnum að hafa frið fyrir þessu böli alla daga nema 3 í viku. Þriggja daga sjónvarp gæti boðið upp á menntandi, göfgandi, al- hliða mannbætandi og hugljúft léttmeti, sem kemur okkur skammdegisbúum til þess að hlæja þegar myrkrið þrúgar og stormurinn gnauðar. Þá á ekki að sýna okkur yfirþyrmandi ógeð, manndráp, yfirlögð morð, rán, meiðingar, siðlaust ofbeldi og svivirðing gagnvart konum. Við höfum nóg af svivirðilegum glæp- um hér og viðurstyggð allra lasta veður hér um byggðir landsins. Hvers vegna ekki að gera tilraun til þess að mannbæta og ala þetta fólk hér upp eins og menn, en ekki eitra hugarfar þess á kostnað hins opinbera. Starri." Svo mörg voru þau orð. Glæpa- myndir eru nú ekki eina mynd- efni sjónvarpskvikmyndanna ef Velvakandi veit rétt, en hug- myndin um að stytta útsendingar- tima og fækka kvikmyndum og verja fé, sem þannig sparast, til annars efnis, er e.t.v. ekki svo vitlaust. En hvað finnst lesendum um að koma á einhverri skoðana- könnun um sjónvarpsefni, úr- takið sem bréfritari nefnir úr síð- degisblöðunum gefur ekki nema örlitla mynd og ófullkomna. Víð- tæk skoðanakönnun myndi vera öflug vísbending um hvað islenzkir sjónvarpsáhorfendur vilja sjá. falið yður á bak við þá hugsun að morðið á Jðni væri hugmynd Greg- ors og ekki yðar. Og ef eitur fynd- ist l Ifki Jóns hlyti Gregor að verða sá sem grunur lögreglunnar beindist að. En hvað var þá til frekari ráða? — Fenguð þér hugmyndina þeg- ar þér komuð auga á læknistösk- una hans frammi ( ganginum og sáuð Ylvu þvf næst taka fram krystalsskálarnar. Ef svo hefur verið er lýsing Kára á yður rétt, þegar hann sagði að þér væruð ekki sú manngerð sem SKIPU- LEGGUR morð. Þér bara fram- kvæmið, hugsunarlaust og ósvffið. Þér ákváðuð að framkvæma nú annað morð, sem átti að vera ókvæm eftirlíking á því fyrra. Með þessu ætluðuð þér að sanna þrennt: — Að fórnarlambið hefði dáið af eitri sem hefði verið f skálunum og ekki af neinu sem hann hefði borðað (fbúð yðar. — Að það hefði allan tfmann veríð Andreas sem átti að drepa og ekki eiginmaður yðar. — Að eitrið væri frá Gregor Isander komið. Þetta var að sumu leyti klók- indalegt og allt virtist ganga að óskum — til að byrja með. Isander HÖGNI HREKKVÍSI „Nei vinur, ég er ekki farinn að fletta blaðinu — en því spyrðu?“ Austfirðingar Sölumaður frá okkur verður staddur: aðSINDRABÆ HÖFN, HORNAFIRÐI. fimmtudaginn 19. ágúst VALHÖLL ESKIFÍRÐI föstudaginn 20 og laugardaginn 21 . ágúst. VALASKJÁLF EGILS$TÖÐUM sunnudaginn 22. og mánudaginn 23. ágúst. HERÐUBREIÐ SEYÐISFIRÐI þriðjudaginn 24. ágúst með sýnishorn af áklæði, kögri og galloni. Tökum aö okkur klæðningar Fljót og góð þjónusta Verzlunin Húsmunir Hverfisgötu 82, Reykjavík, sími 13655. Kópal línan Sumar’76 Kópal Dyrotex Málningin, sem hlotið hefur viðurkenningu þeirra sem reynt hafa. Kópal Dyrotex er framleidd hjá okkur í Kópavogi. Framleiðslan er byggð á reynslu okkar og þekkingu á íslenzkum aðstæðum. Kópal Dyrotex er akryl málning til málunar utanhúss, — málning með viðurkennt veðrunarþol. Hressið upp á útlitið með Kópal Dyrotex. Kynnið yður Kópal litabókina og athugið hina mörgu fallegu liti, sem hægt er að velja. Veldu litina strax, og málaðu svo einn góðan veðurdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.