Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976
33
VELVWKAIMOI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Um þróun
ogsköpun
Sóley Jónsdóttir skrifar:
,,Ég vil byrja á því að þakka R.
Helga V. fyrir hreinskilni, þó vil
ég taka fram að ég er honum
engan veginn sammála í öllu. Það
sem vakti athygli mína i grein R.
Helga V. voru orðin „börnin velja
nær undantekningarlaust síðari
skýringuna (það er trúa frekar
þróunarkenningunni) og það
verður til þess að þau fara að
efast um réttmæti alls hins sem
lesa má í Biblíunni." Þetta er
eflaust rétt hjá honum og ég veit
að þróunarkenningin gerir marga
ruglaða i trúmálunum. Ekkert í
Biblíunni stangast harkalega á
við sönn vísindi. Þróunarkenning-
in er ekki sönn vísindi, vegna
þess að grundvöllur hennar er
getgáta.
Þeir sem boða þróun bjóða okk-
ur listaverk án höfundar — er
það hægt?
I Líffræði I eftir P.B. Weisz
prófessor, sem Örnólfur Thorla-
eius þýddi (bók sem boðar þró-
un), 4. kafla, Uppruni lífsins, bls.
42, segir: „Hér að framan hefur
þess verið getið að menn telja að
líf hafi orðið til við rás atvika er
lyfti skipulagi lifvana efnis á si-
fellt hærra stig. Frumeindir sam-
einuðust i einföld sambönd, sem
síðan bundust á a' flóknari hátt;
hin flóknustu sameinuðust í kerfi
efnasambanda sem að lokum
skriðu saman í „lifandi" eindir
þ.e. frumur. Mönnum er ekki
Ijóst í öllum atriðum hversu þessi
þróun fór fram. Hluti af þekkingu
vorri um upphaf lifsins er feng-
inn með samanburði við gerðir
lifvera og lífsstarfsemi sem nú er
að finna hér á jörð. Til dæmis
hafa líffræðingar ályktað af veir-
um, gerlum og öðrum frumstæð-
utn formum lífs, hvernig hinar
fyrstu lífverur gætu hafa verið.
Einnig hafa stjarnfræði, eðlis-
fræði og jarðfræði lagt sinn skerf
til lausnar þessari gátu en þessar
fræðigreinar veita oss heimildir
um trúlega gerð jarðarinnar er líf
kviknaði þar.
Mikilvæg vitneskja fæst og úr
þaulhugsuðum efnafræðitilraun-
um, þar sem reynt er á rannsókn-
arstofum að líkja eftir nokkrum
þeirra skrefa sem fyrir óratima
kunna að hafa leitt til kviknunar
lífsins. Allt þetta stutt trúlegum
vangaveltum gerir oss i dag kleift
að setja fram sennilegar skýring-
ar á upphafi lífsins." (leturbr.
S.J.).
I Líffræði II eftir sama höfund
og sama þýðanda bls. 251, Upp-
runi manna, segir: „Raunalega
litlar steingerðar leifar veita vitn-
GEVAF
eskju um þróun manna;Vér get-
um rakið nýliðna þróun svo til
hvaða spendýrs sem er betur en
vora eigin. Vér þekkjum ekki þró-
unarhraut manna, þar sem þeir
fáu steingervingar sem fundizt
hafa, virðast ekki vera af beinum
forfeðra vorra, heldur af fulltrú-
um ýmissa hliðargreina á ættar-
meiðinum." (Leturbr. S.J.).
Það er geysimargt sem þróunar-
kenningin getur alls ekki skýrt
eða gert grein fyrir. Efnishyggju-
maðurinn kýs frekar að trúa að líf
hafi kviknað svo að segja af sjálfu
sér, heldur en að trúa á sköpun,
eins og sagt er frá í Bibliunni.
I Lesbók Morgunblaðsins s.l.
vetur birtist grein eftir einn af
allra fremstu vísíndamönnum
vorra tíma, Werner von Braun,
þar sem hann segir meðal annars
þetta: „Nú á tímum vinna þús-
undir visindamanna að stórfeng-
legasta verkefni sem mennirnir
hafa nokkru sinni staðið gegn,
nefnilega tilraun til að skilja eðl-
isfræðilegan alheim, sem er óend-
anlegur bæ'ði i tíma og rúmi, flók-
ínn í hverju smáatriði og áhrifa-
ríkur í skipulagi sínu. Einnig
reyna þcir að skilja uppruna hans
og hvernig hann starfar, . . . vís-
indaleg lögmál stjórna ekki veru-
leikanum, heldur reyna þau að
útskýra hann." (leturbr. S.J.).
Þetta segir hinn mikli visinda-
maður, hann er ekki eins hroka-
fullur og margir minna metnir
vísindamenn, sem koma með full-
yrðingar í sambandi við þróun.
sem ekki fá staðizt. Það er stað-
reynd að margt af því sem stuðn-
ingsmenn þróunar kenna er
fásinna og alger heilaspuni.
Að síðustu vil ég segja að það er
aðeins ein leið til lifshamingjunn-
ar og hana er að finna hjá höfundi
lífsins, sem opinberaðist i holdi,
sem Drottinn Jesús Kristur, frels-
ari mannanna. Kól. 1.15 —18. Guð
Bibliunnar er hinn eini og sanni
Guð og hjálpari. (Jes. 45,21.) Sæll
er hver sá er óttast Drottin, er
gengur á hans vegum. Sálm.
128,1.
Sóley Jónsdóttir,
Akureyri."
Og frá þessum umræðum um
þróun eða sköpum skulum við
snúa okkur örlitið að ferðamál-
um. Dönsk kona sem var á ferð
hér í sumar hefur ritað bréf og
biður fyrir þakkladi fyrir gest-
risni sem hún sagðist hafa mætt
hér á landi
0 Einstök
gestrisni
„Frá 4. til 27. júlí hef ég
verið á tslandi ásamt barnabarni
mínu og ekki hélt ég að til væri
svo mikil gestrisni ennþá, en
hennar urðum við vissulega að-
njótandi hjá Dísu og Torfa í Hafn-
arfirði.
Við bjuggum nokkra daga í
Edduhótelinu á Akureyri ásamt
Mie frá Skelskör á Sjálandi i
tveggja manna herbergi. Disa
hafði með góðum fyrirvara pant-
að herbergi fyrir mig og barna-
barn mitt og sagði hún að nú
hefði ein dönsk stúlka ba'st í hóp-
inn og spurði hvort hún gæti ekki
fengið að liggja á gólfinu á vind-
sæng. Jú, það var allt i lagi og
okkur fannst morgunmaturinn
góður, en um kvöldið fengum við
upp á herbergið vöfflur og rjóma.
Úti var enn bjart og við þessar
þrjár dönsku ferðakonur nutum
til fullnustu miðnæ’tursólarinnar
og kvöldkaffisins án þess að það
kostaði hina þriðju nokkuð. Við
þökkum Hótel Eddu á Akureyri
fyrir gestrisnina og Islendingum
öllum.
Else Toftkjær Jensen,
Roshagavej 22 2720 Vanlöse Dan-
mark."
Það er alltaf ánægjulegt þegar
dæ'mi heyrast um að ferðamenn
hafa verið ánægðir með dvöl sina
á landinu, það er ekki alltaf svo
mikið af góðum fréttum.
Ríthöfundur sem hafði góða og
gilda ástæðu ti! að verja sig gegn
ókunnugum, sem reyndu að gera
aðsúg að honum.
James Everst reis nú á fætur.
— Eg er hræddur um að það
væri ókurteisi að ieyfa mér öllu
lengur að njóta friðarins og sam-
vistanna við yður hér, vinur
minn. Það er ekki sanngjarnt
gagnvart hinum blaðamönnun-
um, sem hafa lagt á sig þá fyrir-
höfn að koma alla ieið hingað.
Ég leit f kringum mig og varð
þá ljóst að Vern og hinir Ijós-
myndararnir voru að smella
myndum af okkur f grfð og erg
gegnum glerið. Og f sama mund
komu tveir aðrír biaðamenn inn í
áttina til okkar f fylgd með systur
rithöfundarins. Nú var komin
röðín að hinum að tala við hinn
mikla mann.
Myndi ég fá frekara tækifæri
til að komast að þvf eftir hverju
hann væri að leita? Eða hafði mig
dreymt að hann hefði skrifað orð-
ið IIJÁLP stórum stöfum á jörð-
ina fyrir fótum okkar. Og sú
hræðslutilfinning sem ég fann
grfpa mig virtist færa mér heim
sanninn um að mfg hefði ekki
verið að dreyma. Ég vætti þurrar
HOGNI HREKKVISI
„Ég kem strax og pillan er komin á sinn stað, —
frú!“
Ódýr matarkaup
Egg 395 kr. kg.
IVIýr lundi ............... 1 00 kr. stk.
Hvalkjöt ................... 335 kr. kg.
Kálfalæri .......... .... 370 kr. kg.
Kálfahryggir ............... 300 kr. kg.
Kálfakótilettur ............ 370 kr. kg.
Kálfahakk .................. 490 kr. kg.
Lambasvið....................... 290 kr. kg.
Reyktar rúllupylsur .........498 kr. kg.
Grísalifur...................... 220 kr. kg.
Unghænur ................... 590 kr. kg.
Unghænur 10 stk. í ks......... 500 kr. kg.
Nautahakk .................. 670 kr. kg.
Nautahakk 10 kg.................. 600 kr. kg.
Nautagullach ............. 11 30 kr. kg.
Nautaroastbeef ........... 11 90 kr. kg.
Nautabógsteik .............. 655 kr. kg.
Nautagrillsteik............... 655 kr. kg.
Nautahamborgarar ............ 50 kr. stk.
Folaldagullasch ............ 880 kr. kg.
Folaldasnitsel ............. 980 kr. kg.
Munið:
Opið til kl. 19 föstudag.
Lokað laugardag.
KSJ®TPO^D®@TrtÖXI)D[Rí]
Laugalæk 2, REYKJAVIK, simi 3 50 2o
*r