Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976
17
Dayan — verður ritstjóri
undir forystu Amos
Aricha, kunns blaða-
manns í Tel Aviv.
Að þvi er Aricha segir mun
blaðið notfæra sér í ríkara mæli
ljósmyndir og teikningar en
keppinautar þess á síðdegis-
markaðinum og mun leggja
áherzlu á stuttar, þróttmiklar
fréttir. Hayom Hazeh er
fjármagnað af bandarisk-
ísraelskri samsteypu sem lítur
Framhald af bls. 17
CARTER 1 KOSNINGAHAM — Forsetaefni demókrata,
Jimmy Carter, sést hér á fundi hjá samtökum á vegum
neytendamálafrömuðarins Ralph Naders. AP-mynd
Karpov er
sigurviss
Cordoba 25. ágúst — AP
ANATOLY Karpov,
sovézki heimsmeistarinn í
skák, virðist nokkuð örugg-
ur um sigur á alþjóðlega
Montilla-Morilas skák-
mótinu, hinu sjötta í röð-
inni, eftir að haf a gert jafn-
tefli við Michel Stean frá
Bretlandi I áttundu um-
ferðinni, sem tefld var i
gærkvöldi. Karpov er enn
ósigraður á mótinu og hef-
ur nú 6V6 vinning.
Næstir koma Stean, Ricardo
Calvo frá Spáni og Lubomir
Kavalek frá Bandaríkjunum með
5 vinninga hver. I dag er hvíldar-
dagur á mótinu, en lokaumferð
verður tefld á morgun og eigast
þá við Calvo og Pfleger, Diaz del
Corral og Bellon, Fravuala og
Pomar, Karpovog Kavalek
ogByrne og Stean.
Spænska stjórnin
bannar stjórnmála-
þátttöku hermanna
Madrid 25. ágúst— Reuter.
SPÆNSKA ríkisstjórnin
gaf í gærkvöldi út tilskip-
un sem bannar spænskum
hermönnum að ganga í
stjórnmálaflokka. Tilskip-
un þessi var samþykkt á
rfkisstjórnarfundi, og voru
þar einnig ákveðnar að-
Síðbúinn sómi
handa W ashington
Washington 25. ágúst
— Heuter.
BANDARtSKA fulltrúadeildin
samþykkti f gær við atkvæða-
greiðslu að hækka George sáluga
Washington f tign, — þ.e. úr
venjulegri hershöfðingjastöðu í
allsherjarhershöfðingj a („Gener-
al of the Armies“), 176 árum eftir
að þessi fyrsti forseti Bandarfkj-
anna lézt.
Það var hermálanefnd deildar-
innar sem fékk hugmyndina um
þessa nýju upphefð handa forset-
anum, og taldi hún að hann ætti
meiri sóma skilinn.
Bandaríski herinn hefur hins
vegar lýst nokkrum efasemdum
vegna þess arna, en reyndar á
frumvarpið eftir að fá samþykki
öldungadeildarinnar. Herinn
kveðst að vísu ekki vera andvígur
því, en segir að þessi stöðuhækk-
un muni ekki hafa mikla raun-
hæfa þýðingu þegar til þess kem-
ur að meta stöðu hans í banda-
rískri sögu. Áður hefur aðeins
verið einn allsherjarhershöfðingi,
en það var John Pershing, eftir
fyrri heimstyrjöldina.
gerðir til að reyna að draga
úr hinum mikla halla á ut-
anrfkisviðskiptum. Engar
nánari upplýsingar um
efni tilskipunarinnar voru
látnar uppi að svo stöddu,
en fréttaskýrendur kváðu
Ijóst að rfkisstjórninni
væri mikið í mun að halda
her landsins utan við
stjórnmál, nú þegar unnið
væri að þvf að þoka land-
inu f átt til vestræns lýð-
ræðis. Er talið að bann
þetta muni ná jafnt til her-
manna sem hyggjast ganga
f hægri sinnaða flokka sem
vinstri sinnaða.
Halli á utanríkisviðskiptum
Spánar var á síðasta ári um 4.800
milljónir sterlingspunda, og
ákvað stjórnin ýmsar aðgerðir til
að reyna að snúa þróuninni við.
Meðal þeirra er stofnun sérstaks
sjóðs sem ætlað er að veita erlend-
Sovétmenn taka japanskan fiskibát
Tókló — 25. ágúst — Reuter.
SOVÉZKT varðskip tók 1 dag
japanskan bát, sem var að veiðum
við Hokkaido, og færði hann til
hafnar á eynni Sakhalin.
Átta manna áhöfn er um borð (
bátnum, en áhöfn annars
japansks báts, sem var að veiðum
á sömu slóðum, segir, að báturinn
hafi ekki verið á sovézku yfir-
ráðasvæði. Sovézk yfirvöld hafa
um þjóðum lán úr sem hafa áhuga
á því að kaupa spænskan varning
og þjónustu. Þá var ákveðið að
setja á laggirnar nefnd til að
kanna möguleika á að lögleiða
fjárhættuspil að nýju, en slíkt
hefur verið bannað á Spáni síðan
á þriðja áratug aldarinnar.
nokkrum sinnum áður lagt hald á
japanska fiskibáta við Hokkaido
og hafa haldið þvi fram, að þeir
væru á veiðum á sovézku yfirráða-
svæði.
Sjáandi
í súpunni
Homcastle 25. ágúst — Reuter
SJÁANDINN Simon Alexand-
er hafði alveg góða og gilda
skýringu — að þvf er honum
fannst. Hann hafði verið
stöðvaður af umferðarlögreglu
1 Horncastle á Englandi fyrir
of hraðan akstur. Hann gaf þá
skýringu á þessu óláni að
dulrænar bylgjur sem stöfuðu
frá sér hefðu ruglað rafeinda-
tæki lögreglunnar í rfminu og
þau því sýnt ranga mælingu.
Þótt undarlegt megi virðast
tók dómstóllinn ekki þessa
skýringu til greina. Simon
Alexander, sjándi, var dæmd-
ur f 10 sterlingspunda sekt
fyrir of hraðan akstur og önn-
ur 10 fyrir að hafa ekki verió
með ökuskfrteini. Hann hlýtur
nú að velta nokkuð vöngum
yfir þvf hvers vegna í ósköpun-
um hann sá þetta ekki fyrir.
Dayan rit-
stýrir nýju
dagblaði
EFTIR nokkrar tafir og
þóf mun snemma í næsta
mánuði líta dagsins ljós
nýtt dagblað í ísrael sem
ritstýrt verður af Moshe
Dayan, hershöfðingja og
fyrrum varnamálaráð-
herra ísraels, að því er
segir í frétt frá frétta-
ritara The Observer í
Jerúsalem. Dayan kveðst
sjálfur marka stefnu rit-
stjórnargreina og enn-
femur rita af og til per-
sónulega dálka í blaðið.
Blaðið, sem mun nefnast
Hayom Hazeli (í dag) á
að koma út á hádegi og
keppir þar með við hin
síðdegisblöðin tvö,
Ma’ariv og Yedioth
Ahronoth. Dagleg stjórn
hins nýja dagblaðs verð-
ur í höndum ritstjórnar
hafa fengið að kynnast jafn góðri fjöl-
skyldu og hinni fslenzku fjölskyldu
minni, þá hef ég sjálf líka eignazt góða
reynslu", sagði Brenda ..Þannig finnst
mér nú sem heimurinn sé ekki jafn stór
og áður Ég held að fólkið sé allt hvert
öðru Ifkt og ég held ég megi segja að
áhugi minn á veröldinni hafi aukizt "
Við snerum nú máli okkar til hús-
móðurinnar og spurðum hana hvernig
sumarið hefði gengið
..Þetta er ein sú ánægjulegasta
reynsla, sem fjölskyldan hefur upplif
að," sagði Helga ,.Ég held að við
vildum gjarnan gera þetta aftur, þar
væri svo sannarlega þess virði."
,,Já, þetta heppnaðist alveg stórkost-
lega," sagði Eirlkur „Sambúðin hefur
verið eins góð og hægt er að kjósa sér
og við höfum alls ekki séð eftir að hafa
tekið þátt í þessu Ég held að þetta sé
mjög gagnlegt fyrir hverja fjölskyldu
að fá að kynnast ungri manneskju frá
öðru landi, hafi hún nokkurt tækifæri
til þess "
Meðan Brenda hefur dvalizt hér
hefur AFS staðið fyrir ýmsum ferðum
og kynningum fyrir nemana, sem hér
eru. Þannig hafa allir gengið á Esjuna,
þeir eyddu allir saman heilli viku f
Reykjavfk til að kynna sér atvinnulff og
ýmsar stofnanir Þá hafa nemarnir farið
í tvær hópferðir á vegum AFS, að.a út
á Snæfellsnes og hina Vestm nna-
eyja
AFS er alþjóðasamtök skiptinema og
starfar f fjölmörgum löndum út um
allan heim Hér á landi hóf AFS starf-
semi slna árið 1957 og þá fór fyrsti
Framhald á bls. 35
f.v. Helga, Brenda, Martha og Eiríkur. Á gólfinu fyrir framan
sitja tvö yngri systkini Mörthu.
m