Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1976
\
Ævintýrið um
móða Manga
eftir BEAU BLACKHAM
sínu út um einn gluggann, eins og ætti
hann lífið að leysa. Ekki vissi hann al-
mennilega, hvers vegna hann var að
veifa flagginu, en hann hafði það á til-
finningunni, að eitthvað yrði hann að
jgera. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni, að
hann hafði vitað til þess, að heilli járn-
brautarlest væri stolið!
— Hvað get ég eiginlega gert? hugsaði
Mangi. Ætli ég gæti ekki orðið vatns-
laus? Þarna var ráðið! Ef allt vatnið færi
úr gufukatlinum mínum, gæti vélin ekki
gengið. Ég mundi verða að stoppa. Þetta
er að minnsta kosti reynandi. Ég veit að
vatnshaninn er laus.
Mangi opnaði fyrir vatnið og það
streymdi niður á járnbrautarteinana.
Eftir að hafa farið um tvær mflur, var
gufuketillinn tómur, og eftir nokkur púst
og lágar stunur nam lestin hægt staðar.
— Hvað er að? spurði Surtur og horfði
reiðilega á lestarstjórann. Hvers vegna
er lestin að nema staðar?
— Við erum orðnir vatnslausir, herra
Surtur, svaraði lestarstjórinn, Við getum
ekki farið fetinu lengra, án þess að
sprengja ketilinn. Hann lét sem sér þætti
þetta mjög leitt, enda þótt hann auðvitað
væri alls ekki leiður, enda hvíslaði hann:
Og þar með ert þú nú búinn að vera,
gamli sjóræningi.
Surt grunaði að lestarstjórinn heföi
stöðvað járnbrautarlestina viljandi, en
ekki gat hann þó sannað þetta, þar sem
hann hafði lítið vit á vélum. Hann var að
hugsa um hvað hann ætti að gera, þegar
hann kom auga á tjörn skammt fyrir
framan járnbrautarlestina. Mangi sá
tjörnina líka og féll allur ketill í eld.
— Fari það nú norður og niður, sagði
hann lágt. Ef þetta er ekki óheppni, þá
veit ég ekki hvað. Nú þarf Surtur ekki
annað að gera en fylla ketilinn aftur, og í
þetta skipti hlýtur hann að gæta þess, að
vatnshaninn sé vel lokaður.
X
Og þetta þetta gerði Surtur. Hann
benti á tjörnina og sagði við lestarvörð-
inn:
— Flýttu þér að fylla gufuketilinn.
„Hann gleypti
segulstálið
mitt!“
Mto
MORGdN-
kAFf/NO
(tf^
GRANI göslari
Áður en þú komst til sögunnar, Þú verður að venja þig af því að
vorum við ósköp venjuleg fjöl- segja frathögg áður en þeir slá
skylda. boltann.
Kaupandinn er að velja brúðar-
gjöf hjá málara:
— Já, mér Ifzt ágætlega á
þessa hefna. Hvað kallið þér
hana?
— Stormur f aðsigi.
Konan: Ert þetta þú, Georg?
Maðurinn: Hverjum býst þú
svo sem við öðrum að nætur-
lagi.
Hjá söngkennaranum:
— Haldið þér, herra minn, að
ég muni nokkurn tfma geta not-
að rödd mfna?
— Já, ætli þér gætuð ekki
notazt við hana, ef þér lentuð
t.d. f eldsvoða eða sjávarháska.
Auðug fjölskylda á ferðalagi:
Dóttirin: Er þetta Róm,
mamma?
Móðirin: Hvaða dagur er f dag?
Dóttirin: Þriðjudagur.
Móðirin: Cr þvf að það er
þriðjudagur, þá hljótum við að
vera í Róm.
Reglusamur starfsmaður var
búinn að vinna f mörg ár á
sama stað án þess að láta sig
nokkru sinni vanta. Dag nokk-
urn bar svo við, að hann kom til
húsbónda síns og bað um frf í
einn dag. Þegar það hafði verið
veitt, spurði húsbóndinn hvern-
ig hann hefði hugsað sér að
verja frfdeginum.
Ég er að hugsa um að vera
viðstaddur jarðarför konunnar
minnar, hún dó núna f vikunni,
svaraði maðurinn.
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
5
mér. Eg var hálf miður mfn og
átti erfitt með að trúa að fuil
alvara lægi f þessu orði sem ég
hafði séð.
— Það sem ég er að skrifa núna
skrifa ég með penna. Það er erfitt
að lesa blýantsskríft, hún vill
mást og verða ógreinileg. Eg vil
helzt ekki þurfa að strika út. Eg
strika laust yfir orðin og skrifa
fyrir ofan, en ég er hræddur um
að fyrstu hugsanir mfnar smjúgi
frá mér ef ég þurrka út. Kannski
geta þær sfðar komið f góðar
þarfir. En ég hef alltaf hjá mér
blýant til að geta punktað hjá
mér einhverjar hugmyndir, sem
koma ekki beinlfnis málinu við.
Hann lyfti fætinum og leit
niður og við sáum báðir að orðið
sást ekki lengur.
— Hr. Everst, ég hef stundum
furðað mig á þvf hvers vegna
þér búið á þennan hátt, sagði ég
til að reyna að komast á rétta slóð.
— Hvers vegna leggið þér svona
ákaft kapp á að halda fólki f hæfi-
legri fjarlægð fráyður?
Hann kinkaði kolli.
— Ég hef vitaniega oft verið
spurður um það og ég hef alltaf
afsakað mig með þvf að ég vilji
ekkf hafa neinn f návist minni,
þegar ég er að skrifa. En hin
raunverulega ástæða fyrir því að
ioka mig úti frá heiminum var
Svo sársaukafull að ég vildi ekki
tala um hana. Ég held ég geti það
núna.
— Fyrsta bók mfn gaf mikla
peninga f aðra hönd. Fyrir megn-
ið af þeim keypti ég fallegt hús
handa mér og konu minni. Það
var dýrara en ég hafði f rauninni
ráð á þá en það var ætlun okkar
að fylla það smám saman með
fallegum munum og listaverkum
sem okkur langaði að eignast.
— Kvöld eitt þegar ég var
niðursokkinn í skriftir við eld-
húsborðið, brutust tveir menn
inn. Etan frá séð höfðu þeir
náttúrlega fengið þá hugmynd að
húsið væri f eigu stórauðugra
aðila. Þeir vildu fá peninga, gim-
steina eða einhver verðmæti ...
Þegar þeir urðu þess vfsari að allt
sem við áttum f reiðufé var innan
við þúsund krónur og engin vertV
mæti voru í húsinu, urðu þeir
frávita af bræði. Þeir byrjuðu á
þvf að eyðileggja þessi fáu hús-
gögn sem við áttum. Kona mín
maldaði f móinn, hún reyndi ekki
með valdi að stöðva þá, hún lél
bara gremju sfna f ljósi — og
annar maðurinn barði hana f
höfuðið með stól... Hún dó...
Hvað á maður að segja þegar
slík saga er sögð? Það var full-
seint að votta samúð vegna harm-
leiks sem hafði gerzt fyrir
tuttugu og fimm árum og sorgin
hlaut að vera dvfnuð. Eftir hæfi-
lega þögn sagði ég:
— Þetta er hræðilegt.
Hann þagði andartak og ég tók
aftur eftir þvf að hárið á honum
virtist Ijósara en á mynd af hon-
um. Svo tók hann aftur til máls:
— Næstu bækur sem ég
skrifaði og kvikmyndir gerðu mér
kleift að tryggja mig gegn slfkum
árásum. Árum saman þjáðist ég
af þeirri martröð að mér fannst
einhver brjðtast inn f húsið eða
að Abigail — það var konan mfn
— yrði fyrir árás á götu úti. Svo
leið tfminn einhvern veginn án
þess ég gerði mér grein fyrir
hversu ofurhratt hann flaug — og
ég hélt áfram að kaupa mér
Ifkamlegt öryggi.
Skýrlegum gráum augum
horfði hann út yfir garðinn og í
átt til blaðamannanna handan við
glerið á gróðurhúsinu.
— En ég var lengi að komast að
þeirri niðurstöðu að hvorki lásar,
hlið eða varðmenn geta lokað
angistina úti.
Hann leit f áttina til Dan Boyles
og hvarflaði sfðan snöggt augum
frá honum.
— Kannski lokar maður bara
angistina inni hjá sér, sagði hann.
Boyles gaut augunum f áttina
til okkar og 'eg sá að hann var að
hlusta átal okkar.
Everest brosti glaðlega.
— Þanníg sjáið þér að maður
getur orðið háður sfnum eigin
v arúðarráðstöf unu m. Kannski
einum of háður.
Enda þótt hann horfði ekki á
okkar þögla fylgdarsvein hafði ég
á tilfinningunni að þeir væru að
spila einhvers konar spil sfn á
millf.
Inni f húsinu hafði Reg Curtiss
stillt sér í dyrnar og gætti þess að
aðrir blaðamenn kæmust ekki til
okkar.
— Ég hef aldrei heyrt um
dauða eiginkonu yðar fyrr, sagði
ég. — Frétt um hann hefur ekki
birzt opinberlega vænti ég. En
þessa atburðar hlýtur þó að hafa
verið getið f blöðum á þeim tfma?
Hvernig fóruð þér að þvf að ...
Þá var ég satt að segja enn
James White. Aðeins fáeinar
manneskjur vissu að einhver
tengsl væru á milli James White,
þessa unga manns sem hafði orð-
ið fyrir að missa konu sfna á svo
sviplegan hátt — og skáldsagna-
höfundarins James Everest.
— Eftir að þetta gerðist kærði
ég mig ekki um að vera áfram
James White — lffið hafði glatað
tilgangi sínum fannst mér þá. Og
ég varð rithöfundur cingöngu.