Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976 bandarískri pólitik, sem menn bundu vonir við eftir öll þau hneyksli og spill- ingu sem upp hafa komið meðal eldri þingmannanna. Skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og allir gengu út frá þvi sem gefnu að Litton ætti auðvelda kosningabaráttu fyrir höndum sté hann upp í flugvél sína ásamt konu sinni Sharon sem að hætti bandarískra eiginkvenna hafði stutt mann sinn vel og dyggilega, og tveimur börnum þeirra, Lindu og Scott, 12 og 13 ára gömlum. Ætlunin var að fljúga til Kansasborgar. Vélin var af gerðinni Beechraft, tveggja hreyfla. Flugmaður- inn var vinur Littons. En skömmu eftir að vélin hafði hafið sig til flugs hrapaði hún skyndilega til jarðar og fjölskyldan og flugmaðurinn létust öll. Var þar með endir bundinn á margt í senn; líf ungrar f jölskyldu, efnilegan stjórnmálaferil og líf ungs manns sem margir töldu að myndi hleypa nýrra og betra blóði inn í bandarísk stjórnmál. 0 Heimkoma Spinola fyrrverandi forseta Portúgals til Lissabon hefur verið f fréttum upp á sfðkastið. Vinstrimenn urðu æfir þegar Spinoia birtist og kröfðust þess að hann yrði dreginn fyrir lög og rétt. Svo virðist sem Mario Soares, forsætisráðherra, hafi tekið þá afstöðu f málinu að reyna að iáta hlut Spinola vera gleymdan og grafinn hvernig sem það kann nú að gefast f framkvæmd. En þó svo að Spinola sé á hvers manns vörum f Portúgal er það þó öllu meira fhugunarefni fbúum Lissabon og ýmissa stærri borga sú stórmikia hreinsunarherferð sem stjórnin hefur ákveð- ið. Þar með er ekki átt við hreinsanir eins og þær gerast f kommúnistalöndum, heldur á nú að taka til hendi og hreinsa veggi og torg af mörgum lögum af kosningaspjöldum og slagorð- um sem hafa verið að hlaðast upp á húsveggjum, á myndastytt- um og nánast hvert sem litið er f borginni. Til þess var tekið hér á árum áður hversu Lissabon og ýmsar aðrar portúgalskar borgir væru þrifalegar og hreinar, en á sfðustu árunum hefur það snöggbreytzt og nú er svo komið að hinum snyrtilegu Portúgölum er farið að blöskra svfnarfið. Hafa f jölmennir vinnuflokkar verið virkjaðir f að taka spjöldin niður og hreinsa málninguna og er verkið svo viðamikið að búizt er við að það taki þó nokkrar vikur, áður en Lissabon getur á ný státað af þvf að vera með snyrtilegustu borgum álfunnar. Littonshjónin greiða atkvæði skömmu áSur en stigið var upp fflugvélina. • BANDARlSKI fulltrúadeildarþingmað- urinn Jerry Litton hafði byrjað kosningabar- áttu sína til að ná öldungadeildarsæti Stuarts Symingtons í Missouri mun sfðar en tveir keppinautar hans. En með aðstoð fjölmiðla og harðskeyttri og óþreytandi baráttu tókst honum fyrir fáeinum dögum að hljóta út- nefningu flokks sins sem frambjóðandi demókrata við kosningarnar í haust. Jenny Litton og fjölskylda hans var i sjöunda himni þegar niðurstöður lágu fyrir og hann horfði björtum augum til framtiðarinnar. Var hon- um spáð hinum mesta frama og bundnar við hann vonir þegar hann tæki siðan sæti í öldungadeild þingsins. Litton var 39 ára gam- all og hafði brotizt úr mestu fátækt til tölu- verðra metorða og eigna. Hann fór ekki dult með þá hugsjón sína að lokatak- mark hans væri búseta I Hvíta húsinu. Hann var kosinn í fulltrúadeildina 1972 og sigraði þá með þokkalegum meiri- hluta frambjóðanda repúblikana. Litton var hinn geðslegasti maður ásýndum og átti einstaklega góð sam- skipti við blaðamenn og átti yfirleitt mjög auðvelt með að vinna hylli fólks. Hann var einn af nýju mönnunum i j Efnilegur bandarískur v stiórnmálamaður fórst ^ ásamt fjölskyldu sinni Hreinsun hafin í Lissabon lýðháskólahald, er það aðalsmerki slikra skóla, að þeir leggja nokk- urs konar hliðargötu, sniðhallt við aðrar menntastofnanir og raunar atvinnulífið. Sú gata ber vegfar- endur upp á sjónarhól. Þar geta þeir virt fyrir sér margt það, er fram fer á hraðbrautunum allt um kring. Aukin víðsýni á að gera þeim kleift að velja sér akrein og hlíta ökureglum með nokkru meira öryggi en fyrr. Eftir nokkra dvöl á hæðarbrúninni, halda menn fram stefnunni og leggja til atlögu við hraðbrautirnar að nýju. Vera má, að liking þessi sé ekki að öllu leyti vel valin. Reyndar má auðveldlega fela samfélags- hætti nútímans í mynd akvegar- ins, þar sem hver flasar um annan þveran. í þeirri mynd er lýðhá- skóli hliðargatan. En myndin er að því leyti óheppileg, að hún e.t.v. dregur einhliða fram það hlutverk lýðháskólanna að búa menn til frekari baráttu á vett- vangi hversdagslífsins. Þá kynni hitt að gleymast, sem mestu varð- ar: Lýðháskólar stefna öðru frem- ur að persónuþroska þeirra, er þangað leita. Stofnunum þessum er ætlað að gera skjólstæðinga sína að góðum mönnum og batn- andi. Þess er þá raunar að vænta, að slíkur þroski verði mönnum einnig til nytsemdar í önn virkra daga. Þannig ættu einstaklings- þroskinn og híð hagnýta sjónar- mið fremur að styðja hvort annað en hitt. Mér verður það ævinlega minn- isstætt, hversu norrænir lýðhá- skólar sinntu þessu Jvíþætta hlut- verki sínu og gera án efa fram- vegis. Ósjaldan sá ég dæmi þess, að nemendur tækju hamskiptum, hyrfu brott af skólanum í vetrar- lok djarfari, einbeittari og til margra hluta hæfari en fyrr. Þess konar reynsla gerði ýmsum þeirra kleift að takast á við verkefni þau, er skólakerfið og vinnumark- aðurinn fengu þeim I hendur, með ríkari árangri en áður. Lýðháskólinn i Skálholti reynir að koma hinu sama til leiðar. Það er ekki mitt að dæma, hvernig til tekst. Um það eru nemendur sjálfir dómbærastir. En stefnan er hin sama og í grannlöndunum. Viljandi hvikum við ekki frá því marki. Aðsókn að Lýðháskólanum í Skálholti hefur þá og verið góð, en reyndar með ágætum löngum. Vandalaust er að skipa hvert rúm á skóla, sem ekki er stærri en hér um ræðir. Eigi að sfður leyfi ég mér nú sem oftar að vekja athygli á starfsemi þeirri, er á sér stað í Skálholti. Beini ég i þetta skipti einkanlega máli mínu til þeirra pilta og stúlkna, er telja sig eiga úr nokkrum vanda að ráða varð- andi frekara nám. Lýðháskóli er þeim sérstaklega ætlaður og lfk- legt má telja, að slík menntastofn- un fái unnið þeim eitthvert gagn, ef vel tekst til. Annað vil ég nefna jafnframt: Það hefur þrásinnis komið í ljós undanfarna áratugi, að hér á landi er full þörf fyrir hliðargötu af þvf tagi sem lýðháskólar leggja. Af þessum sökum virðist það ein- sætt, að stjórnvöldum henti að efla slíkt skólahald með lagasetn- ingu og varanlegri fjárveitingu. Komi slfkt ekki til hið fyrsta, er lfklegt, að framtíð lýðháskóla á Islandi verði tilviljunum háð. Enginn getur um langt árabil með góðu móti rekið skóla af sam- skotafé ellegar með takmörkuð- um fjármunum lítilsmegandi stofnunar eða fámennra félaga- samtaka. Vilji fræðsluyfirvöld i raun sinna þörfum æskumanna, er á krossgötum standa, virðist skylt að benda á, að slíkt verður ekki gert nema að tilhlutan lög- gjafans. Þess vegna bíða velunn- arar Lýðháskólans i Skálholti um land allt lagasetningar, er tryggi framtíð skólans. Með þeim hætti einum væri að lfkindum frá því gengið, að tiltekinn hópur karla og kvenna nyti ár hvert nokkurr- ar þeirrar þjónustu, sem skóla- kerfið ekki fær í té látið en svo brýn þörf virðist vera fyrir sem raun ber vitni. Skálholti, 20. ágúst Heimir Steinsson. Alltaf fjölgar Volkswagen. » Fyrirliggjandi Þú veist hvar þú stendur efþúátthann Og umfram allt veistu, að hann endist þér lengi. Þú getur treyst honum Varahlutir — Þjónusta. © HEKLAhf © Laugavegi170—172 — Sími 21240 , VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þti Al'GLÝSIR UM AI.LT LAND ÞEGAR Þlí AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.