Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1976 wgtntfrlfifrifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 50,00 kr. eintakið Upplýsingar fiski fræðinga um að klak allra nytjafiska við íslands strendur hafi tekizt frá- bærlega vel að þessu sinni eru beztu og jákvæóustu fregnir, sem þjóðinni hafa borizt um langt skeið. Síð- ustu misseri má segja, að fréttir af ástandi fiskstofn- anna við landið hafi allar verið á einn veg og gefiö tilefni til hinnar mestu svartsýni um að fólkið, sem þetta land byggir, gæti til frambúðar byggt afkomu sína á fiskveiðum fyrst og fremst. En nú rofar til. Sigfús Schopka, fiski- fræðingur, einn helzti sér- fræðingur okkar um þorsk- stofninn sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að þessi árgangur nú mundi verða til þess að vega upp á móti lélegum árgöngum þorsks frá árunum 1974 og 1975 að því tilskildu, að ekkert hendi þessi seiði á lífsleiðinni þangað til að þau fara að koma fram í veiðinni, sem verður eftir 4 ár eða 1980 að sögn fiski- fræðingsins en þá telur hann óhætt að grisja þenn- an stofn eitthvað. Athyglis- vert er, að sá hrygningar- stofn, sem þetta góða klak kemur frá, er hinn léleg- asti, sem vitað hefur verið um. Sýnir þetta að sögn fiskifræðinga, að ytri skil- yrði ráða ákaflega miklu um hvernig til tekst með klak. Um leið og fagna ber þessum tíðindum er þó ástæða til að minna á þann fyrirvara, sem bæði Sigfús Schopka og Jakob Jakobs- son gera í samtölum við Morgunblaðið, að ekki er sopið kálið þótt íausuna sé komið og þessi seiði eru ekki orðin að stórþorski enn. Samt sem áður eru þetta fyrstu góðu fréttir, sem við höfum fengið um langt skeið af ástandi fisk- stofnanna og þá ekki sízt þorskstofnsins. Að undanförnu hefur Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, sætt nokkru aðkasti vegna þess, að hann hafi ekki að mati gagnrýnenda gert nægileg- ar ráðstafanir til þess að takmarka þorskveiðar við það mark, sem fiski- fræðingar hafa talið hæfi- legt á þessu ári. Þessi gagn- rýni á sjávarútvegsráð- herra er ósanngjörn. 1 ráð- herratíð sinni hefur Matthías Bjarnason ein- mitt lagt rfka áherzlu á margvíslegar aðgerðir til þess að draga úr sókn og takmarka veiðar. Það er hins vegar ljóst, að við mikla erfiðleika héfur ver- ið að etja á þessu ári. Þorskastríðið við Breta var í algleymingi fram undir mitt ár og meðan það stóð yfir var í raun rétrri ekki hægt að ná stjórn á veiðun- um með nokkru móti. Sjávarútvegsráðherra var hins vegar einn þeirra, sem beitti sér fyrir samnings- gerðinni við Breta, sem gerir það að verkum, aö þeir munu veiða um 30—40 þúsund tonnum minna af þorski það, sem eftir er árs- ins en þeir ella mundu hafa gert að óbreyttum aðstæð- um. Það er sérstæð þver- sögn í þessum umræðum, að þeir aðilar á hinum póli- tíska vettvangi, sem mest gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir að gera samningana við Breta, ganga nú harð- ast fram í gagnrýni á sjávarútvegsráðherra fyrir að takmarka veiðar ekki nægilega mikið og var sá samningur þó kannski sterkasta vörnin fyrir þorskstofninn. Enda er það svo, að Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, hefur ekki tekið undir gagnrýni á sjávarút- vegsráðherra í þessum efn- um heldur þvert á móti lýst yfir stuðningi við afstöðu hans til þorskveiðanna. En þetta er ekki mál sjávarútvegsráðherra eins, heldur þjóðarinnar allrar. Til þess að takmarka heild- arveiði þorsks á þessu ári við 280 þúsund tonn hefði þurft að gera mjög harka- legar ráðstafanir, sem haft hefðu ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir efnahag landsmanna á þesu ári og hinum næstu og valdið stórkostlegu atvinnuleysi. Ríkisstjórnin hefur ekki talið fært að grípa til slíkra aógerða til þess að ná þeirri tölu, sem fiskifræð- ingar hafa nefnt enda verð- ur að draga í efa, að hún hefði notið almenns stuðn- ings við slíkar ráðstafanir. Hins vegar hefur Matthías Bjarnason látið í ljós þá skoðun, að mögulegt ætti að vera að ná því marki að takmarka þorskveiðar við 560 þúsund tonn á tveggja ára tímabili og hefur hann viljað líta á það tímabil, sem fiskifræðingar hafa talið hættulegast, sem eina heild í stað þess að skipta því i sundur í tvö alman- aksár. í viðtali við Morgunblað- ið í dag lýsir Matthías Bjarnason ánægju sinni yf- ir þeim tíðindum, sem bor- izt hafa um klakið í ár og segir m.a.: „ Eins og marg- oft áður hefur komið fram, hef ég lagt á það höfuð- áherzlu að auka fjölbreytni veiða og sækja í fleiri fisk- tegundir og reyna á þann hátt að dreifa sókn flotans frá þorski og hef ég talið mun affarasælla að stefna í þá átt fremur en að binda stóran hluta af flotanum við bryggjur, minnka fram- leiðsluverðmæti þjóðar- innar og halda áfram í hag- stæðu afurðaverði að stór- auka skuldir þjóðarinnar við útlönd.“ Flest bendir til að þessi stefna sjávarútvegsráð- herra hafi þegar borið nokkurn ávöxt. Veiðar á sumarloðnu hafa komizt á verulegt skrið nú, eins og færustu fiskifræðingar okkar höfðu margsagt fyr- ir, tilraunir með kolmunna- veiðar eru komnar á rek- spöl, gerðar hafa verið til- raunir með veiðar á djúp- rækju og fleira af þessu tagi mætti nefna. Þótt ástæða sé til að vara við of mikilli bjartsýni stefnir þó í rétta átt. Klakið og þorskveiðarnar THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER Indíánar í Brazilíu eiga í höggi við bændur eftir SUSAN BRANFORD sao paolo — Bændur í ríkinu Mato Grosso í Brazilfu og indíánar, sem búið hafa í hér- aðinu um langt skeið, hafa átt í erjum út af landareignum að undanförnu. Tóku átök þessi nýja og skelfilega stefnu nú fyrir skömmu, er þýzkur trú- boði í austurhluta héraðsins var myrtur að undiriagi auðugs landeigenda. Sjötíu manna hópur réðst að næturþeli ínn í trúboðsstöðina, sem faðir Rodolfo Lunkenbein veitti forstöðu. F'éll hann fyrir kúlum morðingjanna og auk þess hlutu fjórir Bororo- indíánar, sem í stöðinni voru, alvarleg meiðsl. Héraðið Mato Grosso hefur óðum verið að byggjast upp að undanförnu og einkum hafa þangað flutzt bændur, er lagt hafa stund á nautgriparækt. Að því er fréttir herma, var það .loao Marques de Oliveira, auðugur nautgripabóndi, sem gerði út leigumorðingja til að ryðja föður Lunkenbein úr vegi. í janúar sl. áttu blaðamenn viðtöl við föður Lunkenbein og s^feðist honum svo frá, að deilur indíána og bænda hefðu byrjað árið 1955. Þá hefðu bændur flutzt til héraðsins í stórum hópum og lagt undir sig landar- eignir, sem indíánar hefðu átt frá fornu fari. Sfðan hefði alltaf soðið upp úr annað veifið. Bororo-indíánarnir á svæðinu eru um 800 talsins. Þeir hafa að sjálfsögðu litið þessa ,,innrás“ hvíta mannsins mjög óhýru auga. Meðal annars hafa þeir fullyrt, að nautgripabændurnir hafi beitt gripum sínum á akra þeirra til þess að reyna að flæma þá á brott. 1 janúar sl. lóguðu Bororo- indfánar sex nautum og þremur hrossum í eigu hvítra bænda og hótuðu þvi að fella allan bústofn þeirra ef hann yrði ekki rekinn burt af landi þeirra. í júni sama ár bar Joao Marques það á indíánana, að þeir hefðu stolið 30 sekkjum af hrísgrjónum úr einni hlöðu hans. Indíánarnir viðurkenndu verknaðinn, en báru því við að hrísgrjónin hefðu verið ræktuð á landareign þeirra sjálfra. Indíánarnir hafa árum saman farið þess á leit við yfirvöld, að þau auðkenni landsvæði þau, sem þeir gera tilkall til oggeri ráðstafanirtilaðhaldaafturaf bændunum. Það var hins vegar ekki fyrr en í október á siðasta ári að forseti FUNAI, sem er sérstök stofnun í Brazilíu, er lætur sig málefni indíána varða, ákvað að höfða mál gegn bændunum. Hann staðfesti og það, að samkvæmt landslögum ættu Bororo indíánarnir tilkall til þess 210.000 ekra lands- svæðis, sem þeir hefðu nýtt ára- tugum saman. I júni sl. lofaði forseti FUNAI því, að innan nokkurra mánaða yrðu sendir menn til að girða af lönd indíánanna. Það var ekkert launungarmál að faðir Lunkenbein var aðal- hvatamaður þess, að gengið var í skrokk á „árásaraðilunum". Hann hafði starfað í héraðinu um 20 ára skeið og var gjör- kunnugur málavöxtum og stað- háttum. Með aðförinni að föður Lunkenbein hefur athygli manna mjög beinzt að Bororo- indíánum, og er ekki ólíklegt, að þessi mikli velgjörðarmaður þeirra muni með dauða sínum flýta fyrir því að eitthvað verði aðhafzt þeim til varnar af opin- berri hálfu. Þótt undarlegt megi virðast, eins og nú er málum komið, hafa samskipti Bororo-indíána við samfélag hvítra manna( til skamms tíma þótt til mikillar fyrirmyndar. Það var Candido Rondon marskálkur, mikill vinur og velgjörðarmaður indíána í Brazilíu, sem fyrstur hvftra manna hóf afskipti ai þessum þjóðflokki. Fékk hann þá m.a. til að hjálpa sér við að koma upp víðtæku ritsímakerfi sem náði hundruð mílna inn í frumskóginn. Voru indiánarnir þar með komnir í samband við umheiminn. Arið 1972 ætluðu starfsmenn pósts og sima í Brazilíu að fella ónotaða simastaura frá þessari gömlu framkvæmd, en Bororo- indíánarnir lögðu blátt bann við því. í þeirra augum voru staurarnir talandi tákn um vin- áttu þeirra við Rondon mar- skálk, og það gaf þeim miklu meira gildi en svo að þeir vildu láta fella þá, enda þótt nota- gildi þeirra væri löngu úr sögunni. Ef Bororo-indíánunum tekst að sigra í þessari látu, er ekki ólíklegt, að þar verði um Pyrrhossarsigur að ræða. Allt frá því að Evrópumenn fundu Brazilíu hafa indíánarnir barizt vonlítilli baráttu. Talið er að þeir hafi verið tvær til fimm milljónir i landinu um 1500, en nú eru þeir varla fleiri en 160.000 talsins og er það harla litið hlutfall af heildaríbúa- fjöldanum sem er um 110 milljónir. Stjórnvöld i Brazilíu hafa viljað laga indíána að nýjum staðháttum og lífskjörum, en þessi aðlögun hefur einkum verið fólgin í því að indíánarnir hafa, stráfallið fyrir sjúkdóm- um, sem hvíti maðurinn hefur borið til þeirra, svo sem inflúensu, mislingum, berklum, kynsjúkdómum, og reyndar stundum fyrir byssukúl- umeinkumaðundanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.