Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr á mánuði innanlands. í lausasolu 50,00 kr. eintakið. Minnkandi viðskiptahalli Glöggt dæmi þess, að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum er að bera árangur er sú spá þjóðhagsstofnunar, að við- skiptahallinn við útlönd muni minnka um helming, eða niður I 5—6% á þessu ári, frá því sem verið hefur. Viðskiptahallinn á árinu 1975 var um 11—12% af þjódarframleiðslu og á árinu 1974 nam hann um 12% af þjóðarfram- leiðslu. Arið 1973, 1 einhverju mesta góðæri, sem yfir íslenzku þjóðina hefur gengið, nam við- skiptahallinn um 3% Aðstæður á þessum árum í viðskiptum okkar við útlönd voru þá mjög ólfkar. Á árinu 1973 bötnuðu viðskiptakjör okkar um 15%, en á þjóðhátíðar- árinu versnuðu þau um 10% og 1975 versnuðu þau enn um 15%. En þrátt fyrir að viðskiptakjörin hafi versnað á árinu 1974, jukust þjóðarútgjöld á þvf ári um 10% en á árinu 1975, þegar farið var að gæta ráðstafana núverandi rfkis- stjórnar 1 efnahagsmálum, varð samdráttur í þjóðarútgjöldum um 9—10% prósent. A yfirstand- andi ári verður dregið úr þjóðar- útgjöldum um 5—6%.Þetta ásamt batnandi viðskiptakjörum leiðir til þess, að viðskiptahallinn minnkar um helming á þessu ári, eins og áður var getið. t viðtali Morgunblaðsins við Geir Hallgrfmsson, forsætisráð- herra, sl. laugardag var fjallað um þessi viðhorf 1 viðskiptum okkar við útlönd. Forsætisráð- herra var að þvf spurður hvaða leiðir væru vænlegastar til þess að halda jöfnuði í viðskiptum okkar við önnur lönd. Hann sagði þá m.a.: „Hér er einfaldlega um það að ræða að lifa ekki um efni fram, eyða ekki meiru en aflað er. En aflagetu okkar eru takmörk sett. Þess vegna þurfum við að draga úr eftirspurn innanlands. Við verðum að velja á milli þess að draga úr rekstrarkostnaði líðandi stundar, einkaneyzlu þ.e.a.s. útgjöldum heimila og ein- staklinga annars vegar og sam- neyzlu, þ.e.a.s opinberum útgjöld- um, sem varið er til sameigin- legra þarfa hins vegar, eða við verðum að draga úr fjárfestingu og framkvæmdum og má þar aftur greina á milli fjárfestinga einstaklinga og atvinnuvega og hins opinbera. Segja verður eins og er, að lækkun þjóðarútgjalda hefur einkum orðið við samdrátt einkaneyzlu og fjárfestingarat- vinnuvega, en ekki hjá hinu opin- bera. Margir munu auðvitað telja, að hið opinbera eigi að ganga á undan með góðu fordæmi, en f þvf sambandi má þó geta þess, að dregið hefur verulega úr aukningu samneyzlu. I stað 6—7% árlegrar aukningar var hún um 2% 1975, en stendur væntanlega í stað 1976 og aukning f opinberum fram- kvæmJum er eingöngu á sviði orkumála, en um samdrátt er að ræða f öðrum framkvæmdum. Er þetta í samræmi við stefnuyfir- lýsingu rfkisstjórnarinnar, sem kveður á um, að orkuframkvæmd- ir skuli hafa forgang og rökin fyrir þvf voru stórhækkað verð erlends eldsneytis. Af því leiðir hins vegar að draga verður úr öðrum opinberum framkvæmd- um, svo sem f samgöngumálum og opinberum byggingum vegna heilsugæzlu og skóla um sinn.“ Orsakir verðhækkana A Xlndstæðingar núverandi rfkis- stjórnar hafa oftsinnis haldið þvf fram, að þær verðhækkanir, sem orðið hafa á vaJdatfma hennar séu rfkisstjórninni að kenna, og hún hefði getað komið f veg fyrir þær með þeim einfalda hætti að leyfa þær ekki. Nú er það að vfsu svo, að þessi „einfalda" aðferð var ekki notuð á tfmum vinstri stjórnarinnar, þegar verðlags- hækkanir urðu mun meiri en þær hafa orðið f tfð núverandi rfkis- stjórnar og fór ráðherra Alþýðu- bandalagsins þá með verðlags- mál 1 viðtali við Morgunblaðið sl. laugardag fjallaði Geir Hall- grfmsson um þessa gagnrýni og sagði þá m.a.: „Talið er, að um þriðjungur af framfærslukostn- aði sé fólgin f verði innfluttrar vöru og þjónustu, sem bundin er verðlagsákvæðum. Mfn skoðun er, að ákveðin álagningarákvæði séu neytendum engin vörn. Að því tilskildu, að unnt sé að tryggja samkeppni, getur hún ein fært neytendum húsbóndavaldið f hendur og ber að stefna að þvf. Þá er talið, að búvöruverð sé tæpur fimmtungur af framfærslukostn- aði. Um ákvörðun þess gilda ákveðin lagafyrirmæli, sem tryggja eiga bændum samsvar- andi tekjur og viðmiðunarstéttir hafa. Þvf hefur verið haldið fram, að of mikil sjálfvirkni sé f þess- um verðákvörðunum og þar sé ekki tekið sem skyldi tillit til breyttra búskaparhátta og hag- kvæmari framleiðslu. Bændur mega ekki bera skarðan hlut frá borði, en um leið verður að tryggja hag neytenda og f þvf augnamiði hefur landbúnaðarráð- herra, samkvæmt stefnuyfirlýs- ingu rfkisstjórnarinnar, skipað nefnd, þar sem fulltrúar hags- munaaðila sitja á rökstólum til að endurskoða kerfi það, sem farið er eftir f þessum efnum. Loks er rétt að nefna, að ýmis konar þjón- usta, sem oft er vinnuaflsfrek, er um 20% af framfærslukostnaði, þar af um þriðjungur rafmagn, hitaveita, póstur og sfmi. Hér er um að ræða fyrirtæki, sem hafa oft einkarétt á sfnu sviði og skort- ir þvf það aðhald, sem bein sam- keppni veitir, þótt oft sé um óbeina samkeppni að ræða. Það er því hlutverk lýðræðiskjörinna stjórnvalda f sveitarfélögum og á þingi að veita stjórnendum þess- ara fyrirtækja það aðhald, sem öllum rekstrareiningum er nauð- synlegt." Hin hlióin á ör/ögum Kariuks: Vilhjálmur Stefánsson. Myndin er tekin I Hannover1959. ■m % FRÉTT Morgunblaðsins í gær um bók skozka kennarans William L. McKinlay um „Karlukferð" Vilhjálms Stefánssonar. árið 1913 hefur vakið athygli. j bókinni og samtali Mbl. við McKinlay, sem er eini leiðangursmaðurinn, sem enn er á Iffi, kemur fram : ð hann telur Vilhjálm Stefánsson, hafa borið ábyrgð á því að 11 af 25 leiðangursmönnum um borð í hvalveiðiskipinu Karluk, sem notað var til ferðarinnar á norðurslóðir, biðu bana. í bókinni segir McKinlay að leiðangurinn hafi verið illa undirbúinn af hálfu Vilhjálms, valdir hafi verið Iftt reyndir menn til ferðarinnar sem ekki þoldu það sem beið þeirra, og Vilhjálmur hafi að auki komið óafsakanlega fram við leiðangursmenn, einkum þó yfirmenn skipsins. Loks hafi hann skilið þá eftir í fsnum, þar sem skipið brotnaði á endanum og leiðangursmenn urðu að láta fyrirberast á ísjaka milli Alaska og Síberfu í heilt ár við mestu hörmungar og með fyrrgreindum afleiðingum. Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður, sem aðstoðaði McKinlay við útgáfu bókarinnar segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að þessi saga sé sú hlið „ Karlukferðarinnar" sem Vilhjálmur Stefánsson vissi ekkert um, þvf hann var þar hvergi nærri. Leiðangur þann , sem hér um ræðir, fór Vilhjálm- ur Stefánsson á vegum Kanadastjórnar og dvaldist hann ífimm ár samfleytt (1913—1918) fyrir norðan heimskautsbaug, þar sem hann kannaði heimskautsslóðir vestan Kanada og fann m.a. Borden-Brock-, Meighen- og Longheedeyjur. Á þessum tíma aflaði hann víðtækrar þekkingar á þessu svæði og vissu um efnahagslegt mikilvægi þess. í sjálfsævisögu sinni sem út hefur komið i íslenzkri þýingu, segir Vilhjálmur Stefánsson m.a. frá undirbúningi Karlukferðarinnar og gekk á ýmsu í því sambandi. Hann segir t.d. frá þvi að sam- kvæmt ráðleggingum hins kunna heimskautsfara Pearys, hafi hann ráðið sem skipstjóra á Karluk Robert A. Bartlett, sem stjórnað hafði skipi Pearys, Roosevelt, á fyrstu tveimur ferðum flotaforingjans. Bartlett var ..viðurkenndur reyndasti og úrræðabezti þeirra skipstjórnarmanna, er sigldu um austuris- inn", segir Vilhjálmur í bókinni. „Þótt æskilegt hefði verið að Bartlett hefði haft meiri reynslu í siglingu i vesturísnum, sem er mjög ólíkur ísnum austan til í Íshafínu, taldi ég ákveðin meðmæli Pearys full- nægjandi. Kanadastjórn bauð Bartlett starfið að símaðri tillögu minni og þá hann það " „Áætlunin um leiðangurinn gerði ráð fyrir " segir Vilhjálmur, " að hann skiptist í tvo hluta. Annar átti að vera norðursveitín, sem ég mundi stjórna og átti að kanna ísinn fyrir norðan Alaska, gera dýptar- mælingar, svipast um eftir ummerkjum dýralífs og leita nýrra landa. Syðri deildin, undír stjórn Ander- sons (dr. Rudolph) Anderson, aðstoðarforingja Vil- hjálms, sem verið hafði með honum fjögur ár áður á norðurskautssvæðinu), átti að vinna i grennd við Coronationflóa að rannsóknum á sviði mannfræði, fornmenjafræði, jarðfræði og dýrafræði." Áður en lagt var úr höfn kom upp deila milli vísindamanna í leiðangrinum og Vilhjálms vegna þess að hinir fyrrnefndu töldu að neyzluvatnsgeym- ar Karluks væru of litlir. Vilhjálmur var þeirrar skoðunar að sem áður yrði unnt að fá ferskt vatn úr hafís. Sú deila hjaðnaði og féllust vísindamenn á skoðun Vilhjálms í þessu efni. KARLUK FESTIST „Þegar við fórum frá Nome í júlílok, voru í flota leiðangursins Karluk, 30 lesta vélknúin skonnorta, Alaska, undir stjórn Andersons, og skonnortan Mary Sachs, 30 lesta og einnig knúin benzínvél, undir stjórn Peters Bernards skipstjóra. Ekki langt frá Nome varð vélarbilun i Alaska, svo að skipið varð að leita til Teller til að fá viðgerð. Sachs varð viðskila við Karluk í stormi skömmu siðar og sáu menn á Karluk aldrei framar Alaska eða Mary Sachs. En undan Barrowodda gerist það að Karluk festist í ísnum vegna austanstrekkings sem á móti blés. Vilhjálmur segir: „Karluk var nú alveg frosið inni, og augljóst var, að það mundi ekki losna fyrr en með vorinu. Um miðjan september lá í augum uppi að við mundum þarfnast meiri vista. ísinn milli okkar og lands var nógu öruggur um þessar mundir fyrir veiðimannahóp, sem í voru auk mln, Dia- mond Jenness, mannfræðingur, Burt McConnall ritari minn og veðurfræðingur leiðangursins, George Hubert Wilkins, Ijósmyndari okkar, og tveir Eskimóar, Asatsiak og Raujurak Fyrstu nóttina tjölduðum við á ísnum, og var það ný reynsla fyrir visindamenn sem kynntust henni með nokkrum kvíða. Næsta dag náðum við landi á einni Joneseyjanna, sem ekki eru fjarri Beecheyodda og um 280 kílómetra austan við Barrow. Áður en við hófum veiðarnar þarna urðum við að þreyja einn versta storm, sem ég hefi nokkru sinni lent í. í fyrstu höfðum við séð siglutrén á Karluk. Næst, þegar birti svo til, að sá til hafs, var skipið horfið. Við gerðum ráð fyrir, að skipið mundi stöðvast, þegar það kæmi I þéttari ís I grennd við Halketthöfða, svo að við hröðuðum okkur vestur á bóginn, en fengum þó aðeins óljósar fréttir af skipinu frá fáeinum veiðiflokkum Eskimóa. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 17 tberíft í | y & z z. C\\X/RAM&EUeV'3A. V fAWSAÞ KOMST AHÖFMÍn A xARUUK N I ' s/ \. ^laska x 14 rt«r-t j>iU * t <? o * Mt<4son-|iáí Sleða breytt 1 bát með segli F leiðangri Vilhjálms Stefánssonar. Mistökin voru skipstjórans á Karíuk - segir Viihjáimur Stefánsson í sjá/fsævisögu sinni Þegar við komum til Barrowodda, fréttum við að Karluk hafði sézt um 15—16 km undan oddan- um, en horfið bráðlega. Þótt enginn okkar tryði því raunverulega, að skipið væri I hættu, hvarf ég nú frá þeirri skoðun, sem ég hafði verið á, meðan ég var um borð, að leiðangur okkar væri svo vandlega og ágætlega skipulagður, að yfir- maður hans hefði ekkert að gera. KARLUK ÚR LEIK Hvort sem Karluk var I hættu eða ekki, þá var skipið horfið, með því sumir af beztu mönnum leiðangursins og allur búnaður nyrðri deildarinnar. Þeir okkar, sem voru á landi, voru ófullnægjandi klæddir og búnir. Við höfðum ekki viljað hætta á að fara með beztu sleða okkar I þessa veiðiför, og nú þörfnuðumst við þeirra sárlega. Við öfluðum þess, sem unnt var I verzlunarstöð Charlies Browers, og þaðan sendi ég skýrslu til Ottawa um aðstöðu okkar og yfirlýsingu um það sem ég hyggðist gera. Ég sagði, að þótt Karluk kæmi mér ekki lengur að notum og kynni að vera I þeirri hættu að brotna I ísnum, teldi ég að menn á skipinu, er hefðu til umráða létta skinnbáta, sem væru ágætir til ferðar um lagnaðarís, gætu auðveldlega náð landi. Hvað mig snerti ætlaði ég að halda áfram til Mackenzie- ósa, koma starfsemi deildat Andersons af stað og búa mig undir könnunarferð á eigin spýtur yfir ísbreiðu Beaufortshafs." Vilhjálmur lendir I togstreitu við Anderson og liðsmenn hans, sem m.a. töldu hann ekki hafa yfirstjórn nema yfir þeim hluta leiðangursins sem fór með Karluk Ekki skal sú saga rakin hér, né frásögn af könnunarstarfi, hrakningum og ævintýr- um Vilhjálms frá þvi hann fer frá skipinu I ísnum, heldur aðeins greint frá því sem hann segir um Karluk og afdrif þess. Hann segir m.a. síðar I frásögn sinni af því að hann hafi komið fyrir siglingamerki á Norwayeyju sem ekki gæti farið fram hjá áhöfn skips á norðurleið. „Þar hafði ég skilið eftir upplýsingar og leiðbeiningar um hentug- ar hafnir, meðal annars þess efnis að Karluk skyldi reyna að komast til Prince Patrick, gæti skipiðaftur tekið þátt I leiðangrinum og Bartlett skipstjóri teldi það ráðlegt HVERS VEGNAFÓR BARTLETT EINN í ágúst 1914 er Vilhjálmur staddur við Kellet- höfða á vesturhluta Bankseyju. Þar rekst hann á skip og kemst :ð þvi að leiðangursmenn I suðri höfðu talið hann af. En hann spyrst fyrir um hvað orðið hefði af Karluk og segir svo frá því I sjálfsævi- sögunni: „Það kom mér ekki mjög á óvart, að Karluk hafði brotnað I ísnum og týnzt, en áhöfn skipsins hafði komizt til Wrangeleyjar, norðan Síberíu. Hissa varð ég þó, svo hissa, að ég hef aldrei gleymt þvi, er ég frétti, að Bob Bartlett skipstjóri á Karluk, hefði komizt heilu og höldnu frá Wrangel til Síberiu og haldið þaðan til Alaska í fylgd með einum Eskimóa. 9 MORGUNBLAÐIÐ hafði I gær samband við Erika Parmi, bókavörð við Vilhjálms Stefánssonar- bókasafnið við Dartmouth College I Hannover, New Hampshire, Bandarlkjunum, vegna bókar Wílliam McKinlays og þeirra ásakana sem þar kom a fram. Hún sagði að sér hefði verið kunnugt um þessa bók og m.a. hefðu McKinlay verið send ýmis gögn að hans ósk I sambandi við samningu bókarinnar. Hins vegar kvað hún bókina ekki koma út I Bandarlkjun- um fyrr en með haustinu, og þvl gæti hún ekki annað sagt um það sem I henni kæmi fram, en að það væri Ijóst að spenna hefði skapazt milli annars vegar suðurhluta leiðangursins. sem Anderson var fyrir, og norðurhlutans, sem Vilhjálmur Stefánsson var fyrir, auk þess sem ýmsír af áhöfn Karluks hef ðu talið að Vilhjálmur hefði ekki átt að fara I veiði- ferðina er skipið varð fast I tsnum, heldur vera um kyrrt. En um þennan leiðangur hefði Vilhjálmur Stefánsson skrifað sérstaka bók, The Friendly Arctic, þar sem hann birtir ennfremur handrit annars manns sem eftir varð um borð f Karluk og þar kæmi fram önnur hlið á málinu. Þá gat ég ekki skilið — og get ekki enn — hvers vegna hann tók ekki með sér alla áhöfn Karluk. Að vísu skipulagði hann björgunarstarf, er hann kom til meginlandsins, en björgun á skipi frá Wrangel gat reynzt óframkvæmanleg, eða mjög tafsöm. Það var fjarri því, að sleðaferð frá Wrangel til Síberíu væri óhugsandi. Reyndar hafði Bartlett sjálfur sýnt að svo var ekki. Ég taldi, að honum hefðu orðið á mistök, en ég varekki sérstaklega áhyggjufullur, ef til vill vegna þess hve vel okkur hafði gengið. Ég komst síðar að því, að kenningar, sem sannaðar hafa verið, kunna að bregðast þeim, sem ekki trúa á þær. AÐ AÐLAGA SIG BREYTTUM AÐSTÆÐUM. í sjálfsævisögunni fer Vilhjálmur Stefánsson ekki öllu fleiri orðum um Karluk og örlög áhafnarinnar. Hann getur þess, I sambandi við áframhaldandi erjur þeirra Andersons, að eftir að Anderson hefði reynt að koma i veg fyrir að Vilhjálmur yrði kjörinn forseti Landkönnuðuaklúbbsins 1918 en mistekizt hafi hann haldið á fram „að baka vandræði, einkum milli mín og Bartletts skipstjóra. Ég hafðí stundum efazt um góða stjórn Bartletts á Karluk i ísnum á Beaufortshafi og undrazt ákvörðun hans um að skilja áhöfn Karluks eftir á Wrangeleyju, þegar skipið hafði farizt, meðan hann fór til lands eftir hjálp. Ég hafði þó ekki gagnrýnt Bartlett opinber- lega." Vilhjálmur bætir við að tilraun Andprsons til að koma á deilum milli Bartletts og sín hafi ekki borið árangur Þá getur hann þess að þegar honum hafi verið veittur Elisha Kent Kane-heiðurspeningurinn, „sem venjulega er úr gulli, en var að þessu sinni, að ósk minni, gerður úr eir," hafi kostnaðarmunurinn verið látinn „renna í sjóð þann, sem Landkönnuðaklúbb- urinn hafði stofnað til stýrktar fátækri móður Henry Beauchats, sem týndi lifinu eftir að Karluk sökk 1914 " Að lokum skal hér birt niðurlag kaflans „Ný lönd Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.