Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR4. SEPTEMBER 1976 %&m$$mW®foW Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6. slmi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Fyrir nokkrum dögum birtist í Alþýðublað- inu forystu^rein eftir Benedikt Gröndal, for- mann Alþýðuflokksins þar sem hann ^agnrýndi ríkis- stjórnina mjög fyrir að ekki hefði verið dregið nægilega mikið úr verð- bólgunni á þeim tveimur ;írum, sem hún hefur setið að völdum. Skuldasöfnun þjóðarinnar hefði verið mjög mikil á þessu tímabili og skuldir ríkissjóðs við Seðlabankann hefðu aldrei verið meiri. Þessi forystu- grein formanns Alþýðu- flokksins vakti athygli fyr- ir margra hluta sakir. Það er alkunna að hagfræðing- ar nútímans kunna tiltölu- lega einföld ráð til þess að hægja á verðbólgu bg draga úr erlendri skulda- söfnun og halda fjárlögum ríkis greiðsluhallalausum. Hins vesar hlíta stjórn- málamenn ekki alltaf þess- um einföldu ráðum, vegna þess að afleiðingarnar fyr- ir allan almenninjí eru oft mjög þungbærar. Þannig markaði ríkis- stjórn Geirs Hallgrímsson- ar þá stefnu þegar í upp- hafi, að hún mundi leggja alla áherzlu á að tryggja fulla atvinnu og taka á sig margvísleg óþægindi til þess að svo mætti verða. Að tveimur árum liðnum liggur nú ljóst fyrir, að rík- náðst sá árangur sem skyldi í baráttunni við verðbólguna, og viðskipta- hallinn við útlönd hefur verið meiri en æskilegt hefði verið. Nú má aö sjálf- sögðu ræða það, hvort sú stefna ríkisstjórnarinnar að halda fullri atvinnu á kostnað meiri árangurs í baráttu við verðbólguna, hafi verið rétt, en vissu- lega kemur þó á óvart, að gagnrýni á þá stefnu skuli heyrast frá formanni Al- þýðuflokksins. Að vísu er það svo, að ríkisstjórnir jafnaðar- manna, t.d. í Danmörku, Þýzkalandi og Bretlandi, hafa markað þá stefnu, sem Benedikt Gröndal virðist gefa í skyn, að hann hefði kosið, að ná verðbólg- að formaður Alþýðuflokks- ins á íslandi skuli, að því er virðist, gerast talsmaður þeirrar stefnu, en úr því að svo er, má segja, að þessi rödd hefði átt að heyrast fyrr, þá hefðu menn haft betra tækifæri til þess að taka afstöðu til þessara sjónarmiða Benedikts Gröndals. Alþýðublaðið reynir í forystugrein í gær að bera í bætifláka fyrir formann Alþýðuflokksins og bendir á að stjórn jafnaðarmanna í Noregi, Svíþjóð og Aust- urríki hafi tekizt að sigla fram hjá verðbólgu án þess að stefna vísvitandi í at- vinnuleysi. En um þessi lönd öll gildir allt annað en vandamál okkar hér á ís- landi. Þau eru vel efnum Hvað vill formaður Alþýðuflokksins? isstjórninni hefur tekizt að stýra þjóðarskútunni í gegnum mikla efiðleika án þess að til atvinnuleysis kæmi. En eins og Geir Hall- grímsson forsætirráðherra sagði í viðtali við Morgun- blaóið fyrir viku, þá hefur þessi atvinna verið keypt því verði, að ekki hefur unni skjótar niður, jafnvel þótt afleiðingin yrði sú, að atvinnuleysi skylli á. í þessum þremur löndum hefur tekizt að draga stór- lega úr verðbólgunni, þótt enn sé hún allmikil, en at- vinnuleysiö hefur jafn- framt verið gífurlegt. Vit- anlega kemur það á óvart, búin, ekki sízt Noregur og Svíþjóð, og alkunna er, að Norðmenn hafa siglt fram hjá sínum vandamálum á síðustu árum meö geysi- legri skuldasöfnun erlend- is, sem þeir þurfa hins veg- ar ekki að hafa áhyggjur af, vegna þess að fyrirsjá- anlegt er, að þeir muni hafa gífurlegar tekjur á næstu árum af olíusölu og þannig eiga auðvelt með að greiða niður þá erlendu skuldasöfnun, sem orðið hefur hjá þeim á undan- förnum misserum. Það þýðir því ekkert fyr- ir formann Alþýðuflokks- ins að skýla sér á bak við rfkisstjórnir jafnaðar- manna í þessum löndum, en hafi Morgunblaðið hann fyrir rangri sök, er fyllsta ástæða til að Benedikt Gröndal geri grein fyrir því, með hvaða hætti hann hefði viljað á þessu tveggja ára tímabili takmarka verðbólguna enn meir en gert hefur verið, en ljóst er nú, að á tveimur árum hef- ur tekist að minnka hana um helming, minnka við- skiptahallann um helming á sama tíma og ná fyrr greiðsluhallalausum fjár- lögum, því margt bendir til, að það muni takast á þessu ári. Það dugar ekki fyrir leið- toga stjórnmálaflokks að hafa uppi sleggjudóma í annarra garð. Þess verður krafist af honum að hann geri grein fyrir því, hvaða ráð hann hefur til þess að ná betri árangri í viður- eigninni við þau efnahags- vandamál, sem við hefur verið að etja og komi for- maður Alþýðuflokksins fram með einhverja skyn- samlega hugmynd í þeim efnum, kann vel að vera að þær geti komið að ein- hverjum notum. Málfræðigjöf GÖSTA Holm heitir kunnur málvisindamaður, sænskur. í sumar varð hann sextugur. Vegna þess tilefnis sendu vinir hans frá sér afmælisrit eitt mikið sem ber heitið Nordiska studier i filologi och lingvistik. Umsjón með útgáfunni höfðu Lars Svensson og fleiri. Þetta er fimm hundruð síðna rit í allstóru broti. í þvi eru prentað- ar fimmtlu og þrjár ritgerðir jafnmargra höfunda auk for- mála og skrár yfir rit Gösta Holms. Meðal höfunda eru fjór- ir islendingar. Þeir skrifa allir um íslensk efni. En ekki eru þeir einir um það. Margir skandínavísku málfræðinganna róa að meira eða minna leyti á sömu mið. Leynir sér ekki að íslenskan er stórveldið í hópi norrænna mála. Þangað sækja málfræðingar lykilinn að skiln- ingi á hinum málunum. En sem betur fer sinna þeir fleiri verk- efnum. Þarna er að finna hug- leiðingar um fjölbreytilegustu svið nofrænna málvísinda, þar með taldar nokkrar ritgerðir um nútímamál í hinum löndun- um. Að venju er rit þetta skrifað á þrem tungumálum (aðallega): dönsku, norsku og sænsku. Undantekningar eru tvær. Hreinn Benediktsson skrifar ritgerð sína á íslensku. Það á að vera saklaust — sá sem kemst ekki fram úr henni mun hafa lítið gagn af öðru efni ritsins hvort eð er. Þá á Halldór Hall- dórsson þarna ritgerð skrifaða á ensku. Viðfangsefni Hreins Bene- diktssonar er orðasambandið „vera að + nafnháttur: aldur og uppruni". „Meðal setningafræðilegra nýjunga í íslenzku, sem athygl- isverðastar eru," segir Hreinn, ,,má óefað telja orðaskipanina vera að + nafnh., hann er að lesa, hann var að lesa." Siðan tilfærir höfundur fjölda dæma úr fornum ritum og síðari alda Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON máli og kemst að þeirri niður- stöðu að í upphafi sé orðaskip- anin til orðin úr orðasambönd- um eins og „hann var at at hlaða skútuna" sem hann tekur upp úr Njálu máli sínu til stuðnings. Að samandregnum mörgum dæmum þykir honum sýnt að „fyrra þróunarstigið er sem sé vera at at + nafnh." . . . en „síðara þróunarstigið er svo vera að + nafnh., sem er orðtnn til úr lengri orðaskipaninni." Bjarni Guðnason á þarna rit- gerðina „Saxo og Eiríksdrápa", Halldór Halldórsson nefnir rit- gerð slna „Falling Down to a Suffix Status. A Morphose- mantic Study " og Jón Helgason kallar sína ritgerð „Paris i Tróju, Þorsteinn á Borg og Brodd-HelgiáHofi". Meðal annars efnis sem koma mun íslendingi kunnuglega fyr- ir sjónir má nefna að Lennart Elmevik skrifar um orðið „for- að", Ivar Lindquist um „tvo staði í Völundarkviðu", Jonna Louis-Jensen um „Ara og Greg- or", Inger Haská um „íslenskt og sænskt leiðaramálfar, setn- ingafræðileg rannsókn", og er þá ekki nærri þvi allt upp talið. (Höfundur slðast töldu rit- gerðarinnar tók til rannsóknar sex leiðara úr Morgunblaðinu og jafnmarga úr Þjóðviljanum frá 1. til 7. sept. 1974). Meðal læsilegra ritgerða, sem fjalla um efni sem ekki varða beint íslenskt mál, nefni ég sem dæmi hugleiðingar eftir Lars Huldén um Aland, þar sem leit- að er upprunans að þessu sænska örnefni. En skemmtilegust þykir mér þó ritgerð Chr. Westergárd- Nielsens, „Nokkrar athuganir á sögu Flateyjarbokar". Wester- gárd-Nielsen er skapmikill mál- fræðingur og talar hreint út úr pokahorninu. Og man ég ekki rétt að hann væri einn þeirra sem vildu halda íslensku hand- ritunum kyrrum I Höfn? Hafa má samúð með málstað hans — hann vissi hvað hann var að láta. Westergárd-Nielsen hefur máls á að segja frá því er Helge Larsen, menntamálaráðherra dana, afhenti islendingum Flat- eyjarbók I háskólabíó 21. apríl 1971 með orðunum: „Vær sá god, Flatöbogen." Þá segir hann söguna af þvf er Ameríku- menn vildu fá bókína lánaða fyrir heimssýninguna í Chicago 1893 og buðust til að senda eftir henni eitt sinna sterkustu her- skipa. Danir neituðu! Wester- gárd-Nielsen minnir á að bókin hafi verið einhver mesti dýr- gripur Konungsbókhlöðunnar, hún hafi verið afhent íslending- um á þjóðlegum hátíðisdegi þeirra — sumardaginn fyrsta — og hafi afhendingin orsakað hér almennt og pólitískt „jub- el". Ekki hygg ég allir lesi þessar „nordiska studier" sér til skemmtunar. Eins og tftt er í afmælisritum er efnið blandað, sumt alþýðlegt, annað há- vísindalegt með táknum og for- múlum sem venjulegur lesandi Lars Svensson botnar lítið í; enn annað ein- hvers staðar á milli. En ég tel skylt að geta bókarinnar hér að nokkru þar sem hún varðar að talsverðu leyti íslenskt mál og málfræðirannsóknir. Tengsl is- lendinga við hinar Norður- landaþjóðirnar eru margvísleg. Hví rækjum við þau svo þokka- lega sem raun ber vitni? Á hverju byggist hið margfræga „norræna samstarf"? Land- fræðilegri afstöðu? Stjórnar- farslegri sameiningu fyrr á öld- um? Skyldleikatilfinningu? Ef til vill. En þá má ekki heldur gleyma samhengi því sem felst I málfarslegum uppruna. Ég býst við að flestir skandínavar, sem fást við að snúa íslenskum nútimabókmenntum á tungur sínar, hafi byrjað á „norrænu", slðan út frá henni tekið að glugga í nútímaislensku þar til þeir höfnúðu I verkum Laxness og annarra nútímahöfunda. Frændur vorir láta okkur sem sé njóta þess á margvíslegan hátt að við erum fyrir þeirra sjónum nokkurs konar lifandi fornleifar i málfarslegum skiln- ingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.