Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 31 Tapa bændur 130 millj. kr.? 50 kr. vantar upp á verð hvers kílós af gærum ALLAR horfur eru nú á að sauð- f járbændur I landinu tapi um 130 millljónum króna þar sem um 50 krónur vantar upp á verð hvers kflós af innlögðum gærum frá haustinu 1975. Við verðákvörðun landbúnaðarafurða, sem fram fór 1. september 1975, var verð hvers kflós af gærum ákveðið 192,50 krónur og að viðbættum slátur- kostnaði og sjóðagjöldum hefði verð hvers kHós orðið 290 krónur. Búvörudeild Sambands fsl. sam- vinnufélaga, sem sér um að selja mest af þeim gærum, er til falla f landinu, seldi þær ýmist til Pðl- lands eða til innlendra sútungar- verksmiðja og var verðið er fékkst fyrir hvert kfló, um 240 krónur. Agnar Tryggvason hjá Búvóru- deild SlS sagði að áður en ákvörð- un um verð á gærunum 1. septem- ber 1975 hafði verið tekin, hefði sexmannanefnd óskað eftir upp- lýsingum frá þeim um það verð, er þeir teldu að mögulegt væri að fá fyrir gærurnar á erlendum markaði en ekki hefði verið tekið mark á þeim upplýsingum og verðið ákveðið hærra en þeirra tillaga hljóðaði. HjáAgnari kom fram, að hingað til hefði gilt sú hefð að selja inn- lendum sútunarverksmiðjum gærur á sambærilegu verði og er- lendar verksmiðjur fengju hrá- efni sitt. Verðið, sem fengizt hefði fyrir islenzkar gærur, er seldar voru til Póllands var eins og áður sagði um 240 krónur fyrir kílóið, þegar búið varað draga frá flutningskostnað en að frádregn- um sláturkostnaði og sjóðagjöld- um var verðið um 140 krónur. Það, sem upp á vantaði að skráð verð næðist, var bætt með út- flutningsuppbótum og var veitt til þess 13 milljónum króna. „íslenzku verksmiðjurnar verða á fá sitt hráefni á sama verði og þær erlendu, eigi þær að verða samkeppnishæf ar en það er samt sem áður ótækt að bændur fái ekki rétt verð fyrir sina vöru. Upphafið að þessu er að gæru- verðið var skráð of hátt i fyrra- haust og þvi hefur ekki verið breytt. Það liggur ekki enn ljóst fyrir hvað mikið vantar upp á verð hvers kilós hvort gripið verður til sérstakra ráðstafana til að brúa þetta bil," sagði Agnar að lokum. Með sínu nefi" ii Ný plata Vilhjálms með ljóðum Kristjáns frá Djúpalæk FALKINN hefur nú gefið út nýja hljómplötu með Vilhjálmi Vilhjálmssyni söngvara en á plöt- unni syngur hann Ijðð og texta eftir Kristján frá Djúpalæk. Plat- an heitir „Með sfnu nefi", en alls eru 11 lög á henni. Mjög hefur verið vandað til plötunnar og fór mikill tími í upp- töku hjá Hljóðrita I Hafnarfirði, en upptökustjóri var Jónas R. Jónsson. Lögin á plötunni eru Kristján frá Djúpalæk. bæði gömul og ný og eru þau gömlu færð í nýjan búning. Fjög- ur lög eru eftir Gunnar Þórðar- son, 2 eftir Svavar Benediktsson, eitt eftir Magnús Kjartansson, tvö eftir Agúst Pétursson, eitt eftir Pálma Gunnarsson og eitt eftir Magnús Eiriksson. Textarnir á plötunni fylgja með sérprentaðir. Vilhjálmur hefur fengið marga beztu hljómlistar- menn landsins til liðs við sig á plötunni og má þar nefna Gunnar Þórðarson, Jón Sigurðsson, Magnús Ingimarsson, Magnús Kjartansson, Ragnar Sigurjóns- son, Þorvald Steingrimsson, Pálma Gunnarsson, Engilbert Jenssen, Halldór Pálsson, Viðar Alfreðsson, Björn R. Einarsson, Björgvin Halldórsson, Rúnar Georgsson, Gunnar Ormslev og Vilhjálm Guðjónsson. Á fundi með blaðamönnum kynntu Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ólafur Haraldsson forstjóri Fálkans plötuna en einn huldu- maður er á plötunni, Njudni, sem . bæði hefur útsett nokkur lög og lagt víðar hönd á plóginn, en rétt nafn hans fékkst ekki uppgefið. Hönnun og gerð umslags annaðist Anna Consetta Fugaró. & víí>»ik $.^Ha>m^<»/ Kaffisala, skemmtiatriði og bingó A MORGUN, sunnudaginn 5. sept., heldur Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra kaffisölu f Sigtúni við Suðurlandsbraut frá kl. 2—6 sfðdegis. Þar verða og skemmti- atriði þar sem fram koma Pónik og Einar, Ómar Ragnars- son og Magnús Ingimarsson og tfzkusýning verður undir stjðrn Unnar Arngrímsdóttur. Einnig verður bingð. Spilaðar veða sex umferðir, þar á meðal um þriggja vikna ferð til Kanarfeyja, veiðileyfi, mynda- vél o.fl. Bingóið hefst kl. 4.30. Kvennadeildin hefur á unda- förnum áratug stutt æfinga- stöðina við Háaleitisbraut og starfsemina í Reykjavik í rík- um mælí og treystir á velunn- ara félagsins að leggja þvf lið nú sem endranær. Myndin er úr æfingastöðinni við Háaleitisbraut. Richard Valtingojer við eitt verka sinna, sem hann nef nir „Arið 2100" eða „Home sweet home". Myndlist í Stúd- entakjallaranum NVLEGA opnaði Richard Valtingojer Jóhannsson sýningu í Stúdentakjallaranum f Gamla garði. A sýningunni eru átta graffkmyndir og sjö teikningar. Myndirnar eru flestar unnar á þessu ári og eru allar til sólu. Richard Valtingojer er fæddur í Austurriki en hefur búið hér á landi siðan 1960 og hefur m.a. stundað myndlistarkennslu í Reykjavfk. Hann hefur nokkrum sinnum áður haldið einkasýning- ar hér á landi. Þetta er í fyrsta skipti, sem sýning af þessu tagi er sett upp ' Stúdentakjallaranum en meining- in mun vera að bjóða listamönn- um að sýna verk sin þar. Richard sagði að staðurinn væri ákaflega skemmtilegur til að setja upp svona sýningar og sagði að grafik- in félli sérlega vel inn í umhverf- ið. Gert er ráð fyrir að sýningin standi a.m.k. út september. Kröfluboranir sækjast vel BORANIR við Kröflu hafa sótzt vel sfðustu daga. Gufubor- inn hefur verið við boranir á svonefndu efra svæði og er þar kominn niður f 150 metra en stóri borinn hefur haldið áfram borun sjöundu holunnar á neðra svæðinu og sækist verkið nii allvel. Er borínn kominn niður f 500 metra dýpi en fóðrun holunnar er lokið niður f 300 metra, að þvf er fsleifur Jónsson, forstöðumaður jarð- borunardeildar Orkustofnunar tjáði Morgunblaðinu. Isleifur kvaðst vænta þess að borun þessara tveggja hola yrði lokið fyrir næstu mánaðamót, en yfirleitt væri reiknað með að borun hverrar holu tæki 5—6 vikur. Vrði þá strax tekið til við borun 9undu og lOundu holunnar. Auk þessa hefur jarðborun- ardeildin annazt boranir að Bæ í Borgarfirði fyrir hitaveitu þar um slóðir. Þar eru boraðar tvær holur, og sú sem lengra er komin þykir ætla að gefa góða raun en gert er ráð fyrir að nokkuð þurfi að dýpka hana. Þá er einnig verið að bora í Siglufirði en þar er ætlunin að bora aðra holu vegna þess að sú sem boruð var fyrr í sumar þykir ekki gefa nóg vatn. 339 hvalir í FYRRADAG höfðu veiðzt sam- tals 339 hvalir. Nú hafa verið veiddar 275 langreyðar og er þá kvðtinn fylltur og ekki leyfilegt að veiða meira af þeirri tegund. Þá hefur veiðzt 61 búrhveli og 3 sandreyðar. Aðalfundur SSA: Staða landshlutasamtaka og Austf jarðaáætlun á dagskrá Ki'llssl Ö<>IM1I '.' st'Dt (M.iIi.m- s'ílri i'm'b í",-n,\. ...... .. J'....---- ...» f..«; ...... 1. i m.,------_.J..M)I J A.. Bakhlið plötuumslagsins. Egilsstöóum, 2. september SAMBAND sveitarfélaga f Aust- urlandskjördæmi heldur aðal- fund sinn f gagnfræðaskðlanum f Höfn og verður fundurinn settur á laugardagsmorgun. Stendur fundurinn f tvo daga. Helztu mál sem rædd verða á fundinum eru: Staða landshlutasamtakanna og Austurlandsáætlun. Um fyrra málefnið hafa fram- sögu þeir Guðmundur Gunnars- son, verkfræðingur, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé- laga i Suðurlandskjördæmi, og Jó- hann Ciausen, bæjarstjóri. Fram- sögu um Austurlandsáætlun hafa tveir sérfræðingar frá ráðgjafa- fyrirtækinu Hagvangi, þeir Olaf- ur Haraldsson, sem fjallar um gildi samgangna innan svæðisins fyrir atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun á Austurlandi, og Eggert A. Sverrisson. sem talar um fyrirtækjagrundvóll á Austur- landi. Þá leggur stjórn sambandsins fram nokkrar tillögur um verk- efni fyrir nýja stjórn SSA til að sameina sveitarfélögin um að leysa ákveðin verkefni og undir- búa sókn til nýrra átaka i fram- þróun fjórðungsins. Á fundinum verða milli 70 og 80 fulltrúar. alþingismenn og gestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.