Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 BLAÐAMENN MORGUNBLAÐSINS A FERÐ VIÐ KROFLU: „Hér spekúlera menn mikið ímatnum " Litið við í eldhúsinu við Kröfíu „HVAÐ er nú á seiði" hugsuðum við blaðamenn Mbl. er við vorum á ferð við Kröflu í síðustu viku og sáum hóp manna hendast út úr tveimur bifreiðum, sem ekið hafði verið mjög hratt að vinnubúðunum og hlaupa sem fætur toguðu að einu húsanna. Við litum ósjálfrátt til fjalla, en þar var ekkert að sjá nema þykka gufubólstrana úr holu 4. Á veginum heim að búðunum voru fleiri bifreiðar á hraðferð og enn fleiri menn þustu heim að húsinu. Hér var greinilega eitthvað á seiði og við greikkuðum sporið. Jóhann Júlfusson bryti sker 500 sneiðaraf Buff Lindström, sem Viðar Valdimarsson siðan steikir. Þegar inn kom rann upp fyrir okkur Ijós, það var kom- inn matartími og þegar fæða þarf um 300 manns við þröngar aðstæður hafa menn ákveðnar tilhneigingar til að komast framarlega í biðröð- ina og maður talar nú ekki um ef maturinn er góður. Við brugðum okkur því í heimsókn í eldhúsið við Kröflu, sem rekíð er af Mið- felli og spjölluðum við bryt- ana Jóhann Júlíusson og Viðar Valdimarsson, sem þar ráða ríkjum ásamt 9 aðstoð- arstúlkum. Það var farið að líða að kvöldmat, er okkur bar að og þeir Jóhann og Viðar önnum kafnir við að leggja síðustu hönd á undir- búning, Jóhann útbjó girni- legar buffsneiðar, en Viðar steikti þær. Við spurðum þá félaga hvernig matseðillinn hljóðaði og þeír sögðu að aðalrétturinn væri Buff Lind- ström með tilbehör og aspargussúpa Þetta kvöld löguðu þeir um 500 buff- sneiðar, 60 lítra af súpu, 40 kg af kartöflum, 40 kg af grænum baunum og gulrót- um og 35 Iftra af sósu sem ýmsum mun finnast alveg sæmilegur skammtur. MATSEÐILLINN FER EFTIR HVAÐ OKKUR ÁSKOTNAST AF HRÁEFNI Víð spurðum þá félaga hvernig vinnudeginum væri háttað og þeir sögðu að dag- urinn byrjaði með morgun- verði frá 6.30—7.30 og þá væri boðið upp á hafragraut, kornfleks súrmjólk, brauð, margar tegundir af áleggi og kaffi, te eða mjólk. Eru það stúlkurnar í eldhúsinu, sem — Hvað notið þið t.d. af mjólk og brauði? — Ætli fari ekki 100—1400 af mjólk á dag, 140 franzbrauð á viku, 50—60 normalbrauð. Við bökum sjálf allt kaffibrauðið. skiptast á að sjá um morgun- verðinn og einnig kaffitim- ann kl. 9.20. Störf brytanna hefjast kl. 8 um morguninn, er þeir byrja að undirbúa há- degismatinn, sem byrjað er að framreiða kl. 1 1 45. Við spyrjum þá hverig þeir ákveði matseðilinn og hvort einhverjar ákveðnar reglur sé um hann. — Yfirleitt er fiskur í aðra máltíðina en kjöt í hina, en það fer svona eftir því hvað okkur áskotnast af hráefni. Mennirnir vita aldrei hvað þeir fá að borða, enda nauðsynlegt að hafa svolitla óvissu, því að á stað eins og þessum er maturinn raunar það eina, sem menn geta hugsað um og okkar reynsla er sú að þeir spekúlera mikið i þvi hvað þeir fái að borða — Hver er uppáhaldsmat- urinn þeirra? — Það er nú erfitt að segja um mannanna smekk- ur er afar misjafn hér eins og annars staðar, en um síðustu helgi höfðum við lamba- hrygg í aðra máltíðina en hangikjöt í hina og munum vart eftir að þeir hafi tekið jafnhraustlega til matarsins. rjað að afgreiBa þá fyrstu af 300, sem borSa hverja máltfð. Liósmvndir Friðbiófur — Fáið þið yfirleitt gott hráefni? — Já yfirleitt er það nokk- uð gott, en þó hafa menn verið óánægðir með saltkjöt- 60 Iftrar af súpu hverfa eins og dögg fyrir sólu. ið, sem við fáum frá Húsavik og mjólkin þaðan geymist af- ar illa. Það fer mikill timi hjá okkur í að gera pantanir og taka á móti hráefninu fyrir utan sjálfan matartilbúning- inn. Við kaupum í matinn fyrir um 1 milljón á viku. — Eru þetta nokkuð þröngar aðstæður til að elda ofan í 250—300 manns? MATSALURINN ÞRÍSETINN — Það segir sig sjálft, þegar á það er litið að húsið er hugsað fyrir 100 manna hóp, en nú orðið verður að þriseíja borðsalinn. Þess ber hins vegar að gæta að þetta mikla álag stendur ekki lengi og er tilkomið vegna þess að framkvæmdirnar eru að kom- ast á lokastig og nýir hópar, frá Slippstöðinni, Orkustofn- un, Hamri Stálsmiðjunni og Héðni (HSH), Möl og Sand o.fl. eru að bætast við. Ann- ars vitum við aldrei hversu margir verða hjá okkur i mat, en einhvern veginn blessast þetta allt. Þegar hér er komið sögu er kl. að verða hálfsjö og fyrstu hóparnir að koma á harða- hlaupum inn i borðsalinn og i dyrunum verða smástimp- ingar um stöðu í biðröðinni og það er auðséð á mönnun- um að þeim likar vel ilmurinn af Buff Lindstöm. Auk þeirra matmálstima, sem við höfum nefnt er einnig siðdegiskaffi kl. 15.30 og kvöldkaffi kl. 21.30 og oft seinni kaffitim- ar ef einhverjir hópar þurfa að vinna frameftir. OJrkur gefst því miður ekki tími til að þiggja boð þeirra Jóhanns og Viðars um að borða, við erum á hraðferð, en rennum öfundaraugum til starfsmannanna. sem byrjað- ir eru að borða af beztu list — ihj. -i)Z 'Vl tllT'fl )-5'l li i I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.