Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 1
32 SIÐUR OG LESBOK ^e$múA$ítí^ 204. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Eivind Bolle sjávarútvegsráðherra, Jens Evensen hafréttarmálaráðherra, Odvar Nordli forsætisráðherra og Knut Frydenlund utanrfkisráðherra. Símamynd AP Noregur: 200 mílurnar fyrir þingið á næstunni Ósló 3. september AP—NTB. ODVAR Nordli forsætisráðherra Noregs tilkynnti á blaðamannafundi f Ósló f dag ásamt Knut Frydenlund utanrfkisráðherra, Jens Evensen hafréttarmálaráðherra og Eivind Bolle sjávarútvegsráðherra að norska stjðrnin myndi leggja fram frumvarp á þingi um 200 mílna efnahagslögsögu. Zurichfundurinn: Ekki kom fram á fundinum hvenær Stórþingið myndi ræða frumvarpið, en Nordli sagði, að það yrði í náinni framtíð. Nordli sagði á fundinum, að þetta frum- varp væri mikilvægasta skrefið, sem Norðmenn hefðu til þessa stigið í átt að setningu 200 mílna efnahagslögsögu. Nordli sagði, að stjórnin myndi taka ákvörðun um frumvarpið mjög fljótlega eftir að fundi hafréttarráðstefnunnar I blóð- New York lyki. Forsætisráðherr- ann sagði að stjórnin myndi skoða Framhaldábls. 21 Vorster bjartsýnn ugar óeirðir í Höfðaborg Ziirich 3. september AP— Reuter. 0 ÞEIR John Vorster, forsætisráðherra S-Afríku, og Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, heldu f dag frá heimalöndum sfn- um áJeiðis til Ziirich f Sviss, þar sem þeir munu ræðast við f þrjá daga um vandamál suðurhluta Afrfku. Vorster sagði við brottförina frá Jóhannesarborg, að hann væri bjartsýnn á að árangur yrði af viðræð- unum. A sama tfma og Vorster hélt úr landi beittu lögreglumenn í Höfðaborg haglabyssum, táragasi og kylfum til að dreifa hundruðum unglinga, sem efndu til óeirða f hjarta borgarinnar til að mótmæla kynþáttamisrétti. Óstaðfestar fregnir herma að einn unglingur hafi fallið fyrir haglabyssuskoti. Þetta er annar dagurinn f röð, sem blóðugar óeirðir brjótast út f Höfðaborg, en f gær féllu þar tveir menn f átökum við lögreglu og tugir særðust. 280 manns hafa nú fallið f óeirðunum f S' Afrfku á sl. 11 mánuðum. Stjórnmálafréttaritarar benda á að Kissinger hafi í síðustu viku fordæmt aðskilnaðarstefnuna og sagt að hún samræmdist í engu skilningi manna á mannlegri virð- ingu og því hljóti brottför Vorster með blóðugar óeirðir að baki hon- um að hafa orðið honum erfið. Vorster minntist ekki einu orði á óeirðirnar er hann ræddi við fréttamenn við brottförina frá S- Afríku. Aðstoðarmenn Kissingers sögðu við f réttamenn á leiðinni yf ir haf- ið, að ráðherrann myndi ræða óeirðirnar I S-Afríku við Vorster, en lögðu áherzlu á að helztu við- ræðuefnín myndu verða framtfð Namibiu og Rhodesiu. Carter—Ford: 52%:37% New York 3. september — NTB NÝ skoðanakönnun sýnir að for- setaefni demókrata i Bandarfkj- unum, Jimmy Carter, hefur aukið forskot sitt yfir keppinaut sinn, Gerald Ford, forseta. Carter nýt- ur nú stuðnings 52% kjósenda á móti 37%, sem styðja Ford. Fyrir aðeins viku var bilið á milli þeirra minna og fylgdu 49% þá Carter en39% Ford. Stjórnmálafréttaritarar í Jóhannesarborg sögðu i dag að góðar líkur væru taldar á að um- talsverður árangur yrði af fundi ráðherranna um Namibíu, en sem kunnugt er hafa Sameinuðu þjóð- irnar krafist þess að S-Afríka láti af 60 ára yfirráðum slnum yfir Namibiu. Meiri óvissa rikti um Rhódesíu, þar sem Ian Smith og stjórn hans hafa narðneitað að láta blökkumönnum eftir stjórn landsins þrátt fyrir vaxandí skæruliðastarfsemi og versnandi efnahagsástand. Hvað S-Afríku sjálfa snertir hefur Vorster lýst því yfir að hann muni ekki taka við neinum utanaðkomandi skip- unum um hvernig hann stjórni landi sínu. Framhald á bls. 18 Víkingur II lentur á Mars Pasadena Kaliforníu 3. september AP. GEIMFARIÐ Vfkingur II lenti á Mars skömmu fyrir miðnætti I nótt og segja vísindamenn I Kaliforníu, að lendingin hafi tekizt vel. Hins vegar sendi geimfarið engar myndir eða vísindalegar upplýsingar, þar sem samband við geimfarið bilaði og varð mjög slitrótt, er það yfirgaf móðurskipið og fór inn til lendingar. Var algert sambandsleysi fyrstu 45 mín- úturnar, eftir að Víkingur lagði af stað niður á yfirborð Mars, en slitrött samband náð- ist siðan. Vísindamenn sögðu, að ekki væri jóst, hvert ásig- komulag geimfarsins er, fyrr en eftir 14—24 klst. Kúbumenn í liði Palestínumanna Parfs 3. september Reuter. MIXIMOS Hakim leiðtogi grisk- kaþólskra I Lfbanon sagði f við- tali við Franska blaðið Le Figaro f dag, að kúbanskir hermenn, sumir komnir beint frá Angóla, berðust með Palestfnumönnum í Líbanon. Sagði Hakim að nokkrir Kúbu- menn hefðu verið handteknir. Hann sagði, að margir útlending- ar berðust með Palestinumönnum auk Kúbumannanna, m.a. Pakistanar, írakmenn o.fl. Hakim sagði, að ef Sýrlendingar hefðu ekki gripið í taumana myndu Palestínumenn ásamt þessum út- lenzku hermönnum hafa slátrað 50 þúsund Libönum til viðbótar við þá, sem þegar hafa fallið. Elias Sarkis, kjörinn forseti Líbanons, ræddi í dag við leiðtoga deiluaðila í Líbanon, eftir að heimildir hermdu að yfirvöld í Sýrlandi hefði samþykkt áætlun hans um endalok borgarastriðs- Framhald á bls. 18 Flugvélakaup aldarinnar: Bernharð reyndi að hafa áhrif á Schmidt Haag 3. september — Ntb. BERNHARD prins af Hollandi, sem nú liggur undir grun um að hafa þegið mútur frá bandarfsku flugvélaverksmiðiunum Lockheed, hafði fyrir nokkrum árum samband við Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýzkalands, til að ræða við hann um flugvélakaup, samkvæmt upplýsingum hollenzka varnarmála- ráðuneytisins f gær. Bernhard reyndi að fá kaup þýzka flughersins á F-17 Schmidt, sem þá var varnar- Cobra orrustuflugvélum frá málaráðherra, til að samþykkja Northrop-verksmiðjunum I Bandaríkjunum. Þessi flugvél var ein þeirra, sem komu til greina i hinum svo kölluðu „flugvélakaupum aldarinnar", þegar Holland, Danmörk, Belgía og Noregur ætluðu áð gera sameiginleg kaup á orrustuflugvélum sem skyldu koma i stað F-104 Starfighter. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.