Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 7 Heimsókn Nordlis Opinber heimsókn Od vars Nordlis, forsætisráð- herra Noregs, hefur vakið meiri athygli, en tftt er um sllkar heimsóknir og undirstrikar sú staðreynd það sjónarmið, sem sett var fram I forystugrein Morgunblaðsins sl. föstu- dag, að samband íslend- inga og Norðmanna, byggir ekki eingöngu á sameiginlegri arfleifð frá fyrri tímum, heldur hefur það raunhæft gildi í dag vegna sameiginlegra vandamála og viðfangs efna þessara tveggja þjóða á næstu árum og áratugum Hagsmunir ís- lendinga og Norðmanna fara ótrúlega vfða saman, þegar um er að ræða vandamál líðandi stundar. Viðbrögð blaða við heim sókn Nordlis sýna, að vilj- inn til náins samstarfs milli íslands og Noregs, byggist á mjög breiðum grundvelli. í forystugrein dagblaðsins Vísis sl. mánudag segir svo um heimsókn hins norska for- sætisráðherra: „Síðustu daga hefur dvalið hér á landi I opinberri heimsókn Odvar Nordli, forsætisráð- herra Noregs. Hann hefur verið hér aufúsugestur, enda eru íslendingar tengdir Norðmönnum sterkari böndum en flest um öðrum þjóðum. Þar ræður ekki einvörðungu uppruni okkar og menn- ingarleg tengsl, heldur eigum við hagsmunalega samstöðu með Norð- mönnum á ýmsum svið- um. Við höfum á undan- fömum árum notið mikill- ar aðstoðar Norðmanna. í þvf sambandi er skemmst að minnast landhelgisdeil- unnar. En óumdeilt er, að norska ríkisstjómin átti rfkan þátt f lausn hennar og sigri íslendinga við samningaborðið f Ósló sl. vor. Samstarfið við Norð- menn, bæði innan Norður- landaráðs og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, hefur verið okkur mikill styrkur. Ljóst er, að við eigum f vamarmálum sameiginlegra hagsmuna að gæta með Norðmönn- um. Það hefur betur kom- ið f Ijós á sfðastliðnum árum." Sérstakt samband Benedikt Gröndal, for- maður Alþýðuf lokksins, segir I forystugrein er hann ritar f Alþýðublaðið f gær: „Öryggismálin hafa með árunum orðið sterk- ari bönd milli Noregs og íslands. Stórtfðindi hafa gerzt með gffurlegum flotabúnaði Sovétrfkjanna f höfnum Kolaskagans og með flutningi gjör- eyðingarvopna risaveld- anna f kjarnorkuknúna kafbáta. til að fela þessi ógnarvopn f djúpi hafsins. Þett hefur leitt til mikilla breytinga á stöðu Norður- Atlantshafsins og þar er samstarf Norðmanna og Íslendinga til að halda við friðnum þýðingarmikið. Landhelgismálið hefur einnig tengt þjóðimar saman. Þar hefur stefna þeirra að vfsu ekki alltaf verið hin sama. þótt markmiðið sé það. En samband við Norðmenn, sérstaklega hafréttarráð- herrann Jens Evensen og utanrfkisráðherrann, Knut Frydenlund, hefur stórum greitt fyri málum Íslands, svo að seint verður full- þakkað. Nú virðist vera framundan náið samstarf Íslendinga og Norðmanna á enn einu mikilvægu sviði, en það er stóriðjan. Eftir að amerfski auð- hringurinn Union Carbide flúði af hólmi hefur náðst samkomulag við Elkem, virt stórfyrirtæki f Noregi, um samstarf við byggingu jámblendiverksmiðju á Grundartanga I Hvalfirði. Þetta getur þó vart orðið nema hinn nýstofnaði Norræni fjárfestingar- banki láni fé til verksmiðj- unnar. Nordli, forsætis- ráðherra, fjallaði sérstak- lega um þetta I ræðu sinni á Hótel Sögu og gerði það með þeim hætti. að ekki leynir sér sterkur stuðn- ingur norsku stjómarinnar við málið. Nýskpaður bankastjóri var meðal áheyrenda Nordlis og full- trúar þeirra I bankastjóm- inni verða án efa jákvæð- ir. Nú hefur verið talið, sem stuðlar að nánum og góðum samskiptum Norð- manna og islendinga. Þó er eitt ótalið. Nordli sagði f ræðu sinni, að Norð- menn vildu selja vinum sfnum og nágrönnum olfu úr Norðursjó. á svo góð- um kjörum, sem unnt er og kann það að reynast hagkvæmt íslendingum. Enn getur farið svo, að olfa finnist sfðar á Is- lenzku landgrunni og verður þá sjálfsagt að leita tækniaðstoðar Norð- manna, sökum reynslu þeirra á þvf sviði." Önnur samskipti Loks er ástæða til að vekja athygli á ummælum Jóns Helgasonar, ritstjóra Tímans, I forystugrein þess blaðs I gær, er hann segir ma: „Á styrjaldar- árunum síðari átti fjöldi Norðmanna hér athvart I nauðum sfnum og á sið- ustu áratugum hafa ls- lenzkir skógræktarmenn notið góðs af reynslu og þekkingu Norðmanna, hlotið frá þeim margvfs- lega liðveizlu f skóg- ræktarmálum og rækt vel þá vináttu, sem á þvf hef- ur sprottið. Á allra sfðustu árum hafa margir fslenzkir stúdentar stundað nám f norskum háskólum, loks er nú f uppsiglingu sam- vinna f stóriðju, að vfsu umdeild og ekki fullráðin. Að sjálfsögðu bera norskir stjómmálamenn, svo sem stjómmálamenn allra landa, hag sinnar þjóðar fyrst og fremst fyrir brjósti. Eigi að sfður meg- um við íslendingar vera þess minnugir, að hvergi nema á Norðurlöndum er teljandi hópur manna af öðm þjóðemi, sem lætur sig nokkru varða örlög okkar og afkomu, nema þá f eiginhagsmunaskyni, og samhyggð norrænna þjóða kemur nú orðið fram ekki f orðum einum heldur einnig í verki. Þar getum við íslendingar ekki sfzt horft til Norð- manna, þó að hagsmunir þjóðanna fari ekki æ og ætfð saman f ollum grein- um og þá haldi hvor sfnu fram." Gleymið ekki að endurnýja Nú fer skólatíminn í hönd, — rétti Hminn til að endurnýja skólavörurnar. Nýjar og fallegar skólavörur lífga upp ó nómið og gera það skemmtilegra strax fró byrjun. Þess vegna bjóðum við nú meira úrval af líflegum vörum fyrir framhaldsskólanemendur en nokkru sinni óður. Komið og skoðið úrvalið — komið og endurnýjið. Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Hallarmúla 2 r E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1 —3, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919. Sölusýning Opnum í dag að Hallveigarstöðum við Túngötu sölusýningu á innrömmuðum eftirprentunum eftir heimsþekkta listamenn. Opið frá kl. 14—22 daglega til sunnudagskvölds. Aðgangur ókeypis. HRANNIR HIN FULLKOMNA VIÐARVÖRN í 15 LITUM Hin fullkomna viðarvörn heitir Architectural SOLIGNUM, viðarvörn sem þekur viðinn varanlega. Architectural SOLIGNUM kemur í stað málningar um leið og það ver viðinn gegn hvers konar fúa. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF HÓLMSGÖTU 4. SIMI 24120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.