Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 Ævintýrið um móða Manga eftir BEAU BLACKHAM Á leið sinni til baka til Staðar, velti Móði Mangi því fyrir sér, hvað hann gæti gert. Hann gerði ráð fyrir, að Surtur hefði í hyggju að stoppa lestina rétt fyrir utan járnbrautarstöðina á Stað og flýja svo. Meðan Mangi hugsaði þetta, heyrði hann Surt segja drýgindalega við lestar- stjórann: Ha, ha! Enginn stenzt Surti sjóræn- ingja snúning. Nei, síður en svo. Flotan- um tókst að vísu að ná mér á sjóræn- ingjasundi, og hingað var ég fluttur, en ekki tókst þeim lengi að hafa mig í haldi. Ég lék heldur betur á þá. Auðvitað gerði ég þaó! Ég komst undan meó fjársjóðinn minn á sama andartaki og skipið létti akkerum í höfninni. Surtur strauk hendinni eftir kistunni sinni. — Veiztu hvað í þessari kistu er? sagði hann við lestarstjórann. — Gullpeningar — margir sekkir af gullpeningum! Og demantar og djásn af öllu tagi! Ha, ha, ha. — Aldrei skal þeim takast að hand- sama Surt, mesta sjóræningja allra tíma. Er hér var komið, voru farþegarnir í lestinni byrjaðir að halla sér út um gluggana með ópum og óhljóðum. — Lestarvörðurinn veifaði rauða flagginu sínu út um einn gluggann, eins og ætti hann lífið að leysa. Ekki vissi hann al- mennilega, hvers vegna hann var að veifa flagginu, en hann hafði það á til- finningunni, að eitthvað yrði hann að gera. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni, að hann hafði vitað til þess, að heilli járn- brautarlest væri stolið! — Hvað get ég eiginlega gert? hugsaði Mangi. Ætli ég gæti ekki orðið vatns- laus? Þarna var ráðið! Ef allt vatniö færi úr gufukatlinum mínum, gæti vélin ekki gengið. Ég mundi verða að stoppa. Þetta er að minnsta kosti reynandi. Ég veit að vatnshaninn er laus. Mangi opnaði fyrir vatnið og það streymdi niður á járnbrautarteinana. Eftir að hafa farið um tvær mílur, var gufuketillinn tómur, og eftir nokkur púst og lágar stunur nam lestin hægt staðar. — Hvað er að? spurði Surtur og horfði MORÖ-dM KAFF/NU GRANI göslari Ég kallaði til þfn maður: ÞAÐ ER KOMIÐ NÚG! Þau spyrja öll um umhverfis- m ál aráðdherrann! Herbergið kostar 3000 kr. yfir nóttina, þar af 300 kr. auka- lega — þvf engar pöddur halda fyrir þér vöku. Pabbi, mig langar að kynna þig fyrir manni morgundags- ins. Nei, það er bara innan-klefa brandari sem hann sagði. Fyrir utan kvikmyndahúsið stóð hópur af strákum og mændi öfundaraugum á þá, sem inn voru að fara. Allir voru þeir náttúrulega aura- lausir. Prúðbúinn mann bar þarna að, og er hann hafði virt fyrir sér þessa átakanlegu sjón nokkra stund, sneri hann sér að dyraverðinum og bað hann að hleypa strákunum inn og telja þá. Dyravörðurinn gerði það f mesta grandaleysi og sagði þá vera 28. — Datt mér f hug, sagði sá prúðbúni, ég hélt að ég hefði farið nærri um það. Að svo mæltu gekk hann burt. Seztu niður, sagði faðirinn við son sinn. — Ég sezt ekki niður fyrr en mér sýnist, sagði stráksi. — Jæja, stattu þá, ég vil hafa að mér sé hlýtt. X Bóndi var að skopast að vinnumanni sfnum fyrir það að fara f kvöldheimsóknir til kærustunnar með lukt. — Þegar ég var að sverma, sagði bóndi, þá fannst mér nú ekki ástæða til að fara með ljós með mér. Ég fór bara í myrkri. — Já, svaraði vinnumaður- inn, það er lfka auðséð á kon- unni þinni. Fangelsi óttans Framhaldssaga eftir Rosemary Gatenby Jóhanna Kristjðnsdóttir þýddi 10 — Hvaða álit hafið þér á Reg Curtiss? Hún kipraði blá augun og starði á hann f forundran. — Hann var bara einn af starfs- mönnum Jamies, sagði hún sein- lega. — Ég hef aldrei talað við hann nema fáein orð. Hann er bflstjóri hans og flugmaður á einkavélinni, sem hann notar að- aliega við ferðir til og frá Mexico, þegar hann fer f sumarhúsið sitt þar. — Ég held, að Curtiss hafi verið hækkaður f tign. Ég sé ekki betur en hann hafi alla stjórn með hendi fyrir Everest. Og ef trúa skal litla manninum, sem er bæði barþjónn og bryti, þá er Curtiss og varðmaður, sem heitir Bayles, einu vinirnir sem Everest á. Hún hrukkaði ennið. — Hvaða dauðans vitleysa, sagði hún. — Og hver er þessi Bayles? — Hann heitir Dan Bayles. Hann virðist vera lífvörður Ever- est. Meðan blaðamennirnir voru f heimsókninní vék hann aðeins ör- fáar mfnútur frá rithöfundinum, en þá fékk ég leyfi til að tala við Everest og Curtiss hlýddi einn á það. Sue Ann Carrington hrcyfði sig óróleg f stólnum. — Dan Bayles. Ég man ekki eftir neinum með þvf nafni. Ég man eftir hávöxnum manni sem hét Tim. Hann var yfirvörður á staðnum. Mér er sagt að hann sé farinn. Þjónn Jamies íór Ifka eft- ir að Walter dó. Ilann kom hingað og vann fyrir mig. Hann er uppal- inn hér á búgarðinum. — Hvers vegna fór hann? — Mér skildist að honum hefði verið sagt upp. Reg sagði mér að þeir hefðu aðeins leyft honum að vera Walters vegna. — Hvað heitir hann? Kannski HANN geti sagt mér eitthvað frá þeim árum, sem hann vann hjá Everest. Hún hristi höfuðið. — Hann dó skömmu eftir að hann kom aftur hingað. — Dó hann? Við raddblæ hans leit hún snöggt upp. — Hann dó, já. Gastæki í hús- inu hans sprakk. Það fór að renna upp ljós fyrir Jack Seavering. — Það hafa svei mér verið snör skipti á starfsliðinu, þegar Reg Curtiss er undanskilinn. Hún sagði ekkert. — Þér sögðuð mér ekki hvað álit þér hefðuð á Reg Curtiss. — Ég held ekki að mér hafi líkað sérlega vel við hann. En ég hef svo sem aldrei haft neina ástæðu til að hafa neitt á móti honum heldur. -- Þakka yður fyrir. Hann brosti til hennar. — Þér furðíð yður augsýnilega á því, hvers vegna ég spyr allra þessara spurn- inga og finnst þær ekki koma málinu við, en ... — Já, ég furðaði mig satt a segja, sagði hún og krosslagði hendurnar og hallaði sér ofurlftið fram. — Mér finnst engu Ifkara en þér séuð að skipulegga innrás f húsið eða eitthvað þvfumlfkt. — Ég get ekki láð yður það. En spurningarnar eru f mfnum aug- um mjög svo eðlilegar. Ég er að reyna að ná tökum á þvf andrúms- lofti sem Everest vinnur í. Og einhverra hluta vegna leitar allt- af sama orðið upp í huga minn: OTTI. — Otti? Þá held ég að þér séuð á rangri hraut. Ég hef aldrei haft ótta á tilfinningunni f sambandi við Everest. Þrátt fyrir þær var- úðarráðstafanir sem hann gerir og þrátt fyrir verðina og þrátt fyrir tregðu hans til að umgang- ast fólk. Mér sýnist þetta ekki síður vera eins konar grilla — eða kannski öllu heldur einhvers kon- ar refsing. Eins og hann vilji segja við heiminn: Sjáið þið nú tii: þið hafið eyðilagt einu sinni allt sem ég átti. En það skal ekki takast aftur. En ótti — nei, aldrei hef ég skynjað neitt f þá átt þegar Jamie er annars vegar. — Má eg vitna í dálftið sem hann sagði við mig, þegar við sátum f gróðurhúsinu og spjölluð- um, og Dan Bayles horfði á okkur og hlustaði án efa á hvert orð. Hann talaði um að hann hefði lokað sig úti frá öllu og sagði: Hvorki hlið, lásar né varðmenn geta lokað óttann úti. Kannski loka þeir hann inni. — Sagði hann þetta? Jú, hann gæti orðað það svo. En ekki mein- inguna, hana kannast ég ekki við. — Ekki það? Hún leit kvíðin á hann. — Hr. Seavering, viljið þér ekki segja mér sannleikann: hvers vegna komuð þér á minn fund? Eruð þér að skrifa grein eða eruð þér einkaspæjari sem er að rannsaka ... ja, hvað eruð þér eiginlega að rannsaka. — Ég er að gera nákvæmlega það sem ég sagði yður. Ég ætla að reyna að skrifa grein. Þér getið spurzt fyrir um mig ... Hún hristi höfuðið og bandaði frá sér hendinni óþrolinmóð. — Ef þér ætluðuð að sanna að þér séuð einhver annar en þér eruð er hægðarleikur að gera það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.