Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 31 28 stig í forsœlu . . . og yfir 50 stig á móti sólu Á MEÐAN Sunnlendingar hafa verið í rigningunni dag eftir dag, hafa Austfirðingar notið sólarinnar til hins ýtrasta. Þar hefur fólk gengið léttklætt allan s.l. mánuð og með sanni má segja, að sumir eru orðnir þreyttir á þessum miklu þurrkum. Vart getur heitið, að regndropi hafi fallið til jarðar sfðastliðinn mánuð víða á Austurlandi og hefur það komið sér illa sums staðar. Tún eru á nokkrum stöðum orðin hálfsviðin og í Neskaupstað hefur verið meira og minna vatnslaust, þannig að sumir bæjarbúar hafa rétt haft vatn yfir blánóttina. Siðastliðinn föstudg og laugardag var geysiheitt í veðri á Norðfirði. Á föstudag mældist 28 stiga hiti í forsælu í Neskaup- stað og á laugardag var hitinn litlu minni eða 26 stig. Algjört logn fylgdi þessum mikla hita og á móti sólu komst hitinn yfir 50 stig. Haukur Ólafsson deildarstjóri í kaupfélaginu Fram í Neskaupstað gerði sér til gamans s.l. föstudag að fara út í sólina með tvo hitamæla, sem sýndu mest 50 stig, Hann hélt á mælunum smá stund í höndunum og skipti það engum togum að kvika- silfrið sprengdi báða mælana, þannig að glerið splundraðist. Veit því enginn, hve mikið yfir 50 stig hitinn komst á móti sólu. Sömu sögu er að segja Ljósm. Mbl. Þórleifur ólafsson. 1 hitanum á föstudaginn skruppu börn og unglingar f Neskaupstað i sjóinn til að kæla sig, en búið var að loka sundlauginni nokkru áður vegna vatnsleysis. annars staðar frá Austur- og Norðurlandi, þar lá fólk þessa daga í sólbaði og margir héldu sig innandyra þar sem þeim fannst hitinn of mikill er líða tók á daginn. Litlu kaldara var inni í húsum, þar sem ekkert trekkti í logninu. Gífurleg berjaspretta er á Austur- og Norður- landi og er langt síðan að jafnmikið hefur verið af berjum. Gildir einu, hvort um krækiber, blá- ber eða aðalbláber er að ræða. Ferðamanna- straumur hefur verið mikill og sennilega aldrei jafnmikill svo síðla sum- ars. Sú stétt manna sem hvað bezt hefur það á þessum slóðum undan farið, eru sennilega bændur, sem voru all- flestir búnir að heyja um mánaðamótin júlí—ágúst og fengu mikil og góð hey, þannig að við flesta bæi má sjá stóra hey- stabba, sem ekki var hægt að koma i hlöður. tveir ungu herramenn voru á gangi f bænum f hitanum. Sá stærri gekk með appelsfnflösku upp á vasann tif að slökkva þorstann og sá litli notaði Iftið höfuðfat til að skýla viðkvæmum kollinum fyrir geislum sólarinnar. — Og það var sama hvert litið var, börnin voru öll f stuttbuxum og sum létu sig hafa það að ganga berfætt, eins og sjá má á þessari mynd. Sveinn Guðmundsson: Þörungavinnslan á Reykhólum ÞAÐ virðist vera, að sum blöð byggi tilveru sína á neikvæðum fréttaflutningi og reynt sé að blása upp sápukúlur, sem springa sé í þær stungið. Flestir láta það ógert að íeiðrétta þennan frétta- flutning vegna þess að leiðrétt- ingunni er valinn staður I viðkom- andi blaði á lítt áberandi stað og rangfærslurnar lifa. Ég vil reyna að gefa lesendum Morgunblaðsins rétta hugmynd af gangi mála hjá okkur á Reykhólum. Rétt mun það vera, að fyrir hvert tonn af þangmjöli fáist um 43 þúsund krónur, en það er að sjálfsögðu allt of lágt verð. Ástæð- ur munu vera meðal annars þær, að hér ríkir óðaverðbólga og kem- ur hún sér illa fyrir þessa at- vinnugrein eins og eflaust fleiri útflutnings-atvinnugreinar. Skotar fá megnið af sínu þangi frá bændum, sem búa á láglauna- svæðum Skotlands og Islendingar munu aldrei sætta sig við laun, sem þeim er boðið uppá, enda hefur það ekki verið gert. bangmjölið okkar er úrvals vara og líka úrvals kjarnfóður og sú spurning gæti vaknað, hvort Sveinn Guðmundsson. ekki eigi að banna útflutning á þangmjöli i ár og nota það til fóðurs á óþurrkasvæðunum, þvf vafalaust mundi það auka heil- brigði búpenings ^og um leið mundu neytendur fá efnameiri og hollari mjólk. Þangskurður með sigðum eða þangsláttur með orfum og ljáum er erfiðisvinna, og erfiðast er að moka þanginu í til þess gerð net. Handskurður hefur þvi fengið litla útbreiðslu enn sem komið er og skiptir ekki máli þótt þeir dug- legustu hafi upp úr sinni líkams- orku allgóð daglaun. Verksmiðjan greiðir 3 þúsund krónur á skorið tonn. Fari framleiðslan yfir 40 tonn fá þangskurðarmenn 4 þús- und krónur á tonn. Heitt vatn sem notað er til þurrkunar á þanginu er nú af skornum skammti og hefur farið niður fyrir 30 lítra á sekúndu, en á síðustu dögum hef- ur það aukizt og jafnvel farið yfir 40 sekúndulitra. Nóg heitt vatn er á Reykhólum og sá hamlandi þátt- ur er því aðeins timabundið vandamál, þar sem bora á eftir meira af heitu vatni í haust. Til þess að hægt væri að gera Reykhóla að þörungaverksmiðju- þorpi þurfti að gera höfn. Um höfnina á Reykhólum fer allt hrá- efni til verksmiðjunnar svo og fullunnar vörur. Með hverju ár- inu sem liður verður höfnin rík- ari þáttur í Iífi Reykhælinga. Nú mun geta lagzt að bryggju 1000 lesta skip. Hafa verður það hug- fast, að Reykhólahöfn er eina „höfnin" við innanverðan Breiða- fjörð. Hráefnið sem Þörungaverk- smiðjan notar er þang, en oft er ekki gerður greinarmunur á þangi og þara. Á þeim er mikill munur, þó að báðar tegundirnar séu þörungar. Þangið vex á klöpp- um og steinum við ströndina. Þar- inn er stórvaxnari og vex á meira dýpi. Þarinn hefur ekki verið nytjaður enn sem komið er, en hann hefur líka að geyma hina eftirsóttu alginsýru. Um heiti og flokkun þörunga er lítið ritað í uppsláttarritum okkar svo að von er að fólk rugli þessum heitum saman. Orsakir til hinna miklu rekstr- arörðugleika má lika rekja til sláttulallana, en þeir hafa ekki staðizt þær vonir sem við þá voru bundnir. Afköst þeirra eru helm- ingi minni en tilraunir sýndu. Á sfnum tíma lánuðu Skotar sinn eina sláttulalla (okkar eru nú 11) til þess að gera tilraunir með. Þá var á óvejugott veðurfar, svo af- köst urðu mikil. Sláttulallarnir munu ekki geta athafnað sig þeg- ar vindhraði er kominn yfir 5 stig, og þegar stórstreymt er, eru af- köst þeirra nær engin. Sláttulallarnir voru ekki hann- aðir fyrir þangskurð og þarf nú að vinna að því að gera þá hæfa til þangsláttar, og gæti jafnvel verið spurning, hvort ekki ætti að hætta rekstri þeirra á meðan unn- ið er að þeim endurbótum eða á nýsmíði sláttulalla. Einnig þarf aö athuga hvort þeir geti ekki nýtt sláttulandið betur, þvi að nú nýta þeir ekki nema 10—15% af þang- inu, en sennilega yrði 50 -60% nýting æskileg vegna endurvaxt- arhraðans. Þörungavinnslan á nú í miklum rekstrarfjárörðugleikum og það hafa fleiri fyrirtæki átt við fjár- hagsörðugleika að strfða. Það verður líka að hafa það í huga, að þetta fyrirtæki er brautryðjandi á þessu sviði, þvi að engin hliðstæð verksmiðja mun vera til í öllum heiminum. Þörungavinnslan þarf því aðlögunartíma áður en hún getur farið að skila arði. Við skulum hafa það hugfast, að verksmiðjan er sennilega öfl- ugasta þurrkstöð í allri Evrópu og möguleikar slíkrar stöðvar hljóta ætíð að verða miklir og sérstak- lega ef sjávarútvegur er hafður i huga. Þessa möguleika þarf að athuga. I þeirra athugun, sem nú hlýtur Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.