Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1976
| radaugiýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
til sölu
„Húsnæði til sölu
á Siglufirði:"
8 — 900 fermetr. húsnæði á Siglufirði til
sölu nú þegar, sérlega hentugt til allskon-
ar iðnaðar. Allar nánari upplýsingar veitir
Hinrik Andrésson í síma 71159 og
71 132.
Hafrækjan h. f.
Góður límlager til sölu
Erlend umboð og innlend viðskiptasam-
bönd fylgja. Heppileg viðbót við litla
heildverslun. Tilboð sendist afgr. Morg-
unblaðsins fyrir mánudagskvöld merkt:
,,Lager — 6186".
Spærlingstroll
Þrjú notuð spærlingstroll til sölu. Hag-
stætt verð.
Upplýsingar I síma 1 4280 og 1 2040.
Til sölu einbýlishús
á Patreksfirði. Húsið er 4 herb. og eldhús.
i Nánari uppl. í síma 94 —1298.
óskast keypt
Setjaravélaletur
Vel með farið 9 punkta letur óskast. Uppl.
í Grágás, sími 92-1 760.
Pönnukökur
góðar
skyr
Nýlega voru hér á landi nokk-
ur ungmenni frá Kanada á veg-
um þjóókirkjunnar. Var þetta
átta manna hópur, sem boðið
var að dvelja hér í eins konar
vinnubúðum eða þjóðræknis-
búðum, en nokkur undanfarin
ár hafa verið starfandi með
ýmsu sniði vinnubúðir Þjóð-
kirkjunnar. Fararstjóri hópsins
og skipuleggjandi var sr. Ing-
ólfur Guðmundsson og hitti
Mbl. á heimili hans tvö þeirra
sem i hópnum voru, og sögðu
þau frá dvöl sinni hér. Einnig
tóku þátt í þessum þjóðræknis-
búðum nokkrir islenzkír ung-
lingar og við báðum Eirík Ing-
ólfsson að rekja stuttiega fyrir
okkur ferð þeirra um landið:
„Um miðjan júlí kom þessi
hópur frá Kanada, þau flugu
hingað frá Winnipeg og dvöld-
ust i 2—3 daga í bænum en
síðan var farið með þau i skoð-
unarferð austur fyrir Fjall,
Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss
og Geysi og gist í Skálholti.
Þessa tvo fyrstu daga i bænum
var þeim m.á. boðið bæði til
biskups og forsetans en þar
voru þau ásamt unglingum frá
American Field Service. Síðan
var haldið norður í land og gist
í Varmahlíð en eftir það var
dvalið í Stórutjarnarskóla í
Ljósavatnsskarði þar sem við
unnum fram til 5. ágúst og eina
helgina vorum við á æskulýðs-
móti í Sumarbúðum kirkjunnar
við Vestmannsvatn.
Dvölinni lauk svo á því að
Russell Storry, sem er leið-
togi hópsins og lærir rafmagns-
verkfræði, tók undir þetta: „Já,
við höfum séð margt og t.d. á
Húsavík tók sr. Friðrik Frið-
riksson á móti okkur og sagði
okkur margt um staðinn og
sýndi okkur kirkjuna þar og í
Skaftafelli sýndi Ragnar Stef-
ánsson okkur myndir og fræddi
okkur um jöklana."
Russell Storry sagði frá aó-
draganda fararinnar hingað:
„Á síðasta ári komu margir
íslendingar til Kanada og með
þessari heimsókn hingað er ver-
ið að greiða örlítið fyrir dvölina
þar, ef við getum orðað það svo,
en þessi ferð ér okkur að kostn-
aðarlausu, það sem við gerum
er að vinna fyrir henni að
nokkru leyti með dvöl okkar í
Russell Storry, Eirlkur Ingólfsson og Kim Amirault.
t Þjóðgarðinum í Skaftafelli unnu þau við að lagfæra gangstiga og fleira og hér er verið að taka
smá-hvfld.
Stórutjarnarskóla og I þjóð-
garðinum í Skaftafelli. Þegar
við komum heim aftur munum
við greina frá þessari ferð t.d. í
æskulýðsfélögum þar sem við
erum starfandi, til þess að fleiri
en við fáum að kynnast land-
inu, en það voru mjög margir
sem viidu komast með hingað.“
Hefur landið komið ykkur
eins fyrir sjónir og þið bjuggust
við?
„Nei, það er allt öðruvísi en
ég hélt,“ sagði Kim, „hér er
miklu meira ræktað land, mað-
ur átti von á hálfgerðri eyðí-
mörk út um allt. Maturinn hér
er lika allt öðruvísi en maður
átti von á, og mér þótti hann
yfirleitt góður nema að skyrið
er vont en pönnukökurnar eru
góðar. Eitt vakti lika athygli
okkar og það er hvað húsin eru
skrautlega máluð, bæði I bæj-
um og sveitum, og mér finnst
litadýrðin of mikil.
Mig langar að koma hingað
aftur eftir nokkur ár, það er
gott að vera hér og það hefur
verið mjög vel tekið á móti okk-
ur.“
Russell svaraði spurningunni
svipað hvað varðar ræktun og
mataræði og bætti við: „Lifnað-
arhættir eru allt öðruvisi hér
líka, t.d. heimilis- og fjölskyldu-
lifið og af kynnum okkar sjáum
við að kirkjan hefur haft mikil
áhrif á stjórn landsins og mér
finnast íslendingar bera meiri
virðingu fyrir henni heldur en
t.d. fólk í Bandaríkjunum."
Þá nefndu þau að þeim
fannst undarlegt að geta hitt
bæði forsetann og biskup að því
er þeim virtist næstum fyrir-
varalaust, þau sögðust vera vön
því að menn í þeirra stöðum
væru svo uppteknir að fáir
hefðu tækifæri til að hitta þá að
máli eins og þau fengu tæki-
færi til hér.
vont
Rætt við ungmenni
frá Kanada er voru
hér í vinnubúðum
Hér sjást unglingarnir frá Kanada ásamt þeim (slenzku sem voru með þeim I Skaftafelli. (ljósm.
Hjálmar Hjálmarsson)
unnið var í þjóðgarðinum i
Skaftafelli, en þessi hópur var
hingað kominn bæði til að
vinna og kynnast landinu um
leið.“
Kim Amirault er frá Victoria
og býr sig undir að verða kenn-
ari. Hún var spurð hvernig
henni hefði líkað:
„Ég hef skemmt mér mjög
vel, þetta var góð ferð í alla
staði og við höfum lært mjög
mikið um landið, bæði sögu og
landafræði, Ingólfur sagði okk-
ur margt á leið okkar um land-
ið.“