Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. SEPTEMBER 1976
11
Seðlabanka íslands og munar um slika
myllu Á móti má nefna að yfirdráttur
Viðlagasjóðs gagnvart Seðladankanum
er liðlega 700 millj kr , en það er skuld
sem sjóðurinn mun greiða
HVERT FER
1700MILLJ. KR.
TEKJUAFGANGUR
VIÐLAGASJÓÐS
Alls hefur Viðlagasjóður greitt um
3000 millj.kr. til Vestmannaeyja og
kemur þar heim og saman hlutfallið
miðað við það 7000—8000 millj.kr.
tjón varð þar i eldgosinu, að bætur ná
ekki 50%. Sitja bæjarsjóður og al-
menningur þar við sama borð, en
heldur er upphæð þessa bótafjár þunn-
ur þrettándi ef miðað er t.d. við það
fjármagn sem aflasæll skipstjóri aflar á
ævi sinni. Matið á eignatjóni bæjar-
sjóðs Vestmannaeyja er furðulegt og
má þar t.d. nefna að áætlað tjón á
götum og holræsi, þ.e að segja þvi
sem fór undir hraun, sé alls 100
millj.kr., tjón sem allir vita að er upp á
mörg hundruð millj kr. Þannig mætti
lengi telja, en það markverðasta i stöðu
Viðlagasjóðs i dag er það að sam-
kvæmt reikningum frá 30.6 8,1. á sjóð-
urinn 1662 millj.kr. í tekjur umfram
gjöld. Þegar allt kemur til alls er þ6
væntanlega um að ræða eign í skulda-
bréfum og því mikil afföll I raunhæfum
peningum, en þó nokkuð til að leið-
rétta hlut Eyjamanna i þessu máli áður
en lokauppgjöri er smellt i lás. Um
þessa upphæð vita Eyjamenn ekki einu
sinni Varla væri um þessa upphæð að
ræða ef Lúðvík hefði sótt samninga
fyrir Eyjamenn, en nú er óvlst hvað um
þessa peninga verður, hvort þeir
ganga inn í Viðlagatryggingu eða til
Vestmannaeyja. Hitt er þó v!st að Eyja-
menn munu ekki fá úr bætt nema að
berjast fyrir þvi og sækja fast Mörg
hafa þeir rökin, nógar staðreyndirnar.
sjálfsögðu undantekningar sem fólk
þekkir og óþarft er að fjölyrða um, t.d.
varðandi sjúkrahúsið, Herjólf og
iþrótta höllina.
ÓRAUNHÆFAR
BÆTUR TIL BÆJARIIMS
Viðlagasjóður reiknar með að bætur
til Vestmannaeyjakaupstaðar verði alls
um 900 millj.kr. eða tæplega helming-
ur af þvi tjóni sem bærinn hefur orðið
fyrir miðað við tið og tima. En það sem
verra er fyrir bæjarsjóð er þó það að
þessar bætur hefur Viðlagasjóðar greitt
en þær hafa horfið í fjölþættan kostnað
og ef ekki fæst leiðrétting á, horfir illa
fyrir þessum bæ, sem er að risa úr
ösku Því almenningur i Eyjum situr
uppi með miklar byrðar eftir eldgosið
þótt fólk sé ekkert að flika slíku, enda
óeðlilegt Eyjafólki að barma sér eða
bera sig illa. Staðreyndum verður þó
ekki breytt Það er lítið um fram-
kvæmdir á vegum bæjarsjóðs. Helzt
hefur verið unnið á vegum séraðila og
sérsjóða eins og t.d. bygging Herjólfs,
fullum launum hjá ríki i skottúr til
Norðurlanda að velja Viðlagasjóðshús-
in, 1.5 millj kr. takk, fyrir utan allan
kostnað. (Þýðir um 4 millj. í dag) Og
enn hleðst verkfræðikostnaðurinn upp,
liggur eitthvað um 1 50 millj.kr. nú og
eru þar ýmsir stórir kallar Má þar
nefna Guðmund G. Þórarinsson verk-
fræðing sem hefur þegið 21 millj.kr.,
Karl Rocksén verkfræðing með 1 1
millj.kr. Þeir Guðmundur og Karl vinna
saman undir einni sæng þótt fyrirtækin
séu tvö og reikningar þeirra varða
sömu hús, sama eftirlit þannig að
starfsmenn Viðlagasjóðs vita ekki hvað
er hvers i raun og veru, en þeir vita
það ugglaust sjálfir og hvað annað
skiptir þá máli?
MATAÐUR
KRÓKURINN
Það má líka nefna eitt dæmi,
smávægilegt i allri súpunni, um vinnu-
svik. í Viðlagasjóðshúsunum í Kópa-
vogi átti samkvæmt verklýsingu á
pipulögn að festa 10 járnkróka I kjall-
þessar gjafir og því engin örugg
vitneskja um að allar gjafir hafi komið
til skila Það ætti að vera lágmark að
bæjarstjórn Vestmannaeyja reyndi að
koma þessari skrá saman Á sinum
tima voru að finnast ávísanir upp á
100 þús kr. i drasli hjá bæjarsjóði
Vestmannaeyja, pokar með peninga-
gjöfum og jafnvel fundust heilu húsin í
skjalatöskum manna Tvö hús fundust
t.d. í tösku eins stjórnarmanns Viðlaga-
sjóðs, en þau höfðu gleymzt þar. Þetta
voru gjafahús frá Noregi sem Viðlaga-
sjóður ákvað áð Vestmannaeyjabær
skyldi fá En svo datt þetta niður á milli
eins og sitthvað fleira Þau komu þó
upp á yfirborðið aftur eftir leitarferð út
til Noregs, en það er óvíst að svo sé i
öllum tilvikum. A.m.k annað húsið er
þó úti í Noregi ennþá Hérna var um að
ræða gjafir sem fátækustu og barn-
flestu fjölskyldurnar áttu að fá, en það
var ekki hægt að unna þeim þess. Þá
er líka fræg að endenum sala bæjarlög-
fræðingsins í Eyjum á húseign einnar
barnflestu fjölskyldunnar þegar hann
seldi húsið án þess að láta réttan
eiganda afsala sér húsinu. Að ekki sé
talað um siðfræði þessa sama manns í
framkvæmdanefndar um byggingu
hússins og jákvæðrar afstöðu mennta-
málaráðherra
TÆPUM 200
MILLJ. KR. ÓRÁÐ-
STAFAÐ HJÁ RKÍ
Alls fékk Rauði kross íslands til með-
ferðar vegna Eyjagossins um 280
millj kr og var miklum hluta þess
varið fljótlega til ýmissa nauðsynlegra
aðgerða og framkvæmda og sýndi
Rauði krossinn mikla fyrirhyggju i þvi
sambandi. Nú á þessi Eyjasjóður
Rauðakrossins eignir upp á tæplega
200 millj kr. (um 1 70 millj kr) og er
því fé óráðstafað til framkvæmda i
Vestmannaeyjum Hér er um að ræða
1 2 íbúðir i blokk við Kleppsveg (u.þ b
70 millj kr), lán til sjúkrahúss Vest-
mannaeyja (rikissjóðs) upp á 20 millj
kr., barnaheimilið Völvuborg í Reykja-
vík, metið á um 25 millj kr og innrétt-
ingar í Slðumúlaheimilinu (um 15
millj. kr.) Þá er eign Rauða krossins i
Vestmannaeyjar eru með sanni kallaðar móðurskip fiskveiðiflota landsmanna við Suðurland, en drýgri hefur þó verið
„Gullkista íslands".
Öskuhreinsunin og uppgræðslan hefur verið mikið mál í
Eyjum. Þarna eru véltæki að hreinsa ösku úr Helgafelli, en alls
hefur uppgræðslan í sumar kostað um 100 millj.kr. Armur
hraunsins úr Eldfelli er yfir byggðinni til hægri á myndinni.
Miðað við Þær bætur sem Viðlagasjóð-
ur hefur greitt Eyjamönnum í raun og
veru þá ætti hann ekki siður að leið-
rétta bætur til einstaklinga en bæjar-
sjóðs, en líklega mun sjóðurinn reyna
að komast frá málinu með þvi að
afgreiða bæinn á sómasamlegan hátt.
Það virðist a.m k vera vilji ýmissa
ráðamanna sjóðsins sem hafa unnið
Eyjamönnum vel að eigin frumkvæði
fremur en heimamenn sjálfir»Þó eru að
sáning og hitaveituframkvæmd sem
Viðlagasjóður útvegar fé til
ÞAÐ ER BARA SVONA
Ég hef áður fjallað um hinn magn-
aða verkfræðikostnað í sambandi við
Viðlagasjóð. Hinn fræga reikning Bárð-
ar Daníelssonar 1973 þegar hann fór á
ara til að halda uppi leiðslum. Einfalt
mál og lítil framkvæmd, en ekki hefur
verktakinn gert þetta ennþá þótt fyrir
löngu sé búið að borga honum 500
þús.kr. fyrir verkið.
Þetta hefur kostað klóaksvandamál i
kjöllurum Þá má nefna t.d. fratlegan
frágang lóða víðast þar sem Viðlaga-
sjóðshús voru reist. En um flestöll
þessi mál samdi Guðmundur. G Þór-
arinsson.
UMBOÐSLAUNIN?
Tugir millj. kr hafa farið í það hjá
Viðlagasjóði að gera við innfluttu hús-
in, en þau voru sem kunnugt er valin
af nefnd manna og réðu þeir Guð-
mundur G. Þórarinsson
* og Bárður Daníelsson
£ brunamálastjóri mestu um
/,'val þeirra Til dæmis hefur
orðið að skipta um alla
opnanlega glugga I hús
unum í Breiðholti vegna
þess að þeir opnuðust inn.
hentaði ekki fyrir islenzka
veðráttu eins og við var að búazt.
Hið undarlegasta í sambandi
við innkaupin á þessum húsum er þó
það að þótt engir umboðsmenn séu
hér á landi fyrir stærstum hlutanum af
þessum húsum, þá var ekki samið um
nein umboðslaun eða eðlilegan afslátt
til sjóðsins að sögn starfsmanna Við-
lagasjóðs. Það vita allir að umboðslaun
eru hvarvetna greidd i hinum harða
viðskiptaheimi, en hver skyldi hafa
fengið umboðslaunin?
2 HÚS FUNDUST
í SKJALATÖSKUNNI
Þá er ekki úr vegi að fjalla nokkuð
um hið mikla gjafafé sem barst vegna
Eyjagossins hvaðanæva að, en hins
vegar er engin tæmandi skrá til yfir
sambandi við skuldabréfakaup og sölu
á þeim til bæjarsjóðs Þar keypti inn-
heimtumaðurinn, bæjarlögfræðingur-
inn, skuldabréf með miklum afföllum
af manni sem hafði boðið bæjarsjóði
þau með sömu afföllum en fengið
afsvar, en hann hafði ætlað að borga
með þeim skuld sina við bæjarsjóð
Bæjarlögfræðingurinn seldi bæjarsjóði
skuldabréfin, nokkuð á aðra millj kr , á
nafnverði og greiddi með þeim ibúð
sem hann keypti af bænum auk þess
að greiða með skuldabréfunum opin-
ber gjöld sín til bæjarsjóðs Virðist nú
opin nýstárleg leið fyrir Eyjabúa til
lúkningar skuldum með fordæmi inn-
heimtumanns bæjarsjóðs Þessi við-
skipti voru samkomulag milli bæjarlög-
fræðingsins, Georgs Tryggvasonar. og
Magnúsar Magnússonar þáverandi
bæjarstjóra Siðar þegar hreyft var við
þessum málum á s.l vori ákvað bæjar-
ráð að gera athugun og rannsókn á
þessu máli og fleirum og niðurstaðan
var að ekki væri ástæða til að hreyfa
við þessum málum meir. Það broslega
i þessu alvörumáli er þó það að skýrsl-
una um að allt væri með felldu sömdu:
Magnús Magnússon og Georg
Tryggvason bæjarlögfræðingur Bæjar-
stjórn Vestmannaeyja hefur ekki sýnt
mikið samræmi i sambandi við upp-
sögn Sigfinns Sigurðssonar sem bæj-
arstjóra og afgreiðslu annarra mála
sem ástæða var til að kanna ofan i
kjölinn og taka ákvarðanir út frá stað-
reyndum.
Þótt Sigfinnur væri ekki lengi bæjar-
stjóri i Eyjum er rétt að geta þess að
hann kom af stað samningaumleitun-
um við Viðlagasjóð vegna tjónabóta,
en að sögn starfsmanna Viðlagasjóðs
hafði Magnús í starfi bæjarstjóra ekk-
ert slikt samband við sjóðinn Loks
síðari hluta árs 1975 var tilbúin áætl-
un um nauðsynlegar fjárhagslegar
skulddindingar bæjarsjóðs Vestmanna-
eyja fyrir næstu tvö árin og var þar um
að ræða liðlega 1000 millj. kr. og ekki
hefur sú upphæð lækkað siðan Inni i
þessu eru skuldbindingar t d varðandi
íþróttahöll, sem komst til framkvæmda
fyrst og fremst fyrir atorku sérstakrar
Kriuhólum 4 metin á u.þ.b. 35 millj
kr Þá reisti Rauði krossinn ma. á
sínum tíma elliheimilið Hraunbúðir i
Vestmannaeyjum Sérstök stjórnar-
nefnd Rauða krossins fjallar um Vest-
mannaeyjafé RKÍ, en i þeirri nefnd eru
Björn Tryggvason form RKI, Ólafur
Helgason og Eyjólfur Pálsson
HJALPARSTOFNUN
KIRKJUNNAR MEÐ
20MILLJ. KR.
ÓRÁÐSTAFAÐ
Til Hjálparstofnunar þjóðkirkjunnar
bárust um 36 millj. kr vegna Eyjasöfn-
unarinnar og var þvi fé varið til ýmissa
nauðsynlegra aðgerða i sambandi við
Eyjagosið, m.a. til kaupa á leikskóla-
húsi til Vestmannaeyja, en Hjálpar-
stofnunin á óráðstafað á árinu um 20
millj kr til framkvæmda í Eyjum
Hjálparstofnunin hefur enga pen-
inga fengið greidda í kostnað vegna
aðgerða í sambandi við Eyjagosið. en
hins vegar hefur Rauði krossinn fengið
greiddar 7 millj kr i rekstrarkostnað
Sagnir um ákveðna prósentu af gjafafé
til RKl', eiga ekki við rök að styðjast
Kirkjuráð, kirkjusjóður og styrkur frá
riki greiða kostnað við rekstur Hjálpar-
stofnunarinnar. en Hjálparstofnunin
eins og Rauði krossinn mun hafa sam-
starf við Eyjamenn um ráðstöfun þess
fjár sem ekki er búið að ákveða endan-
lega nýtingu á
40 MILLJ. KR.TIL
EIMSKIPAFÉLAGSINS
Eimskipafélag íslands leigði Viðlaga-
sjóði gáma til flutninga á varningi frá
Eyjum og til. Hér var um að ræða
gamla gáma sem Eimskip var búið að
taka úr notkun fyrir flutning á millf
landa vegna þess að þeir voru orðnir
slitnir og lekir Hver gámur var leigður
á þessum tima á 1 70 kr. á dag Alls
Framhald á bls. 20
Eftir Arna Johnsen:
UMEYJAGOSIÐOG
UNDARLEGAR STAÐREYNDIR