Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. SEPTEMBER 1976 17 Eru engar fréttir góðar fréttir? New York, 1. september. Nú fer að síga á seinni hluta þessa fundar hafréttarráð- stefnunar hér í New York. Honum á sem kunnugt er að Ijiíka 17. september. í upp- hafi fundarins gerðu menn sér vonir um, að einhver ár- angur kynni hér að nást. En fram að þessu hefur ekkert gerzt í þá áttina, sem orð sé á gerandi. Þvert á móti má heyra vonleysis- og uppgjaf- artón i flestum ræðum. Þrautþjálfaðir ráðstefnu- menn segja mér raunar, að ekki sé öalgengt að andrúms- loftið sé með þessum hætti, þegar talsvett er á fundi sem þessa liðið. Menn séu þá farn- ir að þreytast á því að reyna á þolrif hvers annars og hugs- anlegt sé enn, að eitthvað geti gerzt, sem mjaki málum áleiðis. Kissinger hvetur til sáttfýsi Henry Kissinger utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hefur verið hér í dag og reynt að beita áhrifum sínum. Hann hóf viðræður í morgun við Amarsinghe, forseta hafrétt- arráðstefnunnar og hefur sið- an rætt við hvern á fætur öðrum þeirra manna, sem hann og hans menn telja lík- legasta til að þoka málum áfram. Nú í kvöld hélt hann síðan boð með fulltrúum frá öllum sendinefndum. Kissinger bauð fram fjárhags- lega aðstoð Bandaríkjanna við að koma á fót alþjóðlegri stofnun til vinnslu jarðefna af hafsbotni á úthafinu og hvatti mjög til þess að sátt- fýsi fengi að ríkja svo að von væri til að árangur yröi af ráðstefnunni. Ræða hans fékk góðar undir- tektir, enda krydduð gaman- yrðum og frábærlega vel flutt, en í fjölmiðlum hér er þó varla á hana minnzt. Meðal fulltrúa á hafréttarráð- stefnunni mun þó talið að þetta tilboð Bandaríkja- manna sé skref í áttina og kunni eitthvað að þoka mál- um áleiðis. Árangur í ófugu hlut- falli við þjarkið Sjálfsagt spyrja einhverjir á bessa leið: Hvað gerist á svona ráðstefnum úr því að enginn árangur er sjáanleg- ur? Jú, hér er unnið að ýms- um störfum, óteljandi hópar, ýmist sjálfskipaðir eða þá formennirnir setja saman nefndir, reyna að samræma sjónarmið hinna mismunandi ríkja, eða leggja á ráðin um það hvernig þeir bezt geti komið fram hagsmunamálum sinna rikja. Störfin í þessum hópum Ienda auðvitað þyngst á þeim, sem forystuna hafa, formönnum sendinefnda, en aðrir reyna að sjáflsögðu að hjálpa til. Mér sýnist árang- urinn vera í öfugu hlutfalli við þjarkið. Nú gera menn sér helzt vonir um, að unnt muni reynast að berja saman nýjan texta, sem muni hafa inni að halda alla fjóra meginkaflana frá þvi í vor og ef til vill einhverjar viðbótarklásúlur. Kannski verða bara gömlu textarnir heftir saman á ný, með ein- hverjum orðalagsbreytingum og útúrdúrum. Þó kann að vera, að einhverjar efnis- breytingar, sem máli skipta, verði innifaldar. 1 öllu falli verður um að ræða einhverja samræmingu og „endurbót". Textinn verður þá væntan- lega með nýju nafni. Þá er eftir að ákveða hvaða þýðingu hinn endurskoðaði texti hafi, eða hvaða „status". Um það eins og flest annað er allt í óvissu, en líklegast þó, að gildi hans verði eitthvað svipað og þess texta, sem af- greiddur var í vor, en siðan verði enn á ný haldinn fund- ur á næsta ári og sumir tala jafnvel um að hann verði ekki fyrr en í júlí og að því muni Afríkuþjóðirnar hallast til dæmis. Strandríki og land- luktir í Klúbb 21 Sá starfshópur, sem við af eðli- legum ástæðum höfum mest- an áhuga fyrir, er hér kallað- ur Klúbbur 21, en það er hóp- ur tíu strandríkja og tíu land- luktra og landfræðilegra af- skiptra ríkja, sem leitast við að finna samkomulagsgrund- völl auk formannsins. Þessi hópur heldur stöðuga fundi og ég spurði Hans Andersen í dag, hvað á þeim vettvangi gerðist. Hann sagði eitthvað á þessa leið. „Hingað til hafa allar sam- komulagstilraunir strandað fyrst og fremst á því, að strandríkin hafa haldið fast við það, að það lengsta sem unnt væri að ganga, væri að landluktu ríkin fengju for- gang að umframmagni, en þau telja það ekki nægilegt og vilja fá veiðiréttindin, þótt ekkert umframmagn sé. En hver sem ni<)urstaðan af þessum deilum kann að Eyjólfur K. Jónsson skrifar frá hafréttarráðstefnunni í New York verða.þá er enn um það sam- komulag að ákvæðin í 58. og 59. grein, sem um þessi efni f jalla, mundu ekki ná til okk- ar, þótt eitthvað yrði látið undan kröfum landluktu ríkjanna. Við mundum fá sér ákvæði, sem okkur nægði. Þannig horfa málin við, a.m.k. nú á þessari stundu." Auðlindalögsagan alþjóðleg lög En hvað þýðir þessi seinagang- ur þá fyrir okkur? Fáum við engin alþjóðalög, sem tryggja réttindi okkar? Von er að spurt sé. Skoðun mín er sú, að 200 mílna auðlindalögsagan sé þegar orðin að alþjóðalögum, og frá þeirri reglu verði héðan í frá ekki hvikað. Stöðugt fleiri ríki lýsa yfir 200 mílna efnahagslögsögu og flest strandriki heims munu á næstunni fylgja í fótspor þeirra, sem ötulast hafa bar- izt fyrir 200 mílunum. Sjálf- sagt verður fundað og þingað áfram um hafréttarmálin, en þar verður það ekki efna- hagslögsagan, sem fyrst og fremst verður þráttað um, heldur hagnýting auðæfa hafsbotnsins utan 200 míln- anna, en einmitt á því stranda málin, þvi að þróun- arríkin vilja að sú stofnun, sem sett verði yfir þessi mál- efni, sé fyrst og fremst á þeirra valdi, cn iðnrikin vilja ríkari þátt í stjórninni. Ís- lendingar hafa að vonum lít- inn áhuga á þessum ættti málsins og skal ég því ekki ræða hann frekar. 200 mílurnar tekur engin af okkur Óhætt ætti að vera að segja, að við getum tekið öllu með ró. Það er ekkert sáluhjálparat- riði fyrir okkur að hafréttar- sáttmálinn verði gerður. Við höfum fengið okkar 200 míl- ur og þær tekur enginn af okkur aftur. Auðvitað viljum við þó stuðla að þvi, að lög og réttur megi rikja á heimshöf- unum, eins og raunar um ver- öld alla, og þess vegna hljót- um við að leggja það litla, sem við getum, af mörkum til þess að hafréttarráðstefnan beri árangur, en fari ekki út um þúfur. Talsvert hefur hér verið rætt um fyrirkomulag á lausn deilumála, sem milli ríkja kynnu að rísa út af hafréttar- málum og tillögur lögspek- inga hafa verið eins og ska'ðadrífa. Ekki fæ ég þó séð, að við höfum neitt að óttast í því efni, ef greinar númer 50 og 51 fá að standa óbreyttar, en þar er annars vegar ákveðið, að strandríkið fái að ákveða hve mikinn afla megi taka og hins vegar, að standríkið skuli stjórn því hvernig þessu aflamagni er náð og hverjir stundi veið- arnar. Sem sagt: full og óskoruð yfirráð strandríkis- ins vfir fiskveiðunum. EBE-menn þreifa fyrir sér Síðastl. föstudag kom brezki þingmaðurinn Prescott ásamt þýzka þingmanninum Schmit og aðstoðarmanni þeirra frá Efnahagsbanda- laginu til viðra'ðna við okkur Islendinga um hafréttarmál- efni. Kvaðst hann vilja kynna sér afstöðu Islendinga til ýmssa þátta hafréttarmál- anna, þótt hann vissi raunar fyrir fram margt i því efni. Var farið vítt og breytt yfir efnið, en að u.þ.b. klukku- tima samra^ðum loknum kom hann að því sem áræðanlega var aðalerindið, að þreifa fyr- ir sér um það, hver afstaða okkar mundi vera til áfram- haldandi fiskveiðiréttinda Breta við island eftir 1. des- ember. Það er skemmst frá að segja, að við Islendingarnir, scm vor- um fulltrúar allra stjórn- málaflokkanna, ásamt Hans G. Andcrsen og Má Eliassyni fiskimálastjóra, gerðum augnablikshlé á viðra>ðun- um, gripum til möðuimálsins og komum okkur saman um að segja með þeim orðum, scm ekki yrðu misskilin, að engin frckari fiskvciðirétt- indi til handa Efnahags- bandalagsrikíunum cn þau. scm þcgar var um samið, gnitu komið til grcina. Við teldum að aðeins væri hugs- anlegt að semja um gagn- kvæm fiskvciðircttindi, við fcngjum jafn mikinn rétt innan 200 milna Efnahags- bandalagsrikjanna cins og þau hjá okkur. cf báðir aðilar teldu sér það hagstætt. Nú horfðu málin þannig við. að Efnahagsbandalagsríkin hefðu næsta árið rétt til að veiða sextíu þiisund tonn hjá okkur og nær væri að við spyrðum hvað við ættum að fá í staðinn fyrir það, heldur en að fariö yrði fram á, að réttindi til handa Efnahags- bandalagsríkjunum yrðu aukin. Við lögðum lika áherzlu á. að tollamál og önnur viðskipta- mál yrðu af okkar hálfu ekki tcngd fiskveiðiréttindum. En þeim Efnahagsbandalags- mönnum þótti við vera nokk- uð harðir í hoYn að taka og kom það glöggt f ljós í einka- viðræðum eftir þennan fund. en þeir vita þó a.m.k. hug okkar allan. að við viljum ckki að þeir fái mcira en sex- tíu þúsund tonnin á na>sta ári. Svo geta þeir skipt þeim á milli sín, ef að þeim svo sýnist. Þetta er nú í stuttu máli það. sem gcrzt hefur og ekki gerzt hér i New York, og má vist nærri segja, að frcttirnar seu engar. cn kannski cru engar fréttir góðar fréttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.