Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1976 * Erhúnkona — eða karl? tennissambandið segir, og getur haft þær afleiðingar að færist mót- mælin gegn þátttöku hennar I auk- ana neiti konur að keppa I þeim flokkum og keppnum, sem hún kemur við sögu Þær hafa fært þau rök fyrir máli sínu, að hún hafi bæði styrk og úthald karlmanns og tækni sú sem hún beiti beri þess ótvfræð merki að hún sé enn karlmaður að hluta Um síðustu helgi tók Renee þátt I tenniskeppni í New Jersey og vann hvern keppinautinn á fætur öðrum og það svo snaggaralega og snöfur- mannlega að úr varð hið mesta mál eins og af þessu má ráða Aftur á móti eru áhorfendur ekki á sama máli Einn þeirra lofaði útlits- fegurð hennar og sagði að enda þótt hún væri að vlsu óvenju hávaxin væri hún I fyllsta máta kvenleg og margar konur sem spiluðu tennis væru ólfkt karlmannlegri f útliti og leik en hún. Vinir Renee sem þekktu hana meðan hún var karlmaður og léku þá gjarnan við hann tennis segja að hún sé töluvert breytt sem karlmað- ur ..Hún virðist ekki eins sterk og hún er að vísu mun grennri en hún var meðan hún var Richard Mér sýnist hún heldur ekki eins úthalds- góð og Richard var," sagði einn forvinur læknisins. Richard Raskind var kvæntur og á fjögurra ára gamlan son Þegar sú þörf hans ágerðist að klæðast kven- mannsflíkum og hegða sér eins og kona endaði það með því að þau hjón skildu Læknirinn lét síðan gera á sér nefnda aðgerð, tók sér nýtt nafn og fluttist til Kaliforníu, þar sem hún vonaði að hún gæti hafið nýtt líf. Aftur á móti komst upp um kynskiptin við tenniskeppnina um helgina og er ekki séð fyrir endann á því hver niðurstaðan verður Hún segist vera afskaplega hnuggin yfir þessu öllu, þar sem hún leiki tennis af því hún hafi af því hið mesta yndi og finnst hún órétti beitt ef hún verður útilokuð frá kvennaflokkun- um, þvf að f karlaflokkana fær hún tæpast inngöngu lengur Hér er hún á fullu spani I keppninni. HÚN er hávaxin. björt yfirlitum, spengileg og með stór brún augu Andlitsdrættir hennar eru kvenlegir og hún þykir þokkafull í betra lagi. Röddin er eilítið dimm Það ber sem sagt öllum saman um að hún geisli af kvenlegum yndisþokka Hún heitir Renee Richards og er læknir að starfi og frábær tenmsleik- ari En nú er svo komið að þó svo að hún vmni í öllum keppnum sem hún tekur þátt í, eru hafnar heitar um- ræður um, hvort hún eigi að fá að taka við verðlaunum f kvennaflokki Bandarfska tennissambandið hefur fengið málið til meðferðar Málið er heitt í betra lagi Ástæð an fyrir þessu fjaðrafoki öllu f sam bandi við Renee lækni er einfaldlega sú að fyrir ári eða svo keppti hún í karlaflokki og nú vilja konur ekki una því að hún sópi til sín öllum' verðlauoum „Ég hef leikið tennis frá því ég man eftir mér," segir hún og brosir afsakandi „Mig fýsir mjög að geta haldið því áfram — og ég er nokkurn vegmn viss um að ég get ekki fengið að taka þátt f karla- flokkunum héðan af Og því skyldi mér meinað að laika í kvennaflokk- unum?" Fyrir ári var gerð á lækninum aðgerð og karlmanninum Richard Raskind breytt í kvenmann að eigin ósk og eftir miklar þrautir sem Richard hafði liðið í karlhlutverki sínu, þar sem snemma bar á ólíkt mein kveneigindum í fari hans en venjulegt er talið Aftur á móti er málið hið erfiðasta viðureignar að því er bandarfska Hér sést Renee Richards taka við verðlaunum I kvennaflokki en þar sigraði hún með yfirburðum keppinauta stna. Eftir þá keppni komst upp um að hún hefði verið karlmaður áður og var dregið t efa að hún hefði nú rétt til að leika t kvennaflokkunum. Heimir Steinsson skólastjóri: Skóli fyrir æskufólk á krossgötum Margt er skrafað um skólamál þessi misserin. Raunar er það engin nýlunda. Fræðslustarf er í sífelldri deiglu, ekki sízt i þjóðfé- lagi, sem tekur örum breytingum. Ekki verður heldur sagt, að um- ræðan sé tilefnislaus þessu sinni fremur en löngum endranær. Ný lög um grunnskóla valda marg- háttuðum umskiptum. Vaxandi fjöldi menntaskólanema og stúd- enta hefur i för með sér ýmiss konar nýlundu á skákborði skóla- mála. Fjölbrautaskólar líta dags- ins ljós, og fleira mætti telja. Ástæðulaust er að undrast það, er menn fjölyrða um þessi efni. Anægjulegt er að verða þess var, að jafnframt því sem ofan- greind mál eru rædd, ber enn annað á góma. Á ég þar við hlut þeirra nemenda, sem af einhverj- um ástæðum fengu naumlega un- að hinu almenna skólakerfi, varð jafnvel skreipt á skeiðvelli þess. Tilvist þessara nemenda er engin nýjung. Hitt kynni að teljast nokkurt nýmæli, að hag þeirra er vaxandi gaumur gefinn. Nú er það alkunna, að allstór hópur ungmenna hefur um langt skeið numið staðar á námsbraut að loknu skyldunámi, gagnfræða- prófi eða stúdentsprófi. Á stund- um er það takmarkaður námsár- angur, sem veldur þessu tiltæki. Ef til vill er þó oftar um að ræða eitthvað annað: Skólaleiða, óánægju með námstilhögun og síðast en ekki sfzt efasemdir um það, hvern kostinn hlutaðeigandi skuli upp taka. Þessar efasemdir eiga oft og einatt rætur að rekja til öryggisleysis og jafnvel van- mats á eigin getu, samfara þvi, að nemandinn gerir margt það að álitamáli, sem öðrum virðist ein- sætt. Hér er ekki ætlunin að veitast að ,,kerfi“ þvi, sem hverjum þykir hægast að hafa að skotspæni. Má vera, að „kerfið" sé gallað. Hugs- anlegt er og, að aldrei verði upp- fundið kerfi, sem öllum hentar. Staðreyndin er sú, að drjúgur hluti íslenzkra æskumanna unir kerfinu og rennur skeið^sitt á enda, snurðulítið. Hitt er einnig óhaggað, að þeir eru margir, sem ekki fylla síðast greindan flokk. Spurning vaknar: Hvað er unnt að gera fyrir þetta fólk? Eins og gefið var í skyn framar í þessu máli hefur slik spurning lítt verið rædd þar til hin siðustu ár, a.m.k. ef borið er saman við aðra þætti skólamála. En nú er svo komið, að æ fleiri taka til máls af þessu tilefni. Vandinn er dreg- inn fram af umtalsverðri einurð: Hvernig skal brugðizt við þörfum þess æskufólks á öllum aldri, sem stendur á krossgötum af einu eða öðru tilefni og fær ekki nýtt námsbrautir skólakerfisins mis- kviðalaust? Eiginlega kveikju þessa grein- arkorns er að finna í þætti þeim, sem fluttur var i sjónvarpi „að kvöldi dags“ sunnudaginn 15. ág- úst. Þar var fram borin raunsæ lýsing á nauðsynjum nokkurra þeirra æskumanna, sem ég hér hef gert að umtalsefni, ásamt undanbragðalausri kröfu til þeirra, er að uppeldis- og fræðslu- málum starfa. Þessi þáttur var hinn þarfasti, og skylt er að þiggja hann þakksamlega. Heimir Steinsson. Önnur orsök þess, að ég er setzt- ur við skriftir, er sú, að í fram- haldi af nefndum sjónvarpsþætti þykir mér við hæfi að benda nokkrum orðum á starfsemi þá, sem fram fer innan veggja Lýðhá- skólans í Skálholti. Þar hefur nú um fjögurra vetra skeið verið haidið uppi skólastarfi, er að því miðar að létta róðurinn æskufólki á krossgötum. Raunar sniður hús- næði stofnun þessari svo tak- markaðan stakk, að hennar sér lítinn staðinn I hópi fjölmargra framhaldsskóla, sem flestir eru mun stærri en Skálholtsskóli. En sé eitthvað hæft í því, sem sagt er, að afdrif hvers einstaklings skipti nokkru og það jafnvel þótt heild- inni ekki verði áleiðis snúið í svip, má ætla, að starf þetta hafi ekki með öllu verið unnið fyrir gýg. Lýðháskólinn í Skálholti hefur eftir föngum starfað í anda norr- ænna lýðháskóla. Hann er lýð- skóli, þ.e. opinn öllum, er þangað leita og náð hafa tilskildum aldri, — án tillits til prófa eða fyrri skólagöngu. En hann er jafnframt háskóli í skandinavískri og jafn- vel engilsaxneskri merkingu þess orðs. Hann er m.ö.o. ætlaður nem- endum, sem komnir eru af barns- aldri. Kennsluaðferðir eru svo sem framast má verða miðaðar við sjálfstæð vinnubrögð þrosk- aðra karla og kvenna. Valfrelsi er ríkjandi á skólanum og það svo mjög, að á að gizka fjórir fimmtu hlutar vikulegra kennslustunda eru undirorpnir úrskurði nem- enda hvers um sig. I lok skólaárs eru ekki’ tekin próf, heldur út- skrifast nemendur með námsfer- ilsvottorði og umsögn, sé um hana beðið. Rikuleg áherzla er lögð á samfélag allra þeirra, er skólan- um tengjast. Reynt er að beita persónulegri leiðsögn varðandi nám, starfsval og undirbúning undir frekari skólagöngu. Tilhögun þessari er likt og er- lendis ætlað að verða þeim að gagni, er telja sig þarfnast ein- hverrar þeirrar þjónustu, sem hið almenna skólakerfi ekki fær látið þeim í té. Þegar vel tekst til um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.