Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 „Skákin er 11 fgj afi mmn ENDA þótt Reykjavíkurskák- mótið sé ekki nema rétt nýhaf- ið og lfnurnar Iltt farnar að skýrast enn, virðist þó Ijóst að argentfski stórmeistarinn Miguel Najdorf og aldursfor- seti mótsins lætur Iftinn bilbug á sér finna og er til alls Ifkleg- ur. Najdorf hefur löngum verið talinn f hópi svipmestu skák- meistara sem nú eru uppi. Vmsar þjóðsögur hafa orðið til um hann f skákheiminum, enda maðurinn uppátektarsamur á skákborðinu og fundvfs á ýms- ar hliðargötur út frá hefð- bundnum taflleiðum sem iðu- lega hafa komið andstæðingum hans f opna skjöldu. Sumar af þessum uppfinningum Najdorfs eru fyrir löngu komnar f allar helztu kokka- bækur skáklistarinnar. Najdorf er annars sérlega elskulegur maður í viðmóti, brosmildur og kvikur í hreyf- ingum, svo að fæsta getur grunað að þar fari hálfsjötugur maður. „Geturðu nokkuð talað spænsku? ... frönsku? þýzku?" spurði hann þegar við hittumst i hótelafgreiðslunni ogþegar blaðamaðurinn neitaði í hvert sinn, sagði Najdorf: ,,Nú, þá verðum við að halda okkur við enskuna, þótt hún sé nú ekki mín sterka hlið.“ Svo settumst við út í horn i matsal Hótel Holts ög við fengum að heyra harmsögúna sem fólgin er bak við þetta glaðlega andlit argentíska skákmannsins. Fjölskyldan þurrkuð út „Jú, ég er fæddur og upp- alinn í Póllandi en fluttist ekki til Argentínu fyrr en ég var kominn undir þrítugt og þá ekki sjálfviljugur," segir Najdorf. „Ég var í pólsku skák- sveitinni, sem fór til Buenos Aires 1939 til að taka þar þátt í Ólympíuskákmóti og við kom- um þangað aðeins tveimur dög- um áður en stríðið brauzt út. Eg var auðvitað með farseðil fram og til baka, en vegna stríðsins varð ég innlyksa í landinu og þannig viðskila við fjölskyldu mína — konu, dóttur, foreldra og aðra ættingja.“ Najdorf reyndi með ýmsum hætti að komast í samband við fjölskyldu sína á stríðsárunum, en varð ekkert ágengt. „Ég gat ekki snúið heim fyrr en eftir stríðið eða árið 1946 en fann hvergi fjölskyldu mína né aðra ættingja. Það bendir allt til þess að nazistarnir hafi drepið konu mina barn og foreldra í útrýnmingarbúðum sfnum, því að ég hef engar fréttir haft af þeim. Ég reyndi að auglýsa í blöðum í veikri von um að dóttir min hefði komizt undan og einhverjir tekið hana að sér. Hún gæti hugsanlega enn verið á lífí, en langlíklegast er að hún hafi einnig látið lífið í út- rýmingarbúðunum. Hugsaðu þér — af 300 manna ætt minni hefur mér ekki tekizt að hafa upp á einum einasta eftir stríðið.“ Fæddur tvívegis Það var á þeim árum sem Najdorf leitaði sem ákafast fjölskyldu sinnar, að hann vann einn sinn fræknasta sigur í skáklistinni. Það var í Sao Paulo f Brasilíu, þar sem Najdorf setti heimsmetl blind- skákarfjöltefli. Hann tefldi 45 skákir, sigraði i 39 þeirra, tap- aði tveimur og gerði fjögur jafntefli. „Ég lágði út í þetta fjöltefli til þess að vekja athygli á mér,“ segir Najdorf, ,, og í þeirri veiku von að ef ég ynni þarna umtalsvert afrek, þá yrði þess getið í blöðum á heima- slóðum mínum og einhverjir ættingjar mínir rækju augun i slíka frétt. En ég hafði ekki heppnina með mér. Ég get þess vegna sagt með nokkrum sanni.að ég sé fæddur tvisvar — i fyrra skiptið 15 apríl 1910 og svo aftur_þarna 29 ára að aldri, þegar ég byrjaði nýtt líf frá grunni í Argentínu. Ég kvæntist argentínskri stúlku og við eignuðumst tvær dætur, sem báðar eru nú uppkomnar og læknar að menntun og at- vinnu.“ Skákin allt mitt líf Najdorf er hins vegar sjálfur stærðfræðingur að menntun, en starfar á sviði trygginga- og fjármálaviðskipta í heimalandi sínu. „Ég er I hópi þeirra stór- meistara sem aldri hef gert skákina að atvinnu minni. Þó er skákin allt mitt líf, það er að segja ef ég undanskil fjöl- skyldu mína. En hvenær sem ég er þreyttur eða eitthvað bjátar á, peningavandræði eða fjöl- skylduerfiðleikar, þá leita ég á náðir taflmennskunnar. Fyrir mér er skákin eins og tónlist, ég hef mikið yndi af músík, hljóm- sveitarverkum Beethovens, Bachs og Mozarts, og góð skák veitir mér eitthvað í líkingu við þessi sígildu verk. Ég held ég gæti ekki lifað án taflmennsk- unnar, en ég tefli ekki vegna peninganna, jafnvel ekki þó að ég taki þátt í mótum þar sem há verðlaun eru í boði. Sjáðu til — jafnvel þó að ég vinni hér og hreppi peningaverðlaunin, þá kem ég út með tap engu að síður, því að ég tók konu mína með mér að þessu sinni, og verð að borga ferðir og uppihald fyr- ir hana. Og það kostar mig meiri fjárútlát en ég get gert mér vonir um að vinna upp þótt ég sigri á þessu móti.“ Þegar litið er nánar á feril Najdorfs er heldur ekki að undra þótt taflmennskan sé honum kær. „Ég held ég hafi verið sex ára þegar ég lærði fyrst að tefla heima í Póllandi og varð strax ákaflega upptek- inn af skákinni. Móður minni var samt ekkert meira en svo gefið um þennan áhuga minn, því hún taldi að taflið tæki of mikinn tíma frá námi mfnu. En mér þykir liklegt að hún liti skákina öðrum augum i dag, ef hún lifði, þvf að það má með sanni segja að skákín hafi verið lífgjafi minn, því að það var skákkunnáttu minni að þakka að ég fór á ólympíuskákmótið 1939— aðeins tveimur dögum áður en stríðið brauzt út. Að öðrum kosti væri ég naumast ennþá ofan moldar fremur en aðrir úr fjölskyldu minni.“ 60 ára taflmennska Najdorf horfir hugsandi yfir auðan salinn, brosir svo og seg- ir: „En þarna sérðu — núna er ég 66 ára að aldri, byrjaði sem sagt að tefla 6 ára, svo að á þessu ári á ég 60 ára afmæli sem skákmaður. Og mér fannst það skempitileg tilviljun, að í fyrstu umferðinni á Reykjavik- urskákmótinu skyldi ég einmitt dragast á móti 16 ára pilti, Mar- geiri Péturssyni, þannig að það voru nákvæmlega 50 ár — hálf öld — sem skildu okkur að, þennan yngsta og elzta þátttak- anda á mótinu. Og ég skal trúa þér fyrir þvi, að ég er alltaf dauðhræddur, þegar ég tefli við þessa ungu skákmenn. Ég er miklu hræddari við þá en hina eldri og reyndari, því að þeir tefla yfirleitt jafnvel og fara oftast troðnar slóðir. En þessi ungu menn, þeir geta ýmist teflt mjög illa eða ákaflega vel, svo að maður veit aldrei hvar maður hefur þá. Svo næst þeg- ar maður hittir þá, kannski ör- fáum árum síðar, þá eru þeir allt í einu orðnir heimsmeistar- ar.“ Najdorf segist halda að hann sé elztur þeirra stórmeistara, sem ennþá taka þátt í meiri- háttar skákmótum. Nú teflir hann af öryggi og seiglu hins gamalreynda skákmanns, og þekking hans og reynsla fleytir honum langt. Það er t.d. ekki lengra siðan en í fyrra að hann varð Argentínumeistari og ýtti þá aftur fyrir sig kunnum skák- mönnum eins og Panno, Quinteros og Sangvinetti. Þessi árangur sýnir bezt, að Najdorf er enn til alls vís. „Hins vegar ákvað ég að taka ekki þátt í þeim mótum sem opna mér leið- ina til að tefla um heimsmeist- aratitilinn að vandlega íhuguðu máli,“ segir hann brosandi. „Ég reiknaði dæmið þannig, að enda þótt ég hefði heppnina með mér og ynni heimsmeist- aratitilinn núna, 66 ára gamall, þá væri ég orðinn sjötugur, þeg- ar þessi unglömb eins og Karpov eða Fischer mættu skora á mig næst og þá fannst mér ekki taka því.“ Ungu mennirnir kunna Najdorf- afbrigðið betur en ég Eins og áður segir hafði Naj- dorf lengi mikið orð á sér sem frumlegur skákmaður, sem bryddi upp á ýmsum nýjungum í taflmennsku og kom andstæð- ingum sínum þannig iðulega í opna skjöldu. Hann segist gera lítið af því nú orðið að liggja yfir skákum og stúdera nýjar leiðir heldur halda sig meira á troðnum slóðum. „En mér fannst sjálfum gaman af því að sjá hvernig Fischer notaði t.d. Najdorf-afbrigðið svonefnda af Sikileyjarbyrjuninni í heims- meistaraeinviginu á móti Spassky. Hins vegar nota ég sjálfur þetta afbrigði nánast aldrei nú orðið, vegna þess að þessir ungu meistarar eru bún- ir að liggja yfir þessu og eru farnir að þekkja möguleika og vankanta þessa afbrigðis miklu betur en ég.“ Þetta er í annað sinn sem Najdorf kemur til landsins, því að hann var hér í fyrra skiptið á heimsmeistaraeinvígi þeirra Fischers og Spasskys og þá sem blaðamaður fyrir argentinskt blað. „Ég er stórhrifinn af land- inu og miðað við að hér búa aðeins 200 þúsund manns, þá er ég sannfærður um að Island er mesta skákland veraldar. Þig Rabbað við argentíska skáksnill- inginn Miguel Najdorf eigið tvo sterka stórmeistara — Friðrik Ólafsson, sem er að mínum dómi einhver bezti skákmaður heims um þessar mundir, og Guðmund Sigur- jónsson, upprennandi skák- mann á alþjóðlegan mæli- kvarða. Síðan eru það ungu mennirnir, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson, sem mér lízt ákaflega vel á og er sann- færður um að eru stórmeistara- efni, ef þeir halda áfram á þess- ari braut. Og að ekki stærra samfélag skuli hafa yfir svo sterkum skákmönnum að ráða — það finnst mér stórkostlegt." Skákin tungu- mál sem allir skilja Najdorf leggur áherzlu á að skákin hafi hreint uppeldislegt gildi — „og þetta er ekki aðeins íþrótt heldur list, sem þroskar hugann. Mér finnst mjög mikil- vægt að ungt fólk kynnist leyndardómum skáklistarinnar. I tafli læra menn að berjast, að taka tapi og sigrum. í heima- landi mínu er nú farið að kenna undirstöðureglur skákarinnar. Knattspyrnan er ennþá vinsæl- asta íþróttagreinin í Argentinu, enda eigum við nokkra fremstu knattspyrnumenn heims, en næst á eftir henni kemur tafl- mennskan. Við eigum milli 60 og 70 skákklúbba í landinu og innan næstum allra fálagasam- taka er starfandi taflklúbbur." Nadjorf er spurður að því hvort honum finnist miklar breytingar hafa orðið innan skákheimsins og i taflmennsku frá því að hann fór sjálfur að láta að sér kveða á alþjóðavett- vangi. „Breytingarnar eru kannski einna helzt þær, að nú eru stórmeistararnir farnir í æ ríkara mæli að gefa sig óskiptir að skákinni, stunda hana eins og hverja aðra atvinnugrein. Ég hef oft verið spurður að því hvort meistarar fyrri tíma eins og Aljechin og Capablanca hafi ekki teflt betur en meistarar okkar tíma — Fischer, Karpov, Korchnoj, svo að ég nefni ein- hverja. Ég hef alltaf svarað þvi til, að skákin sé alltaf hin sama, hún breytist ekkert. Munurinn er helzt sá, að skákin nú á dög- um á meiri vinsældum að fagna en þá var, þegar hún var aðeins iðkuð af auðfólki og yfirstétt. Núna er skákin orðin al- menningseign um alla veröld, og það er t.d. ekki langt síðan að ég tefldi yfir 50 sýningar- skákir á Indlandi, Japan og við- ar í Austurlöndum fjær, og alls staðar var mikill áhugi á skák- inni. Skákin er líka það tungu- mál sem allir skilja hvar sem maður fer um heiminn. Menn þurfa aðeins að kunna eina setningu — skák og mát.“ — bvs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.