Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.08.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGUST 1976 Tekur Hooley að sér topplið- ið í Noregi? VEL GETUR komið til greina að Englendingurinn Joe Hooley taki við norska liðinu Lilleström og þjálfi það næsta keppnistímabil. Lilleström er f forystu I norsku 1. deildinni og fátt eitt virðist geta komið I veg fyrir sigur liðsins. Joe Hooley þjálfaði Keflvfkinga sem kunn- ugt er á sínum tíma með gððum árangri, en var sfðan sparkað eftir að hafa lent f illdeilum við Keflvfkingana. Hooley hélt sfð- an til Noregs og gerðist þar þjálfari f Molde, ekki gekk það samstarf snurðulaust þvf aftur fékk Hooley reisupassann og hélt heim til Englands við Ift- inn orðstfr. Nú hafa forráðamenn Lille- ström sem sagt áhuga á að reyna kappann og menn eru yfirleitt sammála um að Hooley sé góður þjálfari, vandamálið er hins vegar hið mikla skap hans. Hooley var nýlega í Noregi og sá Lilleström leika þar. Eftir Ieikinn sögðu for- ráðamenn Lilleström að þeir hefðu rætt lftillega við Holley, en ekkert væri ákveðið með hvort hann fengi starfið. Það kæmi þó vel til greina og væri Hooley ofarlega meðal þeirra fimm þjálfara, sem til greina kæmu sem þjálfarar Lilleström næsta sumar. Góður fyrri hámeikur nægði ÍBV til 3-1 sigurs EINN leikur fór fram í 2. deildar keppni íslandsmótsins f knattspyrnu í fyrrakvöld. Ármenningar fóru þá f heimsókn til Vestmannaeyja og fóru leikar þannig að heimamenn sigruðu næsta örugglega f leiknum með þremur mörkum gegn einu, eftir að hafa sýnt ágæta knattspyrnu í fyrri hálfieik og þá gert út um leikinn. Fyrsta markið kom þegar á 6 mín- útu, er framlínumenn ÍBV-liðsins unnu skemmtilega saman Viðar Elíasson átti þá sendingu út á kantinn, þar sem Sigurlás tók við knettinum og sendi hann fyrir til Arnar Óskarssonar sem skoraði af öryggi 2 0 kom á 24 mínútu, einnig eftir skemmtilegt spil ÍBV-manna Snorri Rútsson sendi knöttinn fyrir þar sem Sigurlás kom aðvífandi og skallaði í markið 3 0 kom strax eftir að miðja eftir annað markið hafði verið tekin. Örn Óskarsson náði þá knettinum ojg átti ^óða sendingu á Tómas Pálsson sem afgreiddi knöttinn með viðstöðulausu hörkuskoti í bláhorn Ármannsmarks- ins Á 8 mínútu seinni hálfleiks var dæmd vítaspyrna á ÍBV Þvaga hafði myndazt fyrir framan markið og Ólafur Sigurvinsson varði með höndum Jón Hermannsson skoraði úr vítaspyrnunni í annarri tilraun. Mikil harka hljóp í leikinn eftir þetta mark og fjaraði hann út í þóf og tilgangslaus spörk og hlaup Beztu leikmenn Ármanns í leiknum voru Jón Hermannsson, Gunnar And- résson og Ögmundur Kristinsson sem stóð sig með ágætum, sérstaklega í seinni hálfleiknum Beztu menn ÍBV voru markaskorararnir þrír, Örn, Sigur- lás og Tómas, og Sveinn Sveinsson átti einnig góðan leik — HJ. Breiðablik var yfirburðalið í úrslitakeppni 4. flokks Breiðabliksstrákarnir í 4. flokki höfðu algjöra yf- irburði yfir jafnaldra sína í úrslitakeppni ís- landsmótsins í þessum aldursflokki sem fram fór á Akranesi um helg- ina. í þeim þremur leikj- um sem Breiðablik lék í keppninni skoraði liðið alls 22 mörk en fékk fimm á sig. Bæði virtist Breiðabliksliðið eiga beztu einstaklingana sem þarna léku og eins lék liðið mun betur sam- an en gerðist hjá hinum liðunum. Nokkrir leik- manna Breiðabliksliðs- ins urðu þarna íslands- meistarar í fjórða sinn. Tvívegis höfðu þeir orðið meistarar með 5. flokki og svo meistarar með fjórða flokki er hann sigraði í úrslitakeppn- inni í fyrra. Það bar til tíðinda, að leik- Úrslitauppgjör Vals og Fram á Laugardalsvellinum í kvöld Fyrirliðar Vals og Fram, Jón Pétursson og Ingi Björn Albertsson, heilsast fyrir leik liðanna í bikarkeppninni. Þá vann Valur, Fram vann í fyrri umferð íslandsmóts- ins. Hvernig fer f kvöld? ? ? BUIZT er við mörgum áhorfend- um á leik Vals og Fram á Laugar- dalsvellinum I kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19 og fer fram á aðalleikvanginum. Hafa menn gizkað á að áhorfendur verði á bilinu milli 5 og 10 þúsund og er það álfka skari og kemur á lands- leiki. Sigri Valsmenn I leiknum verða þeir islandsmeistarar, en sigri Framarar þá standa þeir orðið mjög vel að vfgi, komnir með einu stigi meira en Valur og eiga eftir að leika gegn Breiða- blik. 1 sfðustu umferðinni á Valur að leika við Þrótt, en sá leikur skiptir ekki máli ef liðið vinnur f kvöld. Frömurum hefur ekki gengið vel i leikjum sínum gegn Val í sumar. Þeir töpuðu í síðustu viku fyrir Valsmönnum i bikarkeppn- inni en voru óheppnir að ná bara öðru stiginu I leik liðanna í fyrri umferðinni. í fyrra unnu liðin sitt hvorn leikinn. Ekkert bendir til annars en að leikurinn i kvöld verði jafn og spennandi, en það er hins vegar ekki eins víst að leikurinn verði vel leikinn, svo mikilvægir leikir sem þessi eru það sjaldnast. Bæði liðin hafa undirbúið sig af kappi fyrir þennan leik og virðast Fram- ararnir aldrei hafa verið betri. Þeir unnu botnliðið Þrótt 6:0 um síðustu helgi, en sá leikur hefði allt eins getað endað með 2ja stafa tölu. Valsarar slökuðu nokk- uð á um mitt íslandsmótið, en hafa siðan sótt í sig veðrið aftur og 5:0 sigurinn gegn FH á mánu- daginn var þægilegt vegarnesti fyrir Valsmenn i úrslitaleikinn í kvöld. Stuðningsmenn félaganna munu sjálfsagt bera trefla í litum félaga sinna eins og nú tíðkast. Þá eru spjöld með nöfnum þeirra einnig orðin mjög vinsæl og a.m.k. Valsmenn hafa margir hverjir borið húfur i Valslitum á síðustu leikjum. Stuðningsmenn Vals ætla sér auk þessa að taka á móti áheitum á Val verði liðið íslandsmeistari. Verður tekið á móti áheitunum i síma 11134 eftir klukkan 15 f dag og í bíl við aðalhliðið frá klukkan 18. Ef Valsliðið sigrar verður siðan hægt að gera upp áheitin fram til 1. september í Valsheimilinu. Islandsmeistarar Breiðabliks f 4. flokki. mönnum eins liðsins sem tók þátt í úrslitakeppninni var vís- að út úr Barnaskólanum á Akranesi, þar sem þeir höfðu aðsetur sitt meðan á keppninni stóð, óg urðu piltarnir sem voru frá Bolungarvík að fara heim við svo búið, þar sem þeir fengu ekki aðstöðu annars staðar. Munu piltarnir hafa gert sér að leik að kasta pilum í hurðir og veggi Barnaskólans meðan á dvöl þeirra þar stóð, og ollu þeir stórtjóni á húsinu. Er held- ur óskemmtilegt fyrir Bolvik- inga að slíkt skuli henda í fyrsta sinn sem þeir komast með lið i úrslitakeppni í ís- landsmóti. Urslit Ieikja I undankeppn- inni á Akranesi urðu þessi: Bolungarvík — Selfoss 0—5 Þróttur — Leiknir 8—3 Austri — Breiðablik 0—10 Selfoss — Leiknir 3—1 Bolungarvík — Þróttur 1—3 Þór — Austri 4—0 Þróttur — Selfoss 4—1 Breiðablik — Þór 6—4 Leiknir — Bolungarvík. Sá leikur fór ekki fram af fyrr- nefndum ástæðum. Þá var komið að úrslita- keppninni. 1 leik um fimmta sætið gerðu Leiknir og Austri jafntefli 1—1. 1 keppni 'um þriðja sætið sigraði Þór Selfoss 2—1 og í úrslitaleik keppninn- ar sigraði Breiðablik Þrótt ÚRSLITAKEPPNI landsmóts 3. flokks í knattspyrnu fór fram í Reykjavík og nágrenni 6—1, eftir að staðan hafði verið 1—Oí hálfleik. í íslandsmeistaraliði Breiða- bliks vtveir piltar sérstaka at- hygli, þeir Sigurður Grétarsson og Helgi Bentsson. í úrslita- leiknum við Þrótt skoruðu þeir sin þrjú mörkin hvor, og alls skoruðu þeir 9 mörk hvor i úr- slitakeppninni. —sh um s.l. helgi. Það voru 5 lið, sem höfðu tryggt sér rétt til þátttöku í úrslit- unum, en þau voru: ÞRÓTTUR MEIST- ARI13. FLOKKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.