Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 + Móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, andaðist að Hrafnistu, að morgni 30 ágúst Gfsli R. Guðmundsson, Soffla Guðmundsdóttir, Kristfn V. Gfsladóttir, Guðmundur Gfslason. t Maðurinn minn GUÐBJORN BALDVINSSON Stórahjalla 1 7 andaðist á heimili sinu að morgni 31 ágúst Guðbjörg Þorgeirsdóttir og börn. t Hjartanlegar þakkir til allra fjær og nær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, SESSELJU DAÐADÓTTUR, Gröf í Miðdölum og heiðruðu minningu hennar á einn og annan hátt Fósturbömin. t Þökkum af alhug öllum þeim mörgu sem sýndu okkur samúð við fráfall og útför okkar hjartfólgna sonar, bróður og unnusta, JÓNS ÓRVARS GEIRSSONAR, læknis Guð blessi ykkur öll Sólveig Jónsdóttir. Geir G. Jónsson, Marfn S. Geirsdóttir, Helga Þórðardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, GUÐMUNDAR HELGA SIGURÐSSONAR, Reynistað Sérstakar þakkir færum við fjölskyldunni, Reynistað Systkinin. t Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð vináttu og samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU JÓNASDÓTTUR, « Rauðalæk 34. Guðrún Jóhannsdóttir Laufey Einarsdóttir Anna Cronin Jakobfna Cronin Jóhanna Cronin barnabörn og barnabarnabom. Ágúst Þorsteinsson Kári Sigurbjomsson James Cronin Jóna Kristófersdóttir Reynir Bergman Skaftason. t Þökkum inilega auðsýnda samúð við fráfall mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa AMUNDA SIGURÐSSONAR, forstjóra, Laugarásvegi 31. Nanna Ágústsdóttir, Margrét Ámundadóttir, Guðmundur G Einarsson, Sigurður Ámundason, Rannveig Bjarnadóttir, Jón Öm Ámundason, Erna HróKsdóttir og barnaböm. t Þökkum innilega öllum þeim einstaklingum og félagssamtökum sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, KRISTJÁNS DÝRFJÖRÐ, rafvirkjameistara, Skúlaskeið 16, Hafnarfirði. Einmg þökkum við starfsfólki St Jósefsspitalans góða umönnun í langri sjúkdómslegu hins látna Fyrir hönd sona og annarra ættingja Hólm Dýrfjörð ! Minning: Asgeir H. Guðmunds- son verkstjóri Fæddur 17. júnf 1920. Dðinn 5. ágúst 1976. „Sú gæska er til, sem greiðir allar skuldir og glóir skært á bak við sorg og tál. Fram undan eru vegir húmi huldir en hærra Ijómar Drottins verndarbál." (J.J.Smári). Ásgeir mágur minn er horfinn yfir móðuna miklu langt um aldur fram aðeins fimmtíu og sex ára gamall. Andlát hans bar snöggt og óvænt að, og þó að ástvinir hans og venslafólk renndi grun i vegna hjartasjúkdóms þess er hann hrjáði nú siðustu ár, að svo kynni að fara sem fór var eigi reiknað með svo snöggum umskiptum. Ásgeir var elstur barna þeirra hjónanna Guðmundar Guðmunds- sonar múrara, Baldursgötu 27 hér í borg, sem látinn er fyrir nokkr- um árum, og konu hans Mörtu Þorleifsdóttur er þar býr með rausn og skörungsskap kominn langt á áttræðisaldur. Þar á Bald- ursgötunni ólst hann upp í stórum hópi systkina og er það þriðja úr þeim hópi sem horfið er sjónum okkar héðan úr jarðlífi. Garðyrkjustörf nam Ásgeir ungur að aldri og hlaut hann meistararéttindi I þeirri grein. Hann starfaði sem verkstjóri í skrúðgörðum Reykjavfkurborgar frá 1968 til hinsta dags síns. Störf sín öll leysti hann af hendi af alúð og kostgæfni þess manns er ætíð vildi skila góðu dagsverki, og má sjá merki um hagleik hans og smekkvfsi í því starfi, svo sem f hlöðnum köntum við Lækjargötu og fjölmörgum stöðum vfða hér í borginni. Kynni okkar Ásgeirs ná yfir rúmlega tuttugu og eins árs tfma- bil og rfkti ávallt okkar milli gagnkvæmur góðhugur sem eng- an skugga bar á. Hann var maður fáskiptinn, orðvar og ljúfur í um- gengi og bar ekki á torg orð eða athafnir úr einkalífi sfnu. Barngóður var hann og löðuð- ust öll börn að honum eins og ósjálfrátt. Hann lætur eftir sig fjögur upp- komin börn dæturnar Jenny og Helgu og synina Guðmund og Hilmar, einnig f jögur barnabörn. Börnum sfnum reyndist Ásgeir góður og ástríkur faðir og vildi veg þeirra allra sem mestan og greiðfærastan í hvívetna. Hafi Asgeir þökk frá mér fyrir allar okkar góðu samverustundir á liðnum árum. Blessun Guðs fylgi honum á þeim ókunnu leiðum er hann nú hefur lagt út á. Páll Skúli Halldórsson. I dag er til moldar borinn Ás- geir Hilmar Guðmundsson, garð- yrkjumaður. Hann var fæddur í Reykjavfk 17. júní 1920, sonur hjónanna Mörtu Þorleifsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar, múrara, á Baldursgötu 27. Guð- mundur er látinn fyrir nokkrum árum, en hans mun lengi minnst vegna handarverka sinna og þá ekki síst fyrir vegg þann, sem hann hlóð við Barónsstíg fyrir framan lóð Austurbæjarskólans. Ásgeir var einnig mikill og góður handverksmaður og margar vegg- hleðslur, sem í seinni tíð hafa verið gerðar i Reykjavfk, eru handarverk hans, en þó voru verkefni hans hjá skrúðgörðum borgarinnar fyrst og fremst þau að sjá um ræktun og umhirðu lóða við hinar ýmsu stofnanir borgar- innar. Ungur að árum fór Asgeir í garðyrkjulæri hjá Ingimar Sigurðssyni f Fagrahvammi og þar bar fundum okkar fyrst sam- an 1942, en skömmu sfðar kvænt- ist hann Maríu Ingimundardóttur og fluttist með henni í heima- byggð hennar austur á Fjörðum. Liðu svo mörg ár að fundum okk- ar bar ekki saman. Frétti ég þó af honum öðru hvoru og vissi að hann stundaði sjómennsku og lenti m.a. f sjóhrakningum, en eft- ir það fluttust þau hjónin hingað til Reykjavikur með börnin sín fjögur. Skömmu síðar slitu þau sambúð og mjög um sama leyti eða vorið 1968 fékk ég Ásgeir til að hverfa að nýju til þess starfa, sem hann hafði lært til. Taldi hann sig hafa gleymt öllu, sem héti garðyrkja og var tregur til að hverfa á ný til þeirra starfa. Þó varð það úr fyrir þrábeiðni mfna, enda kom fljótt í ljós, að Ásgeir hafði engu gleymt. Starfið veitti honum sömu gleði sem fyrrum og uppfrá því vann hann sem verk- stjóri við skrúðgarða borgarinnar. Hann mætti hvern morgun fyrst- ur manna, og þegar hann kom ekki eins og vant var til vinnu að morgni 5 . ágúst s.l. var þegar kannað hverju það sætti. Fannst hann þá liðinn f fbúð sinni á Laugarnesvegi. Við samstarfsmenn hans sökn- um hans mikið. Hann var ekki aðeins samviskusamur starfsmað- ur, heldur einnig hress og kátur vinnufélagi, sem alltaf fann auð- velda lausn á hverju vandamáli, sem upp kom á vinnustað. I návist hans var ætíð lff og fjör og sökn- um við nú þeirrar glaðværðar, sem fylgdi honum í dagsins önn. Hafi hann þökk fyrir samfylgd- ina. Hafliði Jónsson. „Að reykja ekki” er áskorun lækna LÆKNAFÉLAG Islands hefur sent frá sér ályktun um tóbaks- reykingar og fer fréttatilkynning frá félaginu hér á eftir: „Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna birti á síð- asta ári álit sérfræðinganefndar um skaðsemi tóbaksreykinga. Þar er visað til margra rannsókna, er sýna, að reykingar eru mikilvæg- ur orsakaþáttur lungnakrabba, langvinnra lungnasjúkdóma, kansæðasjúkdóma og æða- þrengsla, auk þess sem tóbaks- reykingar hafa ýmis önnur heilsu- spillandi áhrif. Rétt þykir að benda á ráðlegg- ingar nefndarinnar til heilbrigð- isstétta, sem „ættu að gera sér ljóst mikilvægi þess að vinna gegn reykingum meðal annars með því að reykja ekki“. Á aðalfundi Læknafélags Is- lands 1975 var samþykkt tillaga frá Bjarna Bjarnasyni lækni, sem nú er látinn, en Bjarni var ötull baráttumaður gegn reykingum og einn af forystumönnum Krabba- meinsfélagsins frá stofnun þess. I tillögunni er skorað á ýmsa aðila, sem geta haft áhrif með fordæmi sínu, að íhuga ábyrgð sína hvað reykingar varðar. Stjórn L.I. vill með bréfi þessu koma þessari áskorun á framfæri. Tillagan hljóðar svo: „Vegna hins geigvænlega heilsutjóns, sem tóbaksreykingar valda, skorar aðalfundur Lækna- félags tslands á: — lækna að reykja ekki, — stjórnir og starfsmannaráð sjúkrahúsa og annarra heilbrigð- isstofnana að reyna að draga úr reykingum starfsfólks á vinnu- stað, — kennara að reykja ekki í skólum eða á umráðasvæði þeirra, — foreldra að íhuga ábyrgðina gagnvart börnum sínum og vernda þau gegn reykingahætt- unni með því að reykja ekki sjálf, — stjórnendur og starfsfólk sjónvarpsins að hlutast til um að þeir, sem þar koma fram, reyki ekki meðan á útsendingu stend- ur“.“ 170 norrænir háskóla- menn á þingi í Reykjavík Dagana 1.—3. september n.k. verður haldið þing samtaka norr- ænna háskólamanna að Hótel Sögu. Þingið sitja 170 fulltrúar samtaka háskólamanna á Norður- t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð vegna andláts og údarar SIGURVINS JÚLÍUSSONAR Hverfisgötu 88 b. Sérstakar þakkir til starfsfólks að deild 4—A Borgarspltalans fyrir kærleiksríka umönnun I hans löngu veikindum Einnig sérstak- ar þakkir til starfsfólks hjá Jóni Loftssyni h.f. fyrir vináttu og tryggð Ólöf Júlíusdóttir Marla Júliusdóttir Ólafur Júllusson ! 1 ! I 1 t\ - 1 ! löndum. Þessi samtök hafa innan sinna vébanda yfir 350.000 há- skólamenn, sem starfa ýmist hjá opinberum aðilum, einkaaðilum eða sjálfstætt. Bandalag háskólamanna hefur verið aðili að Nordisk akademi- kerrád frá því árið 1962, en f því ráði eiga sæti samtals 15 fulltrúar frá hliðstæðum samtökum i Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð. Haldnir eru fundir í Norræna háskólamannaráðinu einu sinni til tvisvar á ári og undanfarin ár hafa fulltrúar frá BHM sótt þessa fundi. Þriðja hvert ár er haldið þing norrænna háskólamanna og var þingið sið- ast haldið i Finnlandi og sóttu það tveir fulltrúar frá BHM. Á þinginu í Reykjavík verða flutt framsöguerindi um eftirtal- in efni: Hlutverk samtaka há- skólamanna í þjóðfélaginu' sér- staklega með tilliti til launamála- stefnu, vinnumarkaðsmál og at- vinnulýðræði. Á eftir framsöguer- indum verða hringborðsumræður og síðan almennar umræður. Þinginu lýkur siðdegis á fimmtudag, en á föstudag munu þátttakendur fara í dagsferð og m.a. koma að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. S. Helgason hf. STEINIÐJA llnholti 4 Slmar 26477 og 14254 _________________________________mL. ' i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.