Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976 Minning — Einar Helgi Sigfússon Fæddur 28. desember 1961. Dáinn 18. ágúst 1976. I dag stöndum við ættingjar Einars Helga Sigfússonar hljóðir og skilningsvana yfir moldum hans, en hann lést hinn 18. ágúst. Hann var sonur hjónanna Nikolínu Einarsdóttur og Sigfús- ar Svavarssonar, að Þúfubarði 8 í Hafnarfirði. Veikindi hans munu að líkind- um hafa átt sér nokkuð langan aðdraganda, en í tæpa 5 mánuði barðist hann við þrotlausar þján- ingar, þar til yfir lauk. Að kvöldi fermingardags hans, hinn 28. marz síðastliðinn, bar þann skugga á, að veikindi hans gerðu fyrst alvarlega vart við sig, og varð að flytja hann á sjúkrahús daginn eftir. Nokkrum sinnum var honum leyft að fara heim og voru það bæði honum og hans nákomnustu dýrmætar stundir. Læknar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð honum til bjargar en án árangurs, því enn hefir læknavís- indunum ekki tekist að sigrast á sjúkdómi þessum. Leitað er í huganum að svari við þeirri spurningu, hvers vegna uppvaxandi, saklaust ungmenni er svo skjótt burt kallaö. Hann, sem var gæddur svo sterkri lffs- löngun og átti sér svo mörg hugð- arefni. Hann var sérlega laghentur og smíðaði margt góðra muna í handavinnutímum skólans, og hafði hann sérstaka ánægju af að færa ömmu sinni fagra smíðis- gripi. Einnig vissi hann margt um fugla, og átti hann mikið eggja- safn. Hans mesta áhugamál var þó golfíþróttin. A golfvellinum á Hvaleyrar- holti eyddi hann mestöllum frí- stundum síðastliðin 2—3 ár. Fyrst til aðstoðar, en sfðar í æfingum og keppni. 1975 vann hann tvo Dunlop- Júníor í opnum, yngri flokki, ann- an til eignar en hinn sem farand- bikar. Hefði mátt búast við, að hann næði langt í þessari íþrótt entist honum aldur til. Áður nefndri spurningu er jafn ósvarað nú og fyrir um 21 ári síðan, en þá sáu Ninna og Sigfús á bak rétt árs gömlum dreng, Svav- ari að nafni, sem lést af slysför- um. Auk þess hafði Ninna fyrr misst tvíburastúlkur í fæðingu. Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru Halldóra Svava, Friðrikka og Sigurbjörn þeirra yngstur, 8 ára. Einnig er þeim fæddur dóttur- sonur, sem dvelst með þeim nú, og vermir hug allra á heimilinu á þessum erfiðu tímum. Syrgður er nú elskulegur drengur, en um hann munu geym- ast bjartar minningar. Við biðjum um huggun og styrk til handa foreldrum, systkinum, ömmu og öðrum ættingjum Ein- ars Helga, og guð blessi hann á hans nýju leiðum. Ásta og Eyjólfur. Öll trúarbrögð, hvaða nafni sem þau nefnast, boða líf að loknum jarðlifsdauða. Þó eru til þeir menn, sem efast og telja öllu lífi lokið við likamsdauðann. En samt er það svo, að ef einhverntíma hefur fundizt sönnun fyrir lifi, þó ekki væri nema einnar sálar, handan þessa lífs, þá er sönnun fengin, því enginn einn er öðrum æðri, engin ein sál annarri æðri. Allir eru jafnir að loknu jarðlifi. Þó heggur dauðinn jafnan svo sárt, að undan svíður og stundum svo, að vart verður af borið. Þá gagnar Iítið sú vissa, að hinn horfni muni lifa áfram lífi, sem að öllum líkindum tekur fram þvi lifi, sem við lifum hér á jörðinni. Þegar ungur piltur er hrifinn á brott úr heimi okkar, þá verður hugur okkar tekinn söknuði og sorg. Okkur finnst að rétt hefði verið að hann fengi að lifa áfram meðal okkar. Einar Sigfússon var einn þeirra, sem ég mun lengi muna. Elskulegt viðmót hans og bjartur svipur verður þeim lengi I minni, sem honum kynntust. Það er mikil sorg fyrir foreldra hans að verða að sjá á bak þessum mannvænlega syni. Megi trúin verða þeim til styrktar, því vist er svo, að þegar fýkur í skjólin hér í heimi, þá verður trúin það at- hvarf, sem flestum dugar bezt. Ég sendi foreldrum og systkin- um hans innilegar samúðarkveðj- ur minar og fjölskyldu minnar. H.K. Minning: Sigurjón Jóns- son yfirvélstjóri Þann 12. ágúst s.I. lézt Sigurjón Jónsson fyrrv. yfirvélstjóri, tæpra sjötíu og tveggja ára að aldri, á sjúkrahúsi í Hamborg, en þar hafði hann verið í sumarleyfi með konu sinni er hann veiktist skyndilega, og lifði aðeins fáa daga þar til hann var allur. Utför hans verður gerð í dag frá Foss- vogskapellu. Leiðir okkar Sigurjóns lágu t Þokkum öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarfor dóttur mmnar og systur okkar GUÐBJARGAR LILJU ÓLAFSDÓTTUR Múlakoti. Fljótshllð Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hana I veikindum hennar Lára Eyjólf sdóttir Fjóla Ólafsdóttir Reynir Olafsson t Þokkum mnilega auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóð- ur. ömmu og langommu BJARNHEIOAR GUÐMUNDSDÓTTUR Vestmannaeyjum Guðrún Pálsdóttir Þröstur Sigtryggsson Guðbjörg Pálsdóttir Sturla Þorgeirsson Arndfs Pálsdóttir Georg Aðalsteinsson Þorbjöm Pálsson Esther Antonsdóttir ' Hrafn Pálsson barnaböm og barnabarnabörn t Eigmmaður minn, faðir, stjúptaðir. sonur og bróðir KOLBEINN ÓLAFSSON Vesturbergi 86 lézt 1 7 ágúst í London Útför hans verður gerð föstudaginn 2 7 ágúst ki 1 30 frá Dómkirkjunm Ingibjörg Sigurðardóttir Sigurður Óli Kolbeinsson Kolbrún Kolbeinsdóttir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Sólveig Hallgrlmsdóttir Ellsabet Metta Sigurðardóttir Björgvin Ólafsson Pétur Pétursson fyrst saman fyrir rúmum tveim áratugum, er við hófum að byggja hvor sitt hús hlið við hlið í Laug- arásnum I Reykjavík. Fann ég fljótt hvílikur afbragðsmaður þar var á ferð og átti ég eftir að sannreyna það enn betur þann tíma er við vorum næstu nágrann- ar, frá því er við fyrst kynntumst og þar til nú, er hann leggur i sina hinztu ferð. Sigurjón Jónsson var fæddur 23. ágúst 1904 í Reykjavík og voru foreidrar hans Jón Vigfússon steinsmiður frá Hamrahóli í Holt- um í Rangárvallasýslu og Helga Sigurðardóttir frá Syðri-Hömrum í Ásahreppi í sömu sýslu. Sigurjón hóf ungur járnsmíða- nám í Reykjavík og lauk iðnskóla- námi og síðan vélstjóraprófi frá Vélskólanum árið 1930. Eftir það stundaði Sigurjón lengst af vél- stjórastörf á skipum. Lengi var hann vélstjóri á Suðurlandinu og Laxfossi, en eftir að ég kynntist honum var hann lengst af yfir- vélstjóri á Disarfellinu, einu af skipum SÍS, og stundaði þá milli- landasiglingar að mestu. Sigurjón kvæntist 9. nóv. 1935 Soffíu Jónsdóttur Guðmundsson- ar smiðs i Reykjavík og viðar, og lengi bónda á Narfeyri á Skógar- strönd, og konu hans Guðrúnar Jakobsdóttur, velþekktra dugnað- arhjóna. Það mun hafa verið mik- ið gæfuspor fyrir þau bæði, því að Soffia og Sigurjón voru samvalin heiðurshjón, og sambúð þeirra hin bezta. Það leiddi af eðlilegum ástæð- um, vegna starfa Sigurjóns oft langdvölum fjarri heimilinu, að það kom í hlut Soffiu að stjórna búi í fjarveru hans. En svo voru þau samtaka og samhent, og slík- ur var dugnaður, stjórnsemi og fyrirhyggja Soffíu að ekki beið heimilið minnsta hnekki við það. Sigurjón var mikill hagleiks- maður, og svo iðinn og vinnusam- ur að einstakt var. Bæði á meðan að á húsbyggingunni stóð og eins er timar liðu fram var hann si- vinnandi við hús þeirra, er hann var í landi, alltaf að endurbæta og fegra í kringum sig. Virtist mér hann jafn vigur á öll verk, hvort sem það var um að ræða vinnu við málma eða tré, málningu eða jarð- vinnu. Svo mikið prúðmenni og ljúfmenni var Sigurjón að aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni. Það er mikil gæfa hverjum sem er að kynnast góðu fólki á lífsleið- inni. Við hjónin og börn okkar áttum þvi góða láni að fagna að fá þau Sigurjón og Soffíu fyrir okk- ar næstu nágranna, en betri granna verður ekki á kosið. Mynd- aðist þvi fljótlega gagnkvæm vin- átta milli heimilanna, og mátum við þau hjón mikils, að verðleik- um. Okkur setti því hljóð er við lás- um fréttina um hið snögga fráfall Sigurjóns. Við höfðum kvatt þau hjónin þá fyrir fáum dögum glöð og kát, er þau voru að leggja upp f sumarleyfisferð og heimsókn til einkasonar síns Gylfa, sem nýlega er tekinn víð forstöðu skrifstofu SÍS í Hamborg. Gylfi er kvæntur Valgerði Ólafsdóttur Magnússonar frá Mosfelli og konu hans Rósu Jakobsdóttur. Þau Gylfi og Val- gerður eiga tvö börn, og saknaði Sigurjón þeirra mjög er þau fóru til Þýzkalands og hlakkaði því eðlilega mikið til að hitta þau aftur i ferðalaginu. En enginn veit sina ævina fyrr en öll er. Það er þó nokkur hugg- un í söknuði og sorg fjölskyldunn- ar að Sigurjóni skyldi auðnast að eiga síðustu dagana með barna- börnunum og þeim ástvinum, sem honum voru næstir hjarta. Gylfi hefur erft eðliskosti foreldra sinna og hefur hann verið þeim mikill gleðiauki í lífinu, enda ætíð mjög kært með þeim. Ég vil ljúka þessum fátæklegu kveðjuorðum um nágranna minn t Utfor eiginmanns mins, foður okkar og tengdaföður BENEDIKTS ÞÓRARINS DÚASONAR skipstjóra sem lést 19 ágúst. fer fram frá Fossvogskirkfu föstudaginn 27 ágúst kl 1 3 30 Theodóra Oddsdóttir Dúa Þórarinsdóttir Baldur Eirfksson Asgeir Þórarinsson Katrfn Vaitýsdóttir Brynja Þórarinsdóttir Gunnar Bergsteinsson Ása Þórarinsdóttir Óli Geir Þorgeirsson Móðir min t GUÐRÚN H. EINARSDÓTTIR Hllðarbraut 1 7 Hafnarfirði verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði. löstudaginn 2 7 ágúst kl 14 Fyrir hönd systkina minna Karl M. Jónsson LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 og vin Sigurjón Jónsson með því að þakka honum fyrir þau ár, sem við höfum verið samferðamenn. Soffíu og fjölskyldu hennar sendum við hjónin okkar innileg- ustu samúð. Þau hafa mikið misst, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Jóhannes Bjarnason verkfræðingur’ Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vcra vél- ritaðar og með góðu Ifnubili. t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa STEFÁNS ÁSMUNDSSONAR Mýrum Guð blessi ykkur öll Böm, tengdaböm og bama böm Skilti á krossa Flosprent, sími 16480. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 »»■* .JHargaablníúþ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.