Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 Aðalstræti 17 á Akureyri(fremst til hægri). t þessu húsi stofnaði Oddur Björnsson prentsmiðju sfna 1. sept. 1901. þá rísa upp ný forlög hér, og var Þorsteinn M. Jónsson þá umsvifa- mestur og síðar Bókaútgáfan Noróri o.fl. og voru nær allar bækur þeirra prentaðar í P.O.B. Kom svo um skeið, að prentsmiðj- an var ein mesta bókaprentsmiðja í landinu. Margt blaða og tímarita var einnig prentað þar: blöðin Norðurland í nær 20 ár, Dagur yfir 50 ár, Verkamaðurinn og Islendingur um langt skeið. Einnig tímaritin Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands frá upphafi 1903, Ársritið Hlin um tugi ára og Nýjar kvöldvökur auk tímarita þeirra, sem bókaforlag prentsmiðjunnar gefur út, Heima er best og Týli, auk margra ann- arra. Þannig hafa flest héraðarit Norðurlands verið prentuð þar. Árið 1922 seldi Oddur Sigurði syni slnum og Ingólfi Jónssyni lögfræðingi prentsmiðjuna. Höfðu þeir báðir numið þar prentiðn, og gerðist Sigurður nú forstjóri prentsmiðjunnar um skeið. En 1926 keypti Oddur Steindór Steindórsson: Prentverk Odds Björns- sonar á Akureyri 75 ára ÞAÐ er ekki algengt hér á landi, að fyrirtæki gangi að erfðum frá kynsióð til kynslóðar um áratuga skeið, og haldi ekki einungis óbreyttu nafni, heldur einnig við- horfum og vinnubrögðum, að vísu í fullu samræmi við tímann og þróun þjóðfélagsins á hverjum tíma. En eitt slíkt fyrirtæki á 75 ára afmæli nú 1. september. Er það Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri sem hóf starfsemi sína hinn 1. september 1901, og hefir æ síðan sett svip á bæinn, og átt drjúgan þátt í að skapa forystu- hlutverk Akureytar norðanlands sem stærsta og fullkomnasta bókagerðarfyrirtæki utan höfuð- staðarins. Ekki voru þó bumbur barðar til að fagna hinu nýja fyrirtæki á Akureyri. Hið eina blað bæjarins, Stefnir, lét þess að engu getið, rétt eins og það væri síður frétt- næmt, að ný prentsmiðja tæki til starfa, en telja vandlega farþega á skipum, sem til bæjarins komu, en slikt gleymdist aldrei í bæjar- fréttunum. Að vísu er Oddur Björnsson „sem setur hér upp nýja prentsmiðju" talinn meðal farþega á Ceres 13. ágúst. Vera má, að Birni Jónssyni, ritstjóra Stefnis og eiganda hinnar hálfrar aldar gömlu Prentsmiðju Björns Jónssonar hafi þótt Oddur og prentsmiðja hans litlir aufúsu- gestir, óttast samkeppnina, að því ógleymdu, að með hinni nýju prentsmiðju átti að koma nýtt blað til að berjast fyrir stefnu dr. Valtýs Guðmundssonar, sem Stefnir var mjög andvígur. En Oddur Björnsson hafði hrað- an á. Röskum hálfum mánuði eft- ir komuna til Akureyrar tekur prentsmiðjan til starfa, og mánuði seinna kom fyrsta tölu- blað hins nýja blaðs, Norður- lands, út undir stjórn Einars Hjörleifssonar Kvarans. En þá varö það ljóst, að hér hafði verið brotið blað I sögu bókagerðar og biaða á Norðurlandi og raunar landinu öllu. Ný öld var ekki aðeins hafin í tímatali, heldur einnig í íslensku prentverki. Einar Hjörleifsson var þá þegar þjóðkunnur sem einn slyngasti biaðamaður landsins svo að eng- um kom blaðstjórn hans á Norðurlandi á óvart, en nýjungin var í því fólgin, að Norðurland var þá snyrtilegast og' best prentað blað á islandi, bæði að letri og uppsetningu. Var synt, að þar fjallaði um maður, sem bæði hafði kunnáttu, smekk og tæki til að hefja nýtt tímabil í sögu islenskrar prentlistar. Stofnandi hinnar nýju prent- smiðju, Oddur Björnsson, var Húnvetningur, f. 18. júlí 1865. Prentnámi lauk hann í Isafoldar- prentsmiðju 1886, sigldi til Kaup- mannahafnar 1889 til að afla sér meiri þekkingar og færni í iðn sinni en þá var kostur hér á landi. Vann hann þar í Prentsmiðju J.H. Schultz til 1901, að hann kom til Akureyrar, sem fyrr segir. Jafn- framt gekk hann þar í fagskóla prentara, sem var nær einsdæmi um islenska prentara þá. Var það almannarómur, að hann væri einn hinn færasti islendingur i iðninni, og auk þess flestum starfsbræðrum sínum betur menntur af sjálfsnámi í hinum ólikustu fræðum. 1 Kaupmannahöfn hóf Oddur bókaútgáfu og gaf þar út Bóka- safn alþýðu, er hófst 1897. Skortir því Bókaforlag Odds Björnssonar raunar aðeins eitt ár í áttrætt. Bókasafn alþýðu var fullkomin nýjung í islenskri bókagerð um allan frágang og svip, svo að slikt hafði ekki þekkst hér áður. Bóka- valið var og með fágætum, og sýndi hvorttveggja, að þar var að verki kunnáttumaður í iðninni, vel ménntaður á almenna vísu og áhugamaður um að efla ísienska menningu. En þetta voru þeir hornsteinar, sem Oddur Björns- son reisti fyrirtæki sitt á, að ógleymdum þó hinum traustasta þeirra allra, vandvirkni og þeim metnaði að láta aldrei frá sér fara annað en hið besta, sem auðið var. Hin nýja prentsmiðja hóf starf- semi sína í Aðalstræti 17. Var hún þá ein fullkomnasta prentsmiðja landsins bæði um vélakost og leturval. Helstu véiar hennar voru hraðpressa, handknúin að visu, en gat engu að siður prentað 1000 eintök á klukkustund, lítil fótstigin pressa fyrir smáprent, pappírsskurðarvél og götunarvél, en mörg smærri áhöld að auki. Letur var fjölbreytt og eitt hið fegursta, sem þá var til í landinu og nýtískulegt I hvívetna. Var prentsmiðjan ein hin fullkomn- asta í landinu allt þar til Guten- berg tók til starfa nokkrum árum siðar. Þá var P.O.B. búin ýmsu prentskrauti, sem þá var lítt þekkt hér. Var allt, sem frá henni kom, með sérstöku sniði, fegurra og fjölbreytilegra en áður var titt. Meðal annars, sem Oddur Björns- son mun fyrstur hafa gert hér á Iandi, voru skrautprentaðar bókarkápur með litum. Þá hóf hann og myndprentun, sem var nær óþekkt í prentsmiðjunum syðra. Fordæmi Odds hafði greinileg áhrif til bóta íslenskri prentiðn, og má sjá þess glögg merki á fyrsta tug aldarinnar. i fyrstu var Oddur eini lærði prentarinn í prentsmiðjunni, en auk prentvinnunnar hafði hann meó höndum öll skrifstofustörf, bókhald og umsvif út á við. En brátt tók hann nema, og var fyrst- ur þeirra Jakob Kristjánsson, sem síðar lærði vélsetningu fyrstur íslenskra prentara og kenndi hana síðan bæði I Reykjavík og síðar á Akureyri. Jafnframt því að Oddur Björns- son var brautryðjandi I iðninni gerðist hann og forgöngumaður um að efla menntun og hag prent- ara. Hann átti manna mestan þátt I stofnun iðnskóla á Akureyri, og hann varð fyrstur íslenskra at- vinnurekenda til að taka upp 8 stunda vinnudag á árunum 1919—1920. Þegar eftir stofnun prentsmiðj- unnar hóf Oddur bókaútgáfu og bókagerð, enda þótt hann neydd- ist til að hætta útgáfu Bókasafns alþýðu sakir fjarskorts. En auk sinna eigin bóka prentaði hann margt bóka fyrir aðra aðila. Á heimsstyrjaldarárunum fyrri dró mjög úr bókaútgáfu á Akureyri, og hélst svo fram undir 1930. En prentsmiðjuna á ný og stjórnaði henni síðan meðan kraftar entust. Fram að þessu hafði lítil breyt- ing orðið á tækjabúnaði prent- smiðjunnar önnur en að mótor var fenginn til að knýja hrað- pressuna 1920. Var nú hvort- tveggja að letur og tæki voru tek- in að slitna jafnframt því sem verkefnum fjölgaði við aukna bókaútgáfu. Vélsetning hafði haldið innreið sína í prentiðnað- inn, og varð það til þess að Oddur keypti setjaravél frá Noregi 1926. Sá Jakob Kristjánsson, sem þá var prentari f Danmörku um kaup á henni, og kom hann til Akureyrar um stundarsakir til að koma vélinni fyrir og kenna Sigurði O. Björnssyni meðferð hennar. Varð hann fyrsti starfandi vélsetjari á Akureyri og kenndi mörgum þá iðn. Heilsu Odds tók að hnigna nokkru eftir 1930, og tók þá Þrfr sonarsynir Odds Björnssonar, Gunnar, Geir og Bjarni, fyrir framan hina nýju prentsmiðjubyggingu við Tryggvabraut á Akureyri. Oddur Björnsson prentmeistari. Sigurður O. Björnsson prentsmiðjustjóri. Sigurður brátt við stjórn fyrir- tækisins. Oddur lést 5. júlf 1945. Skömmu eftir að Sigurður tók við stjórn prentsmiðjunnar varð sonur hans Geir S. Björnsson verkstjóri og brátt önnur hönd föður síns við stjórn Prent- verksins, uns hann tók við aðal- stjórn þess 1975 að föður sínum látnum. Skrifstofustjóri og gjald- keri hefir frændi hans Gunnar Þórsson verið um langt skeið. En þótt skipt hafi um nöfn for- stjóranna, hafa þeir allir fylgt dyggilega því merki og stefnu, sem Oddur Björnsson markaði í upphafi um vandaða vinnu, og að halda prentverkinu í fararbroddi um allt, er að prentiðn laut. Bóka- útgáfa prentverksins færðist í aukana, og undir stjórn þeirra feðga hefir Bókaforlag Odds Björnssonar nú um margra ára skeið verið meðal stærstu útgáfu- fyrirtækja landsins og vandlátt um bókaval ekki sfður en bóka- gerðina sjálfa. P.O.B. hóf starfsemi sína eins og fyrr sagði í Aðalstræti 17, og átti þar heima til 1932, er það fluttist í Hafnarstræti 90 í hið gamla verslunarhús KEA. En brátt reyndist þar of þröngt um starfsemina, sem jókst með hverju ári, og fluttist prentverkið í eigið húsnæði f Hafnarstræti 88 1945. Var það nýreist steinhús, tveggja hæða, 36x14 m. Og nú á þessum tfmamótum er POB að ljúka smíði nýrrar prentsmiðju- byggingar, sem vera mun ein hin fullkomnasta sinnar tegundar hérlendis. Nýja byggingin er við Tryggvabraut á Oddeyri, og er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.