Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 Böm geta verið drukkin þeg- ar þau koma úr móðurkviði — hafi móðir neytt áfengis ótæpi- lega um meðgöngutímann London 30. ág. Reuter. STÖKU börn eru undir áhrifum áfengis, þegar þau koma úr móðurkviði og komið hefur það fyrir, að áfengisþef hefur lagt úr vitum þeirra, og I blóðprufum í naflastreng hefur mælzt meira áfengismagn en ( mörgum lönd- um er forsvaranlegt til að menn setjist undir stýri. Þessar athyglisverðu upp- lýsingar eru settar fram í brezku læknatímariti og byggjast á rann- sóknum í Bandaríkjunum og FraRklandi, og þar er og gerð grein fyrir þeim skaða, sem það getur haft á fóstur, ef móðirin neytir ótæpilega sterkra drykkja meðan hún gengur með barn sitt. Hjá mörgum börnum, sem fyrir þessu verða, koma í ljós vaxtar- Washington 30. ág. Reuter LESTER Maddox og Eugene McCarthy, sem báðir hafa ákveð- ið að bjóða sig fram við forseta- kosningarnar ( Bandaríkjunum, utan við stóru flokkana, Repúblikana og Demókrata hafa hótað því að fara fram á að lög- bann verði sett á væntanlegt sjón- varpseinvfgi þeirra Geralds Fords og Jimmy Carters. Krefjast þeir að fá að taka þátt í þessum um- ra-ðum, en slfkar sjónvarpsum- ræður hafa ekki farið fram síðan Nixon og Kennedy leiddu saman hesta sína 1960 og frægt varð þá og er löngum talið, að Kennedy hafi sigrað naumum sigri ( kosningunum vegna framgöngu sinnar f þeim sjónvarpsumræð- um. Maddox sem er fyrrverandi rikisstjóri í Georgíu, iilkynnti á laugardaginn um framboð sitt fyrir hönd Óháða flokksins sem er mjög íhaldssamur, og sagði hann í Chicago um helgina að hann Reynt að draga Andreotti inn í mútumálin Rómaborg 31. ág. Nfb. Reuter. MALGAGN Kristilegra demókrata á ltalíu, II Popolo, vís- aði í dag mjög eindregið á bug þeim sögusögnum, sem komizt hafa á kreik um að Andreotti, forsætisráðherra landsins, kynni að vera viðriðinn Lockheed- mútumálið. Það var blaðið Espresso, sem er vinstri sinnað, sem tjáði sig um málið og kvaðst mundu birta grein þvf til stuðn- ings sfðar í þessari viku. Espresso sagði, að í fórum blaðsins væru tvö Lockheeedbréf og úrdráttur úr dagbók eftir gam- alreyndan starfsmann fyrirtækis- ins þar sem gefið væri í skyn, að fyrirtækið hefði boðið Andreotti 43 þús. dollara mútur. Blaðið við- urkenndi þó að skjölin kynnu að vera fölsuð í því augnamiði að veikja veika minnihlutastjórn Andreottis, en hún verður að treysta stuðningi kommúnista á þingi í meiriháttar málum. II Popolo sagði að ásakanir Espresso yrðu hraktar svo að eng- inn myndi draga sakleysi Andre- ottis í efa í útgáfu sinni á morgun. I grein Espresso kemur hvergi fram að Andreotti hafi þegið þess- ar mútur en þær hafi verið boðn- ar honum til að hann og flokkur hans veitti stuðning við kaup á 18 Lockheed P-3 Irion vélum til ítalska flughersins en tekið er og fram að ekki hafi af sölunni orðið. truflanir fyrir eða eftir fæðingu. Um það bil niu af hverjum tíu hafa heilaskemmdir af einhverju tagi, en á misjafnlega háu stigi, helmingur hefur hjartagalla og hjá þriðjungi kemur i ljós ein- hvers konar vansköpun. Rannsóknir I Bandaríkjunum benda til að það sé verulegt vandamál þar í landi, hversu mæður gæti litt hófs í meðferð áfengis um meðgöngutímann, en þó virðist sem málið sé enn alvar- legra í Frakklandi. Sumum lækn- um er ókunnugt um, að móðirin sé áfengissjúklingur, fyrr en barnið er fætt, og þeir fósturskað- ar, sem verða í móðurkviði, eru óbætanlegir þrátt fyrir góða um- önnun eftir að barnið er komið í heiminn. myndi fara fyrir dómstóla með málið, ef honum yrði ekki leyft að taka þátt i umræðunum. McCarthy, sem er fyrrverandi öldungadeildarþingmaður frá Minnesota og varð frægur fyrir baráttu sína gegn Vietnam- styrjöldinni árið 1968, býður sig fram utan flokka. Verður hann frambjóðandi í að minnsta kosti 20 ríkjum og hefur hann einnig hótað öllu illu, ef ekki verði látið að vilja hans í þessu efni. Biskup vísiter- ar 17 kirkjur BISKUP Isiands vísiterar eftir- taldar kirkjur I Uúnavatnspró- fastsda'mi og í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi dagana 2. — 12. sept. Verður vísitasíunni hag- að sem hér segir: Fimmtudaginn 2. sept. kl. 17: Staður í Hrútafirði. Föstudaginn 3. sept. kl. 14: Prestsbakki. Sama dag 3. sept. kl. 17: Öspakseyri. Laugardaginn 4. sept. kl. 14: Kaldrananes. Sama dag 4. sept. kl. 14: Drangsnes. Sunnudaginn 5. sept. kl. 14: Kollafjarðarnes. Sama dag 5. sept. kl. 17: Hólmavík. Mánudag- inn 6. sept. kl. 14: Árnes. Þriðju- daginn 7. sept. kl. 17: Staðarhóll f Saurbæ. Miðvikudaginn 8. sept. kl. 14: Skarð. Sama dag 8. sept. kl. 17: Dagverðarnes. Fimmtudaginn 9. sept. kl. 14: Staðarfell. Föstu- daginn 10. sept. kl. 14: Hvammur. Laugardaginn 11. sept. ki. 14: Kvennabrekka. Sama dag 11. sept. kl. 17: Snóksdalur. Sunnu- daginn 12. sept. kl. 14: Hjarðar- holt. Sama dag 12. sept. kl. 17: Stóra-Vatnshorn. Guðsþjónusta verður á öllum kirkjum, nema f Snóksdal, þar sem verið er að endurbyggja kirkjuna. Einnig verða fundir með sóknarnefndum og safnaðar- fölki. — Þörunga- vinnsla Framhald af bls. 31 að fara fram, má ekkert til spara að koma verksmiðjunni á öruggan grunn, og það hlýtur að vera verk stjórnmálamannanna að hafa for- göngu þar um. Ég skil vel afstöðu hins vinn- andi manns hjá Þörungavinnsl- unni. Þeir þurfa sitt kaup og það á réttum tíma. Hins vegar er það mín skoðun, að ekki megi beita verkfallsvopninu fyrr en öll sund eru lokuð. Þörungavinnslan þarf á öllum velvilja, hærri sem lægri, að halda og þar má enginn skerast úr leik. Gagnrýni fjölmiðla á fullan rétt á sér, en Þörugavinnslan á Reyk- hólum er enn á tilraunastigi og verða því menn að hafa biðlund enn um stund. Við skulum hugsa okkur að þetta fyrirtæki yrði lagt niður. Þá mundi það sennilega hafa þær afleiðingar, að byggðin legðist þar niður, vegna þess að þá mundi bresta sá grundvöllur, sem hún byggir afkomu sína á. Reykhólahreppur yrði gjaldþrota, Kaupfélagið sennilega sömuleið- is, og þvf er mikið í húfi, að hér sé vel haldið á spilum í náinni fram- tíð. Sarkis ræddi við Al-Assad Beirut 31. ág. Ntb Reuter ELIAS Sarkis, sem kjörinn hefur verið forseti Líbanons og tekur við embætti þann 23. september átti í dag fund með Al-Assad Sýr- landsforseta í Damaskus. Ræddu þeir um friðaráætlun sem Araba- bandaiagið hefur lagt fram. Sarkis vildi að fundinum loknum ekki tjá sig neitt um viðræður þeirra. Enda þótt kyrtt sé nú í Beirut eru fréttaritarar vantrúaðir á að friður haldist og segja að mikil spenna sé í borginni og nágrenni hennar. Fulltrúar Palestínumanna og kristinna falangista komu og saman í Beirut í dag til að freista þess að ná einhverju samkomu- lagi um aðskilnað herja þeirra í fjöllunum suður af höfuðborg- inni. Sía sparar eldsneyti London 31. ág. Reuter BANDARISKIR vísindamenn segja að loftsía, sem ekki er nema þúsundasti hluti úr þykkt manns- hárs, gæti dregið stórkostlega úr eldsneytiskostnaði í iðnaði. Loft- sía þessi er úr mjög þunnu plast- efni, sem gas og loft kemst í gegn- um og mikilvægið fólgið í því að súrefni kemst auðveldlegar gegn- um hana en aðrar lofttegundir. Þykir þetta mikilsvert sakir þess að súrefni er lykilefni að bruna — því meira súrefni, því betri verður bruni og hiti. Andrúmsloft er að einum hluta súrefni og fjórum hlutum köfnun- arefni en þegar loft leikur um síuna fer súrefnið greiðar um hana. Enn er þetta á tiiraunastigi en bandarískir vísindamenn segja að loftið sem um hana fer sé 50% súrefnisríkara og þar af leiðandi fæst fram meiri bruni — þar af leiðandi lægri hitareikningar segir í Reuterfrétt. — Lokun Framhald af bls. 2 vinnuveitendum, enda er helmingurinn kominn yfir fimmtugt. Annars held ég að það komi ekki í ljós fyrr en á reynir hversu margar kvennanna verða atvinnulausar og það fari þá eftir eftirspurn á vinnumarkaðnum almennt, sagði Hallveig að lokum. — Pauling Framhald af bls. 1 inum 1918 þegar 20 milljónir manna dóu. „Mér sýnist þetta öllu heldur hræðsluherferð,“ sagði hann og bætti þvf við, að aukin heldur væri málið póli- tfskt þar sem Bretar, Frakkar, Þjóðverjar og Kanadamenn hefðu allir ákveðið að aðhafast ekkert f þá átt að framleiða bóluefni gegn svfnavírusinum. „Svínavírus er þriðjungi minna smitandi en almenn in- flúensa og vírusinn er ekki nándar nærri eins illkynjaður og almennur inflúensuvírus. Ef fjöldi manns fær veikina gæti verið að breyting í vírusnum myndi gera hann illkynjaðri." En Pauling sagði að nú væru sex mánuðir liðnir sfðan síðasta tilfellis varð vart og ekkert benti til að farsótt væri f þann veginn að brjótast út. Hann taldi þó að ekki sakaði að mæla með að hjúkrunarfólk og kannski eldra fólk og heilsu veilt yrði bólusett. En hvað snerti heilbrigt fólk gæfi hann þær ráðleggingar einar að taka c-vítamín reglulega og auka skammtana ef þeir fyndu til einhvers lasleika. Hann sagði að stórir skammtar af c- vítamíni myndu geta verndað 75 prósent bandarísku þjóðar- innar í því tilviki að svínain- flúensa yrði að farsótt,en það er um það bil það sama hlutfall og gengið er út frá f bólu- setningaráætluninni. Hann sagði að vítamínneytendur myndu ekki heldur verða fyrir þeim óþægindum sem gætir hjá þeim sem verða bólusettir, þ.e. verkir, hitasótt og höfuðverkur. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði í gær er þessar skoðanir Linusar Paulings voru bornar undir hann að hann væri van- trúaður á þessar kenningar. — Engin gögn hafa verið lögð fram, sem sýna að Pauling hafi rétt fyrir sér, sagði landlæknir. — Menn vita ekki hvaða af- leiðingar það hefði í för með sér ef c-vítamín væri gefið gegn svínainflúensu, því það hefur einfaldlega ekki verið reynt. Arið 1918 þegar svinainflúensa varðfaraldurwar það ekki reynt og síðan hefur ekki gefizt tæki- færi til þess, sagði Ólafur Ólafs- son að lokum. — Jón Kr. Olsen Framhald af bls. 5 sinum rekstri. Þá vil ég einnig. benda Kristjáni á og sjómönn- um lfká, að til eru margir út- gerðarmenn sem telja núver- andi skiptaprósentu of lága. Þeir geti greitt hærri skiptapró- sentu og dæmi um að þeir hafi gert það sumir hverjir. Eitt get ég fullvissað Kristján um, að sjómönnum var ekki hlátur í huga þegar þeir felldu samningana nú í annað sinn, en þeim þykir það napurt að út- gerðarmenn skuli hafa í for- svari fyrir sig mann sem getur hlegið að slíku, sem þarna er um að ræða. Að lokum vil ég benda Kristjáni á, að ef fleiri sjómenn hefðu haft tækifæri til að mæta á kjörstað hefðu samningarnir verið felldir með enn meiri mun en kom fram í þessari at- kvæðagreiðslu. — Nato Framhald af bls. 1 Belgfu og Bandaríkjunum. ^Þá munu fáeinar hersveitir frá Frakklandi taka þátt í æfingun- um sem hefjast á Atlantshafi, Ermarsundi og Eystrasalti og lyktar þeim með meiri háttar landgönguæfingu í Þrándheimi í Noregi. Flotaæfingar eru kallaðar „Samvinna 76“ og er tilgangurinn að reyna áætlanir til að verja Vestur-Evrópu. Áður en þessar miklu æfingar hefjast verða heræfingar f Vest- ur-Þýzkalandi dagana á undan og var frá því greint f dag, að Sovét- ríkin hefðu afþakkað boð um að senda sérfræðinga til að fylgjast með þeim æfingum. Þó svo að neitun Sovétmannanna væru VesturÞjóðverjum nokkur von- brigði sögðu þeir að þetta væri þó skárra en í fyrra þegar Sovét- menn hefðu látið hliðstætt boð sem vind um eyru þjóta og svarað þvf í engu. — Krafla Framhald af bls. 32 Nú hefur verið lokið við borun á sex holum við Kröflu og er áætlað að f ár reynist unnt að ljúka við að bora sex holur til viðbótar. Sigurður Harðarson sér um hitamælingar á holunum og sagði hann á mánudaginn að 6. holan væri heitasta hola, sem hefði mælzt í Evrópu, en hún mældist 341,2 gráður á fimmtu- daginn. — Hearstmállið Framhald af bls. 1 verið við, að sögn Reuters, eða ellefu ár. Ákærur á hendur þeim hljóðuðu meðal annars upp á vopnað rán, mannrán og bila- stuldi. Patricia Hearst mun koma fyrir rétt ákærð fyrir svipaðar sakir. — Síldarverð Framhald af bls. 32 var fyrir síldina og makrílinn kr. 59.70. Sex síldveiðiskip seldu f Hirtshals á mánudag, voru það Helga Guðmundsdóttir BA með 36.2 lestir sem séldust fyrir 2.7 millj. kr. og var meðalverð pr. kg kr. 76.36. Fífill GK seldi 68.8 lestir fyrir 5.3 millj. kr. og var meðalverðið kr. 76.94. Jón Finnsson GK seldi 80.8 lestir fyrir 6.1 millj. kr., meðalverð kr. 75.98, Helga 2. RE seldi 50.8 lestir fyrir 3.8 millj. kr. meðal- verð kr. 75.87, og Kap 2 VE seldi 35.8 lestir fyrir 2.7 millj. kr., meðalverð kr. 76.08. í gær seldi Hrafn GK 72.2 lestir í Hirtshals fyrir 5.5 millj. kr. og var meðalverðið kr. 77.06 og Huginn VE seldi þá 78.5 Iestir fyrir 6 millj. kr., meðal- verðið var kr. 77. — Sampson Framhald af bls. 1 átt yfir höfði sér að fá lffstíðar- fangelsisdóm. Hann mun ekki áfrýja dómnum nú. í dómskjölum segir að málið sé einstætt í sinni röð þar. Tilraun hafi verið gerð til að afnema lýð- veldið á Kýpur og stýra landinu með sýndarríkisstjórn og augljós- lega hafi vakað fyrir byltingar- mönnunum að ráða Makarios for- seta af dögum. — Mistökin voru skipstjórans á Karluk Framhald af bls. 17 og gamall vandi", sem ef til vill lýsir vel viðhorfi Vilhjálms Stefánssonar til áfalla á borð við Karluk- slysið: „Væri ég spurður, hvað ég teldi — við heim- skautsrannsóknir — næst mikilvægast því að lifa á landinu — sem var alls ekki lengur á tilraunastigi hjá okkur veturinn 1915—1916 — mundi ég segja, að það væri getan að aðhæfa sig breyttum aðstæðum. Á heimskautssvæðinu fara atvik sjaldnast nákvæmlega eftir áætlun. Hvarf Karluk hafði einu sinni breytt áætlunum mínum, og þegar Anderson brást i því að heimila, að síðari skipanir mínar væru framkvæmdar, höfðu þær breytzt aftur. Samt vorum við þarna með áætlun okkar óbrjálaða, þótt það kostaði mikla umhugsun að geta fram- kvæmt hana. Við heimskautsstörf er aldrei aðeins ein aðferð til að vinna verk. Það var staðföst trú okkar á þetta undirstöðuatriði, sem tryggði árangur áranna, sem leiðangurinn átti enn að standa." Lögbann á sjónvarps- þátt Carters og Fords?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.