Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 Vextir hækka um 2% á lánum Byggðasjóðs Á stjórnarfundi Fram- kvæmdastofnunar ríkisins sfðastliðin fimmtudag var tekin ákvörðun um hækkun vaxta á lánum Byggðasjððs. Verða vext- irnir 12% í stað 10% áður, Þrír með loðnu til Siglu- fjarðar Siglufírði 31. ágúst. ÞRÍR bátar komu hingað til Siglufjarðar i dag. Sigurður RE með 700 lestir, Gullberg VE með 330 lestir og Hilmir SU með 450 lestir. Mikið er að gera hér á Siglu- firði um þessar mundir og sjá ýmsir atvinnurekendur fram á menneklu er skólar hefjast upp úr 1. september. Þannig byggja Þormóður rammi og Síldarverksmiðjurnar að tals- verðu leyti á skólafólki og ljóst er að við að missa þennan starfskraft lenda þessi fyrir- tæki í nokkrum erfiðleikum. Bílvelta við Skálatún BÍLVELTA varð við Skálatún í Mosfellssveit í gærkvöldi. Slasað- ist farþegi i bílnum og var hann fluttur á Slysadeild Landspítal- ans. Var i gærkvöldi ekki talið að hann væri mikið slasaður. en lán sjóðsins eru óverð- tryggð. A fundinum var tekin ákvörðun um stofnun byggðadeildar í sam- ræmi við ákvæði nýrra laga um Framkvæmdastofnunina. Tekur deildin til starfa frá og með deg- inum i dag. Fyrir fundinum lá að gera tillögu til rikisstjórnarinnar um skipun framkvæmdastjóra áætlanadeildar, en Bjarni Bragi Jónsson tekur við starfi hjá Seðla- banka íslands i dag. Stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnarsam- þykkti að gera þá tiliögu til ríkis- stjórnarinnar að hún skipaði Helga Ólafsson hagfræðing í þá stöðu. Ennfremur lagði stjórnin til að Bjarni Einarsson fyrr- verandi bæjarstjóri á Akureyri verði skipaður framkvæmdastjóri byggðadeildar. Fundurinn var haldinn á ísa- firði og er slikt fundarhald í sam- ræmi við þá ákvörðun stofnunar- innar að halda a.m.k. einn fund áílega úti á landi og hófst s.l. ár með fundi á Akureyri. Haldinn var fundur með stjórn Fjórðungs- sambands Vestfirðinga og þing- mönnum Vestfjarðakjördæmis. Var þar fyrst tekin til umræðu Vestfjarðaáætlun og gerði Bjarni Bragi Jónsson grein fyrir henni og eins í framhaldi af því Inn- Djúpsáætlun og áætlun fyrir Norður-Strandir. Siðan hófust umræður um hin ýmsu hags- munamál önnur, sem hæst ber á Vestfjörðum. Haldinn var fundur með bæjar- stjórn ísafjarðar. Jón Baldvin Hannibalsson forseti bæjarstjórn- ar ræddi bæjarmálefni almennt, en síðan ræddu þeir Bolli Kjartansson bæjarstjóri og Guðmundur Ingólfsson bæjarfull- trúi um aðalmál bæjarfélagsins, hafnamál, skipulagsmál, orkumál, og húsnæðismál. Vaxtareikningi breytt SAMKVÆMT fréttabréfi Verzlunarráðs tslands, sem ný- lega er komið út, átti ráðið I sum- ar viðræður við fulitrúa bank- anna um vaxtareikningsaðferðir þeirra og varð niðurstaðan sú að breytt var aðferðum við útreikn- ingvaxta. I vor höfðu ýmis fyrirtæki sam- band við Verzlunarráðið, þar sem þau töldu reikningsaðferðir vaxta óréttlátar í bönkum, er vaxtagjöld voru færð á ávísana- og hlaupa- reikninga, þótt næg innstæða hefði áv.'.ilt verið fyrir hendi á viðkomandi reikningum. Ástæðan var sú, að reglur bankanna kváðu svo á um, að vextir af innlögn skyldu reiknast frá og með næsta degi eftir að hún átti sér stað, en vextir af úttekt sama dag og tekið var út af reikningnum. Verzlunarráð íslands ræddi þessi mál við ýmsa fulltrúa bank- anna og voru þeir sammála um að þessar reglur væru ekki fyllilega réttlátar. Með vaxtaákvörðun Seðlabankans frá 23. april 1976 var svo þessari reglu breytt, þann- ig að frá og með 1. júlí skal vaxta- dagurinn og útborgana úr tékka- reikningum vera afgreiðsludagur- inn, nema örðu vísi sé um samið. Ljósmynd Ól.K.M. LOKSINS, LOKSINS. - Sólin hefur brosað við Sunn- lendingum undanfarna daga. Hrífur og önnur stór- virkari heyvinnutæki hafa verið tekin í notkun og meðal þeirra, sem voru að hirða hey í gær, var þessi laglega Reykjavíkurmær. Lokun mjólkurbúðanna: Helmingur kvennanna sem missa atvinnuna komnar yfir fimmtugt — Um helmingur þeirra kvenna, sem missa munu vinnu sína þegar mjólkur- búðunum verður lokað er kominn yfir fimmtugt og fyrir þær konur er ekki hlaupið að því að fá vinnu á hinum almenna vinnu- markaði, sagði Hallveig FJinarsdóttir formaður Félags afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkurbúðum er Morgunblaðið ræddi við hana í gær. Sagði Hallveig að þær hefðu ekki fengið sérstök boö nema óform- lega um að nýta sér at- vinnumiðlun Kaupmanna- Jafntefli hjá Friðrik Timman vann Hauk Sjötta umferð Reykjavíkur- skákmótsins var tefld í gær- kvöldi og urðu úrslit þessi: Najdorf vann Matera. Guðmundur vann Björn. Timm- an vann Hauk. Jafnteli varð hjá Friðrik og Antoshin, Tukmakov og Keene. Skák Friðriks og Antoshin vakti mesta athygli. Friðrik vann peð I byrjuninni og virtist eiga alls kostar við andstæðing- inn, en Rússinn varðist af hörku, vann peðið aftur og eftir 26 leiki var samið um jafntefli. Björn Þorsteinsson tefldi byrj- unina mjög ónákvæmt gegn Guðmundi, fékk snemma verra tafl og gafst upp í 30. leik þegar staða hans var gjörsamlega hrunin. Skák Hauks og Timmans var lengi vel í jafnvægi, en Hauki urðu á gróf mistök, sem kost- uðu lið, og varð þá að gefast upp. Najdorf fórnaði peði í skákinni gegn Matera, sem gafst upp án frekari baráttu þegar hann taldi sig hafa verri stöðu. Skák Tukmakovs og Keene var fjörlega tefld. Sá síðarnefndi fórnaði skiptamun í 13. leik og tryggði sér siðan jafntefli með snoturri manns- fórn í 33. leik. Þrjár skákir fóru í bið. Ingi R. hefur peð yfir og vinníngs- líkur gegn Margeiri, Helgi Ólafsson á tapaða biðskák gegn Westerinen og staða Gunnars Gunnarssonar gegn Vukcevic virðist vonlítil. Eftir 6 umferðir er staða efstu manna sú að Timman er í fyrsta sæti með 4.5 vinninga og eina biðskák, Friðrik og Naj- dorf hafa 4.5 vinninga, síðan kemur Tukmakov með 4 vinn- inga og þá Ingi R. Jóhannsson og . Guðmundur Sigurjónsson með 3.5 vinninga og biðskák. Hér á eftir fer skák Friðriks og Antoshin: Hvitt: Friðrik Ólafsson Svart: V. Antoshin Spænskur leikur. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Rxe4, 6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5 — Be6, 9. c3 — Bc5, 10. Dd3 — 0-0, 11. Be3 — Ra5, 12. Rbd2 — Bxe3, 13. Dxe3 — c5. 14. Rxe4 — Rxb.3, 15. Hadl — De7, 16. Rd6 — Ra5, 17. Dxc5 — Rc4, 18. b3 — Hfc8, 19. Db4 — Rxd6, 20. exd6 — Df8, 21. Rg5 — Hc6, 22. f4 — Dxd6, 23. f5 — Bc8, 24. Dh4 — Dx5 + 25. Khl — Hh6. 26. Dg3 —• Bb7 jafntefli. samtakanna, en hins vegar væri sú stofnun opin fyrir þær jafnt sem aðra. Kaupmannasamtökin hafa lýst því yfir að í þeim búðum, sem taka við mjólkursölunni muni fyrrum starfsstúlkur í bráuð- og mjólkurbúðum ganga fyrir með vinnu eftir lokun þeirra verzlana. Sagði Hallveig Einarsdóttir að sumar konur væru mjög uggandi um að þær stæðu uppi atvinnu- lausar eftir lokun mjólkur- búðanna, en ástæðurnar fyrir því að aðeins 4 konur hefðu leitað til vinnumiðlunar Kaupmannasam- takanna væru eflaust margvís- legar. — Enn eru nokkrir mánuðir þar til kemur að því að búðunum verður lokað og sumar konurnar eru því enn ekki farnar að huga að annarri vinnu, sagði Hallveig. — Þá hafa Kaupmannasamtökin ekki boðið okkur formlega nein forréttindi hjá atvinnumiðlun þeirra og það er ef til vill ástæðan fyrir þvi að þangað hefur ekki verið leitað ennþá. Mikill hópur þeirra kvenna sem nú missa at- vinnu sina hafa starfað hjá Sam- sölunni í fjölda ára og þær eru margar hverjar litið spenntar fyrir að hefja störf hjá nýjum Framhald á bls. 18 Fyrstu jarða- nefndirnar skipaðar FYRSTU jarðanefndirnar, sem skipaðar eru I framhaldi af sam- þykkt nýju jarðalaganna á Al- þingi í vetur, hafa nú verið skip- aðar. Að sögn Sveinbjörns Dag- finnssonar, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, er þar um að ræða jarðanefndir i Árnes-, Rangárvalla- og Snæfellsnessýslu auk þess sem verið er að ganga frá skipan nefndanna í Barða- strandar-, Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarsýslu. Jarðanefnd skal vera starfandi i hverri sýslu og verða nefndirnar því alls 23 á öllu landinu. Sagðist Sveinbjörn eiga von á þvi að lokið yrði við að skipa nefndirnar á næstunni en enn hafa þó ekki allir aðilar skilað tilnefningum sinum. Jarðanefndir þessar eru skipað- ar þremur mönnum, tveimur til- nefndum af búnaðarsambandi viðkomandi sýslu og einn af sýslu- nefnd. Allir verða nefndarmenn að vera búsettir á starfssvæði nefndarinnar en ráðherra skipar formann nefndarinnar úr hópi til- nefndra manna. Samkvæmt jarðalögunum eiga jarðanefndirnar m.a. að fylgjast með eigendaskiptum og öðrum ráðstöfunum fasteigna á sinu svæði, gera tillögur um úthlutun landsvæða til félagsræktunar, byggingar sumarbústaða og al- mennra útilífsnota og gæta þess ásamt sveitarstjórnum, að búseta á jörðum sé i samræmi við ákvæði ábúðarlaga. Sigöldulónið þarf að þétta á tveimur stöðum STARFSMENN við Sigöldu byrjuðu i gær á að bæta við þéttingu úr leir og malar- efnum í suðurhlið lónsins sem tæmt var um helgina, eftir að að hafði verið fyllt i tilrauna- skyni. Kom fram leki I hraun- kantinum í sunnanverðu lón- inu og eins í botninum við stífluna. Að sögn Páls Ólafs- sonar verkfræðings við Sig- öldu komu þessir lekar ekki á óvart og áttu menn allt eins von á þvi að lónið læki á stöku stað. Hafði reyndar verið þétt i kantinum að sunnanverðu, en sú þetfing reyndist ekki vera nægilega mikil og er verið að bæta við hana. Lónið verður aftur fyllt í byrjun október og í nóvember á siðan að reyna stöðina. Ráðstefna Sjálfstæðismanna Norðurlandskjördæmi eystra KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- félaganna í Norðurlandskjör- dæmi eystra efnir til ráðstefnu um sveitarstjórnarmál og land- búnaðarmál f hótelunum f Reyni- hlíða og Reykjahlíð um næstu helgi og hefst hún klukkan 14 á laugardag. Á ráðstefnunni mun Steinþór Gestsson alþingismaður fjalla um ný viðhorf í sveitarstjórnarmál- um, en hann á sæti í þeirri nefnd, sem nú endurskoðar verkefna- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Á laugardag mun hann ennfremur fjalla um landbúnaðarmál. Lárus Jónsson alþingismaður mun ræða Norðurlandsvirkjun og ný viðhorf í málum Norðlendinga, jafnframt því sem hann mun fjalla um þau verkefni sem fram- undan eru. Loks verða skipulagsmál Sjálf- stæðisflokksins rædd og eru for- menn Sjálfstæðisfélaganna sér- staklega boðaðir þangað í því skyni. Halldór Blöndal formaður Kjördæmisráðsins mun hafa framsögn í þeim umræðum. Á sunnudag verður farið upp að Kröflu og mannvirki þar skoðuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.