Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR4. SEPTEMBER 1976 13 Islenzk iðnkynning: SVONEFNT „iðnkynningarár" hófst f gær með setningarávarpi iðnaðarráðherra, Gunnars Thor- oddsen f verksmiðjunni Dúk h.f., og er ávarp þetta birt í heild hér á síðunni. 1 því kemur fram, að uni 25% þjóðarinnar lifir beint á iðn- aði og að hlutur iðnaðar í þjóðar- framleiðslunni sé rúmur þriðj- ungur. Það eru samtókin íslensk iðn- kynning, sem gengst fyrir iðn- kynningarárinu, en ætlunin, eins og kom f ram f ávarpi Hjalta Geirs Kristjánssonar á blm. fundinum f Dúk h.f. í gær er að kynna fyrir landsmónnum bæði þýðingu iðn- aðar fyrir þjóðarbúið og vekja athygli á hinni miklu starfsemi, sem felst í orðunum „íslenzkur iðnaður". Samtök þessi eru allsér- stæð að því leyti að aðilar að þeim eru í senn stjórnvöld, atvinnurek- endur í iðnaði og launafólk. Að sógn Hjalta Geirs hefur sameign- Halldóra Ölafsdóttir, iðnverka- kona, ávarpar hér gesti við opn- unarathöfn fslenzkrar iðnkynn- ingar. inlegt átak í iðnkynningarmálum verið til umræðu í nokkur ár, en ekki verið stofnað til samtaka fyrr en í lok s.l. árs. Þátttakendur f Islanskri iðnkynningu eru: Iðn- aðarráðuneytið, Félag fslenskra iðnrekenda, SlS, Landssamband iðnaðarmanna, Landssamband iðnverkafólks og Neytendasam- tókin. i ávarpi Hjalta Geirs kom fram, að tilgangur og markmið Íslenzkrar iðnkynningar væri: 1. að auka sölu á islenzkum iðn- varningi. 2. að stuðla að jákvæðari afstöðu almennings til íslenzks iðnaðar, svo að þjððin geri sér grein fyrir mikilvægi hans í dag, þeirri miklu atvinnu sem hann veitir, hve mikið hann sparar og aflar af liinuni dýrmæta gjaldeyrir, og að áframhaldandi þróun hans er ein meginforsenda atvinnuöryggis, aukinnar hagsældar og framtfðar- búsetu f landinu. 3. að hvetja íslenska stjórnmála- menn og embættismenn og aðra áhrifaaðila til að búa betur að íslenskum iðnaði, taka aukið tillit til hans og vinna að ef lingu hans. Hjalti sagði ennfremur, að ís- lenzk iðnkynning væri ekki að hefja markvisst starf á móti öðr- um undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar heldur vildi hann undirstrika þýðingu góðs sam- starfs iðnaðarins við aðrar grein- ar atvinnuveganna. í því tilefni nefndi hann að sjávarútvegur þyrfti í vaxandi mæli á samstarfi við iðnaðinn að halda við full- vinnslu sjávarafla, umbúðir, við- hald véla og tækja; landbúnaður- inn væri nátengdur iðnaðinum í sambandi við fullvinnslu vara úr ull, niðursuðu matvæla o.s.frv. og að verzlunin væri þýðingarmikill tengiliður iðnaðarins með inn- flutningi hráefna og dreifingu Forsvarsmenn og framkvæmdastjórar aðildarsamtaka íslenzkrar iðnkynningar. Lengst til vinstri er Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri fslenzkrar iðnkynningar. (Ijósm. 01. K.M.) 25% þjóðarinnar lifir beint á iðnaði Iðnkynningarár hófst í gær fullunninna vara, bæði innan- lands og erlendis. Við athöfnina í Dúk h.f. í gær flutti Halldóra Ólafsdóttir starfs- kona í Dúk ávarp fyrir hönd iðn- verkafólks. Sagði Halldórav að ef iðnaður ætlaði að vera samkeppn- isfær við aðrar starfsgreinar þyrftu launakjör og starfsskilyrði í iðnaði að vera þannig, að það vær aðlaðandi og eftirsóknarvert að starfa í iðnaði. Hún sagði enn- fremur, að ungt fólk, sem væri að byrja sinn starfsferil og réði sig í verksmiðju, liti oft á það sem tímabundið starf á meóan það væri að fá annað betur launað starf, eða starf sem gefur meiri tekjumöguleika. Halldóra sagði, að svona viðhorf þyrftu að breyt- ast og að þeim yrði því aðeins breytt, að kjör þeirra, sem í iðnaði störfuðu yrðu bætt. Þá mundi iðn- aðurinn eiga kost á góðu vinnu- afli, vinnuafli, sem hann þyrfti og ætti skilið. Halldóra sagðist halda því fram, að íslenzkt iðnverkafólk gæti framleitt jafn góða vöru og bezt gerist erlendis, fengi það svipaða starfsaðstöðu og nyti þeirrar tækni, sem bezt gerist á hverjum tima, í hverri framleiðslugrein fyrir sig. Verkefnisráð íslenzkrar iðn- kynningar taldi, að eigi yrði unnt að standa að kynningarstarfsem- inni án þess að samtökin hefðu fastan starfsmann, og var fram- kvæmdastjóri iðnkynningarinnar ráðinn Pétur Sveinbjarnarson, en til að sinna þvi verkefni fékk hann leyfi frá störfum i Umferð- arráði. íslensk iðnkynning er með skrifstofu að Hallveigarstig 1. Röskur fjórðungur landsmanna lifir á iðnaði. Hlutur iðnaðar er rúmur þriðjungur af þjóðarfram- leiðslunni. Utfluttar iðnaðarvörur nema nær nftján prósent af heild- arvöruútflutningi. Og fslenzkur iðnaður sparar þjóðinni gjaldeyri sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Svo mjög hefur þáttur Iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, setur iðnkynningarár I verksmiðjunni Dúk hf. að viðstöddu starfsfólki fyrirtækisins. Hjalti Geir Kristjánsson, formað- ur verkefnisráðs fslenzkrar iðn- kynningar, flytur hér ávarp sitt f hádegisverðarboði i verksmiðj- unni Dúk hf. iðnaðar i búskap þjóðarinnar auk- izt frá því sem var um miðja þessa öld. En mikið skortir á, að íslend- ingar þekki nógu vel iðnað sinn, fjölbreytni hans og gæði. Kynn- ing á islenzkum iðnaði er for- senda fyrir auknum skilningi á þörfum hans og þýðingu. Snemma á liðnu éri tók iðnaðar- ráðuneytið upp viðræður við Fé- lag fslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna um það, á hvern hátt mætti efla sölu á íslenzkum iðnaðarvörum og glæða almennan skilning á mikilvægi iðnaðarins, á þeirri miklu at- vinnu, sem hann veitir, gjaldeyr- isöflun og þeim gjaldeyrissparn- aði, sem hann hefur i för með sér. 1 framhaldi af þvi hefur náðst vlðtækt samstarf með fjölmörgum aðilum um að vinna að þessu markmiði. Þessi samstarfsvett- vangur hans hefur hlotið nafnið „islenzk iðnkynning". Færi ég öll- um þeim fjölmörgu aðilum, sem unnið hafa ötullega að undirbún- ingi og skipulagninu þessa verk- efnis hugheilar þakkir og læt i ljós þá von, að starf þeirra muni "verða árangursrikt, landi og þjóð til heilla. Formaður verkefnisráðs mun gera nánari grein fyrir því, hvað „íslenzk iðnkynning" felur í sér. Það fer vel á því, að iðnkynning er opnuð á vinnustað í fyrirtæki, sem framleiðir fatnaðarvörur, þar sem eitt fyrsta verkefni iðnkynn- ingar verður að efna til stærstu fatnaðarsýningar, sem hér hefur verið haldin. Hefsthún á miðviku- daginn kemur. Vöxtur og viðgangur islenzk iðnaðar á undanfórnum áratugum byggist á hugkvæmni, áræði, kunnáttu og eldju þeirra, sem að iðnaði starfa. Rfkisvaldið þarf að veita full- tingi til að skapa heilbrigð vaxtar- skilyrði fyrir iðnþróun. Þvi er oft haldið fram, að iðnaður sé settur skör lægra I ýmsum efnum en aðrir höfuðatvinnuvegir okkar, og að hann njóti ekki jafnréttis við þá. Þótt talsvert hafi áunnizt við að jafna þennan aðstöðumun, þá skortir enn mikið á, að jafnrétti rfki. Sem dæmi má nefna framlög rfkisins til rannsókná- og þjón- ustustofnana í þágu atvinnuveg- anna. Þau framlög eru í ár til sjávarútvegs og fiskiðnaðar 495 millj. kr., til landbúnaðar 247 millj. kr., en til iðnaðar 109 millj. kr. Og framlög ríkisins til stofn- lánasjóða nema: til sjávarútvegs 380 millj. kr., til landbúnaðar 338 millj. kr. og til iðnaðar 100 millj. kr. Á það legg ég áherzlu, að þeirri kynningar- og upplýsingastarf- semi, sem hér er að hefjast, er á engan hátt ætlað að gera hlut annarra atvinnugreina minni en hann er í þjóðarbúskap okkar, þótt kynning á iðnaði i landi okk- ar sé markmiðið. Atvinnulif okk- ar er ein samofin heild. Engin atvinnugrein getur á annarrar verið. Þær styðja hver aðra í sókn til bættra lifskjara. En að því verður að stefna og að því mun stefnt, að jafnrétti ríki með aðal- aðvinnuvegum þjóðarinnar á sem flestum sviðum. Það er eitt af markmiðum þeirrar iðnkynning- ar, sem nú er að hefjast, að efla sölu íslenzkrar iðnaðarfram- leiðslu. Það á ekki að gera með boði og bönnum, heldur þarf að stefna að því að íslenzkur iðnaður sé samkeppnisfær við innfluttan varning, sem hér er á boðstólum. en það er hann nú þegar á fjol- mörgum sviðum. Ég vil hvetja alla Islendinga til að gera sann- gjarnan samanburð og kaupa inn- lendar vörur i auknum mæli. Þótt mikilvægt sé, að almenn- ingur sýni áhuga og skilning á því að kaupa íslenzkar iðnaðarvörur, þá skiptir miklu máli, að ríkið, sveitarfélög og opinberar stof nan- ir beini svo sem frekast er unnt innkaupum sinum að innlendri iðnaðarframleíðslu. Að því máli hofur verið unnið að undanförnu. Er ákveðiö að skipa nefnd á breið- ara grundvelli til þess að athuga gaumgæfilega hvernig bezt verði á þessum málum haldið og skila jafnframt um það tillögum. hvernig beita megi opinberum innkaupum seni ta'kí til eflingar iðnþróun. Að svo mæltu lysi ég yfir. að „Islensk iðnkynning" er hafin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.