Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976
19
Sigríður Þorgilsdóttir
áttatíu og fimm ára
30. ágúst fyrir 5 árum var ég á
leið sunnan af flugvelli og minnt-
ist þá þess, að Sigríður stórráða,
sem ég kalla hana stundum, átti
áttræðisafmæli.
Ég lagði því svolitla lykkju á
leið mína og ók upp í Stórholt 31
til aðeins að sjá framan í hana og
taka i styrka hönd hennar og óska
henni til hamingju með aldurinn,
og ætlaði svo auðvitað að halda
beinustu leið heim og ljúka störf-
um, sem ég hafði ákveðið degin-
um.
En Sigrfður hafði þann góða
ásetning að engu, því að hún er
haldin þeirri áráttu, að helst megi
engan bera að hennar dyrum án
þess að hljóta einhverjar góðgerð-
ir. Og meðan ég rabbaði við hana í
léttum tón, var hún, áður en ég
áttaði mig, búin að leiða mig inn í
stofu fulla af prúðbúnu fólki, sem
komið var sömu erinda og ég. Og
raunar voru stofurnar tvær sam-
liggjandi fullar af frændfólki og
vinum úr ýmsum stéttum, því að
vini á hún jafnt meðal hárra sem
lágra. — En raunar segja titlar
ekkert um stærð eða smæð.
Er ég ætlaði að snúa við, lokaði
hún leiðinni. Og „skelmirinn“
Páll, bróðir hennar, átti víst sinn
þátt í þvi líka.
Það er ekki að orðlengja að ég
komst ekki undan þvl að setjast
að borði hlöðnu freistandi bakk-
elsi meðal sparibúinna gesta, en
var sjálfur í vinnugallanum, og
því eins og illa gerður hlutur með-
al vel gerðra hluta. En ég tók
auðvitað þann kostinn að láta sem
ekkert væri, og naut góðrar
stundar sem aðrir. Og Sigrfður
var drottning þeirrar stundar.
Og enn eru liðin 5 ár. En nú
hvflir Sigrfður sig í Hveragerði,
enda lasin. Ella hefði hún haft
fullt hús vina, er hún fótaði sig á
86. árið.
En hver er þessi Sigrfður „stór-
ráða“ frænka mín?
Hún er Þorgilsdóttir, fædd 30.
8. 1891 sunnan brattra hlíða
Svínafellsjökuls, á hinu staðar-
fagra forna höfuðbóli, Svfnafelli f
Öræfum, þar sem skógur og jökull
eru f bróðurlegu nábýli steinsnar
frá bænum. En þrátt fyrir jökla-
nánd er veðursæld mikil og vetr-
arharka lftil, þótt byggðin liggi
með suður- og vesturhlfðum ör-
æfajökuls, sem með eld f æðum
hefur stundum veitt þungar
búsifjar byggðum og búendum,
jafnvel f hamförum sfnum eytt
býlum og heilum byggðum.
Svo langt er til byggða á báðar
hendur, að Öræfin munu hafa
verið einangraðasta og afskekkt-
asta sveit landsins. Breiðir sandar
til austurs og vesturs, framundan
nafnlausir sandar og hafið og
jöklar að baki. Slík var og er
umgjörð þessarar fögru sveitar.
Það hefur þvi verið erfitt með
alla flutninga að og frá. Og vafa-
laust oft slarksamt yfir fljótin. Og
þótt öræfingar væru reyndir
vatnamenn og hestar traustir,
hefur kjarkur og karlmennska
stundum ráðið úrslitum i tvísýnni
glímu, er teflt var á tæpasta vað.
En slikar aðstæður hlutu að leiða
af sér tápmikið og traust fólk, er
bjó sem mest að sfnu, og tengdist
sterkum böndum samhjálpar og
samstarfs. Hjálpfýsi og greiða-
semi rann þeim í merg og blóð, og
var rómuð af ferðamönnum, er að
garði bar.
Sagt er, að þar hafi hver maður
verið smiður f tré og járn. Og að
því hafa bæði reki og strönd stuðl-
að. Á fjörur rak margan góðan
trjábolinn, sem flettur var eftir
þörfum. Og ströndin hefur fært
þeim marga fallega spýtu og bæði
járn og kopar til að smfða úr. Og
vfða um land urðu þeir kunnir, er
þeir fóru að beisla lækina og leiða
rafmagn f hfbýli sfn.
Við þessar aðstæður og í þessu
stórbrotna, fagra og hlýja um-
hverfi fæddist og ólst Sigríður
upp. I þessum jarðvegi ættar og
umhverfis er hún vaxin. Og skap-
gerð hennar öll ber þessa ríku-
lega vitni. Allir, sem Sigrfði
þekkja, þekkja skapfestu hennar
og dugnað, hjartahlýju og óþrjót-
andi greiðasemi. Ég spurði hana
eitt sinn að þvf, hve mörgum hún
hefði hjálpað. „Ekki mörgum, en
margir hafa hjálpað mér,“ svaraði
Sigrfður.
Geri einhver henni greiða,
gleymir hún þvf aldrei. Hún er
tryggðin sjálf holdi klædd. En
óorðheldni, skussaháttur hvers
konar, lágkúra og hræsni eru
henni lítt að skapi.
Hún var á 8. ári, er hún missti
föður sinn. Það var henni og
heimilinu mikið áfall.
Hann var söngmaður góður. Og
söngrödd hafði hún ágæta, og öll
systkinin. Og hljóðfæri á hún
gott.
Ung hleypti Sigríður heimdrag-
anum og hélt vestur á bóginn. í
Mýrdalnum lærði hún til sauma
og hannyrða. í Vestmannaeyjum
var hún 4 ár hjá Karli Einarssyni
sýslumanni, sfðan nokkur ár f Vfk
í Mýrdal, en að lokum lá leið
hennar til Reykjavíkur.
Fatasaum lærði hún og stund-
aði hjá Guðm. Sigurðssyni klæð-
skera. — 1 Kvennaskólann komst
hún, er önnur varð frá að hverfa.
Er Sigrfður gekk á fund skóla-
stýrunnar, Ingibjargar Bjarna-
son, átti hún 2 krónur, og gerði
sér vonir um, að hún fengi að
vinna kostnaðinn af sér á næsta
sumri. En sú von brást. En heppn-
in var alltaf í för með henni, eins
og hún segir. Á leiðinni heim, f
kalsaveðri og hríðarmuggu, mætti
hún kunnum borgara, sem hún
þekkti vel, því að oft hafði hún
setið að spilum á heimili hans, en
það var á þeim árum nokkuð al-
menn skemmtun, og svo glað-
sinna og greind sem Sigríður er,
hefur hún áreiðanlega verið
skemmtilegur spilafélagi.
Er þau mættust, spurði hann
strax f glettnistón, hvað hún væri
að flækjast í svona veðri. Henni
væri nær að koma og spila. Hún
svaraði f sama tón, og kvaðst ekki
koma og spila, nema hann gerði
sér stórgreiða og lánaði sér 200
kr. Og henni til undrunar dró
hann upp úr brjóstvasanum 200
kr. og fékk henni. Hann tók hana
sem sagt á orðinu. Og með fjöl-
skyldu hans settist hún svo að
spilum, sem oftar, og spilaði fram
á nótt, eins og iðulega var gert.
Daginn eftir fór hún til frk.
Ingibjargar og innritaðist í
Kvennaskólann. Fleiri voru þeir,
sem studdu hana, svo að henni
varð ekki fjárvant. Og atvinna
blessaðist henni svo, að hún gat
alls staðar staðið í skilum.
Fljótt skal yfir sögu farið. Aðal-
starf hennar varð veitingasala.
Hún rak lengi matsölu. Lengst f
Aðalstræti 12 með 80—100
fastakostgangara.
Þar er mér sagt, að hún hafi
leitt margan svangan að borði,
sem ekki gat borgað. Og meðan
atvinna var gloppótt, þurftu
ýmsir á langri „krft“ að halda.
Ég spurði hana einu sinni hvort
einhverjir hefðu nú ekki stungið
af frá skuldum. Nei, nei, þeir
komu, blessaðir strákarnir, og
borguðu, þegar þeir fengu vinnu.
Nei, nei, þeir voru mjög skilvfsir,
blessaðir."
Vel get ég trúað, að þetta sér
rétt. Hún bar gæðin svo með sér
og svo mikla persónu, að senni-
lega hafa fáir eða engir viljað
bregðast henni, svo hjálpsöm sem
hún hafði verið þeim.
Er hún hugðist kaupa íbúð, var
henni með einhverjum hætti
„sýnd“ Ibúð, áður en hún skoðaði
neina. Fasteignasalf'bauð henni
svo hæð, ris og bílskúr að Stór-
holti 31. En þangað kvaðst hún
ekki vilja flytja. Þó varð það úr,
að hún skoðaði fbúðina og þá
þekkti hún strax fbúðina, sem
henni hafði verið „sýnd“. Og
fbúðina keypti hún, og kveðst
ekki iðrast þess, þvf sér hefði allt-
af liðið þar vel, og haft góða leigj-
endur.
Mjög lofar hún Hauk Þorleifs-
son frá Hólum í Hornafirði, skrif-
stofustjóra f Búnaðarbankanum,
fyrir hjálpsemi og holl ráð.
Langt er nú sfðan Sigriður
kvaddi öræfin til að brjóta sér
braut af eigin rammleik. Og það
hefur hún gert, bæði til starfs og
mennta.
Óhætt er að fullyrða, að aldrei
hafi hún hvikað frá þeim dyggð-
um, sem hún drakk með móður-
mjólkinni og þróast höfðu um
kynslóðir austur í Öræfum.og
aldrei brugðist neinu því, sem
henni hefur verið trúað til.
Frá ætt sinni, uppeldi og æsku-
umhverfi hefur hún hlotið það
veganesti, sem aldrei hefur þrot-
ið. Hún er hluti þess, það er hluti
af henni.
Nú þegar hún hefur lagt 85 ár
að baki.munu margir minnast
hennar, þakka henni og árna
henni fararheilla áfram.
Frænka mín, „stórráða". Þú
berð þennan „titil“ með sóma, því
að eftir aðstæðum hefur þú ávallt
ráðist í stórt, og aldrei lotið að
lágu.
Þú hefur vafalaust gott af dvöl
þinni f Hveragerði. En þegar þú
kemur heim, heimsæki ég þig. Og
af reynslunni veit ég, að þótt ég
komi f „vinnugallanum", leiðir þú
mig að veisluborði, af ósvikinni
Öræfarausn og reisn, sem þú hef-
ur hlotið í svo rikum mæli í
vöggugjöf, að aldrei hefur brugð-
ist.
Heill þér í dag og áfram. M.Sk.
— Spánarferðir
Framhald af bls. 13
nefndirnar (CCOO) hafi einnig
breytt stefnu sinni i þessu máli.
Væri í þessu sambandi fróðlegt að
vita, hvort ASl viðurkennir UGT
eitt þessara sambanda.
Okkur virðist það alveg óþarfi
hjá Ölafi Hannibalssyni að gera
lftið úr beinum tengslum ASl og
Alþýðuorlofs. Sameiginlega
stjórn Landssýnar og Alþýðuor-
lofs skipa nú þessir menn: Björn
Jónsson, Einar Ögmundsson, Ósk-
ar Hallgrfmsson (formaður), Guð-
ríður Einarsdóttir og Sigurjón
Petursson. Þrír þeir fyrst nefndu
eiga jafnframt sæti f Miðstjórn
ASl. Það hlýtur að vera ljóst að
miðstjórnarmenn ASÍ lúti sam-
þykktum sambandsins.
Vel má vera að ferðabann til
Spánar sé nú orðið umdeilanlegt
fyrirbæri, þó margt í röksemda-
færslu Ólafs orki tvfmælis. En
yfirlýsing Ölafs breytir engu um
sjálft meginatriðið: ASÍ skarst úr
leik við skipulagningu ferða-
banns til Spánar, og veitti því
andófsöflunum ekki þann stuðn-
ing sem þau fóru fram á og sem
það hefði auðveldlega getað veitt.
Það breytir engu um þessa stað-
reynd, þó hluti andófsaflanna
hafi breytt um stefnu í þessu máli
nú í vor. Þvf síður skiptir það
máli að aðrar ferðaskrifstofur
annast sjálfar ferðirnar fyrir Al-
þýðuorlof, þvf Alþýðuorlof aug-
lýsti ferðirnar og veitti nauðsyn-
lega fyrirgreiðslu hér heima. í
þessu sambandi tjóir lítt að vísa
til þess að ASÍ ráði aðeins yfir
átta manna starfsliði. Það er
skylda þessara langstærstu og að
okkar dómi merkustu fjöldasam-
taka landsins, samtaka vinnandi
fólks, að ræða á hvern hátt kúguð-
um stéttarbræðrum á Spáni verð-
ur best komið til hjálpar (öðru
vísi en með sólarlandaferðum).
Þetta hlutverk sitt hefur ASÍ af-
rækt.
Rvík, 30. ágúst ‘76
umsjónarmenn Þistla
örnólfur Thorsson
Halldór Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson
Verksmiðjuútsala — Útsala
Karlmanna — kven- og drengjabuxur og fleira og fleira.
Opið miðvikudag og fimmtudag frá kl. 9 — 1 8 og föstudag til kl. 22.
Gerið góð kaup.
Dúkur h.f.
Skeifan 13.
það er leikur
aö læra...
VÉLRITUN Á abc 2002 SKÓLARITVÉLINA
\.?M CH(
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
+ —x + Hverfisgötu 33
sw 20560
f t nr r í í v
?rr i f?»tft
-rr
(i