Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 36
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSrNGASÍMINN ER: 22480 FIMIVITUDAGUR 26. ÁGÚST 1976 Tveir leikskólar að rísa í Breiðholti Borgin kaupir húseign fyrir nýtt skóladagheimili NU STENDUR yfir smíði tveggja nýrra leikskóla í Breiðholtshverfi. Annar þessara skóla rís í Hóla- hverfi, nánar tiltekið við Suðurhóla, og verður hann þriggja deilda. Með tví- setningu mun skóli þessi rúma um 115 börn. Stefnt er að þvi að skólinn verði tilbúinn í marz nk. og miðar fram- kvæmdum vel áfram, að sögn Sveins Ragnarssonar, forstöðu- manns Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Hinn skólinn rís í Seljahverfi og verður hann Mokveiði hjá loðnu- bátunum LOÐNUVKIÐIN glæddist heidur betur í gærkvöldi, að sögn loðnulöndunarnefndar var allt að því mokveiði hjá hátunum, sem þá voru á mið- unum. Á ellefta tímanum voru átta hátar búnir að fyila sig og á leið til lands, en alls munu um 15 bátar hafa verið á mið- unum í gærkvöldi. Þrír bátar voru farnir til lands fvrr í gær- dag. Loðnan sem verið hcfur að veiðast undanfarið er stór og falleg, og yfir 20% feit, að því frétlaritari Morgunblaðs- ins í Siglufirði símaði í gær. tilbúinn um tveimur mánuðum síðar en leikskólinn í Hólahverfi. Verða þessir tveir skólar algjör- lega hliðstæðir enda smíðaðir eft- ir sömu teikningu. Þá sagði Sveinn, að af hálfu borgarinnar hefði nýlega verið gengið frá kaupum á húseigninni Auðarstærti 3. Er ætlunin að reka þar skóladagheimili fyrir um 20 börn og er áformað að opna þetta heimili hinn 1. október nk. Sveinn sagði ennfremur, að um þessar mundir væri siðan verið að undirbúa smíði dagheimilis við hlið leikskólans við Suðurhóla. Þar er áformað að reisa 4ra deilda heimili, er rúma mun um 74 börn. Dagheimili þetta er smíðað sam- kvæmt nýjum teikningum og er hönnun þess nú á lokastigi eftir því sem Sveinn Ragnarsson sagði og verður væntanlega gengið frá útboði vegna smiði þess innan skamms. Byggingartími dagheim- Framhald á bls. 20 Hrjáðir sunnlendingar vissu svo sannarleg^fpki hvaðan á sig stóð veðrið stutta stund f gærdag, þegar sólin tók allt f einu að glenna sig á himninum. Litlu barni, sem var að taka fyrstu sporin f Austurstræti, varð svo mikið um að það missti jafnvægið og steypt ist á kollinn, enda ólfklegt að fyrirbærið sól sé yfirleitt til í ófullkomnu hugtakasafni þess. En á Veðurstofunni höfðu menn skýringar á reiðum höndum: Veðurguðirnir voru eðlilega að heiðra nokkra tugi norrænna veður- fræðinga, sem voru að þinga hér í gærdag. Ljósm. Ól. K.M. Jarðvísindamenn uggandi: Hætta á hraungosi rétt norðan við virkjunina Lyfsöluleyfi í Ing- ólfsapóteki veitt LYFSÖLULEYFI f Ingólfs- apóteki í Reykjavík hefur verið veitt og hlaut það Werner I. Rasmusson lyfjafræðingur. Wern- er lauk prófi f danska lyfja- fræðingaskólanum árið 1955, og vann sfðan í lyfjaverzlunum í Reykjavík til ársins 1972 er hann varð framkvæmdastjóri Pharmaco, en því starfi hefur hann gegnt síðan. JARÐVlSINDAMENN telja hættu á gosi fara vax- andi á Kröflusvæðinu. Telja þeir aðalhættuna fðlgna í hraungosi og hafa afmarkað tvo staði þar sem mestar líkur eru á því að gos komi upp — annars vegar í Leirhnjúkssprung- unni og hins vegar á svæð- inu rétt norðan við Kröflu- virkjun, þar sem landið hefur lyfzt mest undanfar- ið. Eysteinn Tryggvason, dósent, afhenti í gær í iðn- aðarráðuneytinu og Al- mannavarnaráði skýrslu þá sem hann hefur tekið saman um vitneskju jarð- vísindamanna um allar að- stæður á þessu svæði, en skýrslan verður síðan send fjölmiðlum í dag til birt- ingar. Skýrsla þessi hefur verið borin undir jarðvís- indamenn á Raunvísinda- stofnun og hjá Norrænu eldfjallastöðinni og þeir staðfest það sem fram kemur í skýrslunni. Morgunblaðið sneri sér til Eysteins Tryggvasonar í gær og spurði hann hvort talin væri veru- leg hætta á sprengigosi á Kröflu- svæðinu. Eysteinn sagði, að um líkurnar á slíku gosi væri ekkert Framhald á bls. 20 Kartöflubændur á Suðurlandi: „Málum þarf að breyta” Félag kartöfluframleiðenda á Suðurlandi stofnað í Þykkvabæ 1 gær MIKIL óánægja rfkir meðal kar- töflubænda á Suðurlandi með ým- is hagsmunamál þeirra og vilja þeir fá fram uppstokkun á sfnum málum. Óánægja þessi beinist að- allega að Grænmetisverzlun land- búnaðarins annars vegar og verð- lagsmálum á kartöflum hins veg- ar. Til að vinna að bættum hag kartöflubænda á Suðurlandi Ástæða til nnin meiri bjartsýni — segir sjávarútvegsráðherra um vísbendingar seiðrannsóknanna „ÉG ER auðvitað mjög ánægður með þessar fréttir, og í ljósi þeirra telur maður ástæðu til að vera mun bjartsýnni heldur en þeir varfærnustu eru,“ sagði Matthfas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, þegar Morgunblaðið bar undir hann ummæli fiskifræðinga um að klak allra helztu nytjafiska í ár hefði tekizt með afbrigðum vel. Sjávarútvegsráðherra sagði, að það hefði komið í ljós við veiðar í sumar fyrir Norður- landi og úti af Norðurlandi, að þar hefðí fengizt yfirleitt stór fiskur og strax og það hefði farið að sýna sig kvað Matthías það hafa aukið bjartsýni hans á að hinar döprustu spár um ástand fiskstofnana væru sennilega of dökkar, enda þótt ekkert væri enn hægt að full- yrða í þeim efnum. „Eins og margoft áður hefur komið fram,“ sagði Matthías, ,,þá hef ég lagt á það höfuð- áherzlu að auka fjölbreytni veiða og sækja í flejri fiskteg- Matthfas Bjarnason. undir og reyna á þann hátt að dreifa sókn flotans frá þorski, og hef ég talið mun affarasælla að stefna í þá átt fremur en að binda stóran hluta af flotanum við bryggjur, minnka fram- leiðsluverðmæti þjóðarinnar og halda áfram í hagstæðu afurða- verði að stórauka skuldir þjóð- arinnar í útlöndum." Matthías kvaðst taka undir það með fiskifræðingum að fara yrði skynsamlega í að nýta helztu nytjafiska okkar, „en þegar stjórnmálamaður tekur ákvörðun byggir hann hana ekki á einhverjum einum hópi sérfræðinga og markar algjör- lega stefnu sína á þeirra áliti," sagði ráðherra. „Ég hef Ieyft mér að taka mikið tillit til fiski- fræðinga en þeirra vísinda- grein er ekki enn komin svo langt að hægt sé að byggja algjörlega á athugunum þeirra." Framhald á bls. 20 stofnuðu þeir með sér hagsmuna- samtök f gær, að afloknum um- ræðufundi um þeirra málefni, en fundur þessi var haldinn f sam- komuhúsinu f Þykkvabæ f gær að viðstöddum 62 kartöflubændum. Eins og fyrr segir beinist annar megin þáttur óánægju bænda að Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins. Hér er um að ræða óánægju með aðildarleysi kartöflubænda að stjórnun á verzluninni svo og óánægju með ýmsa afstöðu Græn- metisverzlunarinnar til geymslu- og dreifingarmála. Á hinn bóginn eru kartöflu- bændur afar óánægðir með verð- Framhald á bls. 20 Dýrkeypt að fara á bar á Islandi NORSKUR sölumaður fór heldur flatt á íslenzku skemmtanalffi f fyrrakvöld, og má halda heim til sfn reynslunni rfkari en auralaus með öllu. Norðmaðurinn hafði brugðið sér á skemmtistað, þar sem alúð- legur íslendingur hafði gefið sig á tal við hann yfir glasi af góðum veigum. Síðan hvarf islendingur- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.