Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 23 NÍJNA fyrir helgina tók til starfa hér í borginni ný húsgagnaverzlun. Nefnist hún Húsgagnaúrvalið og er til húsa í Síðumúla 34. Eigandi verzlunarinnar er Óskar Sigurðsson og er hann fyrir miðju á myndinni. Sam- starfsmenn hans eru Olgeir Erlendsson (t.h.) og Bjarni Óskarsson (t.v.) Ólafur Vigfússon: Að tveimur árum liðnum Ríkisstjórn Geirs Hallgrimsson- ar hefur nú setið I tvö ár. I upp- hafi setti ríkisstjórnin sér 3 tak- mörk. 1) tryggingu landvarna, 2) bættan efnahag og 3) að færa landhelgina út í 200 mílur. Varnir landsins hafa nú verið tryggðar, 200 mílurnar eru og orðnar að veruleika, þrátt fyrir hatramma og illvlga mótspyrnu stjórnarandstöðunnar. En það var gæfa Geirs Hallgrimssonar, að hann vann að þessu máli með skynsemi og raunsærri yfirvegan, þótt ekki skorti brigzlyrðin í hans garð. Viðskilnaður vinstri stjórnar- innar var slikur, að það má segja, að fyrsta ár núverandi ríkisstjórn- ar hafi farið i algjört björgunar- starf, þvi svo var viðskilnaðurinn slæmur. Það má líka segja, að sú rikisstjórn hafi ekki tjaldað nema til einnar nætur, enda allt miðað við skammtima setu, þá sjaldan að slikar stjórnir ná völdum og er það eitt verðugt íhugunarefni, hversu mikla ringulreið þeim tekst að skapa á stuttum tima. Þá hefur og ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar tekizt að halda uppi fullri atvinnu og er það út af fyrir sig lofsvert. Einnig hefur verið komið á félagslegum umbótum, svo sem láglaunabótum og endur- skoðun á tryggingakerfinu og mun fleira, sem hnigur í réttlætis- átt. Að þessu athuguðu verður vart annað sagt en að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel þrátt fyrir hina óvægnustu og illvígustu stjórnar- andstöðu, sem sagan kann frá :ð greina. Ég hygg að það megi fara langt aftur í timann til að finna samjöfnuð. Eitt er það sem ein- kennt hefur þessa rikisstjórn öðr- um fremur og það er gott sam- starf, þó að stjórnarandstaðan vilji halda öðru fram og telji allt vera I háalofti. Þeir þeim megin þekkja heldur ekki annað en sundrung og illindi. Einn er sá misskilningur sem ég hef orðið var við og hann er sá að kenna ríkisstjórninni um hátt búvöruverð. Ég hefði nú haldið, að það væri verðlagsráð landbún- aðarins en ekki rlkisstjórnin, sem þeim málum réði. Nú, og svo eru það efnahags- málin. Þau hafa verið erfið úr- lausnarefni. Erfiðir viðskiptahæt- ir og óumdeilanlegur arfur frá vinstri stjórninni, — já, ég undir- strika arfur frá vinstri stjórn. En nú hafa viðskiptakjör okkar batn- að út á við. Þess ber llka að gæta, þegar talað er um stöðu þjóðar- búsins, að lagt hefur verið I stórar framkvæmdir og nefni ég I því sambandi Sigölduvirkjun og Kröflu. Þetta eru fjárfrekar fram- kvæmdir, en þetta skapar líka komandi kynslóðum aukna mögu- leika til bættra lifskjara og iðnað- inum getu til meiri umsvifa, jafn- framt sem það og sparar innflutn- ing orkugjafa. Af þessu sem ég nú hef sagt er ekkert óeðlilegt þó að við blasi stundarerfiðleikar, en ég er þess fullviss, að samhent rlkisstjórn sigrast á þeim erfiðleikum, sem við er að stríða. — Að endingu er það ósk mín til ríkisstjórnarinnar að henni megi auðnast að leysa efnahagsmálin á eins farsælan hátt og landhelgismálið. Þá skora ég og hér með á stjórnarsinna að standa einhuga að baki núverandi rikisstjórnar bæði utan þings og innan. Hún verðskuldar slíkt sannarlega. Vinn þú ennþá þjöð til þarfa þegna vantar, góða, djarfa ættjarðar að efla hag. Reykjavlk, 28. ágúst 1976 Ólafur Vigfússon Hávallagötu 17. Góðar markaðshorfur fyrir freðfisk í V-Þýzkalandi NU ER talið, að verulegur og vax- andi markaður sé fyrir freðfisk ( Vestur-Þýzkalandi. Stafar þetta fyrst og fremst af gildistöku bók- unar sex milli tslands og EBE- landa 1. júlf s.l., en þar er kveðið á um verulega lækkun tolla á (slenzkum sjávarafurðum, flutt- um til rfkja Efnahagsbandalags- ins. Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar Sambandsins segir f nýút- komnum Sambandsfréttum, að á þvf leiki enginn vafi, að í V- Þýzkalandi sé verulegur og vax- andi markaður fyrir freðfisk, og þó einmitt þær tegundir, sem ts- lendingar séu líklegir ti) að hafa aflögu, svo sem karfaflök og ufsa- f lttk........... „Eins og sakir standa virðist mér þó naumast, að Vestur- Þjóðverjar séu samkeppnisfærir við Bandarikjamenn hvað verð snertir. Hafa ber í huga, að verð getur breytzt á skömmum tima og með litlum fyrirvara, og því finnst okkur full ástæða til að fylgjast áfram með þróun mála á vestur-þýzka fiskmarkaðnum," segir Sigurður í samtalinu við Sambandsfréttir. Sigurður fór til V-Þýzkalands fyrir skömmu, þar sem hann átti viðræður við fiskkaupendur og frammámenn í sjávarútvegi. I við- ræðum þessum tók .einnig þátt Gylfi Sigurjónsson, fítamkvæmda- stjóri skrifstofu Sambandsins i Haniborg. t>>' iinnlii Einfalt lánakerfi Tvöfaldir möguleikar Sparilánakerfi Landsbank- ans veitir yrður rétttil lántöku á einfaldan og þægilegan hátt. Taflan hér fyrir neðan sýnir greinilega hvernig reglubundinn sparnaður hjóna getur til dæmis skapað fjölskyldunni rösk- lega eina milljón króna í ráð- stöfunarfé eftir umsaminn tíma. SPARIFJÁRSÖFNUN TENGD RÉTTI TIL LÁNTÖKU Sparnaöur yðar eftir Mánaðarieg innborgun Sparnaður í lok tímabils Landsbankinn lánar yður Ráðstöfunarfé yðar 1) Mánaðarleg endurgreiðsla Þér endurgr. Landsbankanum 12 mánuöi 5.000 6.500 8.000 60.000 78.000 96.000 60.000 78.000 96.000 123.000 161.000 198.000 5.472 7.114 8.756 á 12 mánuðum 18 mánuði 5.000 6.500 8.000 90.000 117.000 144.000 135.000 176.000 216.000 233.000 303.000 373.000 6.052 7.890 9.683 á 27 mánuðum 24 mánuði 5.000 6.500 8.000 120.000 156.000 192.000 240.000 312.000 384.000 374.000 486.000 598.000 6.925 9.003 11.080 á 48mánuöum 1) í fjárhæðum þessu.n er reiknað með 13% vöxtum af innlögðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka islands á hverjum tíma. LANDSBANKINN Sparilán til viðbótar Námskeiðin liefjast að nýju mánudaginn 6. sept. Dag- og kvöldtímar Leikfimi — sauna — sturtur — Ijós — sápa — shampoo og olíur innifalið í verði. Frítt kaffi á eftir í notalegri setustofu. Sérstök megrunarnámskeið 4 sinnum í viku. Með verðlaunum flugferð með Flugfélagi Islands Frábær árangur hefur náðst á þessum megrunarnámskeiðum. 4- Nýjung Nú geta konur, sem ekki geta stundað leikfimi einnig komið í megrun í Hebu og notið þjónustu okkar. Nudd á boðstólum eftir leikfimitímana. Einnig sérstakir nuddtímar og nuddkúrar. Upplýsingar og innritun er hafin. Sími 42360 og 86178. Pantaðir tímar óskast staðfestir. eþa Heilsurœktin HEBA Auhhrekku 53 sími 42360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.