Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976
Frakkland
Framhald af bls. 1
valdsvíð embættis síns á kostnað
forsetaembættisins. Slíkt kæmi
ekki til mála, og því hefði ekki
annar kostur verið fyrir hendi en
að Chirac segði af sér.
Jacques Chirac lét svo um mælt
í dag, að honum hefði þótt sér
skorður settar, þannig að hann
hefði ekki lengur getað gegnt
hlutverki sínu sem forsætisráð-
herra landsins.
D’Estaing skýrði frá því í sjón-
varpi, að Chirac hefði krafizt
þess, að efnt yrði til kosninga I
haust í stað þess að halda þær
vorið 1978, en forsetinn sagði áð
slíkt kæmi ekkí til greina. Talið
er að það hafi ekki sízt verið fyrir
liðsinni gaullista, að Giscard
d'Estaing sigraði í forsetakosn-
ingunum fyrir tveimur árum.
Forsetinn er úr Lýðveldisflokkn-
um, en að undaförnu hafa deilur
staðið milli þingmanna hans og
gaullista. Flokkur forsetans vill
beita sér fyrir róttækari þjóð-
félagsumbótum en gaullistar hafa
viljað fallast á að sinni.
Raymond Barre lýsti því yfir,
þegar honum hafði verið falið að
mynda stjórn, að mikilvægasta
verkefni hans á næstunni yrði að
berjast gegn verðbólgunni og
standa vörð um frankann.
Skömmu eftir að fregnin um hinn
nýja forsætisráðherra barst, varð
þess vart.að frankinn hækkaði á
gjaldeyrismarkaðnum í Evrópu,
þannig að hann jafngilti 20.14
sentum í stað 20.08 áður, en
skammt er síðan Bandaríkjadalur
fór niður fyrir fimm franka mark-
ið, sem talið er mikilvæg viðmið-
un þessa gjaldmiðils.
— Öryggisráð SÞ
Framhald af bls. 1
fram yfir luktum dyrum, og ekki
kom til atkvæðagreiðslu um til-
löguna. Aðrar NATO-þjóðir, sem
fulltrúa eiga f öryggisráðinu,
Bandaríkjamenn, Frakkar og Ital-
ir, voru meðflutningsmenn að til-
lögu Breta. Grikkir og Tyrkir eru
aðilar að NATO, en ráðamenn
bandalagsins hafa lýst áhyggjum
sínum vegna deilunnar að undan-
förnu.
Gríska stjórnin óskaði eftir sér-
stökum fundi öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna vegna deil-
unnar fyrir skömmu, og utan-
ríkisráðherrar Tyrklands og
Grikklands hafa dvalizt í New
York síðustu tvær vikurnar reiðu-
búnir að taka þátt í umræðum um
málið á fundi öryggisráðsins.
Þegar ljóst varð, að öryggisráð-
ið studdi tillöguna um áskorun-
ina, sem að framan getur,
ávarpaði Caglayangil, utanrikis-
ráðherra Tyrkja, samkomuna, og
sagði m.a. að Tyrkir mundu ekki
sætta sig við úrskurð Alþjóða-
dómstólsins, en Grikkir skutu
málinu til dómstólsins áður en
þeir óskuðu eftir afskiptum
öryggisráðsins af því. Caglayangil
sagði ennfremur, að það hlyti að
verða forsenda hugsanlegra
samningaviðræðna, að engir þeir
atburðir ættu sér stað á næstunni,
sem spillt gætu fyrir því að
samningar tækjust.
— Mjólk
Framhald af bls. 2
.það við kaupmenn. Mjólkur-
samsalan hefði stungið upp á
því við Kaupmannasamtökin að
þau gerðu líkt og gert var í
Svíþjóð við sömu kringumstæð-
ur, þ.e. að þeir keyptu allar
búðirnar í sameiningu og
stúlkurnar yrðu áfram í vinnu.
Þetta hefðu kaupmenn ekki séð
sér fært. En kaupmenn hafa
sett á fót vinnumiðlun fyrir
mjólkurbúðarstúlkurnar og
enn fremur lofað að láta þær
sitja í fyrirrúmi um störf í
verzlunum í eitt ár eftir að
mjólkurbúðunum verður lokað.
Aðspurður um undirskriftalist-
ana, sem verið er að safna til að
mótmæla lokun mjólkurbúð-
anna og hvað yrði við þá gert,
svaraði Stefán, að í fyrsta lagi
vissi hann ekki hvaða aðilar
hefðu skipulagt þá undir-
skrifatsöfnun, það væri vissu-
lega ekki Félag afgreiðslu-
stúlkna í samsölubúðunum og i
öðru lagi vísaði hann til fyrri
ummæla, að lokun búðanna
væri ekki mál Mjólkursamsöl-
unnar heldur framkvæmd laga-
ákvæða Alþingis og því gæti
hann ekki séð til hvers undir-
skriftalistana ætti að senda
samsölunni.
Ágúst Þorvaldsson frá Brúna-
stöðum, sem er í stjórn
Mjólkursamsölunnar, tók
einnig til máls og ítrekaði orð
Stefáns Björnssonar. Ágúst
sagðist ávallt hafa verið með
einkasölu á mjólk og öðrum
söluvarningi, sem Samsalan
hefur hingað til haft með hönd-
um, en með nýrri tækni hefði
hann skipt um skoðun. Gagn-
rýni á sölustarfsemi Mjólkur-
samsölunnar hefur verið árviss
viðburður allt frá því hún varð
til, sagði Ágúst og furðaði hann
sig, líkt og Stefán hafði gert, á
mótmælunum. Hann sagðist
ekki kvíða öðru en því að Reyk-
víkingar fyndu til mjólkur-
skorts í vetur vegna
óþurrkanna í sumar og að þá
myndu þeir eflaust kenna
kaupmönnum um og slæmri
þjónustu þeirra. Varðandi yfir-
vofandi atvinnuleysi
afgreiðslustúlknanna sagði
Ágúst, að annað eins grósku-
þjóðfélag og okkar gæti eflaust
Ieyst þann vanda.
— Nauðganir
Framhald af bls. 1
þeirra dveljast heima í átthögun-
um. Zúlú-menn er fjölmennasti
ættbálkur í Suður-Afríku. og telja
þeir um fjórar milljónir. Þeir
hafa löngum verið taldir herskáir
og sérsinna. Þeir blanda lítt geði
við fólk af öðrum ættbálkum, og
leggja mikla áherzlu á að varð-
veita menningu sína.
James Krtiger, dómsmálaráð-
herra Suður-Afrlku, sagðist í dag
vera þeirrar skoðunar að friðvæn-
legra væri nú f Suður-Afríku en
verið hefði að undanförnu, þar
sem blökkumönnum I landinu
væri nú ljóst, að hörð andstaða
væri gegn ófriðarástandinu, sem
þar hefur ríkt síðustu mánuði.
— Mútumál
Framhald af bls. 1
gera grein fyrir afstöðu
stjórnarinnar til málsins.
Júlfana urottning og maður
hennar eru væntanleg til Hol-
lands á morgun. Það er í þriðja
sinn á 10 dögum, sem þau gera hlé
á sumarleyfi sínu á Italíu vegna
máls þessa.
r
— Irland
Framhald af bls. 1
flokksins Fianna Fail lýstu efa-
semdum um hið víðtæka svið
hinna nýju heimilda, og vöruðu
við því m.a. að strangleiki aðgérð-
anna kynni jafnvel að vekja sam-
úð meðal almennings með IRA.
Aðgerðir þær sem stjórnin leggur
til eru harðari en búizt hafði verið
við. Vitað var þó að stjórnin ætl-
aði að taka málið mjög föstum
tökum eftir morðið á sendiherra
Bretlands í Dublin,. Christopher
Ewart-Biggs, í fyrra mánuði. Eins
og við var að búast hafa bæði Sinn
Fein, hinn löglegi stjórnmálaarm-
ur hins opinbera IRA, og svo-
nefndur ,,provisionaI“ IRA-armur
fordæmt boðaðar aðgerðir.
— Kartöflu-
bændur
Framhald af bls. 36
lag á kartöflum og efni því sem
bændur þurfa til framleiðsiunn-
ar. Þannig halda þeir fram að
kartöflur séu falar á allt of lágu
verði miðað við þann stórhækk-
andi kostnað sem fer I framleiðsl-
una, en það hefur i för með sér
hriðversnandi afkomu bændanna.
Sem dæmi um þá óheillaþróun
sem kartöflubændur hafa átt við
að búa nefna þeir að á árinu 1967
hafi poki af áburði sem þeir nota
kostað 191 krónu en poki af út-
sæðinu kostaði 590 krónur, þ. e. 3
pokar af áburði fyrir poka af út-
sæði, en I ár kosti pokinn af
áburði 2153 krönur meðan útsæð-
ispokinn gangi á 3000 krónur, þ.e.
nú fæst ekki hálfur annar poki af
áburði fyrir útsæðispokanum.
Þetta eru tölur hafðar eftir
kartöflubændum I Þykkvabæ en
þær sýna þó hina almennu þróun
sem hefur orðið á hag bænda víða
annars staðar.
Hvað varðar verð það er bænd-
ur fá fyrir kartöflur þá kom það
fram að megn óánægja ríkir með
störf hinnar svokölluðu 6-manna
nefndar en sú nefnd ákveður
verðlag á kartöflum og grænmeti.
Kartöflubændur eiga ekki sjálfir
fulltrúa i þessari nefnd, og finnst
þeim nefndin ekki nógu kunn
málum þeirra.
Til að ná fram leiðréttingu á
sínum hag stofnuðu bændur með
sér samtök I gær á fjölmennum
fundi I Þykkvabæ, eins og áður
segir. Alls voru það 62 kartöflu-
bændur af svæðinu
Ölfus—Hornafjörður sem mættir
voru á fundinum og þar urðu tölu-
verðar umræður sem gerð verða
nánari skil siðar.
Samtökunum var gefið nafnið
Félag kartöfluframleiðenda á
Suðurlandi. Samþykkt var tillaga
að reglum fyrir félagið, en þar
segir I 2. grein að tilgangur
félagsinssé:
að koma fram umbótum I sölu-
málum kartaflna,
að fá aðild félagsins að stjórn
Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins,
að gæta hagsmuna félagsmanna
við verðlagningu I verðlagsgrund-
velli,
að efla vöruvöndun meðal
félagsmanna,
að efla samstöðu þeirra sem
stéttar og
að vinna að tilraunum á ræktun
og geymslu kartaflna.
Fundurinn samþykkti eftir-
farandi tillögu sem stjórninni var
svo falið að senda öllum stofnun-
um er færu með mál er varða
kartöflubændur:
Fjölmennur fundur kartöflu-
bænda á Suðurlandi bendir á
versnandi afkomu þeirra sökum
stóraukins framleiðslukostnaðar
ásamt lélegri uppskeru á slðast-
liðnu ári og sjáanlega á yfirstand-
andi ári. Skorar fundurinn á
framleiðsluráð og 6-manna nefnd
að taka þessar staðreyndir til
greina við verðlagningu kartaflna
I haust.
Kosin var stjórn fyrir félagið á
fundinum og hana skipa eftir-
taldir menn: Yngvi Markússon,
Oddsparti, Djúpárhr., Guðlaugur
Árnason, Eyrartúni, Djúpárhr.,
Rúnar Guðjónsson, Klauf, V-
Landeyjahr., Jón Eiríksson,
Vorsabæ, Skeiðahreppi, og Ingi-
mundur Bergmann, Vatnsenda,
Villingaholtshreppi.
— Krafla
Framhald af bls. 36
hægt að segja, en hins vegar væri
sprengigos aðeins ein tegund af
þeim gosum, sem möguleg væru á
þessu svæði. Óhætt væri að segja
að hætta á slíku gosi væri fyrir
hendi og þá einna helzt vestan við
Leirhnjúk eða rétt norðan við
Kröfluvirkjun.
Eysteinn sagði, að hitt væri svo
annað mál að sprengigos væri
ekki það sem jarðvísindamenn
óttuðust aðallega heldur væri það
hraungos. Ekki væri hægt að
segja með fullri vissu hvar slíkt
gos gæti komið upp, en Eysteinn
sagði að I skýrslu hans væru
nefndir tveir staðir — annars veg-
ar I Leirhnjúkssprungunni og
hins vegar á svæðinu rétt norðan
við Kröfluvirkjun, þar sem landið
hefur verið að lyftast mest undan-
farið. Ekki væri hægt að segja á
þessu stigi á hvorum staðnum gos-
hættan væri meiri en þessir stað-
ir, þar sem goshættan virtist
mest, væru hins vegar tiltölulega
vel afmarkaðir að mati jarðvis-
indamanna.
Eysteinn sagði ennfremur, að
síðustu fréttir frá Kröflu væru á
þá lund, að jarðskjálftavirkni
færi þar vaxandi enda þótt sú
þróun væri ekki ýkja hröð. Þó
hefði mælzt suma daga nú undan-
farið yfir 80 skjálftar á dag, sem
væri fjórföld aukning frá því
fyrripart sumars og léti nærri að
jarðskjálftatiðnin hefði tvöfaldazt
á mánuði.
Eysteinn var þá spurður að því
hvort jarðvísindamenn væru
orðnir sannfærðir um að þarna
kæmi upp gos þá og þegar.„Nei,
ekki sannfærðir, en mjög uggandi
er óhætt að segja,“ svaraði
Eysteinn. „Við vitum hins vegar
mjög lítið um forsögu eldsum-
brota á þessu svæði. Það er því
ekki hægt að segja fyrir um það
hvort þarna verður gos eða ekki,
þar sem við höfðum ekki full-
nægjandi upplýsingar frá fyrri
tímum til að byggja á. Við getum
aftur á móti sagt hvar gosið kæmi
upp, ef svo færi, og ennfremur er
óhætt að segja að eftir öllum
sólarmerkjum að dæma virðist
hætta á gosi fara vaxandi á þessu
svæði.“
— Leikskólar
Framhald af bls. 36
ilis af'þessari gerð er nálægt því
að vera um 12—14 mánuðir.
Loks kom það fram I samtali
Mbl. við Svein, að undanfarið hef-
ur verið unnið að mikilli endur-
skipulagningu leikskólanna Lauf-
ásborgar og Tjarnarborgar sam-
fara því að ráðizt hefur verið I
verulegar lagfæringar og breyt-
ingar á þessum heimilum.
— Bjartsýni
Framhald af bls. 36
Matthías sagði ennfremur, að
hann hefði verið bjartsýnni
hvað snerti ástand og uppbygg-
ingu fiskstofnanna en ýmsir
aðrir, og sú bjartsýni hans
hefði byggzt á því hversu stór
fiskurinn hefði verið, sem flot-
inn hefði verið að fá fyrir norð-
an og vestan. Þar af leiðandi
hefðu fréttirnar um hagstæða.
útkomu I seiðarannsóknum
Árna Friðrikssonar ef til vill
ekki komið honum eins á óvart
og ýmsum sem svartsýnni
hefðu verið.
— Dýrkeypt
Framhald af bls. 36
inn á braut, en þá uppgötvaði
Norðmaðurinn að veski hans var
horfið með um 4 þúsund norskum
krónum eða sem svarar til 120
þúsunda ísl. króna.
Maðurinn kærði athæfið til lög-
reglunnar, sem I gærdag hafði
upp á veskinu víðsfjarri skemmti-
staðnum, en þá voru peningarnir
horfnir og þjófurinn er em^
ófundinn.
— Spænska
Framhald á bls. 20
á það sem fyrst og fremst
hugsanlegt gróðafyrirtæki. 11
dagblöð koma nú út I Israel á
hebresku, fjögur koma út á ara-
bisku og níu á öðrum tungumál-
um. Þá koma út I landinu 550
timarit.
— Bændur fá
Framhald af bls. 3
skurðum hækkaðar til samræmis
við úrskurði ársins 1974, en engin
ákvæði voru sett um áframhald-
andi hækkanir.
í sambandi við lausn kjaradeil-
unnar I febrúarmánuði s.l. gerðu
Alþýðusamband íslands, Vinnu-
veitendaSamband Íslands og
Vinnumálasamband samvinnu-
félaganna með sér samkomulag
um málefni lífeyrissjóða, þar sem
m.a.er gert ráð fyrir, aö Iífeyris-
sjóðir á samningssviði þessara
samtaka veiti lífeyrisþegum
sínum, sem rétt eiga samkvæmt
lögum nr. 63/1971, sérstaka upp-
bót árin 1976 og 1977, þannig að
lífeyrisgreiðslur þessar verði bet-
ur verðtryggðar en hingað til.
Þessu áformi var hrundið I fram-
kvæmd með setningu laga nr. 33
20. maí 1976.
Höfuðatriði hinna nýju bráða-
birgðalaga eru ákvæði um upp-
bætur á lífeyri. í fyrsta lagi er
sjóðstjórn veitt heimild til að
verja hagnaði af verðtryggðum
skuldabréfum til uppbóta á líf-
eyrisgreiðslur samkvæmt I. kafla,
en slík ákvæði eru nú I reglugerð-
um nokkurra lífeyrissjóða. I öðru
lagi er kveðið á um hækkun líf-
eyrisgreiðslna samkvæmt II.
kafla til samræmis við það, sem
tíðkast hefur undanfarin ár um
greiðslur samkvæmt lögum nr.
63/1971, sbr. áðurnefnda heimild
I 8. gr. þeirra laga, en útgjöld
vegna þessara hækkana verða
borin af ríkissjóði og Stofnlána-
deild landbúnaðarins, svo sem
gilt hefur um önnur útgjöld sam-
kvæmt II. kafla til þessa. I þriðja
lagi eru I bráðabirgðalögunum
bráðabirgðaákvæði um sérstaka
uppbót á lífeyrisgreiðslur 1976 og
1977, sem sjóðnum er ætlað að
standa undir. Er hér um að ræða
hækkun á greiðslum samkvæmt
II. kafla, hliðstæða þeirri, sem
kveðið er á um I áðurnefndu sam-
komulagi A.S.Í. og vinnuveitenda
ásamt hækkun greiðslna til
annarra lífeyrisþega sjóðsins,
þannig að þeir geti ekki talist ver
settir. Miðað við sömu hlutfalls-
hækkun og kveðið er á um í sam-
komulaginu mundu útgjöld Líf-
eyrissjóðs bænda verða margfalt
þungbærari en þeirra sjóða, sem
samkomulagið nær til. Er því I
bráðabirgðalögunum gert ráð
fyrir nokkru mínni hækkun til
handa lífeyrisþegum Lífeyris-
sjóðs bænda, en tekjur sjóðsins
hinsvegar auknar nokkuð til að
mæta útgjaldaaukningunni að
hluta. Engu að síður er gert ráð
fyrir að ráðstafanir þessar verði
mun kostnaðarsamari fyrir Líf-
eyrissjóð bænda en lífeyrissjóði
verkalýðsfélaga og fyrirtækja."
— Lundar-
strákarnir
Framhald af bls. 16
æskufólki. Sérstaka athygli
vakti stúlka, er tjáði gleði í húsi
föðurins með listdansi í kór-
tröppunum.
tlR HELGILEIK
I ALTARISGÖNGU
Leikendur sungu söng og
endurtóku hann nokkrum sinn-
um til þess að viðstaddir gætu
lært og sungið með. Efni text-
ans var í þá átt, að vindurinn
ætti að fá að blása til þess að
gera menn frjálsa (sbr. Matth.
3,8) — og vindurinn ætti einnig
að blása á allar dauðar erfða-
venjur. Að leiknum loknum
gátu þeir, sem vildu, fylgt leik-
flokknum eftir í grafhvelfingu
kirkjunnar til hljóðrar bæna-
stundar og altarisgöngu. Helgi-
leikur þessi var fluttur á hverj-
um degi, og áður en hann byrj-
aði fóru flytjendur hans út á
götuna í skrúðgöngu og báru
kross fyrir göngunni.
MEIRA EN FORNMINJAR
Það kom að vísu nokkuð
óvænt að sjá fluttan leik um
fánýti erfðavenja i þessum
fornfræga helgidómi, þar sem
steinarnir tala um sögulegt
gildi og helga dóma. En kristin-
dómur er meira en forngripur
og honum hentar ekki ætíð
gamall umbúnaður. Kristin trú
er lifandi afl og andi sem verð-
ur að geta afklæðzt forntízk-
unni, svo að hann nái tilætluð-
um áhrifum i nútímanum. Leik-
urinn var að tjá gleðina í húsi
föðurins yfir einum syndara,
sem bætti ráð sitt. Það er hinn
síungi fagnaðarboðskapur,
kunngjörður með nýstárlegum
hætti í hinu ævaforna musteri.
— Fatasýning
Framhald af bls. 3
verður viðamikil kynning á
fslenzkum matvælaiðnaði. Loks er
siðan fyrirhugað að efna til um-
búðasamkeppni í tilefni iðn-
kynningarinnar
Að sögn Péturs Sveinbjarnar-
sonar er tilgangurinn með
Islenzkri iðnkynningu að koma á
framfæri sem mestu af upplýsing-
um um íslenzkan iðnað, iðn-
greinar og einstök fyrirtæki og
verður unnið að þvl jöfnum hönd-
um allt árið jafnframt hinum sér-
stöku verkefnum, sem sagt hefur
verið frá. Vonazt er til að
kynningin verði til þess að auka
sölu á íslenzkum iðnvarningi og
auka skilning almennings og yfir-
valda á stöðu og hlutverki iðn-
aðarins I landinu.