Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976
13
langar leiðir eftir þjónustu,
sem öllum þykir sjálfsögð,
eins og t.d. heilbirgðis-
þjónustu og menntunarað-
stöðu. Það er mikið
nauðsynjamál að skapa
meira jafnvægi i byggð
landsins en hinsvegar finnst
mér þessi svokölluð byggða-
stefna oft meira í orði en
borði og i mörgum tilfellum
vera nokkuð vafasöm. T.d
finnst mér ekki rétt stefna að
flytja ýmis rikisfyrirtæki út á
landsbyggðina, því það
verður oft einungis til að tvö-
falda rtkisbáknið og skapa
aukinn bagga fyrir sveita-
félögin. Þarna á ég við skrif-
stofur, eins og fræðsluskrif-
stofur og aðrar slikar, þvi
eftir sem áður verða menn að
leita til Reykjavíkur, þvi þar
eru allar lokaákvarðanir hvort
sem er teknar. Miklu skyn-
samlegra væri t.d að bæta
síma- og vegakerfið og að ég
tali nú ekki um að hefja
skipulagða jarðhitaleit. því
það er slíkur geysilegur
munur á aðstöðu fólks sem
býr við hitaveitu og þeirra
sem þurfa að kynda með
oliu. Svona framkvæmdir
yrðu örugglega frekar til að
skapa jafnvægi I byggð
landsins.
Annað mál, sem hér er
ofarlega á baugi eru skóla-
málin. Á Klaustri er nú nýleg-
ur skóli er nú nýlegur skóli,
sem hingað til hefur haft rétt-
indi til að útskrifa nemendur
með landspróf. Nú er það
hins vegar stefna mennta-
málaráðuneytisins að flytja
efstu bekkina að Skógum og
finnst okkur það alveg fárán-
legt.
Hér höfum við alla að-
stöðu til að veita þessa
menntun og finnst mér þetta
gott dæmi um ýmislegt frá
„kerfinu", sem er gjarnt á að
taka hvorki tillit til ástæðna
né tilfinninga fólks. Það má
ekki líta á byggðastefnuna
sem einfalt reikningsdæmi
sem á að vera hagstæðast
fyrir rfkiskassann. Það verður
að vera hagstætt fyrir fólkið i
sveitinni. Við Skaftfellingar
höfum mótmælt þessari
ákvörðun og við munum
halda áfram að mótmæla og
við erum einhuga um að
brjóta þessa stefnu á bak
aftur. Ef stjórnmálamenn eru
i vandræðum með verkefni
fyrir Skógaskóla má benda
þeim á, að á Suðurlandi
vantar t.d. bændaskóla, en
ásókn i þá virðist vera að
aukast mjög mikið, þannig
Siggeir Bjömsson hreppstjóri I Holti ásamt dóttur sinni.
að það væri brýnt málefni að
beita sér fyrir þvf.
Hægt er að fullyrða að
betri vegirereitt þeirra mála,
sem eru ofarlega á óskalista
okkar Skaftfellinga. Það hef-
ur löngum verið erfitt að vera
úti á enda, því þá er eðlilega
minni áherzla lögð á að moka
á veturna og halda vegunum
f sæmilegu horfi. Með til-
komu hringvegarins stór-
batnaði þó aðstaða hér því
vegakerfið var allt aukið og
endurbætt. Þrátt fyrir það er
enn margt ógert í samgöngu-
málum hér í Skaftafellssýsl-
um og hér þarf nauðsynlega
að gera framtiðaráætlun í
vegamálum. í því sambandi
mætti nefna að m.a. þarf að
athuga hvort ekki sé rétt að
færa veginn um Mýrdal.
Einnig er nauðsynlegt að
vegurinn yfir Mýrdalssand sé
færður sunnar, á svokallaða
Syðri-leið, þvi þar er mun
snjóléttara, og í framhaldi af
þeirri leið yrði að brúa Kúða-
fljót. Með þessu móti losnum
við Ifka við allar brekkurnar f
Skaftárturgum Það er aug-
Ijóst mál, að Skaftfellingar og
raunar allir Sunnlendingar
þurfa að fá sina Suðurlands-
áætlun i vegamálum eins og
aðrir landshlutar. . ."
árós.
GOÐABORG 30 ÁRA — Sportvöruverzlunin Goðaborg i Reykjavík varð 30 ára í
fyrradag, en verzlunin hefur um langt skeið verið ein helzta verzlun í borginni með
skotfæri og riffla. Á myndinni eru Kristján Vilhelmsson eigandi Goðaborgar ásamt
Margréti Ingólfsdóttur og Þórdísi Trampe starfsstúlkum í búðinni.
/
Fylgist
með verðlagi
Verðsynishorn úr HACKAUP
\
Hveiti 5 Ibs.
Libby’s tómatsósa 340 g
Mixfertig kókómalt 1 kg.
Flóru ávaxtasafi 2 I.
Blandaðir ávextir 1/1 dós
Sykur 1 kg.
Morrell bakaðar baunir 219
Paxo rasp 141 g
Cocoa Puffs pr. pakki
Snap cornflakes pr. pakki
Appelsínur 2 kg.
Fiesta eldhúsrúllur 2 stk.
Petal salernispappír 2 stk.
HAGKAUP
VERSLUN A
VERSLUN B
g
255. —
146.—
446.—
594.—
339.—
135.—
99.—
61.—
259 —
256. —
270.—
189.—
92.—
Opið föstudag til 10 lokað
lokað laugardag
Ef þér verslið annars staðar, þá hafið
þér hér eyðublað til að gera
J
i < r*tf iiiiiutitiiiii
uiiit*itiits4iitiiii*t4iniiiiii{.iiititiiiii 11 HHiif 111 iii #{ iiuuimiimmitimtmiiu
m 1111 h 1111 m, iMitu m